Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1990, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1990, Blaðsíða 16
16 LAUGARDjAGUR 3. FEBRÚAR 1990. Sveinbjörn Beinteinsson allsherjargoði fór i fyrsta sinn í utanlandsferö í janúar í þeim tilgangi að gifta son sinn. DV-mynd Brynjar Gauti. Hávamál að hætti ása í Englandi - Sveinbjöm Beinteinsson allsherjargoði fór utan til að gifta Sveinbjörn í fullum skrúða að gefa saman Einar Sveinbjörnsson og Joanne Klemczak. Flestir láta sér nægja eina athöfn við hveija hjónavígslu, annaðhvort borgaralega eða kirkjulega. Þann 6. janúar giftu sig í Englandi Einar Sveinbjömsson og Joanne Klemczak þrefaldri vígslu. Fyrst á bæjarskrif- stofunnni, síðan að hætti ásatrúar- manna og að lokum eftir aðferðum Baháía. Einar er sonur Svanfríðar Hagvaag og Sveinbjöms Beinteins- sonar allsheijargoða og fór Svein- bjöm gagngert utan til að fram- kvæma vígsluna. „Við breyttum aðeins út af hinni hefðbundnu hjónavígslu því á borg- arskrifstofunni hafði verið gengið frá öllu lögformlega," sagði Sveinbjöm þegar hann var beðinn um að lýsa athöfninni. „Við stilltum okkur upp í anddyri veislusalarins, ég, brúð- hjónin og tveir svaramenn. Ég ávarp- aði þau með nokkrum orðum og kvað síðan texta úr Hávamálum en það er til að ávarpa goðin. Venjan er að velja milh texta úr Völuspá eða Hávamálum." Fyrir brúðhjónin lagði Sveinbjöm síöan hefðbundnar spurningar og þau tókust í hendur. Hann lagði blessun sína yfir giftinguna að lokum og lýsti þau hjón. Þetta er ellefta hjónavígslan sem Sveinbjöm framkvæmir. Flest hjón- anna eru íslendingar, en auk þess ein ensk og önnur dönsk. Hinn soninn gifti hann á Egilsstöðum fyrir nokkr- um árum en þar var ein vígsla látin nægja. Vinkonan faldi sig í veislunni vom 120 manns og aö- eins örfáir skildu orðræður og kveð- skap Sveinbjöms. Vegna aðstæðna stytti hann aðeins mál sitt og fór aðeins með eitt erindi úr Hávamál- um. Vinkona brúöarinnar hafði í fyrstu neitað aö koma til brúðkaupsins af trúarástæðum. Henni var ekkert um þaö gefiö að taka þátt í heiðinni at- höfn en lét tiheiðast að lokum. „Skömmu áður en athöfnin hófst faldi hún sig í fatahenginu og var þar á meðan hún stóð yfir,“ sagði Svein- bjöm og hló dátt að tiktúmm vinkon- unnar. „Ég átti nú leið þama inn í fatahengið því ég þurfd að fara úr jakkanum og í skrúðann og sá þessa stúlku í rauöri blússu. Hún hefur sennilega haldið að þetta væri eitt- hvað ljótt og ósiðlegt. Seinna kom hún að borðinu mínu og við spjöhuð- um saman og hún tók mig í sátt.“ Eftir athöfnina var sest að veislu- borði en undir borðum héldu brúð- guminn og faðir brúðarinnar ræður. Brúðurin er Baháítrúar og þegar heim var komið úr veislunni var vígsla að hætti Baháía framkvæmd. Sú athöfn er nokkuð löng og sagði Sveinbjöm að hún hefði teki,ð um hálftíma. Nýgiftu hjónin lögðu upp'í sex mánaða brúðkaupsferð nokkrum dögum síðar og er feröinni heitið til Austurlanda fjær. Þau ætla sér að setjast að á Egilsstöðum en þar eiga þau íbúö. Gengur tíu kílómetra Sveinbjöm er nú 65 ára og hafði aldrei til útlanda komið. Hann býr ennþá aö Draghálsi í Borgarfirði og helgarblað DV hitti hann á Ferstiklu í Hvalfirði. Frá Draghálsi að Fer- stiklu em 10 kílómetrar og segir Sveinbjöm að gangan taki um þijá tíma þegar snjór er yfir öhu. Ekki var að sjá nein þreytumerki á karh að göngunni loiúnni og hann blés varla úr nös. „Veturinn er orðinn mér erfiður þama í einangmninni. Ég fer oft á vetri til Reykjavíkur í boði skóla og samtaka og alla þjónustu sæki ég hingað á Ferstiklu. í dag ætla ég að nota ferðina á bókasafnið á Ferstiklu og skreppa í Borgames. Það er verið að innrétta íbúð hér í byggðinni og sennilega flyt ég inn í vor. Ég geri ráð fyrir því að búa að Draghálsi yfir sumariö og halda efitir nokkmm rohuskjátum,“ sagði Sveinbjöm. Sérstakur skrúði við athafnir Skrúðinn, sem Sveinbjöm klæðist, er yfirleitt ekki notaður nema við giftingar. Töluvert af útlendingum slæðist aö Draghálsi á sumrin til að hitta allsherjargoðann og hefur hann farið í skrúðann fyrir myndatökur. „Þaö kom Fransmaður til mín í sum- ar og heimtaði að ég færi í búning- inn. Ég verð víst að taka því að vera þetta opinbera tákn fyrir ásatrúar- fólk. Ég hef nú reynt eftir megni að létta þessu af mér en gengið frekar iha.“ Villtist í lest Þar sem þetta var fyrsta utanferð Sveinbjörns lá beinast við að spyija hvemig honum hefði hkað í landi Engilsaxa. „Mér fannst bara gaman að því en ég væri ónýtur ef ég þyrfti að fara einn. Ég kann ekki nóg í útlendum málum og svo kann ég ekkert á þessi ferðakerfi," sagði Sveinbjöm og rifj- ar upp lestarferðalagið sem hann fór á eigin vegum. „Ég var á leið th Birm- ingham en missti af brautarstöðinni og fór því of langt. Ég uppgötvaði mistökin fljótlega og sá mann sem mér leist vel á og hann sagði mér að ég gæti tekið innanbæjarlest og farið með henni til baka. Hann var sjálfur á sömu leið og var svo vinsamlegur að fylgja mér. Hann fylgdi mér svo niður brautarpall en ég var ekkert klár á því hvernig ég ætti að komast til baka. Sá þama svarta stelpu, ansi viðkunnanlega, og sneri mér að henni og hún benti mér á lest hinum megin við pallinn. Þar var pallvörður sem staðfesti þetta, opnaði dyrnar, ég stökk inn og hún rann af stað um leið.“ Sveinbjörn hlær mikið þegar hann segir frá þessu ævintýri sínu. „Við hliðina á mér sátu tvær gamlar konur og þegar ég fór segja þeim frá þessu uröu þær allar að einu brosi. Þær sögðu mér síðan tii um það hvar ég ætti að fara úr lestinni. Þegar við komum á stöðina kann- aðist ég strax við mig. Þessi útúrdúr tók mig svona tuttugu mínútur. Hún var svona rúmlega hálftólf þegar ég fór og tólf þegar ég komst á áfanga- stað. Ég hefði ekki verið svona glögg- ur í þessu ef þetta hefði verið fyrsti dagurinn minn þarna úti.“ Iðgræn tún og skjöldóttar kýr Þegar Sveinbjöm var spurður hvemig stórborgin London hefði komið honum fyrir sjónir sagði hann að lítið væri hægt að gera sér grein fyrir innviðum borga á stuttum tíma. „Við voram þama mitt á milli tveggja garða, Hyde Park og annars, en það er mjög miðsvæðis. Það var lítið sem ég sá í London annað en þessir garðar. En þarna era tún hvanngræn en blóm og tijágróður er í vetrarbúningi. Og kýr og kindur á beit í sveitum. Kýrnar eru allar svartskjöldóttar en af hendingu sá ég eina rauða.“ Sveinbjörn ferðaðist víða og fór meðal annars til hinnar fomfrægu háskólaborgar Oxford. Einnig fór hann til Stratford, fæðingarborgar Shakespeares, og skoðaði Shakespe- aresafnið. „Við skoðuðum bæði æskuheimili Shakespeares og svo búgarð þarna skammt frá sem móðir hans bjó á og er bærinn kenndur við hana. Allt þar innan dyra var með gömlu búskapar- lagi, gamaldags eldhús var þarna með hlóðum ekkert ósvipað því sem við þekkjum frá stóram bæjum, t.d. Grenjaðarstað. Þarna var setustofa með löngu borði og arni í gaflinum. Við borðsendann, næst arninum, var sæti fyrir húsbóndann en hann hefur sennilega verið kulvís," sagði Svein- björn og hláturinn ískraði í honum. Kráarstemning í Englandi Ensk pöbbastemning er víðfræg og allir sem koma til Englands kíkja á einn eða fleiri. Sveinbjörn var ekki eftirbátur annarra og skoðaði kráar- lífið. „Þetta er ábyggilega sama fólkiö sem mætir á sína krá til að ræðast við. Konur máttu ekki sjást á krán- um áður en þær eru að sækja í sig veðrið,“ sagði Sveinbjörn. „Éin var einkennilega skipulögð því langur vegur var á salernið. Fyrst þurfti maður að fara út um einar dyr, það- an eftir gangi og út um aörar dyr og þá var ég kominn í aðra krá. Þar kom ég að þriðju dyranum og þá var ég kominn út. Svo þurfti ég að ganga meöfram löngum vegg hinum megin, fyrst kom kvennaklósettið og ekki mátti ég fara þangað. Þaðan fór ég fyrir hornið og og þá fann ég það. Þetta gekk allt fyrir sig á venjulegan hátt en betra að leggja upp nógu snemma," sagði Sveinbjörn og hafði gaman af. Margir ruglukollar Sveinbjöm hefur fengið bréf frá þijátíu löndum, í Vestur-Evrópu, Kanada, Bandaríkjunum og Ástralíu en þar er hópur. Stærstu ásatrúar- hóparnir era í Texas en þar era um fimm hundrað manns skráð í félagiö. „Einu sinni gaf ég saman enskt par sem hélt hljómleika hérna. Giftingin var haldin að Draghálsi og utan á plötuumslaginu er mynd af athöfn- inni. Ég veit að ásatrú er þekkt í Englandi og þá aðallega í Skotlandi. Ég hef fengiö nokkur brcf enengum kynnst beinlínis. Ég held að í flestum tilfellum séu betta einhverjir raglu- kollar," sagði Sveinbjöm að lokum. -JJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.