Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1990, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1990, Page 29
LAUGARDAGUR 19. MAÍ 1990. 41 Sérstæð sakamál Hann átti að devja Hluti at því sem „galdramaðurinn“ seldi Helen og John. Sagan af því hvernig Robert Page átti að fara úr þessum heiníi þykir grátbrosleg. Þó duldist engum að hugmyndin um að ryðja eigin- manninum umburðarlynda úr vegi einkenndist af blákaldri alvöru. Það var hins vegar engu líkara en einhver hefði haldið yfir honum ósýnilegri verndarhendi. Sjálfur dómarinn brosti þegar Helen Page, þrjátíu og átta ára, og elskhugi hennar, John Penden, komu fyrir réttinn. Þó var ákæran alvarleg. Hún var á þá leiö að þau hefðu gerst sek um fjórar morð- tilraunir. Það einkennilega var hins vegar að maðurinn sem myrða átti, Robert Page, eiginmaður Hel- en, hafði lifað þær allar af. í raun líktist sagan því að hluta gaman- leikriti. En það var alvarlegri hlið á máhnu og á hana varð dómarinn að sjálfsögðu að líta öðru fremur. Aðalpersónumar í málinu voru hjónin Helen og Robert Page og John Penden en öll bjuggu þau í Berkhamstead á Englandi. Helen og Robert höfðu verið gift í átján ár en hjónabandiö gat ekki talist gott. Helen gerði miklar kröf- ur tíi manns síns og fjárhagur hans og geta leyfðu aðeins að hann upp- fylltí þær að hluta tíl. Eiginkvennaskipti Þar kom að Helen gerði kröfu til hans um að hún fengi að nýta sér „annan kost“. Og þegar kom fram á árið 1984 kynntust hjónin fólki sem viöhafði eiginkvennaskipti. Var það starfsfélagi Roberts, John Penden, sem kynntí þau fyrir þessu frjálslynda fólki sem hann um- gekkst sjálfur. Ekki leið svo á löngu þar til John varð elskhugi Helen. Það fór ekki fram hjá nágrönnum Pagehjónanna hvernig komið var. Þeim varð brátt ljóst að þetta fólk leyfði sér hvað sem var innan hóps- ins og það þótti sumum þeirra fullmikið frjálslyndi. Lítill vafi leikur á því að Robert Page var sá sem minnsta skemmt- an haföi af þessu fyrirkomulagi. Hann felldi sig þó við ástandið eftír að kona hans hafði gengið að sér- stöku skilyrði sem hann hafði sett, en það var að hún væri heima um nætur. Samkomulagið rofið Helen og John Penden fóru þó að hafa þetta samkomulag að engu er fram kom á sumarið 1986. Þau voru næturlangt þar sem þeim þóttí henta og Robert tók sér það mjög nærri. Eitt sinn er þau skötuhjúin höfðu farið í veislu og Helen lét ekki sjá sig fyrr en morguninn eftir hótaði Robert að fremja sjálfsmorð. í raun var það meira en hótun um að hverfa til annars heims því Ro- bert var líftryggður fyrir jafnvirði um tuttugu og fimm milljóna króna. Tryggingarféð yrði þó ekki greitt út ef hann fremdi sjálfsmorð. Helen og John kom því íljótlega til hugar að koma því þannig fyrir að óþarfi yrði fyrir Robert að fremja sjálfsmorð. Þau ætluðu sér aö verða fyrri tíl að koma honum úr þessum heimi. Hann var líka orðinn þeim erfiður að öðru leytí og því tímabært að þeirra mati að hann hætti að gera þeim lífið leitt. Galdrar Árið 1987 skrifaöi John Penden bréf til „galdramanns" og satans- dýrkanda í Bristol, áttatíu og tveggja ára gamals manns að nafni Basil Crouch. Hann var þá næstum blindur en auglýsti að hann hefði til sölu bölvun og aðra óáran. í raun máttí segja að sá gamli hetði slíkt á útsölu þvi hann halði þá nýlega lækkað verðið úr jéifn- lan Murreli. * virði þrjú þúsund og sjö hundruð króna í tvö þúsund og fimm hundr- uð. John fékk frá „galdramannin- um“ brúðu sem honum var lagt fyrir að stínga með nál og kyrkja með streng. Með fylgdi einnig poki með mold úr kirkjugarði og visnuð blöð af kransi sem nýlega hafði verið lagður á leiði. Allt átti þetta að verða til þess að sá sem hverfa skyldi af sjónarsviðinu yrði fyrir hræðilegum þjáningum og dreymdi illa áöur en hann yrði all- ur. Robert Page svaf hins vegar jafn- vel og fyrr. Greinilegt var að „galdrarnir" höfðu ekki minnstu áhrif á hann. Skötuhjúin hvörtuðu við „galdramanninn" og kröfðust þess að fá peningana aftur en þá fengu þau ekki. Gildra eins og úr James Bond mynd var næsta aðferðin sem beita átti tíl að senda Robert Page úr þessum heimi. Skötuhjúin Helen og John ákváðu nú að hagnýta sér þann sið Roberts að aka greitt á Helen Page. vegum úti. Þau sátu því fyrir hon- um á leiö sem hann ók oft. Var ætlun þeirra að hella olíu á beygju eina sem þeim þótti víst að hann æki hratt um. Við það átti bíllinn að fara út af og Robert að týna líf- inu. Gallinn var bara sá að rétt áður en Robert kom akandi að beygjunni kom í ljós að tappinn sat svo fast í olíubrúsanum að ekki tókst að ná honum úr í tæka tíð. Robert Page ók því hjá konu sinni og elskhuga hennar án þess að nokkuð gerðist. Þriðja tilraunin Skömmu síðar komust þau Helen og John að því að þrjátíu og eins árs gamall maður frá Harlow, lan Murrells, væri fáanlegur til að gera hvað sem væri fyrir peninga. Þau héldu á hans fund og komust að því að hann var reiðubúinn tíl að skjóta Robert Page til bana fyrir jafnvirði fimm hundruð þúsund króna. Ian átti hlaupstutta haglabyssu sem hann hugðist nota. En þegar hann tók hana fram kom í ljós að hún var ryðguð og dygði ekki til verknaðarins. Skötuhjúin máttu víst ekki vera aö því að bíða eftir því að leigu- moröinginn yrði sér úti um aðra byssu og ákváðu því að láta hann drepa Robert með ör er hann væri á ferð í bíl sínum en Ian Murrels átti sterkan boga. Var hugmyndin á þá leið að Ian skyldi liggja í leyni með bogann er Robert æki hjá. Þá skyldi hann senda ör í eitt dekkj- anna. Við það færi bíllinn út af og liföi Robert af slysið skyldi Ian skjóta annarri ör í hjartað á honum þar sem hann væri i flakinu. Enn ein mistök Helen og John biðu þess nú að Robert léti uppi hvenær hann ætl- aði næst í eina af ökuferðunum sín- um en það yrði fljótlega ef hann héldi venju sinni. Þá ætlaði Helen að fá upp úr honum hvaða leið hann færi en boðunum átti síðan aðikoma tíl Ians í tæka tíð svo hann gæti komið sér fyrir með bogann. Ian leist vel á hugmyndina enda mikið fé í boði á hans vísu. Hann var félítill og hugðist rétta við fjár- hag sinn svo um munaði er hann hefði komið Robert Page fyrir katt- arnef. En fyrirhugað morð var ekki það eina sem lan Murrell hafði fyrir stafni þessa dagana. Hann þurfti að hafa í sig og á meðan hann beið eftir stóru upphæðinni sem hann fengi ekki greidda fyrr en aö Ro- bert hefði verið úrskurðaður lát- inn. Þessi starfsemi Ians leiddi til þess aö hann var handtekinn fyrir ávísanafals og fyrir það fékk hann dóm og var settur í fangelsi. Óheppileg lausmælgi Ian Murrell lenti í fangelsinu í klefa með manni sem hét Stevén Graham. Er þeir höfðu verið saman um hríð fannst Ian óhætt að segja Steven frá því að honum hefði ver- ið boöið mikið fé fyrir aö ráða Ro- bert nokkurn Page af dögum. Steven Graham hlustaði með at- hygli á söguna en fannst nóg um þaö sem hann heyrði og taldi víst að leysti hann ekki frá skjóðunni myndi hann í raun bera ábyrgð á því aö Helen og John myrtu Ro- bert. Steven geröi því lögreglunni aðvart um þá lífshættu sem hann taldi Robert Page vera í. Helen Page og John Penden voru þegar í stað handtekin. Jafnframt var. Robert Page skýrt frá því hve margsinnis kona hans og elskhugi hennar hefðu skipulagt morð á honum. Hann ætti tilviljunum og einhverri ótrúlegri heppni það að þakka að hann væri enn á lífi. Þaö furðulega gerðist að Robert neitaði aö trúa því sem honum var sagt. Brosaö í réttarsalnum í júlí fyrrasumar komu sakborn- ingarnir í þessu sérstæða máli fyrir rétt í Chelmsford. Þar brostu marg- ir er skýrt hafði verið frá málavöxt- um, ekki síst „galdramaðurinn" frá Bristol sem var vitni í réttinum. Vitnisburður hans var hins vegar svo óljós og sundurlaus að þar kom að dómarinn ráðlagði honum að hafa sig sem fyrst heim aftur, „á kústskaftinu" eins og hann orðaöi það. John Penden játaði að hafa ætlað að myrða og láta myrða Robert Page. Og þar kom að Helen viður- kenndi að vera honum samsek. Það hefði veriö hún sem ætlaöi að leggja fram féð Ian Murrel átti aö fá fyrir aö myrða Robert. Hún lét um leið þau orð falla að í sínum huga hefði verið um nokkurs konar „líknarmorö" að ræða. Helen Page og John Penden fengu hvort um sig tveggja ára fangelsis- dóm. Ian Murrell fékk hálfs annars árs fangelsdóm fyrir þátttöku sína í misheppnuðum morðtilraunum. Öll þrjú brostu feginsamlega þegar dómarnir höfðu verið kveðnir upp því öll höfðu þau óttast þyngri dóma. Sá eini sem var óánægður var Robert Page. Ekki þó yfir því að dómarnir skyldu ekki hafa verið þþngri heldur af því að hann neit- aði að trúa því að kona hans hefði viljað hann feigan. „Konan mín fer saklaus í fang- elsi!“ sagði hann eftír að rétti hafði verið slitið. Þessi ummæli urðu til þess að enn fóru ýmsir að brosa. En það var sem Robert Page skildi ekki ástæðuna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.