Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1990, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1990, Page 27
LAUGARDAGUR 19. MAI 1990. Einhver hafði rangt við í þessu spili. Aðalsteinn Jörgensen og Jón Baidursson, bridgespilarar, að spila eitthvað annað en bridge DV-mynd Brynjar Gauti góðan árangur í tvímenningnum slógu þeir til og lentu síðan í íjórða sæti í sveitakeppninni ásamt tveim- ur Bretum. Annar þeirra er heims- meistari kvenna í bridge, Kitty Bet- he, en hinn er Andrew Robson sem þykir einhver efnilegasti bridgespil- ari í Englandi. Framan af gekk þeim mjög vel í sveitakeppninni og voru í fyrsta sæti fyrir síðasta leikinn. En hvað fór úrskeiðis í síðasta spilinu? „Við spiluðum mjög vel, vorum með góða samninga en legan í spilun- um var slæm og því fóru þessir góðu samningar í vaskinn," sagði Aðal- steinn. „Ef spilin hefðu legið eðlilega heföum við unnið leikinn auðveld- lega.“ „Við vorum bara seinheppnir," skýtur Jón inn L „Leikirnir eru mjög stuttir og því getur allt gerst. Við vorum að gera rétta hluti en þeir gengu bara ekki upp í þessum leik.“ Líkamlegt ástand skiptir máli Æfingar fyrir stórmót taka mikinn tíma. Ekki fer hann allur í að spila heldur einnig í að skoða spil, aíbrigði og sagnir. Líkamlegt ástand skiptir ekki minna máli því á því byggist úthcddið. „Á íslandsmótinu um páskana gekk okkur frekar illa og við lentum í þriðja sætinu. Þegar við fórum að skoða spilin í heild var ljóst að við glutruðum ýmsu niöur þegar leið á mótið. Engu var um að kenna öðru en þreytu og erfiðu líkamlegu ásig- komulagi því við höfðum æft mjög vel,“ sagði Aðalsteinn. „Þess vegna ' ákváðum við að leggja meiri áherslu á líkamsræktina fyrir bandaríska mótið en það hefur örugglega komið okkur til góða.“ Ekki æíði parið líkamsræktina saman enda ekki nauðsynlegt. Aðal- steinn fór í sund daglega og synti 20-30 ferðir en Jón æfði í líkams- ræktarstöð. Þeir höfðu mánuð til að byggja sig upp og náðu þokkalegum árangri. „Þetta er ósköp einfóld staðreynd. Illa á sig kominn líkamlega hefur maður ekkert úthald við borðið vöðvabólga, streita og þreyta draga úr einbeitingarhæfninni og allt í einu fer maður að gera vitleysur sem eiga ekki að geta gerst,“ sagði Aðalsteinn. Fimm ár saman Jón og Aðalsteinn hafa veriö sam- an í sveit Flugleiða í fimm ár en byrj- uðu að spila sem par í september síð- astliðnum. „Kerfiö, sem við spiluð- um þarna úti, höfum við oft notað saman áður. Þótt við höfum verið par í þetta stuttan tíma þekkjum við vel hvor annan. Bridgespilarar hérlend- is eru margir en þekkjast mjög vel innbyrðis. Því skiptum við oftar um félaga en gerist hjá öðrum þjóðum sem ekki hafa jafngóða aðstöðu,“ sagði Jón. Mikill áhugi hér á landi Bridge á sér marga fylgismenn hér- lendis og á mótum er yfirleitt fullt hús áhorfenda en erlendis eru aðeins örfáar hræður sem fylgjast með mót- um. Til marks um áhugann hér á landi má nefna að 3.500 manns víðs vegar af landinu keppa um þátttöku- rétt á íslandsmótinu. „Spennan og félagsskapurinn gera bridge mjög skemmtilegt," sagði Að- alsteinn. „Spennan nær hámarki í mótum þegar spilað er til úrslita um verðlaunasæti og allt getur gerst.“ Byrjuðu snemma Þeir félagar hafa spilað bridge í nokkur ár en Jón hefur þó flmm ára forskot á Aðalstein. Aðalsteinn er þrítugur en Jón 35 ára og eru þeir því á besta aldri fyrir bridgeið. Báðir eiga þeir marga titla að baki og verð- launagripirnir eru í röðum á heimil- um þeirra, stórir og litlir, gler, post- ulín og silfur. Aðalsteinn byrjaði að spila bridge á fyrstu árum sínum í menntaskóla. „Ég var einn af þessum nemendum sem gerðust utanskóla þegar spilið var farið að eyðileggja mætinguna," sagði Aðalsteinn og hló. „Árið 78-79 var ég kominn á kaf í þetta og hef varla litið um öxl síðan. Mér tókst að klára menntaskólann en flosnaði úr Háskólanum vegna spilamennsk- unnar.“ Aðalsteinn á myndbanda- leigu á Selfossi og segir hentugt að vinna sjálfstætt þegar mikill tími fari í æfingar og keppni. Jón segist hafa stillst mikið í spila- mennskunni og nú orðið fari ekki eins mikill tími í spilin og áður. Hann lauk prentnámi á sínum tíma, starf- aði við prentverk í nokkur ár en hef- ur síðustu árin starfað viö bókhald hjá Flugleiðum. „Ég byrjaði að spila af alvöru sum- arið 1972. Þegar allir aðrir lágu yfir skákum heimsmeistaranna, Fischers og Spasskí, rýndi ég í spilin. Áður hafði ég teflt mikið og meðal annars tekið þátt í íslandsmótinu í skák,“ sagði Jón og kímdi. „Ég missti ekki mikið úr skóla því ég hætti eiginlega öllu skólanámi í barnaskóla þegar ég datt í skákina." Spilar við frúna Spilamennska og æfingar eru að meðaltali þrisvar í viku. Fyrir utan það spila þeir ekki mikið en Aðal- steinn þó stöku sinnum við frúna, Guðlaugu Jónsdóttur. Á vissan hátt kynnti bridgeið þau því þau hittust á helstu mótum hér áður fyrr. „Við höfum keppt saman stöku sinnum og síðast lentum við í þriðja sæti,“ sagði Aðalsteinn. Kona Jóns er Elín Guðný Bjarna- dóttir og ekki vildi hún viöurkenna að hún spilaði bridge af einhverju viti. „Hún þykist engan áhuga hafa en bak við tjöldin stjórnar hún liðinu í gegnum mig,“ sagði Jón stríðnis- lega. Þau voru öll sammála um það at- riði að þegar bridge væri spilað af alvöru þyrftu bæði hjónin að hafa áhuga því oft á tíðum væri þetta tímafrekt áhugamál. Einu sinni tók Jón saman þá tíma sem fóru í spila- mennskuna, æfingar og mót hér heima og úti og reyndust þeir vera 72 á mánuði að meðaltali. Þetta var það ár sem Jón spilaði mest en síðan hefur dregið úr þessu enda maðurinn í fullri vinnu. Vitleysurnar keðjuverkandi En það gengur ekki alltaf vel í bridgeinu og spilarar eiga sínar slæmu stundir líka. „Það er í lagi þó illa gangi ef verið er að gera rétta hluti en þegar maður gerir hverja vitleysurta á fætur annarri þá fer að versna í því,“ sagði Jón og Aðal- steinn tók undir þetta atriði. „Oft verða vitleysurnar keðjuverkandi og það vitum við og reynum að forðast mistökin. í bridge hefur heppni mjög mikið að segja, miklu meira en i skák. Stórmeistari í skák vinnur ný- liða auðveldlega en í bridgeinu getur nýliði unnið meistara ef stuðið er allt hans megin." Jón og Aðalsteinn taka sér frí núna frá bridgeinu en stefna á ólympíumót í Sviss í september. „Nú ætla ég að snúa mér að golfinu,“ segir Jón. „Ef við tökum þátt í ólympíumótinu byrj- um við æfingar í júlímánuði og ekki síðar en í ágúst. Zia hvatti okkur Á Cavendish-mótinu spiluðu marg- ir frægir kappar og má nefna nöfn eins og Zia Mahmood en hann sigr- aði í einmenningskeppninni og fékk sem svarar 2 milljónum íslenskra króna í verðlaun. Þeir spiluðu tvi- svar við Zia í sveitakeppninni og í fyrra sinnið vann sveit Zia með 28-2 en í síðara sinnið sigraði sveit íslend- inganna 23-7. Þegar þeir voru spurðir um sinn uppáhaldsspilara nefndu þeir báðir nafn hans. „Zia er stórkostlegur spilari og mikill og sterkur persónuleiki,“ sagði Aðalsteinn. Þeir höfðu báðir spilað við Zia áður og á móti í Brighton lýsti Zia því yfir að hann treysti sér til að spila með Jóni upp á hvaða upphæð sem væri og hvar sem væri í heiminum. „Zia á mikinn þátt í velgengni okk- ar, á því er enginn vafi. Hann kom hingað til lands árið 1987 og spilaöi á bridgehátíðinni," sagði Jón. „Við spjölluöum svolítið við hann og hann gaf okkur það sjálfstraust sem til þurfti því hann sagði að við, íslensk- ir bridgespilarar, værum alveg nógu góðir og miklu betri en árangur hefði gefið til kynna.“ íslenska landsliðið haföi þrisvar hafnað í þessu séríslenska 16. sæti, árin 1981,1982 og 1983. Árið 1987 náði þaö fjórða sætinu og lenti síðan aftur í 16. sætinu árið 1989. „Hann sagðist bara ekki skilja af hverju við værum aljtaf í sextánda sætinu því við vær- um miklu betri,“ sagði Aðalsteinn. „Keppnisreynsla skiptir miklu máli á svona sterkum mótum en sjálfs- traustið verður að vera í lagi,“ sagði Jón. „Við höfðum engu að tapa en allt að vinna svo við spiluðum af- slappað. Ef við förum aftur að ári verður erfiðara að uppfylla þær væntingar sem til okkar verða gerð- ar.“ -JJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.