Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1990, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1990, Page 11
FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1990. 11 Sviðsljós Breska poppstjarnan Elton John hefur ákveðið að gefa sundbol Marilyn heitinnar Monroe á upp- boð sem haldið verður til styrktar víetnömsku flóttafólki, sérstaklega börnum. Monroe, sem stytti sér aldur 1962, klæddist téðum smrdbol, sem er svartur með pallíettum, í kvik- myndinni There’s No Business Like Show Business. Sundbolurinn hefur verið í eigu Eltons í nokkur ár en hann safnar minjagripum sem tengjast kvikmyndastjörnum. Fyrirsætan Jerry Hall mun halda á hamrinum þegai’ bolurinn verður boðinn upp. Fyrir tveimur árum var annar sundbolur, sem Marilyn klæddist í kvikmyndinni Some Like It Hot, seldur á uppboði fyrir 2.2 milljónir íslenskra króna. Sundbolur Marilyn Monroe verður seldur til styrktar víetnömsku flóttafólki. Hef fengið nóg af felu- leiknum Leikarinn góðkunni Richard Chamberlain, sem íslenskir sjónvarpsáhorfendur muna kannski eftir sem hjartaknúsar- anum Kildare lækni, hefur lýst því yfir að hann sé orðinn þreyttur á feluleiknum í kringum einkalíf sitt og hefur gjört heyrinkunnugt ástarsamband sitt við Martin nokkum Rab- batt. Sambúð þeirra hefur varað nú í heil tólf ár. „Ég hef fengið nóg af þessum felu- leik og kem nú fram opinberlega í fylgd elskhuga míns. Við erum að láta reisa hús sem verður okkar framtíðarheimili, ‘ ‘ sagði leikarinn meðal annars í samtah við franska kvennablaðið Nous Deux. Chamberlain kveðst hafa lifað í skugga eyðnisjúkdómsins í mörg ár og segist hafa kvalist af ótta við þenn- an vágest. Góður vinur Chamber- lains, John Allison, lést úr eyðni 1986. Chamberlain hefur síðan látið 10% tekna sinna renna til rannsókna á sjúkdómnum. Leikkonan Elizabeth Taylor, sem lagt hefur baráttunni gegn eyðni mikið lið, sagði að Chamberlain væri á réttri leið og kvaðst vænta þess að fleiri stjörnur í Hollywood fylgdu í fótspor hans og viðurkenndu kyn- hneigðir sínar opinberlega. Richard Chamberlain er hommi og lætur 10% tekna sinna renna til rann- sókna á eyðni. RYMINGARSALA - ALLT AÐ 50% AFSLATTUR Straumbreytar úr 220 V í 12 V Rafstöðvar VHF bílaloftnet Höfuðnuddtæki SENDUM í PÓSTKRÖFU UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 LÁGMÚLA 7, 108 REYKJAVIK, SIMI 91-84077 TimT iif (áður Benco)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.