Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1990, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1990, Qupperneq 14
14 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 >27022 - FAX:f91 >27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Sigurinn var ósigur Fleiri voru atvinnulausir hér á landi í síðasta mán- uði en verið hafa í þeim mánuði í rúman áratug. Ástand- ið er meira að segja verra en í fyrra. Sem dæmi má nefna, að atvinnulausu skólafólki hefur fjölgað úr 600 í 800 milli ára. Var þó talað um neyðarástand í fyrra. Efnahagsbatinn, sem fjármálaráðherra heldur fram, að orðið hafi hér á landi, hefur ekki komið fram í þenslu á vinnumarkaði. Margir reiknuðu með, að umsvif í þjóð- félaginu færu að lifna við með vorinu, en sú von hefur algerlega brugðizt. Við erum á leið í vaxandi kreppu. Efnahagsbatinn, sem íjármálaráðherra heldur fram, að orðið hafi hér á landi, hefur ekki komið fram í auk- inni framleiðslu í landinu. Efnahags- og framfarastofn- unin segir, að landsframleiðsla Islands hafi í fyrra dregizt saman um 3,4% og muni ekki aukast á þessu ári. Efnahagsbatinn, sem fjármálaráðherra heldur fram, að orðið hafi hér á landi, hefur ekki komið fram í aukn- ingu þjóðarauðs á hvern íbúa landsins. Seðlabankinn hefur birt tölur, sem sýna, að skuldlaus þjóðarauður hefur raunar minnkað á mann allan níunda áratuginn. Efnahagsbatinn, sem fjármálaráðherra heldur fram, að orðið hafi hér á landi, hefur ekki komið fram í minnk- uðum lántökum íslendinga í útlöndum. í fyrra var raun- ar slegið íslandsmet, þegar erlend lán urðu 51,3% af landsframleiðslu, en höfðu mest áður numið 51,1%. Af áróðursferðum fjármálaráðherra um landið og auglýsingum hans í fjölmiðlum mætti ætla, að þjóðar- hagur væri á uppleið. Svo er ekki. Erlendar skuldir eru vaxandi byrði, framleiðsla fer heldur minnkandi og at- vinnuleysi fer heldur vaxandi. Kreppan stendur enn. Eini árangurinn, sem náðst hefur, er, að verðbólga hefur minnkað og er núna innan við 10%. Það er að sumu leyti eðlileg afleiðing þess, að samdráttur hefur leyst þenslu af hólmi. Að hinu leytinu er þetta að þakka þjóðarsáttinni, sem gerð var um kjarasamninga í vetur. Fjármálaráðherra getur auðvitað þakkað sér og ríkis- stjórninni fyrir þjóðarsáttina, því að stjórnvöld áttu þátt í henni. Það er hins vegar séríslenzkt fyrirbæri að telja slíka þjóðarsátt vera af hinu góða. Efnahags- og framfarastofnunin hefur varað okkur við þeim. Við gerðum þjóðarsátt um fátækt. Við gerðum þjóðar- sátt um að taka ekki á vanda, sem við höfum verið að safna. Við gerðum þjóðarsátt um að halda mistökunum áfram og borga fyrir þau með lakari lífskjörum. Við gerðum þjóðarsátt um framhald á sjálfspyndingum. Samkvæmt þjóðarsáttinni verður haldið áfram að kasta á glæ fimmtán milljörðum króna á ári með stuðn- ingi við hefðbundinn landbúnað. Samkvæmt þjóðarsátt- ini verður haldið áfram að kasta á glæ milljörðum með opinberum fyrirgreiðslusjóðum handa gæludýrum. Samkvæmt þjóðarsáttinni höldum við áfram að vinna eins og skepnur til að standa undir lífskjörum, sem við neitum okkur um að fá á auðveldari hátt með því að beita skynsemi. Samkvæmt þjóðarsáttinni sættum við okkur við svimandi verðlag á innlendum matvælum. Þannig hefur ríkisstjórn, með hjálp stéttarfélaga og þjóðar, tekizt að halda verðbólgunni í skeijum án þess að leysa nein vandamál með því. Þannig hefur tekizt að koma lífskjörum á íslandi, miðað við vinnuframlag og verðlag, niður í það, sem er í Portúgal. Sigurinn á verðbólgu var sigur þjóðarsáttar um fá- tækt og minnkandi þjóðarauð, ofanstýrt kvótakerfi og ráðherrastýrðar fyrirgreiðslur. Sigurinn var ósigur. Jónas Kristjánsson LAUGARDAGUR 19. MAÍ 1990. Kazimera Prunskiene, forsætisráðherra Litháens, (t.v) kom að tómum kofunum hjá Margaret Thatcher, starfs- systur sinni í London, eins og öðrum forustumönnum sem hún hitti í liðsbón um Vesturlönd. Símamynd Reuter litháar leita áþreif- inga í stað refsiaðgerða Eftir nær mánaðar ferðalag milli höfuðborga landa Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku sneri Kazimi- era Prunskiene, forsætisráðherra Litháens, verr en tómhent heim. Hvergi hafði hún fengið fyrirheit um formlegar undirtektir undir sjálfstæðisyfirlýsingu þingsins í Vilnius né ádrátt um aðgeröir til að hamla á móti afleiðingum af aðflutningsbanni sovétstjórnar- innar gagnvart Litháen. En þar á ofan tjáði hún félögum sínum í for- ustu Litháa, að stjórn landsins yrði hið fyrsta að bera fram við Moskvuvaldið lagfærðar tillögur um framkvæmd sjálfstæðistök- unnar, eða fyrirgera ella þeim stuðningi í orði sem þó væri fáan- legur á Vesturlöndum. Við boðskap forsætisráðherrans settist þing Litháens á lokaðan fund á miðvikudag. Þegar þetta er ritað er Prunskiene á leið til Moskvu með samþykkt þess fund- ar. Hyggst hún leita fundar Gor- batsjovs forseta til að leggja hana fram, en fáist það ekki sækjast eftir fundi með Riskof forsætisráðherra sömu erinda. Ályktun Litháenþings byggist á grundvallaratriðum á sáttatillögu sem Mitterrand Frakklandsforseti og Kohl kanslari í Vestur-Þýska- landi kynntu fyrir nokkru í sam- eiginlegu bréfi til forsetanna í Vil- nius og Moskvu. Gert er ráð fyrir að framkvæmd sjálfstæðisyfirlýs- ingarinnar sé frestað, án þess aö hún sé þó tekin aftur. Þar með er frestað gildistöku allra laga sem þing Litháens hefur sett og byggð eru á sjálfstæðisyfirlýsingunni. Þau fjalla um efni eins og stofnun þjóðvarðliðs og landamæragæslu, lausn Litháa undan sovéskri her- skyldu og yfirtöku eigna. Litháar óska eftir að millibils- ástandið fram að gildistöku sjálf- stæðisyfirlýsingarinnar sé notað til samninga stjórnanna í Vilnius og Moskvu um sameiginleg úrlausn- arefni. Þar ber hæst sameiginlegar landvamir þar sem það á við með samningsbundnum hætti, fram- kvæmd herskráningar, tollgæslu, réttindi sovéskra ríkisborgara í sjálfstæðu Litháen og sanngjarna skiptingu eigna í Litháen sem formlega eru sovésk ríkiseign. Undanfari þessarar nýju stefnu- mótunar Litháa í sjálfstæðisvið- leitninni er ekki aðeins ferð Prunskiene um Vesturlönd heldur einnig og ekki síður fundur forsæt- isráðherra allra Eystrasaltsland- anna þriggja. Þeir komu saman í Tallinn, höfuðborg Eistlands, um síðustu helgi. Fundarefnið var ann- Erlend tíðindi Magnús Torfi Óiafsson ars vegar að samræma málatilbún- að í sjálfstæðimálinu gagnvart sov- étstjórninni, hins vegar að endur- vekja Baltneska ráðið, sem sömu ríki komu á fót á fjórða tug aldar- innar til að ráða ráðum sínum og samræma stefnu. Fréttamenn, sem farið hafa um Eystrasaltslöndin, skýra frá því að ráöamenn í Tallinn og Riga, höfuð- borg Lettlands, fari ekk dult með þá skoðun sína að Vytautas Lands- bergis, forseti Litháens, hafl í önd- verðu farið alltof geyst í sjálfstæð- ismálinu og þar með spillt bæði fyrir sér og öðrum. Ekki kunni góðri lukku að stýra að storka sov- étstjórinni, þegar hún á í rauninni ails kostar við þann sem slíkt ger- ir. Sama skoðun virðist einnig út- breidd meðal Litháa, þótt þeir flíki henni ekki af skiljanlegum ástæð- um. í könnun Gallups á vinsældum litháiskra stjórnmálamanna lenti í efsta sæti Algirdas Brazaukas, for- maður Kommúnistaflokks Lithá- ens, og munaði verulega á honum og Landsbergis forseta. Brazaukas er nú varaforsætisráðherra og hef- ur hvatt manna mest til að leita málamiðlunar viö sovétstjómina. Stjórnirnar sem tóku við í Eist- landi og Lettlandi að afstöðnum fijálsum kosningum hafa sett sjálf- stæðiskröfur sínar fram með öðr- um og vægilegri hætti en stjórn Litháens, en viöbrögð sovétstjórn- arinnar hafa verið svipuð, að því undarskildu að Eistar og Lettar hafa ekki verið beittir aðflutnings- banni né öðrum efnahagsþvingun- um. Ætli smáríkin þrjú að efla samningsstöðu sína gagnvart stjórn stórveldisins, verða þau fyrst að koma á samræmingu í eig- in hóp um kröfugerð og megin- markmið. Segja má að það hafi nú verið gert. Með endurskoðuðu til- lögunum, sem Pmnskiene reynir að koma á framfæri í Moskvu, hafa Litháar dregið í land og með því fært sig upp að hliö hinna þjóðanna tveggja. Mestu skiptir í bráð fyrir Litháa, hvort þeir fá aflétt stöðvun dæhng- ar á ohu og jarðgasi um leiðslur til landsins frá Hvíta-Rússlandi. Sí- fellt gengur á birgðir sem fyrir vom, og hefur Prunskiene sagt að ófremdarástand blasi við í lok næstu viku að öllu óbreyttu. Þá gerist það samtímis, að samgöngur fara úr skoröum og verksmiöjur stöövast unnvörpum vegna elds- neytisskorts. í vikunni þar á eftir hefst í Moskvu fundur forseta Bandaríkj- anna og Sovétríkjanna. Breytt af- staða Litháa í sjálfstæðismálinu er tvímælalaust öðmm þræði ákveðin í því skyni að greiða fyrir að Ge- orge Bush leggi málstað þeirra lið í viðræðum sínum við Gorbatsjov. Þess vegna varð að ræða málið fyr- ir luktum dyrum á þingi í Vilnius, en sömuleiðis þykir heppilegt að leynd hvíh yflr uppgjörinu sem þar fór fram milli Landsbergis og ann- arra ákafamanna annars vegar og málmiðlunarsinna á bandi Prunskiene og Barzaukas hins veg- ar. Úr því sem komið er þarf vart að vænta skjótra viðbragða sovét- stjórnarinnar við samræmdum viðræðugrundvelli um sjálfstæði- stöku af hálfu Eystrasaltsríkjanna. Gorbatsjov hefur í æði mörg önnur horn að líta, hann er í rauninni enn að koma sér fyrir í nýja forseta- embættinu, en mestu skiptir að ekki er nema rúmur mánuður í ílokksþing Kommúnistaflokks Sovétríkjanna. Á það eru valdir fulltrúar í átakakosningum og þar er von sviptinga. Ráðstafanir gagn- vart þeim vanda Sovétríkjanna sem yfir allt annað gnæfir, öng- þveitinu í efnahagsmálum, virðast úr þessu hljóta að dragast fram yfir flokksþingið, hvað þá ákvarð- anir um annað sem unnt er að skjóta á frest. Það sem á reynir nú í svipinn er hvort sovéski forsetinn telur sinna- skipti Litháenstjómar nægia til að aflétta aðflutningsbanninu áður en það veldur stórfelldum búsitjum. í því efni er rétt aö hafa í huga að í Litháen er, samkvæmt verkaskipt- ingu, framleiddur margs konar varningur sem jafnt neytendur og úrvinnsluaðilar vítt og breitt um Sovétríkin geta illa verið án og eiga erfitt með aö útvega úr öðrum stöð- um. Magnús T. Ólafsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.