Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1990, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1990, Side 13
2 LAUGARDAGUR 19. MAÍ 1990.' Uppáhaldsmatur Hafsteinn Hafliðason garðyrkjumaður er ekki síðurfær i eldhúsinu en í garðinum. DV-mynd Hanna Grænir fingnr í eldhúsinu - Hafsteinn Hafliðason býður sprotakálsböku „Ég er nokkuð liðtækur í matar- gerðinni en eiginkonan og dæturn- ar sjá um uppvaskið. Eiginkonan sér einnig um veislutertur sem hún er sérfræðingur í,“ sagði Hafsteinn Hafliðason garðyrkjumaður er helgarblaðið leitaði eftir uppskrift frá honum. Hafsteinn er þó þekkt- ari fyrir garðyrkjustörfm og sjón- varpsþætti sína, Græna fingur. Þeir þættir eru unnir jöfnum hönd- um og eru áætlaðir á dagskrá fram eftir hausti. Hafsteinn sagði að hann reyndi að vera ekki of fræði- legur í þættinum, blandaði frekar saman ráðleggingum og viðtölum við fólk í görðunum sínum. Þáttun- um hefur verið vel tekið og Haf- steinn fær venjulega mikil við- brögð frá áhorfendum. Ekki segist hann þó vera duglegur nema í ann- arra manna görðum. En þá er það uppskrift garðyrkjumannsins sem að sjálfsögðu er komin úr garðin- um. Sprotakálsbaka 300 g hveiti eða fínmalað heilhveiti 150 g saxað eða brætt smjörlíki 1-1 Zi dl matarolía 2 egg 1 tsk. borðsalt eða hollustusalt 1 tsk. kardimommuduft Vi dl kalt vatn Blandið saman hveiti, olíu og smjörlíki og hnoðið vel saman ásamt saltinu og kardimommu- duftinu. Bætið eggjunum í og hnoð- ið vel saman. Deigið er jafnað með örlitlu af vatni. Búið til kúlu og geymið í hálfa klukkustund áður en deigið er flatt út. Deigið er síðan flatt út á mjöluðu borði þar til það verður ca fimm millímetra þykkt og fjörutíu sinnum fjörtíu cm á lengd og breidd. Takið frá bita í lok á pæið. Hægt er að nota alls kyns löguð form, hringlaga, ferköntuð, pæ- laga, ilöng eða bara bökunarplöt- una og þá er bakan bökuð eins og pitsa. Fylling 4-500 g af sprotakáli (broccoli) 1 Vi dl soðin hrísgrjón Eitt bréf beikon, ca 150-170 g (meira ef vill) 1 stór matlaukur (á stærð við sítr- ónu), saxaður Byrjið á að sjóða sprotakálið i hálfum lítra af vatni. Bragðbætið með grænmetisteningi og smjör- klípu ellegar salti. Sjóðið í þrjár mínútur. Beikon og laukur látin malla á pönnu við vægan hita. Sprotakáhð tekið upp úr pottinum en helmingnum af soðinu er hellt yfir laukinn og beikonið. Jafnað saman með sósujafnara og pipar malaður yfir. Loks er sprotakálinu raðað í formið yfir deigið, hrísgrjónin sett með matskeið hér og þar yfir, þá beikon og laukblandan. Að síðustu er lokið sett yfir bökuna. Hafsteinn gaf gott húsráð: Gott er að væta barmana á lokinu með vatni og pressa á með gafíli. Með þessu verður lokið mun þéttara á bök- unni. Forminu stungið í ofn í 30-35 mínútur v’ð 220 gráða hita. Borið heitt á borð með soðnum hrísgrjónum, Worchestersósu eða Hoi-Sin sósu og jafnvel hrásalati. Með þessu er drukkið vatn, epla- safi eða pilsner. Þar sem börn eru er gott að taka hinn helminginn af sprotakálssoðinu, aðra hvora sterku sósuna og jafna upp með sósujafnara. Þannig fæst þunn góð sósa sem börnum líkar kannski betur en Worchester- eða Hoi-Sin. í eftirrétt mælir Hafsteinn með hnausþykku mokkakaffi og Moz- artkúlum og börnin fá aö sjálfsögðu ís. -ELA Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á jörðinni Þóreyjarnúpi, Kirkjuhvammshreppi, eign þrota- bús Halldórs Gísla Guðnasonar, kt. 061048-3679, fer fram á eigninni sjálfri þriðjudaginn 22. mai 1990 kl. 18.00. Sýslumaður Hunavatnssýslu. AÐALFUNDUR félagasamtakanna Verndar verður haldinn mánudaginn 28. maí 1990 í Ing- ólfsstræti 5, 6. hæð, (gamla Sjóváhúsið). Hefst stundvíslega kl. 18.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Útboð Efnisvinnsla á Vestfjörðum 1990 Vegagerð rikisins óskar eftir tilboðum i vinnslu á efni í 10 námum í ísafjarðar- og Barðastrandar- sýslum nánar tiltekið á svæöinu frá Skutulsfirði til Kollafjarðar. Áætlað magn 50.000 rúmmetrar. Verkskil skulu vera þannig: 12.500 m3 fyrir 15. júli 1990,13.000 m3 fyrir 1. nóvember 1990,10.500 m3 fyrir 10. júlí 1991 og 14.000 m3 fyrir 1. septem- ber 1991. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð rikisins á ísafirði og i Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 21. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 28. maí 1990. Vegamálastjóri SAGA 27 AC CLASSIC „Sumar á sjó með Saga Boat" Stórglæsilegur skemmtibátur frá Noregi til sýnis og sölu í smábátahöfn Snarfara. Goddi hf., Smiðjuvegi 5 sími 641344, 985-31069 QodH Mandeville Hártoppar fyrir karlmenn og konur Verið velkomin að sjá nýjustu gerðina. Hártopparnir eru sniðnir ofan í hárlausa blettinn svo ekki þarf að raka burtu meira og minna af eigin hári eins og stóru standardhártopparnir krefjast. Notað er hár af Evrópumönnum i öllum toppunum frá Mandeville of London. Upplýsingar á staðnum Sérfræðingur frá Mandevillg of London - John Clifton Mánud.-miðvikud. föstud. Rakarastofan Klapparstíg Fimmtudaga Klippótek Keflavík Þriðjudaga Hársnyrting Reynis Strandgötu 6 Akureyri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.