Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1990, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1990, Síða 5
LAUGARDAGUR 19. MAÍ 1990. 5 Fréttir Einar Oddur Kristjánsson: Frjáls samkeppni í landbúnaðinum Stefán L. Haraldsson skipar efsta sæti á B-lista Framsóknarflokks. - núverandi byggðastefna er.helstefna Hilmir Jóhannesson skipar efsta sæti á K-lista Óháðra. Sauðárkrókur: Myndir víxluðust Þau mistök urðu við röðun á mynd- um af frambjóðendum á Sauðárkróki að tvær myndir víxluðust. Það voru myndimar af þeim Stefáni L. Har- aldssyni, sem skipar efsta sæti á B- lista Framsóknarflokks, og Hilmi Jóhannessyni, sem skipar efsta sæti á K-lista Óháðra. Þannig varð Stefán Hilmir og Hilmir Stefán. Blaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. „Það sem menn kalla byggðastefnu í dag, eða það sem ég kalla að vera alltaf að betrumbæta afleiðingarnar, það er alveg steingelt fyrirbrigði. Þetta er ekki byggðastefna heldur helstefna," segir Einar Oddur Kristj- ánsson, formaður Vinnuveitenda- sambandsins. „Það þýðir ekkert að koma í veg fyrir aö atvinnulíf í sveitum breytist. Það eina sem gerist er að fólki er haldið uppi á röngum forsendum. Það er skelfilegt aö bændum sé fyrir- munað að framleiða sína vöru á hag- kvæmastan hátt. Það er bara hel- stefna. Kvótakerfi á engan rétt á sér í landbúnaði. Það er alveg sama frá hvaða hlið htið er á þaö. Það á ná- kvæmlega engan rétt á sér.“ í ræðu sinni á aðalfundi vinnuveit- enda sagði Einar Oddur að vinnu- veitendur gætu ekki staðiö í vegi fyr- ir innflutningi á landbúnaðarvörum ef breytingar yröi ekki á landbúnað- arkerfinu. „Viö viljum taka þátt í aö koma með tillögur til að hægt sé aö komast út úr þessu kerfí í landbúnaðinum. Við höfum hingað til barist gegn því að innflutningur verði gefinn frjáls. En jafnframt er ljóst að ef viðhalda á þessu kerfi óbreyttu þá kemur sú tíð að við getum ekki staðið gegn inn- Einar Oddur Kristjánsson, formaður VSI, vill innleiða frjálsa verðmyndun í landbúnaði. Með Einari Oddi á myndinni er Haukur Halldórsson, formað- ur Stéttarsambands bænda. flutningi." Einar Oddur vill innleiða frjálsa verðmyndun í landbúnaði þannig að bændur keppi innbyrðis um að bjóða neytendum bestu og ódýrustu vör- una. Það myndi fela í sér miklar breytingar; bændum mundi fækka og búin stækka. Þegar slíkar hug- myndir hafa komið fram hafa tals- menn hinnar hefðbundnu byggða- stefnu vanalega spáð hruni lands- byggðarinnar: „Það er ekki ófrávíkjanlegt að við höldum því kerfi sem er í dag. Það mun ekki veröa okkur til góðs. Það liggur alveg fyrir að bændum við hefðbundinn landbúnað verður að fækka. Það er hins vegar ekkert óyfirstíganlegt vandmál. Það eru hins vegar svo miklir hagsmunir sem tengjast þessu. Það er ekki bóndinn sem viðheldur þessu kerfi heldur eru þaö afurðastöðvarnar. Það er alvég óskiljanlegt að þessu skuli viðhaldið. Það er alla vega ekki gert fyrir bænd- ur og enn síður fyrir neytendur," segir Einar Oddur. „Það er alveg ljóst aö stór hluti af þeim tjármunum, sem við erum að eyða í landbúnað, fer ekki til bænda heldur í eitthvert rugl. Þetta vita bændur og eru að vakna til vitund- ar.“ -gse Christia Hágæða, franskat .e(íl snyrtivörur á kynningarverði\ Við kynnum nú í fyrsta sinn á íslandi frönsku snyrtivörurnar fráCHRISTIANBRETON,semslegiðhafa í gegn í Frakklandi. Til dæmis voru frönsku síúlkurnar í keppninni um ungfrú Frakkland snyrtar eingöngu með snyrtivörum frá CHRISTIAN BRETON. Til að tryggja lægsta mögulegt verð, eru CHRISTIAN BRETON snyrtivörurnar eingöngu seldar í gegnum pöntunarlista sem er mjög vandaður, á íslensku og með íslenskum verðum. CHRISTIAN BRETON kynnir: • Það nýjasta í framleiðslu snyrtivara • Grenningarmeðferð sem hrífur • Sólbrún án áhættu • Töfrar andlitssnyrtingar • 28 ilmvötn handa henni og honum • Allar vörur ofnæmisprófaðar eton iSjfl Hringið eða skrifið eftir ókeypis 28 síðna litprentuðum vörulista PÓSTVAL Pöntunarsími (91) 77311 V'c5 Pósthólf 9333-Þingasel 8 - 129 Reykjavík Vinsamlegast sendið mér CHRISTIAN BRETON vörulistann: Nafn:__________________________________________________ I Heimilisfang_ Póstnr.______

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.