Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1990, Síða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1990, Síða 45
LAUGARDAGUR 19. MAÍ 1990. 57 Andlát Þórólfur Baldvin Hilmarsson, Ár- nesi, lést af slysfórum 16. maí. Magnea Aldís Davíðsdóttir, Ljár- skógum 26, andaðist í Landakotsspít- ala 17. maí. Leikhús Borgarleikhúsið sýnir Sigrúnu Ástrós á litla sviðinu fóstudags-, laugardags- og sunnudags- kvöld kl. 20. Leikhópurinn Eldhestur sýnir Eldhestur á ís á litia sviðinu á laugardagskvöld kl. 20. Nemendaleikhúsið sýnir Glataða snillinga í Lindarbæ í kvöld kl. 20. Messur Árbæjarprestakall: Guðsþjónusta á bænadegi þjóðkirkjunnar kl. 11 árdegis. Organleikari Jón Mýrdal. Ath. breyttan messutima. Sr. Guðmundur Þorsteins- son. Ásprestakall: Guðsþjónusta kl. 14. Átt- hagafélag Sléttuhrepps kemur í heim- sókn. Knstinn Gíslason kennari prédik- ar. Kór Átthagafélagsins syngur. Organ- isti Ingimar Guðmundsson. Sóknarprest- ur þjónar fyrir altari. Ami Bergur Sigur- bjömsson. Breiðholtskirkja: Vegna safnaðarferðar til Víkur í Mýrdal verður engin guðs- þjónusta í Breiðholtskirkju sunnudaginn 20. maí. Þriðjudag kl. 18.30, bænaguðs- þjónusta. Altarisganga. Sr. Gísli Jónas- son. Bústaðakirkja: Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Kaffi Seyðfirðingafélagsins eftir messu. Sr. Pálmi Matthíasson. Digranesprestakall: Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 14. Sr. Þorbergur Kristjánsson. Dómkirkjan: Messa kl. 11. Sr. Hjalti Guðmundsson prédikar. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson þjónar fyrir altari. Dómkór- inn syngur. Organleikari Marteinn Hun- ger Friðriksson. Prestarnir. Miðvikudag 23. maí kl. 17.30. Bænastund. Prestamir. Landakotsspítah: Messa kl. 13. Organ- leikari Birgir Ás Guðmundsson. Sr. Hjalti Guðmundsson. Elliheimilið Grund: Messa kl. 14. Sr. Fjaiar Sigutjónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Félag fyrrverandi sóknar- presta. Fella- og Hólakirkja: Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Organisti Guðný M. Magnús- dóttir. Aðalsafnaðarfundur Fellasóknar verður haldinn að lokinni guðsþjónustu. Sóknarprestar. Fríkirkjan í Reykjavik: Guðsþjónusta kl. 14.00. Morgunandakt miðvikudag 23. mai kl. 7.30. Orgelleikari Pavel Smid. Cecil Haraldsson. Garðakirkja: Guðsþjónusta kl. 14. Sigl- ftrðingafélagið í Reykjavík og nágrenni kemur í heimsókn. Sr. Vigfús Þór Árna- son, prestur í Grafarvogssókn, prédikar. Kirkjukór Grafarvogssóknar syngur. Organisti Sigríður Jónsdóttir. Að lokinni guðsþjónustu verða kaffiveitingar á veg- um Sigffirðingafélagsins í safnaðarheim- ilinu í Garðabæ, Kirkjuhvoli. Sr. Gunn- laugur Garðarsson. . Grafarvogsprestakall: Guðsþjónusta sunnudagsins verður í Garðakirkju, Garðabæ, kl. 14. Kirkjukórinn syngur undir stjórn organistans Sigríðar Jóns- dóttur. Fluttir verða hátíðasöngvar sr. Bjama Þorsteinssonar. Kaffi á vegum Siglfirðingafélagsins verður að Kirkju- hvoli að lokinni guðsþjónustu. Sr. Vigfús Þór Ámason. Grensáskirkja: Messa kl. 11, altaris- ganga (ath. breyttan messutima). Vorferð bamastarfsins að Sólheimum, Gríms- nesi. Lagt af stað kl. 9.30 frá kirkjunni. Þriðjudagur kl. 14. Kirkjukaffi í Grens- ási. Laugardagur kl. 10. Biblíulestur og bænastund. Prestamir. Hallgrímskirkjá: Messa kl. 11. Sr. Ragn- ar Fjalar Lámsson. Aðalsafnaðarfundur mánudag kl. 20.30 í safnaðarheimilinu. Þriöjudagur: Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Landspítalinn: Messa kl. 10. Sr. Bragi Skúlason. Háteigskirkja: Messa kl. 11. Sr. Tómas Sveinsson. Áðalsafnaðarfundur Háteigs- sóknar veröur í kirkjunni sunnudag kl. 20.30. Kvöldbænir og fyrirbænir em í kirkjunni á miðvikudögum kl. 18. Prest- arnir. Hjallaprestakall: Messusalur Hjalla- sóknar, Digranesskóla. Sameiginleg guðsþjónusta Hjallasóknar og KFUM og KFUK kl. 11. Þórarinn Björnsson, cand. theol., prédikar, sóknarprestur þjónar fyrir altari, altarisganga. Kór Hjallasókn- ar syngur. Organisti David Knowles. Sr. Kristján Einar Þorvarðarson. Kársnesprestakall: Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11. Sr. Árni Pálsson. Langholtskirkja: Kirkja Guðbrands biskups. Guðsþjónusta kl. 11 (Ath. breytt- an messutíma). Hestamenn koma í heim- sókn og ríða í hópreið til kirkju. Lista- menn úr þeirra röðum annast lestra og söng. Gunnar Eyjólfsson leikari og skáta- höfðingi prédikar. Fermdur verður Þor- geir Karlsson, Goðheimum 15. Altaris- ganga. Sr. Þórhallur Heimisson. Laugarneskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Bænadagur þjóðkirkjunnar. Heitt á könnunni eftir guðsþjónustuna. Kyrrðar- stund í hádeginu á funmtudögum, orgel- leikur, fyrirbænir, altarisganga. Sóknar- pestur. Neskirkja: Guösþjónusta kl. 11. Sr. Frank M. Halldórsson. Organisti Reynir Jónasson. Miðvikudagur 23. maí fyrir- bænamessa kl. 18.20. Sr. Frank M. Hall- dórsson. Seljakirkja: Guðsþjónusta kl. 14. í guðs- þjónustunni verður flutt messa í G-dúr eftir Franz Schubert fyrir kór og hljóm- sveit. Kór undir stjórn Margrétar Pálma- dóttur syngur ásamt félögum úr kirkju- kórnum. Einsöngvarar Ester Helga Guð- mundsdóttir og Þorsteinn Kristinsson. Organisti Kjartan Siguijónsson. Að lok- irtni guðsþjónustu er kökubasar og flóa- markaður kvenfélagsins. Sóknarprestur. Seltjarnarneskirkja: Messa M. 11. Org- anisti Sighvatur Jónasson. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Ferðalög Ferðafélag íslands Afmælisgangan Reykjavík Hvítárnes 3. ferð. Leiðin yfir Mosfellsheiði. a. kl. 10.30 Gengið frá Krókatjöm (ofan Miðdals) um gamla þjóðveginn (til Þing- valla) aö Vilborgarkeldu. Um 19 km leiö. b. kl. 13 Hópurinn sameinast morgun- göngunni. Gengið af nýja Þingvallavegin- um að Sæluhústótt, síðan um Þrívörðu- hrygg að Vilborgarkeldu. Aðeins 7-8 km leið. Verð 800 kr., frítt f. börn m. fullorðn- um. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin. Afmæhsgangan er í tilefni 60 ára afmæhs Hvítámesskála, elsta sæluhúss Ferðafélagsins og verður geng- ið þaðan í 12 áfóngum. Þátttakendur fram að þessu era 227. Ferðagetraun í hverri ferð og happdrætti. Spuming Ferðaget- raunar 3. ferðar er: Hvað heitir hæsti hluti MosfeUsheiðar? (svarseðiU í ferð- inni). Kvöldganga á þriðjudagskvöldiö kl. 20. Nánar auglýst síðar. Göngudagur F.í. verður sunnudaginn 27. mai kl. 13 í Heið- mörk. Útivist um helgina Krísuvíkurberg Sunnudagur 20. maí kl. 13: Gengið upp frá Eldborgunum, yfir að Skriöunni og til baka að rústum gamla Krísuvíkurbæjarins undir Bæjarfelli. í Krísuvikurbergi er mikið fuglalíf og lit- afegurð í náttúranni. ATH: vegna bleytu og ófærðar var óhjákvæmilegt að fresta göngu á Skeggja og göngu í Marardal og Sporhelludal sem auglýstar era í ferðaá- ætlun Útivistar fyrir 1990. Ferðir þessar verða settar inn síðar á árinu ef færi gefst. Ólafsdalur Gilsfjörður á Skerplu 24.-27. maí. Gist verður í sal Menntaskólans við Sund í Ólafsdal. Gengið verður að Kleifum og Gullfoss skoðaður. Þá verður farið í Bjarkarlund og gengið á hin sérkennilegu Vaðalfjöll. Upplýsingar og miðar á skrif- stofu Útivistar, Grófinni 1, simi/símsvari: 14606. Námskeið Gronn allt lífið á Hvolsvelli Á vegum Gronn eru haldin helgarnám- skeið fyrir ofætur (bæði karla og konur) sem vilja hætta ofáti en það getur falist í því að borða of mikið, of lítið eða bara of óreglulega. Þessi námskeið eru byggð á reynslu tugþúsunda karla og kvenna um allan heim sem hafa nýtt sér þessa leið til varanlegs heilbrigðis og hamingju. Kynningarfyrirlestur verður fimmtu- dagskvöldiö 24. maí kl. 21 í þjónustumið- stöðinni Hlíðarenda. Ræðumaður Axel Guðmundsson. Aðgangur ókeypis og öll- um heimill. Helgarnámskeið verður haldið helgina 26.-17. maí á sama staö. Laugard. og sunnud. kl. 9-17 báða dag- ana. Leiðbeinandi Axel Guðmundsson. Verð kr. 6.000. Skráning á námskeiðið fer fram á fyrirlestrinum og nauðsynlegt er að væntanlegir þátttakendur námskeiðs- ins mæti á fyrirlesturinn til að fá fulla nýtingu út úr námskeiöinu. Fyrirlestrar Hlustað á gervitungl er fyrirlestur sem haldinn verður á ensku af Geoff Perry, MBE, í húsi verkfræði- deildar Háskóla íslands, VR-II, við Hjarð- arhaga, stofu 157, í kvöld, 18. maí, kl. 20. Geof Perry var skólastjóri og eðlisfræði- kennari í Kettering Boy School á Eng- landi. í fjölda ára myndaði hann hóp nemenda sem hlustaði á gervitungl og náði undraverðum árangri með einfóld- um aðferðum við að ákvarða brautir gervitungla, hvaðan þeim var skotið og margt fl. Þegar opinberir aðilar vissu ekkert hvað Rússamir vora að aðhafast gátu Geoff Perry og nemendur hans sagt fjölmiðlum allt um málið. Allir era vel- komnir á fyrirlesturinn. Tónleikar Skólaslit og loka- tónleikar Söngskólans Sautjánda starfsári Söngskólans í Reykjavík er nú að ljúka og hafa um 160 nemendur stundað nám við skólann í vetur, 120 fullt nám í dagskóla og um 40 á kvöldnámskeiöum. 95 nemendur luku stigprófum í söng og/eða pianóleik. Inn- ritun fyrir næsta vetur stendur nú yfir og verða inntökupróf miðvikudaginn 23. maí. 30 kennarar, þ.e. sönkennarar, píanóleikarar og kjarnagreinakennarar, era starfandi við skólann, þar af 10 í fullu starfi. Yfirkennari er Þuríður Pálsdóttir og skólastjóri Garðar Cortes. Skólinn út- skrifar að þessu sinni einn söngkennara, Hannes Birgi Hannesson, og mun hann, ásamt Svövu K. Ingólfsdóttur, sem lauk prófi úr almennri deild, syngja á tónleik- unum í tónleikasal skólans 19. maí kl. 16. Sjö nemendur luku prófi úr almennri deild. Skólaslit og almennir lokatónleikar Söngskólans verða í íslensku óperunni sunnudaginn 20. maí. Hefjast skólaslitin kl. 15 og tónleikarnir kl. 16. Þar korna fram 14 af nemendum skólans ásamt píanóleikurum. Að tónleikunum loknum er öllum tónleikagestum boðið til kaffi- veitinga í Söngskólanum í Reykjavík að Hverfisgötu 45. Karlakór Reykjavíkur á ferð um Vesturland Karlakór Reykjavíkur heldur tónleika í hinni nýju og glæsilegu kirkju í Stykkis- hólmi laugardaginn 19. maí nk. kl. 14 og í Bíóhöllinni Akranesi kl. 20.30 um kvöld- ið. Stjómandi er Páll Pampichler Páls- son. Undirleik á píanó annast Catherine Williams og Oddur Björnsson á básúnu. Einsöngvarar verða þau Inga J. Backman sópran og Friðrik S. Kristinsson tenór. Efnisskráin verður fjölþætt, íslensk og erlend lög, m.a. eftir Pál Pampichler Páls- son, Karl Ó. Runólfsson, Edvard Grieg og syrpa eftir Stephan C. Foster. Tilkyimingar Húsmæðrafélag Reykjavíkur verður með spilakvöld þriðjudaginn 22. maí kl. 20.30 í Félagsheimilinu, Baldurs- götu 9. Félag eldri borgara Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, á morg- un, sunnudag, kl. 14, frjálst spil og tafl, kl. 20 dansað. Húnvetningafélagið Félagsvist á laugardag, 19. maí, kl. 14 í, Húnabúð, Skeifunni 17. Þetta er síðasta félagsvist á laugardegi. Næst verður spil- að á miðvikudag 23. maí kl. 20.30. Para- keppni. Allir velkomnir. Félag eldri borgara Göngu-Hrólfar hittast á morgun, laugar- dag, kl. 11 að Nóatúni 17. Tveir styrkir á leiklistar- hátíðina í Avignon Franska sendiráðið býður tveimur frönskumælandi íslendingum á aldrin- um 18-25 ára styrk til að sækja leiklistar- hátíðina i Avignon dagana 10.-19. júlí 1990 og 21.-30. júlí 1990. Leiklistarhátíöin í Avignon, sem er þekktasta leiklistar- hátíö í Frakklandi, býður ungum leik- listarannendum frá hinum ýmsu löndum að dvelja í 10 daga í Avignon og kynnast starfi leikara, leikstjóra og hinna ýmsu leikhópa. Uppihald er þátttakendum að kostnaðarlausu en ferðakostnaö greiða þeir sjálfir. Nánari upplýsingar fást í Menningardeild Franska sendiráðsins, Túngötu 22, Reykjavík. Sýning á sænskum ballett Sunnudaginn 20. maí kl. 14 verður sýning af myndbandi í Norræna húsinu á sænsk- um ballett sem saminn var fyrir sjón- varp. Efniviðurinn er sóttur í skáldsögu Vilhelms Mobergs: Brundamas kálla. Tónlistina samdi sænska tónskáldiö Lars-Áke Franke-Blom og mun hann kynna verkið. Flóamarkaður Uppeldis- og meðfefðarheimilið Sólheim- um 7, Reykjavík, er heimili fyrir unglinga á aldrinum 12-16 ára sem þurfa á aðstoð aö halda. Heimilið, sem er ein deild innan Unglingaheimilis ríkisins, tók til starfa 1. september 1985 og geta 7 unglingar búið þar á hverjum tíma. Á heimilinu er lögð áhersla á tómstundastarf og skipa ferðalög stóran sess í því starfi. í sumar er fyrirhugað ferðalag hér innanlands og er nú unnið að fjáröflun til þeirrar ferð- ar. Einn þáttur í fjáröfluninni er hinn árlegi flóamarkaður sem verður haldinn á morgun, sunnudag, þann 20. maí kl. 15 í safnaðarheimili Langholtskirkju. Þar verða til sölu mjög ódýr fót, búsáhöld og skrautmunir. Uppboð verður á húsgögn- um og góðum munum kl. 15.30. Einnig verður tombóla, grænmetis- og blóma- markaður. Kvenfélag Seljasóknar Kökubasar og flóamarkaður eftir messu á sunnudag í Kirkjumiöstöðinni. Tekið á móti munum í dag, laugardag, kl. 10-19. Hafnarfjarðarkirkja Sunnudagaskóli kl. 11. Munið skólabíl- inn. Messa kl. 14, altarisganga. 50 og 60 ára fermingarböm heimsækja kirkjuna. Organisti Helgi Bragason. Gunnþór Ingason. Laugardagskaffi Kvennalist- ans verður á morgun, laugardag, kl. 11-13 að Laugavegi 17. Opið hús með frambjóð- endum listans og rætt verður um sér- stöðu Kvennalistans í alþjóðlegu og sögu- legu samhengi. Kvennasamkoma verður í Hlaðvarpanum á vegum Kvennalistans á laugardag kl. 14-16. Allar konur vel- komnar. Laugardagsganga Hana nú Vikuleg laugardagsganga Hana nú i Kópavogi verður á morgun. Lagt af stað írá Digranesvegi 12 kl. 10. Markmið göngunnar er: Samvera, súrefni og hreyf- ing. Gerið góða helgi betri í bæjarröltinu. Nýlagað molakaffi og skemmtilegur fé- lagsskapur. Fundir Þjónusta bókasafna við les- fatlaða Nk. mánudag og þriðjudag, 21. og 22. maí, heldur Blindrabókasafn íslands nor- rænan fund um þjónustu bókasafna við lesfatlaöa. Fundirnir era haldnir á veg- um Norrænu menningarmálanefndar- innar og hann sitja samstarfsmenn bóka- safna, blindrafélaga og fulltrúar mennta- málaráðuneyta á Norðurlöndum. Fund- urinn hér á Islandi er sá fimmti í röðinni sem haldinn er um þetta málefni. Til- gangurinn með norrænum fundum um þjónustu bókasafna við lesfatlaða er að vinna sameiginlega að tæknilegum lausnum við framleiðslu lesefnis á blindraletri, hljóðsnældum, myndbönd- um og með stækkuðu letri, að finna leið- ir til að auðvelda lesfótluöum aðgang að bókmenntúm og að tiltölulega fámennir einangraðir hópar sérfræðinga hver í sínu landi geti skipts á hugmyndum og skoðunum um leiðir til að bæta hag les- fatlaðra. Fundirnir eru haldnir að Hamrahlíð 17, 5. hæð, og standa frá kl. 9-16 báða dagana. Aðalfundur Fornbilaklúbbs íslands 1990 verður haldinn sunnudaginn 20. maí nk. að Holiday Inn og hefst hann kl. 14. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Félagar eru hvattir til að koma til fundarins akandi á fombílum sínum, sér og öðram til ánægju. Athugasemd frá borgawerkfræðingi Guömundur Oddsson forseti bæj- arstjórnar Kópavogs skrifaði grein- arkorn í DV þ. 9. maí. Fyrirsögnin var; „Mesti velferðarbær á landinu“. Ég vil gera athugasemd við setn- ingu sem hljóðar svo; „Viö erum búnir að hreinsa vogana - þó svo aö þangað renni enn skolp frá Reykja- vík og Garöabæ.“ Við þessi orð hef ég eftirfarandi að athuga; Kópavogsbær er ekki búinn að hreinsa vogana, hvorki Fossvog, Kópavog né Arnarnesvog. Útrásir frá Kópavogi liggja út í Fossvog vestan til á norðanverðu Kársnesinu. Reykjavíkurborg er hinsvegar löngu búin að hreinsa Fossvoginn með gerð Fossvogsræsis á árunum 1963-1965. Reykjavíkurborg vinnur nú að því að koma öllu skólpi úr Skeijafirðin- um. Framkvæmdir viö skolplagnir við Ægissíðu sem nú standa yfir eru liður í þeirri lausn. Viðræður standa nú yfir um tengingu allra holræsa Kópavogs og Garðabæjar við þetta mannvirki. Hlutur Kópavogsbæjar í því yrði um 250 milljónir króna og að því loknu veröa vogarnir hreinir. Mér er alveg sama hvaða málflutn- ing menn hafa í öðrum bæjarfélög- um, svo lengi sem menn halda sig á heimavelli. Hér er hins vegar hallað réttu máli gagnvart Reykjavíkurborg og er óhjákvæmilegt að leiðrétta slíkt. Þórður Þ. Þorbjarnarson, borgar- verkfr. í Reykjavík t Innilegar þakkir fyrir samúð og sludning við fráfall og útför Bergþóru Friðþjófsdóttur Ásgötu 13, Raufarhöfn sem lést 11. marss.l. á Brompton sjúkrahúsinu i London. Sérstakar þakkir til þeirra íslendinga sem dvöldu á sama sjúkrahúsi fyrir ómetanlega aðstoö Sara Jenkens Friðþjófur Þorsteinsson og systkini

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.