Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1990, Page 42
50
LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1990.
!>;■!-■! i i•-■ »/■!
Afmæli
Hulda Elyý Helgadóttir
Hulda Elvý Helgadóttir, Fannarfelli
4, Reykjavík, er fimmtug í dag.
Hulda Elvý var gift Ragnari
Kristni Hjaltasyni, f. 28.3.1939 á
Brúarlandi í Skagafirði. Hann er
sonur Hjalta Pálssonar, f. 9.9.1914,
b. á niugastööum í Laxárdal ytri,
og Klöru Konráðsdóttur, f. 27.1.1924.
Börn Huldu og Ragnars:
Ásta Björk, f. 2.10.1960, gift Guð-
mundi Guðnasyni, f. 5.1.1961, syni
Guðna Þórarinssonar, bílstjóra í
Reykjavík, og Margrétar Þóru Vil-.
bergsdóttur frá Siglufirði, og eru
böm þeirra ívar Þór, f. 29.5.1984,
Elvý Ósk, f. 10.7.1987, og Axel Öm,
f.28.5.1989.
Ragnar Helgi, f. 22.12.1961, sjó-
maður.
Víðir Þór, f. 4.1.1965, fórst með
m/b Þernu þann 20.3.1981.
Systkini Huldu eru:
Guðbjörg Jóna Olsen, f. 8.4.1932,
búsett í Danmörku, gift Svend A.
Olsen, f. 30.6.1920.
Hafdís Helga, f. 12.11.1933, búsett
í Reykjavík.
Kristín, f. 5.8.1935, gift Einari
Torfasyni frá Vestmannáeyjum, f.
23.4.1923.
Ómar Þór, f. 11.7.1941, búsettur í
Reykjavík.
Kristján Hafþór, f. 12.1.1945, fórst
með flugvél sinni þann 27.10.1982,
kaupfélagsstjóri Saurbæinga og síð-
ar ísfirðinga, var kvæntur Guðnýju
Kristjánsdóttur, f. 7.3.1945.
Helgi, f. 7.10.1946, bóndi ogbíl-
stjóri í Landeyjum, kvæntur Rós
Óskarsdóttur, f. 6.2.1949.
Foreldrar Huldu Elvýjar: Helgi
Jóhannsson Hafliöason, f. 18.8.1908,
d. 30.1.1965, bifvélavirki og kopar-
smiður í Reykjavík, og Sigurbjörg
Jónsdóttir, f. 22.3.1905, húsfreyja í
Reykjavík.
Systur Helga: Mínerva, f. 20.6.
1903, og Karlotta Jónbjörg, f. 1904,
dóung.
Bræður Sigurbjargar: Kristján, f.
1.9.1902, dó um tvítugt, og Guöjón
Benjamín, f. 30.8.1906, bílstjóri í
Reykjavík. Auk þess á Sigurbjörg
einn hálfbróður, Guðbjörn Ingvar,
f. 15.10.1922.
Helgi var sonur Hafliða Jóhanns,
skipstjóra á Búðum í Eyrarsveit,
Jóhannssonar, b. í Köldukinn í Holt-
um, Þorsteinssonar, hreppstjóra í
Köldukinn, Runólfssonar, prests á
Skúmsstöðum, Jónssonar.
Móðir Hafliða var Guðbjörg
Filippusdóttir, hreppstjóra í Bjólu,
Þorsteinssonar, vefara í Bjólu, Vig-
fússonar. Guðbjörg var dótturdóttir
Ámunda Jónssonar, snikkara í
Syðra-Langholti, og konu hans, Sig-
ríðar Halldórsdóttur, Torfasonar.
Móöir Helga var Helga Jónsdóttir,
b. á Fáskrúðsbakka í Miklaholts-
hreppi, Gíslasonar og Sigurlaugar
Þórarinsdóttur.
Sigurbjörg, móðir Huldu Levýjar,
er dóttir Jóns, b. í Smádalakoti og
síðast í Framnesií Holtum, Hall-
dórssonar, b. á Ósabakka á Skeiö-
um, Vigfússonar, b. í Lambhúskoti,
Vigfússonar.
Móöir Halldórs á Ósabakka var
IngibjörgHalldórsdóttir. Móðir
Jóns var Þorbjörg Jónsdóttir, b. í
Unnarholti, Guðbrandssonar og
Guðfinnu Jónsdóttur.
Móðir Sigurbjargar var Guðbjörg
Hulda Elvý Helgadóttir.
Jónsdóttir, formanns í Einkofa á
Eyrarbakka, Jónssonar, b. á Vind-
heimum í Ölfusi, Jónssonar.
Móðir Jóns í Einkofa var Guðrún
Jónsdóttir. Móðir Guðbjargar var
Kristín Ólafsdóttir, b. í Eystra-
Geldingaholti og Baugsstöðum í
Flóa, Nikulássonar og Sólveigar
Gottsveinsdóttur frá Steinsholti í
Eystrihreppi.
f sak Jóhann Ólafsson
ísak Jóhann Ólafsson bæjarstjóri,
Fossvegi 23, Siglufiröi, verður fer-
tugur á morgun, 18. febrúar.
Isak er fæddur í Reykjavík og ólst
hann upp þar og á Akureyri og í
Svíþjóö. Hann varð stúdent frá
Menntaskólanum í Reykjavík 1973
og las þjóðhagfræði við háskólann i
Kaupmannahöfn en lauk ekki námi.
Eftir það starfaöi hann í Lands-
banka íslands, sem innkaupastjóri
hjá Ofnasmiðjunni hf. og á árunum
1979-’86 var hann skrifstofustjóri
Vélsfjórafélags íslands. En frá 1986
hefur hann gegnt stöðu bæjarstjóra
á Siglufiröi. ísak starfaöi mikið að
félagsmálum í menntaskóla og einn-
ig hefur hann spilað mikið bridge,
m.a. í juniorlandsliöi íslands 1974 á
Evrópumóti í Kaupmannahöfn.
ísak kvæntist þann 24.4.1980 Jónu
Ragnarsdóttur Scheving húsmóður,
f. 28.11.1956, dóttur Ragnars Schev-
ing og Þórunnar Jónsdóttur.
Bam ísaks og Jónu er: Sigrún, f.
5.4.1981.
Synir ísaks eru: Ólafur Rúnar, f.
23.1.1973; Brypjúlfur, f. 6.3.1973, og
Gunnar.f. 24.11.1976.
Systkini ísaks eru: Nanna, f. 26.6.
1952, hjúkrunarfræðingur; Ragna,
f. 20.9.1953, húsmóðir; Kristín, f.
22.8.1956, lífeölisfræðingur; Helga,
f. 7.1.1961, hárgreiðslumeistari, og
Óskar, f. 3.8.1964, rafvirkjanenú.
Foreldrar ísaks voru Ólafur Ólafs-
sonlæknir, f. 13.1.1924, d. 5.2.1966,
og Sigrún ísaksdóttir húsmóðir, f.
3.10.1932, d. 6.6.1978,
Ólafur var sonur Ólafs læknis
Gunnarssonar, b. í Lóni í Viðvíkur-
sveit, Ólafssonar, alþingismanns að
Ási í Hegranesi, Sigurössonar.
Móðir Gunnars var Sigurlaug
Gunnarsdóttir, b. á Skíöastöðum,
Gunnarssonar. Móðir Ólafs Gunn-
arssonar var Guðný Jónsdóttir,
prófasts í Reykholti, Þorvarössonar
og Guðríðar Skaftadóttur,
dannebrogsmanns og smáskammta-
læknis í Stöðlakoti í Reykjavík,
Skaftasonar.
Móðir Ólafs Ólafssonar var Ragna
Gunnarsdóttir, dóttir Gunnars
Gunnarssonar, kaupmanns í
Reykjavík, og Júlíönu ísafoldar
ísak Jóhann Ólafsson.
Jónsdóttur.
Sigrún, móðir ísaks, var dóttir
Helgu Runólfsdóttur úr Reykjavík
og ísaks Kjartans, bifreiðarstjóra og
b. á Bjargi á Seltjamamesi, Vil-
hjálmssonar, sjómanns í Knobsborg
n á Seltjamamesi, Guömundsson-
ar, b. í Traðarholti í Flóa. Móðir ís-
aks Kjartans var Björg ísaksdótir,
pósts í Móakoti í Flóa.
Guðmundur G. Jónsson
Guömundur G. Jónsson bifreiða-
stjóri, Stórholti 25, Reykjavík, verð-
ur áttatíu og fimm ára á morgun.
Guðmundur fæddist á Kolþernu-
mýri í Vesturhópi í Vestur-Húna-
vatnssýslu og ólst þar upp aö mestu.
Hann kynntist þar öllum almennum
sveitastörfum á unglingsárunum en
flutti til Reykjavikur 1927. Guð-
mundur tók bifreiðapróf1929 og hóf
þá vörubílaakstur. Hann keyröi á
Nýju vömbílastöðinni en var síöan
einn af stofnendum vömbílástöðv-
arinnar Þróttar 1934 þar sem hann
keyrði til 1955. Guðmundur hóf
leigubílaakstur á Borgarbilastöð-
inni 1966 og ók þor tií 1964 er hann
hóf störf hjá Bæjarleiðum, þar sem
hann starfaði síöan lengst af eða þar
til hann hætti akstri 1980. Hann er
nú heiðursfélagi Bæjarleiða.
Guðmundur kvæntist 1945 Þor-
björgu Magnúsdóttur húsmóður, f.
14.5.1903, d. 1978, dóttur Magnúsar
Ámasonar, verkamanns í Reykja-
vík, og konu hans, Vagnbjargar
Magnúsdóttur.
Foreldrar Guðmundar voru Helga
Árnadóttir húsfreyja, f. 5.2.1877, d.
10.7.1938, og Jón Bjamason, b. í
Vesturhópi, f. 1856, d. 1918.
Helga var dóttir Árna, b. á Kol-
þernumýrí Bergþórssonar og Guð-
ríðar Jónsdóttúr.
Guðhiundur tekúr á móti gestum
á afmælisdaginn milli kíukkan Í6
og 19 hjá syni sínum, Hauki V. Guð-
mundssyni, og tengdadóttur, Emu
Guðmundur G. Jónsson
Sampsted, að Stórholti 25, Reykja-
vík.
Jóhann Aðalbert Pétursson
Jóhann Aöalbert Pétursson, Sól-
völlum 4, Breiðdalsvík, er sjötíu og
fimmáraídag.
Jóhann er fæddur að Ásunnar-
stöðum i Breiðdal og ahnn þar upp.
Hann var tvo vetur í Eiðaskóla
1937-38 Og 1938-39. Árið 1940 tók
hann við búi fööur sins og bjó þar
ásamt konu sinni allt til ársins 1982
en þá var hann orðinn frekar heilsu-
veill. Jóhann bjó með kindur og kýr
til heimilis og einnig nokkrar hæn-
ur. Alltaf hefur hann haft gaman
af sauðskepnum og kunni helst ekki
við sig nema einhvers staðar uppi á
fjöllum, eltandi sauðfé með hundinn
sinn með sér. Jóhann hafði og hefur
mjög gaman af öllum söng og var í
kirkjukór Heydalakirkju í 40 ár.
Jóhann fluttist til Breiðdalsvíkur
árið 1982.
Eiginkona Jóhanns er Hólmfríður
Reimarsdóttir húsmóðir, f. 21.1.
1933, dóttir Reimars Magnússonar,
sem nú er látinn fyrir nokkram
árum og Stefaníu Jónsdóttur, sem
búsett er í Lögbergi á Djúpavogi.
Böm Jóhanns og Hólmfríðar eru:
Borgþór, f. 18.9.1950, verkamaöur
á Seyöisfirði, kvæntur Ingibjörgu
Svavarsdóttur, og eiga þau þrjá
stráka.
Stefanía, f. 17.1.1952, húsfreyja að
Melshomi í Berufiröi, gift Einari
Gunnlaugssyni og á hún þijú böm.
Fjóla, f. 10.4.1953, húsmóöir í
Fellabæ á Egilsstöðum, gift Hall-
grími Gíslasyni og á hún fjögur
böm.
Lilja, f. 9.3.1955, húsmóðir á Stöðv-
arfirði, gift Sigþór Steindórssyni og
áhúntvöböm.
Dóra, f. 21.1.1958, húsmóöir á Fá-
skrúðsfirði, gift Lúðvík Daníelssyni
og á hún tvær dætur.
Hilmar, f. 29.1.1961, d. 21.1.1989
og eignaðist hann tvo syni.
Sóley, f. 10.9.1966, húsmóðir á
Egilsstöðum, gift Níelsi Hermanns-
syni og á hún eitt bam.
Guðlaugur, f. 24.3.1970.
Bræður Jóhanns: Ásgeir og Sigm-
ar, d. 1988. Hálfbróöir Jóhanns var
HerbjörnGuðmundsson, d. 1954.
Foreldrar Jóhanns voru Halldór
Pétur Jónsson, d. 1966, og Herborg
Marteinsdóttir, d. 1946.
Til hamingju með afmæliö 17. febrúar
90 ára 50 ára
Jakob JónRfion, Eiðsvallagötu 1, Akureyrí. Felix Antonsson, Ljósalandi, Lýtingsstaðahreppi. Flóra Bóslaug Antonsdóttir, Hríngbraut 92C, Ketlavík.
75 ára Brekkustíg 27, Njarðvík. Hulda Þorsteinsdóttir,
Hallfríður Guðmundsdóttir, Kollaleiru, Reyðarfirði. Æsufelli 6, Reykjavík. Steinn Þór Jónsson, Greniteigi 21, Keflavík.
70 ára 40 ara
Gísli Kristjánsson, Þortlnnsgötu 8, Reykjavík, Arndis Oskarsdóttir, Hjallavegi 6, Reykjavík. Guörún Jónmundsdóttir, Bylgjubyggð 4, Ólafsfiröi. Guðrún Lárusdóttir,
fifl ára Gylh Sigurðsson, Uv O* CI Lækjarhvammi 11, Hafriarfirði.
Einþór Jóhannsson, Heiðarvegi 8, Reyðarfirði. Guðmundur Bjarnason, Stafholti 5, Akureyri. Guðriður Ingimundardóttir, Álfheimum 36, Reykjavík. Helgi Veturliðason, Goðhelmum 2, Reykjavík. lngibjorg E. Logadóttir, Sævangi xo, Hafharfiröi. Ingimundur Friðriksson, Skaftahlíð 36, Reykjavik. Jón H. Gunnarsson, Víkurflöt 1, Stykkishólmi. Bagnbeiður Gústafsdóttir, Mosgerði 13, Reykjavik.
Sigmar Sigurðsson
Sigmar Sigurðsson, fyrrv. bóndi á
Gljúfri í Ölfusi og nú starfsmaður
Ölfusborga, Lyngheiði 27, Hvera-
gerði, veröur sjötugur á morgun, 18.
febrúar.
Sigmar er fæddur á Gljúfri í Ölf-
usi og þar ólst hann upp. Hann út-
skrifaöist sem búfræðingur frá
Bændaskólanum á Hvanneyri 1944
en 1955 tók hann við búi foreldra
sinna ásamt Einari bróður sínum
og bjuggu þeir þar ásamt fjölskyld-
um sínum til ársins 1983 er þeir
seldu jörðina. Hefur Sigmar búið í
Hveragerði síðan.
Sigmar kvæntist þann 21.8.1970
Gyðu Grímsdóttur, húsmóður qg
starfstúlku á dvalarheimilinu Ás-
byrgi í Hveragerði, f. 31.12.1935.
Foreldrar hennar voru Gríniur
Grímsson, kjötkaupmaður í Norð-
dals-íshúsi, og Guðrún Guðbjarts-
dóttir.
Stjúpsonur Sigmars, sonur Gyðu,
er Óttar Egilsson, f. 27.12.1961, sjó-
maður, búsettur í Vestmannaeyj-
um.
Böm Sigmars og Gyðu eru: Davíð,
f. 4.2.1972, og Guðrún Rut, f. 17.1.
1974.
Systkini Sigmars:
Karen, f. 11.11.1909, fyrrv. sauma-
kona, búsett í Kópavogi, ekkja Ólafs
Ólafssonar, eignuðust þau fimm
börn.
Björg, f. 7.4.1911, d. 5.5.1978, hús-
móðir, var gift Óskari Jónssyni, sem
einnig er látinn, og eignuðust þau
þijúbörn.
Margrét, f. 29.3.1913, húsmóðir,
búsett í Reykjavík, gift Karli Strand
lækni, f. 24.11.1911, og eiga þau tvö
Sigmar Sigurðsson.
böm.
Halla, f. 21.1.1915, húsmóðir, bú-
sett í Reykjavík, gift Páli Ögmunds-
syni bílstjóra, f. 29.7.1914, og eiga
þau tvö börn, en Halla á þrjú börn
frá fyrra hjónabandi.
Álfheiður, f. 6.11.1921, húsmóðir,
búsett í Vestmannaeyjum, gift Ingv-
ari Siguijónssyni, f. 7.6.1926, tré-
smiöi, og eiga þau fiögur böm.
Einar, f. 3.5.1928, fyrrv. bóndi,
búsettur í Reykjavík, kvæntur
Freyju Fanndal Sigurðardóttur, f.
10.11.1936, matreiðslukonu, og eiga
þaufimmbörn.
Foreldrar Sigmars voru Sigurður
Benediktsson, f. 19.4.1878, d. 25.4.
1961, b. á Gljúfri í Ölfusi, og Guðný
Einarsdóttir, f. 9.12.1888, d. 3.8.1971,
húsmóðir.
Sigmar tekur á móti gestum í Ölf-
usborgum á afmælisdaginn eftir kl.
15.