Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1990, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1990, Page 12
12 MÁNUDAGUR 9. APRÍL 1990. Fréttir Nýja skipiö hjá Slippstööinni á Akureyri: Skipið f ullbúið en kaup endur án fyrirgreiðslu Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: í einu húsa Slippstöövarinnar á Akureyri stendur nær fullbúið 250 tonna togskip sem verið hefur í smíð- um hjá stöðinni undanfarin ár. Svo virðist sem skipið muni verða þarna áfram því þótt kaupendur hafl í tví- gang fengist að skipinu og samningar náðst við þá hefur „kerfið“ neitað fyrirgreiðslu sem þykir þó eðlileg í viöskiptum sem þessum. Þar er fyrst og fremst átt við Fiskveiðasjóð sem hefur tvívegis neitað fyrirgreiðslu til kaupenda skipsins eftir að samning- ar höfðu náðst. Við þriðju afgreiðslu samþykkti sjóðurinn þó lánveitingu sem nam 40% af kaupverði skipsins. Sú tala er lægri en venjan er þegar sjóðurinn lánar til kaupa á nýjum skipum og að auki krafðist sjóðurinn 20% af afla skipsins sem einnig er í hæsta lagi þegar um slíkt er að ræða. Það var snemma árs 1987 sem Slippstöðin fékk heimild til að ráðast í smíði tveggja skipa af þessari stærð. Undirbúningur smíði annars skips- ins hófst strax og viðskiptaráðuneyt- ið veitti heimild til aö stöðin gæti tekið erlend bráðabirgöalán til fjár- mögnunar smíðinnar. Greiöa átti þessi lán þegar kaupandi að skipinu væri fenginn og eölileg fyrirgreiðsla. Hélt stöðinni gangandi Smíði skipsins hófst í árslok 1987 og var aðalverkefni stöðvarinnar veturinn 1987-1988 enda mjög lítið um önnur verkefni. Veturinn 1988- 1989 var aftur tekið tii viö smíöi skipsins og Sigurður G. Ringsted, forstjóri Slippstöðvarinnar, segir að þessa tvo vetur hafi smíðin haldið stöðinni gangandi og ekki sé hægt að sjá hvernig stöðinni hefði reitt af ef þetta verkefni heföi ekki verið fyr- ir hendi. Sigurður G. Ringsted á skrifstofu sinni. Athafnasvæði stöðvarinnar sést út að litast, ekkert skip við bryggju. Skipið er 36,4 metra langt, 8,6 metra breitt og um 250 rúmlestir að stærð. Það er lítill skuttogari og möguleiki á að útbúa það fyrir aðrar tegundir veiðarfæra. Siguröur Ringsted segir að frá því um sumarið 1988 og fram til dagsins í dag hafi verið unnið mikið að því að reyna að selja skipið. Fjöldi manns hafi sýnt skipinu áhuga og spurst fyrir um það og tvívegis hafi verið gerðir samningar um sölu á skipinu. Tveir sölusamningar Sá fyrri var við Ingvar Gunnars- son, útgerðarmann á Eskifirði, en samningur við hann var gerður i maí 1989. Þessi samningur fékk neikvæða afgreiðslu hjá Fiskveiðasjóöi nokkr- um mánuðum síðar. Fljótlega upp DCX 59 IIIIL w 1 SAMSTÆÐAN VERÐ: 58,500 stgr. VERÐ: án geislaspilara 41,800 • 16 aðgerða þráðlaus fjar- stýring • Magnari: 2x60W með 5 banda tónjafnara • Útvarp: FM/AM/LW, 24 stöðva minni og sjálfvirkur stöðvaleitari • Segulband: tvöfalt með hraðupptöku, Dolby B og samtengdri spilun • Plötuspilari: reimdrifinn, hálfsjálfvirkur • Geislaspilari: með tvö- faldri „digital/analog“ yfir- færslu, 16 minni, lagaleit ofl. • Heyrnartæki • Hátalarar: 70W þrískiptir JAPÖNSK GÆÐI Gunnar Ásgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16 • Sími 680780 um giuggann en þar var tómlegt um DV-mynd gk úr því hófust viðræður við Meleyri hf. á Hvammstanga og samningur við það fyrirtæki um kaup á skipinu var undirritaður í nóvember á síð- asta ári. Nú má segja aö „sjóðagangan" hafi hafist fyrir alvöru og er skemmst frá þvi að segja að sú ganga hefur verið torfær. Fiskveiðasjóður hafnaði sem fyrr að lána til kaupanna en Byggða- stofnun var fús að lána 40% og mun hafa veriö haft í huga að Lands- bankinn kæmi inn með jafnháa upp- hæð og þessi lán yrðu bæöi á 1. veð- rétti. Landsbankinn reyndist hins vegar ekki fús til að taka þátt í þessu. Þá var ákveðið að sækja að nýju um fyrirgreiðslu til Fiskveiðasjóös og þá fullt lán en afgreiðsla sjóðsins hljóð- aði samt sem áður upp á 40% af kaup- verði og með óaðgengilegum skilyrð- um varðandi aflahlut. Skil þetta ekki Sigurður G. Ringsted segist ekki vita dæmi þess að Fiskveiðasjóður hafi áður samþykkt slíka lánveit- ingu, sjóðurinn hafi annaðhvort lán- að fullt lán, sem er 65% af kaup- verði, eða ekkert. Þá sé sú ákvörðun sjóðsins aö taka 20% af afla hámari þess sem tíðkast hefur hvað þai varðar og enn furðulegra í ljósi þess að ekki hafl verið um fullt lán aö ræða. „Ég túlka þessa afgreiðslu ekki neitt, ég skil hana einfaldlega ekki og hef ekki heyrt nein rök fyrir henni,“ segir Sigurður. Samningur Slippstöðvarinnar og Meleyrar hljóðaði upp á 360 milljónir króna. Stöðin ætlaði að taka upp í gamalt skip sem metið var á 116 millj- ónir króna og mismunurinn var því 244 milljónir. Slippstöðin hefur tekið erlend bráðabirgðalán að upphæð um 220 milljónir króna vegna smíði skipsins en að öðru leyti fjármagnað smíðina úr rekstri fyrirtækisins. Þetta eru skammtímalán sem fram- lengja þarf reglulega og fokdýr, aö sögn Sigurðar. Þannig var vaxta- kostnaöur þessara lána á síðasta ári um 25 milljónir og við það bætast síðan gengisbreytingar. Sigurður er ekki á því að byrðin vegna þessara lána geti riðið stöðinni að fullu, það muni takast aö selja skipið fyrr eða síðar. Vaxtakostnað- ur á mánuði sé þó á bilinu 2,0-2,5 milljónir króna og það sé ekki hægt að bera þann kostnað lengi. „Skipiö selst aö lokum en biðin er dýr,“ segir Siguröur. Tilboða leitað? Þannig er staða málsins í dag. Skip- ið nær fullbúið í stöðinni en þeir sem hafa áhuga á að kaupa fá ekki fyrir- greiðslu sem þó virðist ekki standa á þegar sambærileg skip eru smíðuð erlendis. En eru hafnar viðræður við einhverja aðila um kaup á skipinu? „Nei, það er ekki. Þaö gæti farið svo að við leituðum eftir tilboðum í skipið til að sjá hvað kæmi út úr því. Héðan af ljúkum við smíði skips- ins ekki fyrir sumarið eins og ætlun- in var og það kemur til með að standa einhverja mánuði til viðbótar inni í húsi. Það er hugsanlega verið að tala enn á ný um biðtíma í allt aö hálft ár a.m.k.,“ segir Sigurður. Þegar samningurinn við Meleyri var gerður var fyrirhugað að vinna við smíði skipsins frá sl. áramótum og fram á vor, á tíma sem er árvisst nánast „dauður" hjá Slippstööinni. Það tókst sem sagt ekki en stöðin hefur bjargað sér með tilfallandi verkefnum, s.s. viðgerð á strand- ferðaskipinu Heklu og á togaranum Hjalteyrinni. Nú eru þau skip farin og ekkert komið í staöinn. Þegar DV var á ferð í Slippstöðinni sl. fimmtu- dag var ekkert skip hjá Shppstöðinni til viðgerðar og eina skipið á svæðinu nýja skipið sem er nær fullbúið en ekki hægt að selja og ljúka við. Ástandið er því ekki glæsilegt en því miður er það ekki neitt nýtt að þess- um iðnaði sé sýnt tómlæti og skiln- ingsleysi. 3 milljarða króna þota til Flugleiða Flugleiðir fengu afhenta í vikunni sína fyrstu Boeing 757 þotu en þessar þotur eiga að taka við af DC8-63 flug- vélunum. Það var Siguröur Helgason forstjóri sem tók við þotunni úti í Seattle en þotan kemur til landsins á morgun og verður henni þá gefið nafnið Hafdís. Kaupveröið er tæp- lega 50 milljónir dollara eða um 3 milljarðar króna. Þessi vél er ein þriggja véla sem Flugleiðir hafa átt í smíðum í Boeing verksmiðjunum í vetur. Önnur 757 flugvél og ein 737-400 vél koma til landsins á næstu vikum. Þá verða 5 nýjar þotur í eigu Flugleiða en félag- ið fékk tvær 737-400 vélar í fyrra. Þá hafa Flugleiðir undirritaö samning um kaup á tveim nýjum Boeing þot- um til viðbótar, einni af hvorri gerð. Veröa þær afgreiddar næsta vor. Eftir þessa endurnýjun eiga Flug- leiðir yngsta millilandaflugflota í Evrópu. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.