Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1990, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1990, Síða 9
LAUGARDAGUR 19. MAÍ 1990. 9 Sitt litið af hveiju um þá frægu Róbert Redford, hjartaknúsarinn og milljónamæringur- inn, er sífellt að fá nýjar orður og heið- ursmerki. Nú síðast var hann útnefndur sem æösti höfðingi hjá Navaho-indíán- um. Clint Eastwood er um þessar mund- ir í fríi frá öllum kvikmyndaleik. Þessi fræga kvikmyndastjarna, sem er ekki síst frægur fyrir leik i kúreka- myndum, ætlar nefnilega að syngja inn á stóra hljómplötu. Ekki eru það popplög sem kappinn ætlar að syngja heldur frægir sveitasöngvar. Platan kemur út síðar á þessu ári. Af hverju siðareglur fyrir borgarfulltrúa? Þegar Jerry Hall kynntist Mick Jag- ger á sínum tíma var hún ætið að skammast yfir hversu mikið hann reykti og drakk. Nú hefur dæmið snúist við. Jerry Hall viðurkenndi fyrir stuttu að það væri hún sem reykti og drykki. „Ég vaki fram á nótt en Mick segir ekki orð heldur fer snemma að sofa,“ segir hún. Poppstjarnan Gloria Estefan er nú útskrifuð af sjúkrahúsi en hún lenti fyrir stuttu í alvarlegu bílslysi. Hún hefur náð sér að mestu en frá sjúkrahúsinu í New York flaug hún í einkaþotu til að hitta Julio Iglesias. Sá sem beið hennar við komuna til Miami með stóran blómabúkkett var enginn annar en poppstjarnan Elton John. Við framsóknarmenn viljum að settar verði siðareglur fyrir borgarfulltrúa og embættismenn borgarinnar Siðareglur eru nauðsynlegar: Þegar lóðabrask er stundað í stórum stíl í Reykjavík, og það m.a. af einum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Þegar starfsmenn byggingafulltrúans í Reykjavík geta hannað og teiknað byggingar sem einstaklingar og haft síðan eftirlit með sjálfum sér sem embættismenn. Þegar borgarstjórinn getur keypt bíla á kostnað Reykvíkinga án nokkurs samráðs við aðra kjörna fulltrúa borgarinnar. Þegar ekki eru til nauðsynlegar reglur um ýmiss konar fríðindi, hlunnindi og risnu borgarstjóra. Þegar ekki eru til skýrar reglur um afnot borgarstjóra af bílum embættisins. Þegar borgarstjóri getur bannað að undirskriftalistar til að mótmæla staðsetningú ráðhúss geti legið frammi í sundstöðum borgarinnar. Þegar borgarstjórinn velur handgengna byggingaverktaka til að byggja íbúðir fyrir aldraða, sem þeir selja síðan á okurverði. UH I FRAMSÓKNARFLOKKURINN CDMBhCAMP COMBI CAMP er traustur og góður félagi í ferðalagið. Léttur í drætti og auðveldur í notkun. Það tekur aðeins 15 sek. að tjalda. COMBI CAMP er hlýr og þægilegur með fast gólf í svefn og iverurými. COMBI CAMP er á sterkbyggðum galvaniseruðum undirvagni, sérhönnuðum fyrir íslenskar aðstæður, á fjöðrum, dempurum og 10” hjólbörðum. COMBfCAMP' COMBI CAMP er einn mest seldi tjaldvagninn á íslandi undanfariri ár og á hann fæst úrval aukahluta. COMBI CAMP er til sýnis í sýningarsal okkar og til afgreiðslu strax. TÍTANhf LÁGMÚLA 7 SÍMI 84077 TITANhf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.