Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1990, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1990, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 19. MAI 1990. Skák Bent Larsen á að baki glæsilegan skákferil og á dögunum bætti hann enn einum sigri við, á alþjóðamóti í London. Bent Larsen bætir sigri í safnið I skákinni sem á öðrum sviðum tekur ný kynslóð við af annarri. Aldrei fyrr hafa yngri skákmenn sótt jafnþungt að gömlu meisturun- um. Eitt vígið enn féll á opna móti stórmeistarasambandsins á Mall- orca í desember er danski stór- meistarinn Bent Larsen mátti í fyrsta sinn sætta sig við að verða fyrir neðan landa sinn Curt Hans- en. Larsen er einn þessara litríku skákmeistara sem sópar að, hvar sem hann kemur. Afrekaskrá hans er geysilöng en Larsen er einhver sigursælasti mótaskákmaður sam- tímans. Er sveit Sovétríkjanna mætti úrvalsliði annarra landa í Belgrad 1970 krafðist Larsen þess að sitja við fyrsta borð og öllum að óvörum veitti Fischer samþykki sitt og settist sjálfur við næsta borð. Þá var Larsen í sigursveiflu og margir töldu hann helstu von Vest- urlanda. En það er tvennt ólíkt, að vera sigursæll mótaskákmaður, eða slunginn einvígismaður. Svo einkennilega vill til að Larsen hef- ur aldrei náð sínu besta í einvígjum en er honum tekst best upp á mót- um, stenst honum enginn snúning. Á svæðismóti Norðurlanda í Finnlandi sl. sumar tókst Larsen að komast í aukakeppni um sæti á millisvæðamótinu en engu að síður var hann fólur og þreytulegur og raunar ólíkur því sem menn eiga að venjast - allt að því daufur í dálkinn. Á Mallorca í lok ársins virtist hann hafa tekið gleði sína en taflmennskan var þó ekki upp á marga fiska. Því kom skemmtilega á óvart að hann skyldi nú á dögun- um sigra á allsterku alþjóðamóti í London. Enn einn sigur í safn þessa „gloppótta" skákmeistara. Mótið í Lundúnum er kennt við Watson, Farley & Williams, sem er lögmannafimra í stórborginni. Þessir menn hafa áður staðið að skákmótum þar sem teflt hefur verið fyrir luktum dyrum á skrif- stofunni og nokkrum vinum og velunnurum fyrirtækisins boðið að þiggja veitingar og fylgiast með skákskýringum. Nú þótti þeim tími til kominn að opna mót sitt al- menningi. Árangurinn varð býsna skemmtilegt mót þar sem yngri skákmeistarar settu sterkan svip sinn á - og svo auðvitað Larsen. Larsen fór vel af stað en ungur Bandaríkjamaður, Patrick Wolff, stal senunni með því að vinna fimm skákir í röð um mitt mót. Fyrir síð- ustu umferð var hann efstur ásamt Larsen og hafði þegar tryggt sér áfanga að stórmeistaratitli. í loka- skákinni beið hann hins vegar lægri hlut fyrir enska stórmeistar- anum Julian Hodgson og Larsen, sem gerði jafntefli við Skotann Motwani, varð einn efstur. Lítum á lokastööuna: 1. Larsen 9 v. 2. Wolff 8,5 v. 3. -4. Hodgson og King 8 v. 5.-6. Adams og Frias 7,5 v. 7. Hebden 6,5 v. 8. -9. Chandler og Kosten 6 v. 10.—11. Flear og Watson 5,5 v. 12. Levitt 5 v. 13. Motwani 4,5 v. 14. Tisdall 3,5 v. Úrslitaskák mótsins var sú milli Larsens og Wolffs, þar sem Larsen hafði betur eftir nokkrar svipting- ar. Hvítt: Bent Larsen Svart: Patrick Wolff Pirc-vörn. 1. Rf3 g6 2. e4 Bg7 3. d4 d6 4. h3 Rf6 5. Rc3 0-0 6. Be3 d5?! Þannig hefur Bandaríkjamaður- inn teflt áður með góðum árangri en mótheiji hans svaraði með 7. Bd3?! sem varla telst besti leikur- inn. Larsen tekur áskoruninni. 7. e5 Re4 8. Bd3 Rxc3 9. bxc3 Hugmyndin er að veikja peða- stöðu hvíts en svartur á þrengri stöðu og nær ekki að jafna taflið. 9. - c5 10. 0-0 Rc6 11. Dd2 Da5 12. Hfbl!? a6 13. a4 Hb8 14. Dcl Be6 Auðvitað ekki 14. - Dxc3?? 15. Bd2 og drottningin fellur. 15. Db2 c4 Þetta er nauðsynlegt en nú fer teygjan úr stöðunni. 16. Be2 Dc7?! Betra er að reyna að losa um stöð- una með 16. - f6!?, því að eftir 17. exffi gxffi 18. Bf4 Hc8 19. Dxb7 Dxc3 er staðan tvísýn. 17. Db6 Dd7 18. Bf4! Nú er orðið erfltt um vik fyrir svartan að létta á taflinu með f7-ffi Skák Jón L. Árnason og hvítur getur í ró og næði hugað að því að bæta stöðu sína. 18. - h6 19. a5 g5?! Eftir þetta er Larsen ekki seinn að snúa sér að kóngsvængnum því að með leiknum veikir svartur stöðu sína. Betra er 19. - Bf5 strax. 20. Bg3 Bf5 21. Db2! Ra7 22. Dcl Rb5 23. Dd2 Hbc8 24. Hel! ffi Illt er að bíða átekta því að hvítur er tilbúinn að blása til sóknar með h3-h4, strax, eða eftir drjúgan und- irbúning. 25. Bfl Be4 26. Rh2 fa? Byggt á yfirsjón en nú mun tíma- hrakið hafa verið á næsta leyti. Eftir skákina var stungið upp á 26. - fxe5 með hugmyndinni að fórna manni með 27. f3 exd4! 28. fxe4 Rxc3 29. exd5 Dxd5 með góðum færum. Hvítur getur þó með 27. dxe5 Dffi 28. f3 haldið frumkvæð- inu. 27. f3 f4 1 M # á »á k á k A4i A A k k&éit. A A Jl A A W A AA S ABCDE FGH 28. Bxf4! Þannig nær Larsen yfirburða- stöðu. Svartur á ekki um margt að velja. 28. - Hxf4 29. fxe4 dxe4 30. De3 Dc6 si.-gs Ef hrókurinn víkur sér nú undan kemur 32. Bg2, kóngspeðið fellur og svarta taflið er tapað. Wolff reynir því að freista gæfunnar með skiptamunsfórn, en möguleikarnir eru rýrir. 31. - Hf3 32. Rxf3 exf3 33. Kf2 Rc7 34. De4 Rd5 35. He3! Þar er Larsen rétt lýst. Hann metur riddarann meira en hrók- inn! Eftir uppskiptin á e3 á hvítur „tæknilega unna stöðu“. Takið eft- ir hvað innilokaður biskup svarts á g7 má sín lítils. 35. - g4 36. Hbl h5 37. hxg4 Rxe3 38. Dxe3 hxg4 39. Hb6 Da4 40. De4 Dxa5 41. Hg6 Og Wolff lagði niður vopn. Að síðustu stutt skák, þar sem hvítur virðist vera að vinna eftir óvænta leikfléttu en millileikur svarts setur strik í reikninginn. Hvítt: Daniel King Svart: Patrick Wolff Sikileyjarvörn. 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Rc3 d6 6. Be2 Rffi 7. 0-0 Be7 8. Be3 0-0 9. f4 a6 10. a4 Dc7 11. Del Rb4!? 12. Hcl Valdar c-peðið en athyghsvert er 12. Df2!?, t.d. 12. - e5 13. Rb3 Rxc2 14. Bb6 Dd7 15. Hacl (eða 15. Hadl) með óþægilegum þrýstingi. 12. - b6 13. Khl Bb7 14. Bf3 d5!? 15. e5 Re4 16. Bxe4 dxe4 17. Dg3 Rc6! Nauðsynlegur varnarleikur. Nú leiðir 18. ffi Rxd4 19. Bxd4 (19. ffi? Bxffi!) exffi til tvísýnnar stöðu. Þetta var þó rétta leiðin fyrir hvítan, sem teflir ekki af nægilegri snerpu. 18. Df2?! Ra5 19. Hcel Had8! Einnig er 19. - Rc4 góður leikur en svartur vill eiga hann inni um leið og hann leggur kænlega ghdru: E X* AW itli k k k % A A k A A A A A SS. <á? ABCDEFGH 20. Rxe6? fxe6 21. Bxb6 e3! Tryggir svörtum vinningsstöðu. Ef 22. Dxe3 Dc6 (með máthótun) 23. Df2 (annars 23. - Rc4) 23. - Bh4! og vinnur. 22. Bxc7 Bxf2 23. Hxf2? Skömminni skárra er 23. Hbl Rc4 24. Bxd8 Hxd8 25. Hxf2 en eftir 25. - Re3 á svartur vinningsstöðu. 23. - Bh4 24. Hee2 Bxf2 25. Hxf2 Rc4 26. Bxd8 Hxd8 27. b3 Re3 28. Kgl Hc8 Og hvítur gafst upp. -JLÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.