Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1990, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1990, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1990. Þorsteinn Viggósson opnar nýjan veitingastað íslenski veitingakóngurinn í Dan- mörku, Þorsteinn Viggósson, kom nýlega á laggimar nýjum matsölu- staö í Kaupmannahöfn. Sagt er frá þessu í Berlinske Tidende 19. janúar síöastliöinn, jafnframt því sem ferill Þorsteins í bransanum er rakinn. Nýi staðurinn heitir Sardi’s en í Bandaríkjunum er vel þekktur mat- sölustaður með sama nafni. Innrétt- ingum og mat er hrósað í hástert í greininni. Staðurinn hefur á sér ít- alskt yfirbragð og prýða hann háar plöntur og myndir af frægum kvik- myndastjömum. Þorsteinn er sjálfur mikili aðdá- andi ítalskrar matargerðar og hefur ráðið til sín ítalskan matreiðslu- mann. Matargerðin er samt ekki ein- göngu ítölsk og segir höfundur grein- arinnar að úrval annarra rétta sé afar gott. Gefið er upp verð á hinum ýmsu réttum og er meðalverð á aðal- rétti á bilinu 130-140 danskar krón- ur. Þorsteinn hefur aldrei bragðað vín en lætur það ekki spilla fyrir vín- framboðinu á veitingastaðnum. Greinarhöfundur, Bent Johansen, segir síðan frá því að Þorsteinn hafi fyrst komið til Danmerkur á ungl- ingsaldri. Síðan sigldi hann sém far- maður á fragtskipi milh Reykjavíkur og Danmerkur. Hann dreymdi alltaf um að læra matargerð og eitt sinn er hann sat á bekk i Tivolí hitti hann Dana sem lofaði honum nemaplássi á Wivex. Ekki varð þó úr því en hann komst að sem nemi á veitingastaðn- um Frascati. Þegar Þorsteinn var aðeins 21 árs tók hann við rekstri skemmtistaðar í Reykjavík (hét þá Storkklúburinn en varð víðfrægur undir Glaumbæj- arnafninu. innsk). Á þeim tíma flutti hann inn nokkra skemmtikrafta og má nefna dönsku hjónin Nínu og Friðrik og ítalann Robertino í því sambandi. Árið 1965 fluttist hann aftur til Danmerkur, þaðan til Kenýa og síðan til Danmerkur á ný. Þar setti hann á stofn kaffibarinn í Gothersgade, diskótekið Pussy Cat, næturklúbinn Bonaparte og veitingahúsið Bag- huset. Nú er þessi 53 ára gamh veit- ingakóngur í Danmörku sem sagt búinn að bæta einni rós til viðbótar í safn sitt. Prófíýör Sjálfstæðísflokksins STEFÁN í ÖRUGGT SÆTI hefur um árabil setið í stjórnum og nefndum fyrir Sjálf- stæðisflokkinn i Kópavogi, m.a.: * í íþróttaráði Kópavogs frá 1982. * I umferðamefnd Kópavogs. * í Bæjarmálaráði Sjálfstæðisflokksins frá 1982. * I stjóm Sjálfstæðisfélags Kópavogs. * I varastjóm Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélag- anna í Kópavogi. * í stjóm Húsráðs Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, sem formaður sl. ár. * í Kjördæmisráði Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi. Stefán hefttr tmnið míkíð að æskulýðs- og iþróttamálum i Kópavogi og viðar og hefor fttllan hug á að halda því áfram, með þinttm stnðníngí. Sviðsljós ■ Islenski veitingamaðurinn í Danmörku, Þorsteinn Viggósson, ásamt tveimur starfsmönnum sinum á nýja staðnum Sardi’s. Rúm fyrir eldri borgara Framleiðandi Grensásvegi 3 • Sími 681144 Efm: Beyki Litað mahóní Ólitað mahóní Opið laugardaga kl. 10-14 lúm þetta er hærra en venjulegt rúm vo betra sé að standa upp úr því. lægt er að velja um margar gerðir af dýnum í rúmið. afsláttur fyrir Félag Mál: Rúm B L H 98 cm 207 cm 58 cm Dýna B L 90 cm 200 cm eldri borgara

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.