Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1990, Page 31

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1990, Page 31
LAUGARDAGUR 19. MAÍ 1990. 43 Iþróttir unglinga Þátttökugjöldin hækka mikið: Erum við komnir út fyrir velsæmismörkin? Tommamótið dýrast, en gefur mest - FH með dýrasta innanhússmótið Aö undanfórnu hefur færst mjög í aukana að félög á höfuðborgarsvæð- inu haldi knattspyrnumót fyrir yngri flokka, innanhúss, og fylgir mikill kostnaður oftast þátttöku. Allir vita að þau störf sem til falla við þessi mót eru unnin af félags- mönnum í sjálíboðavinnu. Sömu sögu er að segja af dómgæslu, sem dómarar viðkomandi félaga og í sum- um tilfellum leikmenn annast. Verð- launagripir eru beinn kostnaður, en þeir hljóta að fást með magnafslætti. Það er ljóst að gróði félaga vegna þessara móta getur orðið talsverður. Enginn heldur því fram að félögin eigi að tapa á þessu mótshaldi - held- ur hitt að reynt að stilla kostnaði meir í hóf. Það ætti að vera metnaður félaganna. FH dýrastir Hér fara á eftir þær upphæðir sem heyrst hafa um þátttökugjöld í minni háttar innanhússmótum nýliðins vetrar á Reykjavíkursvæðinu. í þessi mót er litlu meiru kostað til nema verðlaunagripum. Gróttumótið í des. sl.: Þar kostaði samtals kr. 11.000 fyrir A- og B-lið, sem verður að teljast mjög dýrt. Jólamót Kópavogs, sem ÍK og Breiðablik halda til skiptis. Þar kost- aði kr. 3.500 á hvert lið, sem er í dýr- ari kantinum. Legó-mót Aftureldingar: Samtals kr. 11.000 fyrir A- og B-lið, sem er með því dýrasta. Rétt er að komi fram aö hvert lið lék aðeins 4 leiki í mótinu. ÍK-mótið á skírdag: Kr. 1.500 á hð. Skylt var aö mæta með A- og B-lið, sem þýðir kr. 3.000 á hvern flokk, sem er frekar skaplegt verð. FH-mótið á skírdag: 2„ 3. og 4. fl. kr. 7.000 á lið. Fyrir 5., 6., 7. fl. og stúlknaflokka kostaði kr. 4.000 á lið. Þetta var dýrasta mót sl. vetrar. Nýársmót Stjörnunnar: - Ekkert þátttökugjald. Á þetta mót buðu Stjörnumenn liðum sem ekki tóku þátt í jólamóti Kópavogs. Spilað var í 2., 3., 4., 5. og 6. fl. karla og 3. og 4. fl. kvenna. Sex liö léku í hverjum flokki og verðlaun fyrir 1. sæti. Mein- ingin er að þetta verði árvisst mót. Greinilegt er af framantöldu að sum félaganna hafa farið vel út yfir velsæmismörkin hvað þátttökugjöld varðar. Við skulum líta á verðlag á þeim stærri mótum sem framundan eru í sumar. Stjarnan ódýrust í Garðabæ verður Stjarnan með hnokkamótið, aö venju, í 7. flokki, A- og B-liða, í ágúst. Mótið stendur í 2 daga. Þátttökugjaldið verður kr. 1.300 fyrir einstaklinginn. Innifalið er fullt fæði, gisting, sundlaugaferðir og viðurkenningarskjöl fyrir alla þátttakendur. Verðlaunapeningar fyrir 1., 2. og 3. sæti og bikarar. Þetta er ódýrasta sumarmótið. Gull- og silfurmótið mun dýrara en í fyrra Breiðablik verður að vanda með Guh- og silfurmótið í sumar. í fyrra kostaði kr. 6.000 fyrir hvert lið, en verður kr. 3.000 fyrir hvern einstakl- ing í ár. Hér er því um verulega hækkun að ræða milli ára. Keppt er Umsjón: Halldór Halldórsson í 2., 3. og 4. flokki kvenna. Þátttöku- gjaldið verður því samtals kr. 72.000 á A- og B-lið, skipuö 12 leikmönnum hvort. Ef við reiknum síðan með ferðakostnaði fyrir þá sem koma langt að er ekki fráleitt að talan fari vel yfir 100.000 krónur. Innifalið er svefnpokapláss, morgunmatur og kvöldverður í 3 daga og auk þess hressing á keppnisstað. Sl. sumar voru þátttakendur í Gull- og silfur- mótinu um 700 talsins. Kannski var dæmið verulega vanreiknað hjá Breiðabliksmönnum í fyrra? Rétt er að komi fram að Kópavogsbær studdi vel við bakiö á Breiðabliki vegna mótshaldsins sl. ár. Esso-mót KA Á Akureyri fer að venju fram svo- kallað Esso-mót í 5. flokki, A, B og C-lið drengja dagana 5.-7. júlí. KA heldur þetta mót. Þátttökugjaldið á hvern einstakling í ár er kr. 5.600. Fyrir 3 lið yrði kostnaður því kr. 168.000. Innifaliö í þessari upphæð er þó ferð þjálfara og liðsstjóra fyrir liverja 10 leikmenn. Einnig er með í dæminu morgunmatur og kvöld- verður og frítt í sundlaugina. Þetta er með því dýrasta og að öllum lík- indum er verðið svipað og á mót Þórara í Vestmannaeyjum. Tommamótið langdýrast með kr. 9.900 Tommamótið Týs í 6. flokki er lang- dýrast, en taka verður samt inn í dæmið hvað krakkarnir fá fyrir pen- inginn og það er einnig lengsta mót- ið, stendur í 5 daga. Tommamótið hefur átt miklum vinsældum að fagna undanfarin ár og hafa þátttak- endur verið um 700 talsins hverju sinni, fyrir utan fararstjóra og þjálf- Faxaflóa- og Reykjavíkumiótið Úrslit verða kunn í öllum yngri flokkum í Faxaflóamótinu þessa helgi. Leikið verður um sæti á hinum ýmsu stöðum. Hér koma þó úrslit nokkurra leikja. 4. flokkur: Stj arnan- Keflavík 3-0 Mörk Stjörnunnar: Hörður Gíslason, Kristján Kristjánsson og mundsson. Kari Guð- FH-Grótta 2 1 Breiðablik-Selfoss 14-0 Ketlavík-Haukar 3-1 3. flokkur: A-riðill: FH-Grótta 17-1 B-riðill: Stjarnan-Ketlavík 1-1 FH Haukar 2-0 4. flokkur, B-riðill: FH-Grótta...........................2-1 Til úrslita leika FH-Breiðablik. 5. flokkur: B-riðill: Keflavík-Stjarnan............a 3-0 b 2-3 FH (a) vann í B-riðU. Grótta (b) sigraði í B-riðli. Afturelding (b) sigraði í A-riðli. 6. flokkur: Stjarnan (a) búin að vinna í A-riðli. B-riðiU: Keflavík-Stjarnan............a 2-3 b 1-0 Reykjavíkurmótið 3. flokkur: Valur-ÍR...............a 0-4 b 13-0 ara. Sl. sumar kostaði kr. 8.300 fyrir hvern einstakhng, en í ár mun gjald- ið vera komið upp í kr. 9.900, sem þýðir kr. 237.000 fyrir A- og B-lið, séu þau skipuð 12 leikmönnum hvort. Vissulega er hér um háa upphæð að ræða og brýnt.að Týrarar reyni að flnna leið til lækkunar. Innifalið er fullt fæði alla dagana, ferðir. fram og tilbaka með Herjólfi, sundlaugarferðir, skoðun sædýra- safnsins, auk siglinga um Eyjarnar (skoðunarferð), kennsla í sprangi, ásamt fleiru. Þórarar einnig dýrir Þórarar í Vestmannaeyjum vilja ekki vera eftirbátar Týrara, því nýlega sendu þeir frá sér bækling sem inni- hélt dagskrá um peyjamót, fyrir 5. flokk og pæjumót fyrir 2., 3. og 4. flokk kvenna. Ráðgert er að þetta mót fari fram um miðjan júní og standi í 3 daga. Þórarar eru með þeim dýrustu, því kostnaður á hvern þátt- takanda er 4.500 krónur fyrir dreng, en 3.500 fyrir stúlku. Tekið er og fram að hvert félag skuli koma með A- og B-liö. Innifalið er svefnpokapláss, grillveisla, aðgangur að fiskasafni, sundlaugarferð og lokahóf. Ef við gefum okkur að hvert lið sé skipað 12 leikmönnum, eins og regl'ur segja um, er þátttökukostnaðurinn á A- og B-lið, í hverjum flokki, kr. 108.000 fyrir strákana, en fyrir stúlkurnar j kr. 84.000. Eftir er að reikna inn í dæmið ferðakostnaðinn, til og frá Eyjum sem hækkar töluna talsvert. Verðum að halda verði niðri Ljóst er af framantöldu að í sumum tilvikum erum við komnir út í hrein- ar öfgar og á ég þá sérstaklega við innanhússmótin á Reykjavikur- svæðinu í vetur sem leið. í þeirri verðstöðvun sem á að vera í gangi hafa þátttökugjöldin í fyrrnefnd mót hækkað geigvænlega frá því í fyrra. -Hson Hér kemur siðbúin mynd, þvi þetta eru Reykjavíkurmeistarar KR i 4. flokki 1990 i innanhússknattspyrnu. Strákarn- ir eru þrælgóðir og þvi visir til alls á nýbyrjuðu leiktímabili. Liðið er þannig skipað: Ágúst Jóhannsson, Eiríkur Gestsson, Nökkvi Gunnarsson, Andri Sigþórsson, Bjarni Jónsson, Bjarni Þorsteinsson, Óli B. Jónsson, Vilhjálmur Vilhjálmsson og Óskar Sigurgeirsson. Þjálfari þeirra er Sigurður Helgason og liðsstjóri Gunnar Hansson. DV-mynd Hson Þjálfarar - verið jákvæðir Nú fer í hönd enn eitt keppnis- tímabilið í knattspyrnu og hugsa áreiðanlega margir unglingaþjálf- arar gott til glóðarinnar um árang- ur og er ekkert nema gott eitt um það að segja. Aftur á móti er ekki alveg sama hvernig unglingaþjálf- ari starfar. Sem betur fer eigum við í dag stóran hóp góðra þjálfara sem vinna sín verk vel. Það eru margar leiðir til að ná settu marki og því óhugsandi að ætla sér þá goögá að allir þjálfarar eigi að starfa eins. Það eru samt ákveðin grundvallarlögmál sem allir verða að vinna eftir. Til að mynda er mikilvægt að algert jafn- rétti ríki innan hópsins þótt geta sé mismunandi og að þjálfarinn sé ávallt jákvæður, sama hverju á gengur. En auðvitað tekst mönnum mis- vel að framfylgja þessum grund- vallaratriðum - þrátt fyrir góðan ásetning. „Lélegur" á að vera bannorð Hversu oft heyrir maður ekki þjálf- ara segja við leikmann að hann hafi verið „lélegur“ í leik eða á æfingu. Þetta orðalag er ósköp hvimleitt. Framkoma þjálfarans skiptir afar miklu máli upp á framhaldiö. Það ÞJÁLFARINN „Ég veit ekki betur en að ég sé alltaf jákvæður ...“! er skylda hans sem leiðbeinanda aö reyna ávallt aö fá unglingana til að hugsa „stórt“. Þess vegna eiga orð eins og „lélegur" að vera algert bannorð. Það er enginn lélegur, lieldúr eru drengirnir einfaldlega misgóðir. Þetta atriði er afar mikilvægt við uppbyggingu á sjálfstrausti hinna ungu leikmanna - en án þess verð- ur litlu áorkað. Höfum einnig hug- fast að unglingar þurfa mislangan aðlögunartíma. Að vera jákvæður Ef þjálfari setur sér það markmið aö vera jákvæður strax í upphafi verður það vanabindandi. Því fylg- ir góður kostur þvi það er með ólík- indum hvað börn geta bætt sig í knattspyrnu ef þau fá jákvæða hvatningu. t Þjálfurum finnst sjálfum hólið %ott og mæta því léttari og með meira starfsþrek á næstu æfingu. Sama gildir um unglinginn sem fær mun meir út úr æfingunum fyrir vikiö. Unglingasíðan óskar unglinga- þjálfurum um allt land velfamaðar í starfi í sumar og vonandi tekst þeim að laða fram skemmtilega knattspymu. -Hson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.