Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1990, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1990, Side 5
FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1990. 5 r_____________________________________________Fréttir Tveir danskir piltar segja dönsku blaði frá „hvltri þrælasölu“ í Eyjafirði: Þetta er allt haugalygi - segir Daníel Pálmason á Gnúpfelli sem hafði annan piltanna Job-eventyr pá Mand kostede dyrt for to unge Smidt ud fra arbejdsplads efter tre dage uden begrundelse Af POUL MIDDELBOE - Pas pá, fer I tager arbejde i udlandet. Lad være med at brænde alle broer bag jer. Og sorg for at fá en skrift- ligKontrakt pá, bVðr meget I fár i lon, og garanti for andet arbej- de, hvis det fprste sted ikke er i orden. Sádan lyder opfordringen fra to unge, John Henriksen og Lars Kjær, Hillerpd. De tog fprst i januar til Island for at arbejde med landbrug efter en annonce, som var i Fredenks- borg Amts Avis fpr juL Her annoncerede en privat arbejds- formidler efter unge, der var interesserede i at tilbringe op til Annoncen som fik de to unge til at tage til Island et halvt árs tid i Island. job i stedet. John og Lars vil geme advare Det kortvarige islandske andre ud fra egne dyre erfarin- eventyr kostede dem op mod ger. De blev smidt ud fra deres 10.000 kr. Og John stár nu uden arbejde uden begrundelse efter tag over hovedet, fordi han op- bare tre dage og fik ikke opfyldt sagde sit værelse, for han tog af et mundtligt Ipíte om at fá nyt sted. - Jeg f0ler, vi har været ude for^hvjd slavehandel. For pá forh5nd“blév"vT garanlCTet, at vi kunne fá et andet job, hvis vi selv eller vores arbejdsgiver var utilfreds. Mcn alt gik skævt fra starten, og det mundtlige lpfte om'ahdet job blev ikke opfyldt Selvfólgeíjg skulle vi have sik- ret os en sKnltlip, aftale om báde det og lonnen, sorib'der ogsá hele tiden blev lavet om pá, siger John. - Ligeira starten f0lte iee cn ugaestfrihed uden grænser~l stárten troede j’eg.'jeg var para- noid. Men efterhánden som jeg forstod mere islandsk, kunne jeg hore, de talte om os bag ryggen pá os. Det endte sá tred- jedagen med, at de mente, det var bedst, jeg tog j\jem, fortæl- ler Lars. NORDSJÆLLAND side 3 Frétt danska blaösins, Frederiksborg Amts Avis, þar sem piltanir segja sögu sína. „Þetta er allt saman haugalygi. Þessir strákar komu frá Kaup- mannahöfn og vissu greinilega ekk- ert út í hvaö þeir voru aö fara. Sták- urinn hjá okkur fitjaði upp á neíið þegar hann kom í fjósið. Hann sagði að þetta væri ekkert fyrir sig. Strax á öðrum degi vildi hann fá bílinn okkar lánaðan. Við neituðum þeirri beiðni vegna snjóþunga og þar sem um ókunnugan mann var að ræða. Hann hefur greinilega tekið neitun okkar illa. Pilturinn hafði greinilega engan áhuga á að vinna og ákvað sjálfur að fara. Honum var alls ekki hent héðan út heldur keyrður inn til Akureyrar svo hann kæmist í flug- vél,“ sagði Daníel Pálmason á Gnúp- felli í Eyjafirði í samtali við DV. „Þriggja daga vinna kostaði okkur tíu þúsund krónur," segir í fyrirsögn fréttar í danska blaðinu Frederiks- borg Amts Avis frá 22. janúar. í frétt blaðsins, sem einnig birtist á forsíðu undir fyrirsögninni „Vinnuævintýri á íslandi varð tveimur ungum piitum dýrkeypt" segir frá tveimur dönsk- um piltum, John og Lars, sem komu til íslands í janúar til að aðstoða á bóndabæjum norður í Eyjafirði. Þeir segja farir sínar ekki sléttar af við- skiptum við fólkið á bæjunum og konu þá er hafði millgöngu um komu þeirra til landsins. Segja þeir ferðina til íslands hafa kostað sig rúmlega 90 þúsund íslenskar krónur. Þeir piltar svöruðu auglýsingu í sama blaði sem hljóðaði þannig: „Viltu fara til íslands? „Au-pair“ stúlka eða drengur óskast eins fljótt og hægt er til bóndabæjar á Norður- íslandi þar sem unnið er við land- búnað með kúm, kindum og hestum. Góöir útreiðarmöguleikar. Fæði, húsnæði og vasapeningar. Snúið ykkur til Marenar Árnadóttur, Ás- láksstöðum, 601 Akureyri.“ Takmarkalaus ógestrisni „Mér fmnst að við höfum orðið fyr- ir barðinu á hvitri þrælasölu. Áður en við fórum vorum við fullvissaðir um möguleika á öðru starfi ef viö sjálfir eða vinnuveitandinn yrði óán- ægður. Það gekk allt á afturfótunum frá byrjun og munnlegt loforð um annað starf stóðst ekki. Auðvitað hefðum við átt að tryggja okkur skriflegan samning um bæði það og launin sem alltaf var verið að breyta," segir John sem var á Gnúp- felli. „Allt frá byrjun fann ég fyrir tak- markalausri ógestrisni. Fyrst hélt ég að ég væri haldinn ofsóknaræði en því meiri íslensku sem ég skildi gerði ég mér grein fyrir að þau töluðu illa um okkur. Á þriðja degi fór þannig að þau töldu best að ég færi heim,“ sagði Lars sem var á Hofsá í Svarfað- ardal. Þeir piltar segjast hafa verið reknir ástæðulaust eftir þrjá daga og staðið skyndilega uppi allslausir og aura- lausir. Hafi þeir þurft að leita til danskrar forstöðukonu á Farfugla- heimihnu á Akureyri um hjálp. Alltaf mætt ánægðu fólki „Ég vísa þessu öllu á bug. Þessir piltar voru varla farnir að hreyfa legg né liö. Þeir lágu í símanum og ákváðu að fara til Danmerkur eftir þrjá daga. Þeir vildu greinilega allt annað en vinna og sýndu skemmt- analífi mun meiri áhuga. Ég bauðst til að útvega þeim vist á öðrum bæj- um og eins vinnu í niðursuðurverk- smiðju á Akureyri en það vildu þeir ekki. Ég vísa tali um kostnaðinn al- gerlega á bug. Peningarnir hafa farið í annað en að koma sér hingað. Ég hef útvegað mörgum útlendingum vinnu hér og ekki mætt öðru en ánægðu fólki. Til vitnis um það hafa tveir útlendingar sem hér eru sent þessu danska blaöi bréf vegna skrif- anna þar sem þau lýsa ánægju sinni með vistina og furða sig á þessum ummælum piltanna,“ sagði Maren Árnadóttir, sem hefur haft milli- göngu um komu fjölda ungmenna til landsins, við DV. Hún hefur sent danska blaðinu svarbréf þar sem hún meðal annars furðar sig á tungu- málagáfu annars piltanna sem skildi íslensku eftir tvo daga. Frekar leika sér Húsfreyjan á Hofsá tók undir orð Marenar og Daníels. Hún sagði að strákarnir hefðu frekar viljað leika sér og þeir hafi ekkert verið byrjaðir að vinna. Lagði hún áherslu á að hún og fleiri hefðu fengið mikið af úrvals- fólki í vinnu, líka Dani, fyrir milli- göngu Marenar á Ásláksstöðum. „Faðir þess sem var hér hefur nú skrifað bréf og heimtað 11 þúsund danskar krónur innan viss tíma. Með því að vísa á einvheijar reglugerðir þykist hann geta fengið hálfsárs laun frá okkur greiðum við ekki þetta fé. Þetta er tóm vitleysa. Þessi drengur var beðinn um að fara í fjósiö til aö sópa og strjúka af mjaltavélunum annað kvöldið sitt. Sagðist hann liggja í rúminu daginn eftir ef hann gerði það. Það segir nú allt um vinnu- þrekið og viljann,“ sagði Daníel. -hlh Eyjamenn uggandi vegna kvótaskeröingar: Afli gæti minnkað um 15% frá síðasta ári Ómar Garöaisson, DV, Vestmannaeyjum: Ný fiskveiðistefna er nú rædd á Al- þingi. Þar er lagt til að sóknarmarkiö verði lagt niður og aflamark sett á allan fiskveiöiflotann frá og með næstu áramótum. Nú eru sóknar- marksskip á landinu 222 en 436 skip eru á aflamarki. Alls eru þetta 658 bátar og togarar á landinu öllu. Hlut- fóllin eru þvi tæplega eitt sóknar- marksskip á móti tveimur afla- marksskipum. í Vestmannaeyjum eru hlutfóllin á hinn veginn eða sem næst tvö sókn- armarksskip á móti einu aflamarks- skipi. Útgeröarmenn í Eyjum óttast þvi að þegar skip hætta að vera á sóknarmarki skeröist kvóti þeirra meira en annars staðar á landinu. Geti þetta þýtt að allt að 8-9.000 tonn- um minni afli bærist á land í Eyjum á þessu ári en á því síðasta. Sjávarútvegsráðuneytið hefur ný- lega sent frá sér útreikninga þar sem öll skip og bátar frá Vestmannaeyj- um eru sett á aflamark. Er þar miðað við árið í ár. Á síðasta ári var landað hér 53.129 tonnum af þorski, grálúðu, ufsa, ýsu og karfa samkvæmt bráða- birgðatölum frá Fiskifélaginu. Útreikningar ráðuneýtisins segja hins vegar að Eyjaflotinn fengi 44.569 tonn og er mismunurinn því 8.560 tonnum minni bolfiskafli fyrir Eyja- skipin. Þó skal þess getið að í tölum frá síðasta ári er afli aðkomuskipa sem gæti verið nokkur hundruð tonn. Engu að síður leiðir þetta til 15% samdráttar í afla. Útgerðarmenn sóknarmarksskip- anna vilja halda því fram að ef það verði tekið af þá sé grundvellinum kippt undan útgerð þeirra. Sérstak- lega eru það útgerðarmenn sem hafa fjárfest í nýjum skipum eða farið út í dýrar breytingar á eldri skipum. Þegar þeim er bent á að þeir hafi offiárfest segjast þeir hafa lagt sókn- armarkið til grundvallar í umsókn- um sínum til opinberra sjóða sem hafi lagt blessun sína yfir rekstrará- ætlanir þeirra. Alþýöubandalagiö í Kópavogi: Búið að raða á listann Valþór Hlöðversson, blaðamaður og bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins í Kópavogi, mun skipa efsta sæti hsta flokksins við komandi bæjarstjóm- arkosningar. Uppstillingarnefnd valdi fólk á framboðslistann. Heimir Pálsson og Heiðrún Sverrisdóttir, sem voru í tveimur efstu sætum við síöustu kosningar, skipa nú 12. og 22. sæti á listanum. í öðru sæti í komandi kosningum verður Elsa Þorkelsdóttir, frám- kvæmdastjóri Jafnréttisráðs, Ólafur Hjálmarsson verkfræðingur er í þriðja sæti, Bima Bjarnadóttir hús- móðir í fjórða sæti, Þórunn Björns- dóttir tónmenntakennari í fimmta sæti, Ásgeir Matthíasson verkfræð- ingur í sjötta sæti og Unnur Bjöms- dóttir framkvæmdastjóri verður í sjöunda sæti. -sme ÁRATUGA REYNSLA í HURÐASMÍÐI BÍLSKÚRSHURSIR Við smíðum allar gerðir af bílskúrshurðum, þ. á m. hinar hentugu felli- hurðir. Þær henta sér- staklega vel þar sem nota á sjálfvirkan opnara og hætt er við að snjór setjist að hurðum. Sýningarhurð á staðnum. cn £ TRÉSMIDJA rflT 1 I ÓLAFSSONAR hf. v/reykjanesbraut, hafnarfirði. ■■■■■■ SlMAR: 54444, 54495 Islenskt glugga- CX5 HURÐAEFTIRLIT rrTPn lk lxJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.