Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1990, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1990, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1990. Sælkerinn Góðir dagar í Móseldalnum Líklegast er þessi árstími ekki tími ferðalaga. Yfirleitt eru veður válynd í nágrannalöndum okkar, rigningar og rok, jafnvel snjókoma. Veðrið hef- ur þó veriö allgott í Mið-Evrópu, jafn- vel of gott, því að ekki hefur snjóað nóg svo að skíðamenn hafa orðið að renna sér á gervisnjó. Eftir að hinn svokallaði virðisaukaskattur var lagður á landsmenn verður ekki ann- að séð en að verölag hafi almennt hækkað hér á landi, t.d. á matvöru. Fjárráð fólks virðast vera knöpp um þessar mundir, svo ekki sé meira sagt, og flestir þurfa að greiða af greiðslukortunum eftir jólahaldið. Þessi tími er því vart rétti tíminn til að fara í ferðalög. Við skulum nú athuga þessi mál aðeins nánar. Það er kunnara en frá þurfi að segja að það er dýrt að fara út að borða hér á landi og áfengi er hér mjög dýrt, svo ekki sé nú talað um bjórinn þvi Umsjón Sigmar B. Hauksson hér á landi er dýrasti bjór í Vestur- Evrópu. Eins og áður hefur komiö fram er matvara dýr hér á landi og raunar ýmsar aðrar vörur. Það ligg- ur þó viö að það séu foöurlandssvik að hvetja fólk til ferðalaga nú eins og sakir standa. Nú standa yfir í Tri- er miklar útsölur og ferðaskrifstof- unar bjóða ódýrar ferðir til Lúxem- borgar og ýmissa annarra borga í Evrópu. I Lúxemborg og raunar í öllum Móseldalnum eru allar veit- ingar ódýrar, að minnsta kosti ef miðað er viö verðlag hér á landi. Það er því heppilegur tími til að „skreppa“ í helgarferð, t.d. til Lúx- emborgar, og feröast um Móseldal- inn. Bílaleigubílar eru á hagstæðum kjörum um þessar mundir og því er hægt að fara í ódýrt ferðalag. Móselá- in á upptök sín í Frakklandi og renn- ur áin, sem er 545 km löng, í gegnum þrjú lönd, þ.e.a.s. Frakkland, Þýska- land og Lúxemborg. Það er hægt aö gera ýmislegt annað í Trier en að gera hagstæð innkaup. Þaö má skoöa merkar minjar frá dögum Rómverja en Trier er elsta borg Þýskalands. Á Landesmuseum, sem er við hús nr. 44 á Ostalle, er fornminjasafn borgar- innar og þar má finna fjölda fagurra muna frá dögum Rómveija. í Lúxem- borg er fjöldi góðra veitingahúsa. Hægt er að mæla með Veitingahúsi Leu Linster en það er með betri veit- ingahúsum Evrópu í dag. Heimil- isfangið er Restaurant Lea Linster, Frisange, 17 route de Luxembourg, sími 68411. í smábænum Ehnen, sem stendur á bökkum Mósel, er Hotel Restaurant Simmer. Þar er rekinn frábær veitingastaður og ágætis vinalegt hótel. Það er rekið af Millim- hjónunum og syni þeirra. Við hliðina á hótelinu er ágætis vínsafn sem áhugafólk um vín ætti ekki að láta hjá líða að skoða. Yflrleitt bjóða ferðaskrifstofurnar gestum sínum hótel á hagstæðu verði. í Lúxemborg reka íslensk hjón, þau Inga og Karl Guðjónsson, hótelið Le Roi Dagobert sem er í smábænum Grevenmacher. Þar er kjörið að búa fyrir þá sem ekki aka bifreið sjálflr þyí starfsfólk hótelsins, sem flest er íslendingar, sækir gestina á hótelið og ekur þeim til Trier gegn vægu gjaldi. Þrátt fyrir að hagstætt sé að versla í Trier þessa dagana er ekki síður gott að versla í frönsku borginni Metz sem er í aö- eins 50 km fjarlægð frá Lúxemborg. Þar eru einnig margir ljómandi veit- ingastaðir og ódýr hótel. Mætti nefna Hotel Métropol, 5 place General de Gaulle. Það er kannski hæpin speki að fullyrða að það sé hægt að spara með því að skreppa í svona helgar- ferð en með „aðhaldsaðgerðum" hér heima er það þó líklegast hægt. Allir hafa þörf fyrir að slaka á og hvílast í öðru umhverfi og íslendingar vinna yfirleitt langan vinnudag. Já, lesandi góður, þú átt það skilið að bregða þér í smáfrí. Millimhjónin, sem búa í smábænum Ehnen í Móseldal og reka Hotel Simmer, eru tilbúin að taka á móti örþreyttum og áhyggfulium íslendingum. Eftir máltíð hjá þeim hjónum líður öllum vel. Jói mávur, nýr matseðill Góður bjór og vondur Víða erlendis, t.d. í írlandi, Bretlandi og Þýskalandi, eru bjórkrárnar grónar menningarstofnanir. Veitingahúsið Jónatan Livingston mávur er með „frískari" veitinga- húsum hér í höfuðborginni. Bæði er staðurinn skemmtilega innréttaður og maturinn spennandi. Þá er hægt að fá allar þær víntegundir, sem í boði eru, í glasatali. Skipt er um matseðil á þriggja mánaða fresti og ræðst þvi samsetning hans nokkuð eftir árstíðum. Margir girnilegir rétt- ir eru á þessum matseðli. Mjög grein- argóða lýsingu á réttunum er að finna á matseðlinum. Jónatan Li- vingston mávur er nokkuð óvenju- legur veitingastaður á íslenskan mælikvarða og minnir staðurinn á veitingahús í Suður- og Mið-Evrópu. Hálfgerð deyfð virðist nú ríkjandi í reykvískum veitingahúsarekstri um þessar mundir. Samt eru sem betur fer nokkrar undantekningar. Veit- ingahúsið Livingston m,ávur er ein af þeirra. Eins og viö var að búast var mikil bjórdrykkja hér á landi fyrstu mán- uðina eftir aö bjórinn var leyfður. Líklegast mun neyslan minnka og verða jafnari. Nú orðið er hægt að fá nokkuð margar bjórtegundir í verslunum ÁTVR. En hvaða bjór er bestur? Því er vandsvarað, enda smekkur manna misjafn. En þó er nýr bjór betri en gamall og þannig ætti þá bjórinn, sem er bruggaður hér á landi, að vera betri en sá inn- flutti. Innflutti bjórinn getur vita- skuld veriö eins góöur ef hann er nýr og ekki búið að geyma hann lengi. Bjór er framleiddur úr komi, aðalega möltuðu byggi, og gerjaður með gerl- um sem breyta sykurtegundum komsins í vínanda og kolsýru. Frá því á 11. öld hafa Vesturlandamenn notað humla sem krydd við alla öl- bmggun. Ýmsar aðferðir eru notaðar við bruggun öls. Hér á landi þykir líklegast þýski bjórinn bestur. Þýsk- ur bjór er bruggaður samkvæmt gömlu. „hreinleikaboði". VOhjálmur IV., hertogi af Bayern, gaf úr tilskip- un 1516 um að ekki mætti nota neitt annað í öl en bygg, humla og vatn. Þessi tilskipun er elsta löggjöf um matvælaframleiðslu sem vitað er um. Bruggarar víða um heim brugga bjór samkvæmt hreinleikaboðinu. Belgar bmgga um 350 bjórtegundir. Á árum áður vora það einkum munkar sem bmgguðu bjór og þóttu trabistmunkar góðir braggarar. Belgiski bjórinn er oft „sterkur" og matarmikill. Belgar era hrifnir af svokölluðum yfirgerjuðum bjór, einn ef þeim þekktustu er Lambicbjórinn sem er bruggaður úr hveiti. Bjór hefur verið bruggaður í þúsundir ára. Vitað er að bjór var braggaður í Babýlon um 2400 árum fyrir Krist. Bjórbruggunin þróaðist aðallega í klaustranum í Evrópu og má segja að hápunktur þessarar þróunar hafi verið setning hreinleikaboðsins árið 1516 eins og áður sagði. Þrátt fyrir að hér á íslandi sé bjór dýrari en í Vestur-Evrópu er töluverð bjór- neysla hér á landi. Margir hafa áhyggjur af bjórdrykkju unga fólks- ins. Svo virðist sem stöðugt séu aö koma sterkari bjórtegundir á mark- aðinn. Stór hópur neytenda kaupir þennan bjór vegna þess að menn halda að þá fái þeir meira fyrir pen- ingana þar sem hér er áfengi verð- lagt eftir prósentustyrkleika vínan- dans. Þýskur bruggari, sem Sælkera- síöan ræddi við, sagði að bjór yfir 5 prósent væri ekki neinn bjór. Taldi hann að bestur væri bjórinn um 4% en margar bjórtegundir eru í kring- um 4,5%. Ef einhver stefna væri í áfengismálum íslendinga væri gáfu- legt að skattleggja 4% bjór minna en sterkari bjór og þannig yrði hann ódýrari en sterkari bjór. Það er stað- reynd að 4% bjór er ekki verri en bjór sem er 4,5% til 5 % heldur betri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.