Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1990, Side 8
8
FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 1990.
SJÚKRAHÚSIÐ í HÚSAVÍK SF.
HJUKRUNARFRÆÐINGAR
- SJÚKRALIÐAR
Óskum aö ráða hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða til
starfa nú þegar og til sumarafleysinga. Upplýsingar
gefur hjúkrunarforstjóri í síma 96-41333.
FELAGSMALASTJORI
Ólafsfjarðarbær auglýsir laust til umsóknar starf fé-
lagsmálastjóra. Laun eru samkvæmt launakerfi bæj-
arstarfsmanna.
Í starfi félagsmálastjóra felst umsjón með þeim mála-
flokkum sem heyra undir félagsmálaráð, þ.e. dagvist-
un, vímu- og áfengismál, félagshjálp, öldrunarmál
o.fl. Þá á félagsmálastjóri að gegna starfi æskulýðs-
og íþróttafulltrúa.
Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu í félags-
málastörfum svo og uppeldis- og íþróttamálum,
einnig að umsækjendur hafi einhverja menntun á
þessum sviðum.
Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf
sendist undirrituðum fyrir 20. apríl 1990.
Allar nánari upplýsingar veitir undirritaður.
Ólafsfirði, 27. mars 1990.
Bæjarstjórinn í Ólafsfirði,
Ólafsvegi 4,
625 Ólafsfirði
sími 96-621 51.
Þúsundir stuöningsmanna Moskvustjórnarinnar í Litháen komu saman til
fjöldafundar í Vilníus í gær. Simamynd Reuter
vopnunarmál sem og fyrirhugaður
leiðtogafundur stórveldanna yrði
helsta umræðuefnið. Bæði þessi mál-
efni bar á góma þó að Litháen hafi
skyggt á þær umræöur.
Gorbatsjov varar
Eistiand við
Spennan jókst enn á ný í ríkjunum
við Eystrasalt í gær þegar Mikhail
Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna,
varaði ráðamenn í Eistlandi við því
að sovésk stjórnvöld myndu bregðast
á sama hátt við sjálfstæðiskröfum
Eistlendinga og þau brugöust við
sjálfstæðiskröfum Litháa. Að því er
Igor Gryazin, einn fulltrúa á þingi
Eistlands, sagði fordæmdi Sovétfor-
seti þingsályktun Eistlendinga þar
sem kveðið er á um að tengsl við
Sovétríkin verði slitin í áfóngum.
Ráðamenn Eistlands og Litháen hafa
lýst því yfir að þeir muni hvergi
hvika í sjálfstæðisbaráttu sinni nú.
Gryazin sagði í gær að fyrr eða síðar
myndi Gorbastsjov neyðast til aö
hefja samningaviðræður.
Öll Eystrasaltsríkin þrjú - Litháen,
Eistland og Lettland - segja aö inn-
limun þeirra í Sovétrikin árið 1940
hafi verið ólögleg. Eistland og Lithá-
en hafa krafist sjálfstæðis. Eistlend-
ingar fara sér þó hægar því þeir vilja
sjálfstæði í áfóngum. Litháar lýstu
því yfir 11. mars að þeir hefðu endur-
heimt sjálfstæði það er þeir nutu á
millistríðsárunum.
Viðræður í Lettlandi
Gorbatsjov ræddi í gær við fulltrúa
kommúnistaflokksins í Lettlandi og
er taliö að með því hafi forsetinn
verið að reyna að koma í veg fyrir
óróa í þriðja Eystrasaltsríkinu. Ekki
er ljóst hver var niðurstaða þessara
viðræðna.
Hópur innan kommúnistatlokks
Lettlands vill að gengið verði til at-
kvæða um sjálfstæði frá móður-
flokknum í Moskvuá þingi flokksins
um helgina. Verði slíkt samþykkt
hafa Lettar tekið sömu ávörðun og
kommúnistar i Litháen og Eistlandi.
Tilslökun Litháa?
Þing Litháen sakaði Moskvustjórn-
ina i gær um valdaránstilraun. í
ályktun þingsins sagði að með því
að senda sovéska herinn á vettvang
væru sovésk stjórnvöld að reyna að
koma aftur á því pólitíska stjórn-
kerfi sem ríkt hefði í Litháen áður
en hin nýja stjórn tók þar við í febrú-
ar síðastliönum. Rauöi herinn var
sendur til Litháen fljótlega eftir full-
veldisyfirlýsinguna og hefur nú á
sínu valdi nokkrar opinberar bygg-
ingar í eigu kommúnistaflokks lýð-
veldisins.
Litháar hafa lýst yfir vilja til við-
ræðna við sovésk stjórnvöld og gætt
hefur meiri sáttatóns í ummælum
þeirra síðustu daga. í gær gaf tals-
maður ráöamanna í Litháen í skyn
að lýðveldið væri reiðubúið að gefa
eftir i kröfum sinum ef það mætti
verða til þess að koma í veg fyrir
frekari ágreining. Algimantas Ceku-
olis sagði að forysta Litháens væri
reiðubúin að fallast á áframhaldandi
efnahagsleg tengsl við Sovétríkin og
jafnvel veru sovéskra hermanna í
lýðveldinu í kjölfar sjálfstæðis. Hann
gaf í skyn að Lithár gætu jafnvel fre-
stað tímabundið frekari sjálfstæðis-
framkvæmd eftir að Moskvustjórn
hefði fallist á fullveldisyfirlýsinguna.
Cekuolis ítrekaði enn og aftur þá af-
stöðu Litháa að þeir myndu aldrei
falla frá sjálfstæðisyfirlýsingu sinni.
Óformlegar viðræður milli fulltrúa
deiluaðila hafa enn ekki leitt til
lausna.
Reuter
Utlönd
ajun9aaK.
Eystrasalt:
Eistlendingar
varaðir við
SCOUTLUX
+ 25° C — -e 8° C
Þyngd 1.900 gr.
Verö kr. 6.590,-
- tilslökun af hendi Litháa?
Eduard Sévardnadze, sovéski utan-
ríkisráðherrann, fullvissaði í gær
hinn bandaríska kollega sinn um að
„réttlát" lausn fyndist i deilu sov-
éskra yfirvalda og ráðamanna í Lit-
háen en þeir síðarnefndu hafa sagt
sig úr ríkjasambandi Sovétríkjanna.
„Eg er þess fullviss að lausn
finnst... réttlát lausn sem þjónar
bæði hagsmunum Sovétríkjanna og
Litháen," sagði Sévardnadze að lokn-
um þriggja klukkustunda fundi sín-
um með James Baker, bandaríska
utanríkisráðherranum, í Washing-
ton í gær. Baker sagði að Sévardnad-
ze hefði fullvissaö bandarísk stjóm-
völd um að vopnavaldi yrði ekki beitt
í deilunum við Eystrasalt.
Bandarískir embættismenn segja
að málefni Litháa hafi verið efst á
baugi í umræðum ráöherranna í
gær. Upprunalega var áætlað að af-
FEMUND
+ 25° C — -h10° C
Þyngd 1.900 gr.
Verö kr. 9.980,-
IGLOO
+ 25° C — - 18°
Þyngd 2.000 gr.
Verö kr. 11.980,-
SWRAK FKAMUR
Snorrabraut 60
Slmar: 12045 — 624145
TRAIL 50
50 lítrar
Þyngd 900 gr.
Verð kr. 5.490,-
PANTHER
65 lltrar
Þyngd 1.800 gr.
Verð kr. 9.990,-
LYNX4
60 lltrar
Þyngd 1.100 gr.
Verð kr. 5.990,-
Raðgreiðslur. Póstsendum samdægurs.