Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1990, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1990, Blaðsíða 9
LAUGAJIDAGUR 3. FEBRÚAR 1990. 9 - segir Kristín S.teinsdóttir, annar höfundur leikritsins Eymalangir og annað fólk „Tilgangur okkar var að koma al- veg ákveðnum boðskap á framfæri með þessu leikriti og ég held að hann eigi fullt erindi til íslendinga. Ég held að umburðarlyndi íslendinga gagn- vart þeim sem eru öðruvísi sé af verulega skornum skammti,“ segir Kristín Steinsdóttir rithöfundur um fjölskylduleikrit sitt og Iöunnar syst- ur sinnar, Eyrnalangir og annað fólk. Verkið er á fjölum Leikfélags Akur- eyrar um þessar mimdir. Kristín Steinsdóttir hefur verið þekkt fyrir annað fram til þessa en aö skrifa pólitísk verk. Hún hefur hins vegar skrifað nokkrar vinsælar barnabækur. Sú nýjasta kom út fyrir síðustu jól og nefnist Stjörnur og strákapör. Kristín og Iðunn hafa unnið saman áður með góðum árangri. Einna þekktastur afrakstur samvinnu þeirra er leikritið „Síldin kemur sOd- in fer“ sem sett var upp hjá Leik- félagi Reykjavíkur undir nafninu Síldin er komin. Síldin er nú að slá öll sýningarmet í Klakksvík í Fær- eyjum. Verk þeirra beggja hafa verið verðlaunuð í bak og fyrir. Fordómar En pólitísk hafa skrif þeirra yfir- leitt ekki verið. Nú bregður hins veg- ar svo við að þær systur taka til umfjöllunar fremur viðkvæmt efni þ.e.a.s. fordóma okkar gagnvart þeim sem einhverra hluta vegna falla ekki inn í hópinn. „Það er auðvitað hættulegt að al- hæfa um heila þjóð en ég held satt að segja að við íslendingar séum ekki eins heilagir og fordómalausir og við viljum stundum vera láta. Eg held að íslendingar líti margir þannig á að þeir séu mikil menning- arþjóö og fullir umburðarlyndis en er það alveg sannleikanum sam- kvæmt? í leikritinu reynum við að varpa ljósi á það hvernig íslendingar koma sjálfum sér fyrir sjónir að þessu leyti en ekki síður hvernig íslendingar koma þeim fyrir sjónir sem eru öðru- vísi. Við systur höfum haft aðstöðu til þess að fylgjast með því hvernig fjöldinn meðhöndlar þá sem hafa sérstöðu á einhvern hátt, hvort sem er í úthti eða háttalagi. Við erum báðar kennarar og höfum horft upp á þetta í skólanum. Mér verður þungt um hjartarætur þegar ég vefð vitni að því hve grimmilega og miskunnarlaust börn geta leikið þá sem ekki eru eins og gerist og gengur." Ramakvein þjóðarsálarinnar „Þótt börn séu ótrúlega grimm í þessum efnum, held ég að þau séu líka fljótari að taka í sátt en þeir full- orðnu. Bömin koma auðvitað að verulegu leyti með skoðanir sínar að heiman, bæði frá foreldrum og úr fjölmiðlum. Ég var illilega minnt á það í haust að efni þessa leikrits okkar á fullt erindi. Þegar rætt var um að hleypa nokkrum Víetnömum til viðbótar inn í landið rak Þjóðarsáhn upp ramakvein og taldi hinum hreina kynstofni stafa hin mesta hætta af. Þjóðarsál rásar tvö er að vísu dálítið sérstakt úrtak og ekki gott að draga of miklar ályktanir af þeim skoðun- um sem þar koma fram en ég hygg Garðar Guðjónsson, DV, Akranesi: Frá uppfærsiu Leikfélags Akureyrar á Eyrnalöngum og öðru fólki. Systurnar Kristín og Iðunn Steinsdætur deila þar á viðhorf Islendinga til þeirra sem skera sig úr hópnum á einhvern hátt, t.d. sökum litarháttar og framandi menningar. Verndaðir íslendingar Kristín hefur einnig persónulega reynslu af viðhorfum Vestur-Þjóð- veija til hörundsdökkra útlendinga þar í landi. „Ég kom ung til Vestur-Þýskalands og fór nánast mállaus að vinna í þvottahúsi. Sjálf var ég meðhöndluð eins og hálfgerður fáviti en fram- koma í minn garð var hátíð miðað við þá meðferð sem tyrkneskar kon- ur fengu að reyna. Þær urðu hrein- lega fyrir barsmíðum ef svo bar und- ir. íslendingar hafa verið verndaðri en aðrar þjóðir í þessu tihiti. Frænd- ur okkar á Norðurlöndum hafa tekið við flóttafólki frá þriðja heiminum í mun meiri mæli en við íslendingar og þar hafa komið upp ýmis vanda- mál sem eru lítt þekkt á íslandi. íslendingar hafa getað lifað í þeirri blekkingu að þeir séu fijálslyndir gagnvart hörundsdökku fólki." íslendingum treystandi? „Mín skoöun er sú að við ættum auðveldlega að geta tekiö við flótta- fólki í mun stærri stíl en við höfum gert fram til þessa en ég er ekki viss um að ég treysti okkur til þess að óbreyttu. Danir, Norðmenn og Svíar voru alls ekki nægilega vel undir það bún- ir að takast á við þau vandamál sem geta komið upp þegar ólíkir menn- ingarheimar mætast en ég tel okkur enn verr undir það búin. Við eigum raunar langt í land með að geta sýnt það umburðarlyndi og þann skilning sem til þarf. Ef íslend- ingar ætla sér að taka við fólki frá öðrum menningarsvæðum veröur að undirbúa það vel, til að mynda með því að kynna bakgrunn fólksins. Þar hafa skólarnir og fjölmiðlarnir mikilvægu hlutverki að gegna og ég er smeyk um að fölmiðlar þyrftu að breytast mikið til þess að geta gegnt þeirri skyldu sinni.“ Fáfræði „Ég held að fordómar og fjandsemi í garð hörundsdökks fólks byggist að miklu leyti á fáfræði. Okkur hættir mjög við því að mynda okkur skoðun og slá fram fullyrðingum án þess að hafa kynnt okkur málavexti." - Þú ert svartsýn á að íslendingar geti tekið sómasamlega viö fólki sem hefur annan litarhátt og aðra menn- ingu en í leikriti ykkar systra fellur að lokum allt í ljúfa löð hjá íslending- um og eyrnalöngum. Ér það ekki blekking? „Ég skal játa að endirinn er veik- asti hlekkur verksins enda skrifuð- um við upphaflega annan og ekki jafnhamningjusamlegan endi. En þegar komið er með svona vérk í leik- hús þarf oft ýmsu að breyta. Leikrit- ið var of langt, það þurfti að stytta og við höfum kannski ekki gert það nógu vel. Það kom að minnsta kosti niður á endinum.“ - Þú ert ekki þekkt fyrir að skrifa þjóðfélagslegar ádrepur. Leiö þér vel í predikunarstólnum? „Við reyndum eftir mætti að kom- ast hjá því að predika og ég tel það hafa tekist. Það var mjög skemmti- legt að reyna að koma skoðun á efni sem þessu á framfæri þannig að bæði böm og fullorðnir skilji. Það er ádrepa í þessu verki. Boð- skapur okkar er sá að fólk eigi að geta lifað í sátt og samlyndi óháð útliti. Það er innræti okkar sem skiptir mestu,“ segir Kristín. Kristin Steinsdóttir rithöfundur: Okkur hættir við að mynda okkur skoðun og slá fram fullyrðingum án þess að hafa kynnt okkur málavexti áður. DV-mynd GG, Akranesi að þessar skoðanir séu útbreiddari en margur heldur.“ Randaflugur uröu eyrnalangar Upphaflega skrifuðu Kristín og Ið- unn leikrit um röndótt fólk og köll- uðu Randaflugur. Vegna .förðunar- vanda var brugðið á það ráð að hafa fólkið eymalangt. Kristín er þó ekki í hjarta sínu búin að sætta sig við þessa breytingu og segist enn tala um röndótta fólkið sitt. . í leikriti þeirra systra verður fólkið á eyjunni Sebrakabra fyrir þeirri ógæfu að heimkynni þess lenda und- ir hrauni. Fólk þetta, sem er eyrna- langt með afbrigðum, verður því að leita sér nýrra heimkynna og hafnar að lokum á íslandi. Hér er hinum eyrnalöngu mjög misjafnlega vel tek- ið. Sumir taka þá strax í sátt, en aðrir þurfa lengri tíma til þess að átta sig á þessum nýju þjóðfélags- þegnum. Kristín neitar því að í leikritinu sé verið að lýsa móttökum íslendinga á Víetnömum sem fluttust hingað til lands árið 1979. En systumar hafa kynnst þeim vel og hafa fylgst með hvernig þeim gengur að aðlagast ís- lensku samfélagi. „Þeir hafa fengið misjafnar mót- tökur á íslandi. Margir hafa komið fram við þá eins og jafningja en hitt er þó of algengt." Erum ekki eins frjáls- lynd og við höldum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.