Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1990, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1990, Síða 20
20 LAUGARDAGUR 19. MAÍ 1990. Helgarpopp „Þetta var 23. janúar, við spiluð- um 23 lög, það voru 23 hausar í salnum og hvor um sig græddum við 23. dali. Sjálfur var ég 23 ára gamall." Svo fórust John Linnel orð þegar hann minntist fyrstu tón- leika tvíeykisins They Might Be Giants sem haldnir voru á ónefndu vertshúsi á Manhattan. Á þeim tíma er samstarf Jónanna tveggja, Linnel og Flansburgh, var að taka á sig mynd starfaöi hinn fyrmefndi sem reiðhjólasendill en Flansburgh hafði þann uppbyggilega starfa meö hör.dum aö telja farþega út af einu ákveðnu lestarspori á Grand Central jámbrautarstöðinni í New York. Flansburgh minnist þessa tíma með bros á vor og státar sig af því að hafa verið kominn nálægt milljóninni þegar hann gafst upp. „Þetta starf var alveg kjörið fyrir lagasmið, maður þurfti ekkert að hugsa, teljarinn sá um vinnuna. Ástæðan fyrir því aö ég hætti var sú að með hljómsveitarvafstri gat ég haft ca átta dah á tímann en hinir borguðu bara sjö.“ Þessi fyrstu misseri í sögu They Might Be Giants unnu félagarnir fyrir sínu lifibrauði með því aö troða upp á næturklúbbum á Man- hattan. Sú iðja gekk með slíkum ágætum aö dúettinn hafði efni á að leigja sér rúmgóða íbúð á ágætum stað í Brooklyn. Svo rúmt var um þá félaga að þeir komu með góðu móti fyrir trommusetti á stofugólf- inu hjá sér. Heldur var fögnuður- inn takmarkaður hjá nágrönnum Jónanna er þeir tóku að berja bumbur í tíma og ótíma og eftir Gaspraö Athyglisverð smekk- leysuútgáfa í lok nýliðins mánaðar gaf Smekkieysa út safnplötuna Heims- yfirráð eða dauöi I. Þar gefst fólki tækifæri á að ná í ijómann af ís- lenskri nýbylgju á einum stað, en tilgangur útgáfunnar er einmitt að kynna þá nýrækt sem nú er í ís- lensku tónlistarlífi og er sú kynn- ing einkum ætluö á útlendan mark- að. Mjög er vandað til útgáfunnar og sem dæmi má nefna að einn af eftirsóttari umslagshönnuðum Breta, Paul White, var fenginn til samstarfs, en sá hefur m.a. hannað fyrir Nick Cave og Depeche Mode, auk þess að eiga heiður af Life’s to Good albúmi Sykurmolanna. Á geisladisknum eru sex aukalög og þar fá ýmsar nýliðasveitir aö blómstra í ágætum félagsskap gamla jálksins Mike Pollock sem kemur fram undir merkjum Most og flytur lagið Ciccohna. Það eru hins vegar fyrstu tíu lög- in sem megináhersla er lögð á, en þar er að finna þær hljómsveitir sem þegar hafa átt eitthvert sam- starf við Smekkleysu. Hér er átt við Risaeðluna, Bless, Ham, Boot- legs, Langa Sela og Skuggana að ógleymdum Sykurmolunum. Án þess að ætla aö setjast í dóm- arasæti er vert að geta frammi- stöðu hljómsveitanna Bless og Risaeölunnar en sú síðarnefnda gefur áheyrendum nasaþefinn af væntanlegri plötu með frábæru lagi, „Gun Fun“. Bless-lögin eru hins vegar bæði af frumburðinum r i vesturheimi Tvíeykið They Might Be Giants stendur undir nafni ahtof stutta veru í rúmgóöu íbúð- inni var þeim kastað á dyr. Þegar félagarnir ætluðu aö flytja jarðne- skar eigur sínar á nýjan viðveru- stað var Jón Flansburgh ekki láns- amari en svo að hann leigði sér, óafvitandi, óprúttna steliþjófa sem flutningamenn og þeir geröu sér htið fyrir og stálu öllum eignum hans. Daginn eftir féh Jón Linsell af reiðskjóta sínum og fótbrotnaði. Símaþjónusta risanna Tækjalausir og ailslausir var út- séð um að They Might Be Giants gætu sinnt spilamennsku, í bih aö minnsta kosti. Jón Flansburgh dó þó ekki ráðalaus. Eftir að hafa lagt höfuðið í bleyti um skamman tíma fékk hann þá skondnu hugmynd að opna símaþjónustu, „Dial-A- Song“. Eftir auglýsingu í ejnka- máladálki í útbreiddu dagblaði í New York stoppaði ekki síminn heima hjá hugvitsmanninum sem raulaði nýtt lag á hverium degi fyr- ir ánægða viðskiptavini, en þeir skiptu hundruðum. Það var svo árið 1986 að hjólin fóru að snúast hjá tvíeykinu og var vendipunkturinn snælda sem dú- ettinn gaf sjálfur út en hún komst í hendur tveggja manna sem voru að stofna lítið óháð útgáfufyrir- tæki, Bar/None Records. Þeir hrif- ust af kímni og léttleika Jónanna, sem spiluðu hrátt rokk og ról sem um leið var ákaflega melódískt og skemmtilegt. í lok árs 1986 var frumburður They Might Be Giants gefmn út á fyrrnefndu merki og bar skífan nafn hljómsveitarinnar. Af henni voru lög eins og „Puppet Head“ og „Don’t Let’s Start" (lag sem íslenskir útvarpshlustendur eiga að muna eftir frá árinu 1987) sem báru hróður tvíeykisins um víðan völl. Sérstaka athygli vakti myndbandið með „Don’t Let’s Start" er þaö var sýnt í MTV og það jók sölu frumburðarins upp úr öllu valdi í janúar 1988, eða rúmu ári eftir útgáfu plötunnar. Það sem einkum var heillandi við tónhst They Might Be Giants var húmorinn, mannleg tilvera í öllum sínum fjölbreytileika var yrkisefni hljómsveitarinnar og alltaf reyndu Jónarnir aö draga fram hina já- kvæðu og spaugilegu hlið málanna. Umgjörðin utan um þennan bjart- sýnis kveöskap var rokk og ról alls- bert og ósphlt eins og það kom af skepnunni, útsetningar og hljóð- færaskipan voru með allra ein- faldasta móti. Vinsældir meðal há- skólastúdenta Sumariö 1988 lauk gerö annarrar plötunnar, Lincoln, og hún átti eft- ir að uppfylla þær væntingar sem aðdáendur Jónanna gerðu til nýrra verka. Smáskífulagiö „Ana Ng“ hlaut mikla spilun í háskólastöðv- unum og þegar komið var undir lok ársins sló Lincoln Rattle and Hum Umsjón: Snorri Már Skúiason plötu U2 út sem vinsælasta platan í bandarísku háskólaútvarpi. Sá árangur varð th þess að dúett- inn komst í sviðsljós stóru fjölmiðl- anna og m.a. People Magcizine og The New York Times sáu ástæðu til að eyða prentsvertu og plássi í umfjöllun um They Might Be Giants. Nýlega er komin út þriðja hljóm- plata hljómsveitarinnar, Flood, og var sú kveikjan að umfjöllun þess- ari. Þar er á ferð 19 laga stanslaus skemmtun í anda fyrri platnanna. Leikgleöin er enn aöall The Might Be Giants, gamanvísumar kannski orðnar beinskeyttari en áður, en boðskapurinn er sem fyrr fegurra mannlíf. Clive Langer og Alan Winstanley, hið fræga útsetjaratví- eyki, leggja hönd á plóg í fjórum laga plötunnar, þ.á m. smáskifulag- inu „Birdhouse in Your Soul“ sem vissulega gæti náð vinsældum hér á landi. Þeir sem kunna að meta gleraugnaglámana, tvíburana frá Auctermughty í Skotlandi, þeir ættu að leggja hlustirnar við tónlist They Might Be Giants. Eða eins og þeir Jónar, Linnell og Flansburgh, segja sjálfir: „Við vhjum alls ekki verða yfir- þyrmandi, þannig að fólk verði th- finningalega brenglað á aö hlusta á okkur, eins og Hitler varð þegar tónar úr smiðju Wagners bárust honum th eyrna. Við reynum að hljóma vinalega án þess að vera væmnir og áhugaverðir án þess að þykjast ætla að bjarga heiminum. Við erum einfaldlega rokkarar. Við komum fyrir eins og við erum. Við eram ekki í hópi þeirra sem eru sýndarmennsku- rokkarar, heldur göngum við hreint th verks, við þykjumst vera af gamla skólanum. Svona eitthvað í líkingu við Chuck Berry.“ Melting, annað þó í örhtið breyttri útsetningu. Bless-phtar eru í hljóð- veri þessar vikurnar þar sem önn- ur plata hljómsveitarinnar er í smíðum og ku hún væntanleg í haust. Þarna eru á ferð sveitir sem vaxa með hverri afurð og ef vænt- anleg hljómplata Risaeðlunnar er í svipuðum dúr og fyrrnefnt „Gun Fun“ er líklegt að útlendir popp- skríbentar veröi enn og aftur að béina athyglinni hingað upp á Frón. Sykurmolarnir flytja þriggja ára gamalt lag, Marsinn minn (My March) og tekst ágætlega upp. Tvo klassíkera er að finna á plötunni, Abbalagið Voulez Vous með Ham og Kontinentalinn með Langa Sela og Skuggunum. Það verður að teljast lofsvert hjá Smekkleysu að leggjast í útgáfu af þessu tagi og virðist fyrirtækið óþreytandi í að kynna íslenska rokktónlist á erlendum vettvangi. Útgáfa með svipaðan thgang var á vegum Grammsins árið 1987 þeg- ar platan „Geyser, úrval íslenskrar nýbylgjutónlistar á 9. áratugnum” var sett á markað. Plötunni var dreift af Enigma í Bandaríkjunum og gekk þolanlega í Kanann. Flytj- endur á þeirri plötu voru m.a.: Þeyr, Kukl, Purrkur Phlnikk, Von- brigði, Das Kapital og Megas & ík- arus.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.