Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1990, Blaðsíða 4
4
FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 1990.
Fréttir
rí* : 1
..
: ••
■•••
Þau Jóhann, Steinunn og Elna
voru sammála um að það væri
gaman að koma í Húsdýragarðinn.
Börnunum fannst greinilega gam-
an að skoða geiturnar, hér eru þær
stöllur Alda Rós og Katrín Ásta
að gefa þeim gras.
Kíki finnst voða gaman að spóka sig i garðinum ásamt vinkonu sinni, Elínu.
DV-myndirJAK Agúst og Magnús eru í sumar-
vinnu í Húsdýragarðinum.
Húsdýragarðurinn í Laugardal:
Selirnir vinkuðu okkur
„Það er langmest gaman að skoða
selina. Þegar við vorum að horfa á
þá var eins og þeir væru að vinka
okkur,“ sögöu þeir Trausti Haíliða-
son, 8 ára, og Ragnar Magnússon,
3 ára.
Á blíðVlðrisdögum er jafnan
margt um manninn í Húsdýragarð-
inum i Laugardal. Þangað kemur
fólk á öllum aldri til að skoða dýrin
sem þar eru til sýnis. Þama koma
afar og ömmur með barnabömin,
pabbar og mömmur með bömin sín
og fóstrur á skóladagheimilum og
barnaheimilum fjölmenna í garð-
inn með krakkana sem þar eru í
pössun.
í garðinum em rúmlega tuttugu
dýrategundir. Helstu dýrin í Hús-
dýragarðinum eru kýr, hestar,
kindur, geitur, svín, kettir, íslensk-
ir hundar, kanínur, kalkúnar, ís-
lensk hænsni, gæsir, dúfur, eldis-
fiskar, selir og ýmis smádýr. Að-
eins fimm vilit landspendýr lifa á
íslandi og eru þau til sýnis í garðin-
um. Þau eru rottur, mýs, refir,
minkar og hreindýr.
Þeir Magnús og Trausi héldu svo
áfram aö velta selunum fyrir sér
og var greinilegt að þeir skemmtu
sér vel yfir uppátækjum þeirra.
„Þetta er í fyrsta skipti sem við
komum hingað. Við eigum heima í
Keflavík og það er því lengra fyrir
okkur að koma í heimsókn í garð-
inn en krakka sem eiga heima í
Reykjavík en okkur langar til að
koma fljótt aftur,“ sögöu þeir
Trausti og Ragnar.
„Dáldið spældar"
„Við emm búnar að sjá hestana.
Okkur langaði að fara á hestbak
en það er bara hægt á ákveðnum
tímum. Við erum dáldið spældar
yfir því,“ sögðu þær Hrund Loga-
dóttir, 7 ára, og Sigrún Huld Gunn-
arsdóttir, 6 ára, þar sem þær stóðu
og horfðu löngunaraugum á hest-
ana sem vom á beit í hestagiröing-
unni.
„Það er mest gaman að skoöa
sehna og hestana. Það var svo skrý-
tið að þegar við vomm að horfa á
selina áðan þá lá einn uppi á steini
og hreyfði sig ekki en svo var ann-
ar að reyna að standa á nefinu. Það
var flott.
Svo emm við búnar aö skoða
minkana og refma og mörg önnur
dýr,“ sögðu þær stöllur brosandi.
Næstir á vegi okkar urðu þeir
Ágúst Aðalsteinsson og Magnús
K. Vignisson, 15 ára strákar, en
þeir vinna í Húsdýragarðinum.
„Við erum í unglingavinnunni.
Það er ofsalega gaman að vinna
hérna. Viö hreinsum undan dýrun-
um og teymum hreindýrin og hest-
ana um til að sýna krökkunum
þau. Annars finnst okkur mink-
arnir skemmtilegustu dýrin hérna.
Ein læðan er svo gæf að hún kemur
alltaf til okkar þegar hún sér okk-
ur,“ sögðu þeir félagar.
I
Geitunum gefið
„Við ætlum að gefa geitunum
þetta gras,“ sögðu þær Alda Rós
Cartwrigth, 9 ára, og Katrín Ásta
Stefánsdóttir, 9 ára, þar sem þær
sátu og vom aö reyta gras. „Gei-
tumar vilja alveg borða grasið hjá
okkur. Þaö er alveg æðislega gam-
an að koma í heimsókn hingað.
Þetta er í annað skiptið sem við
skoðum garðinn. Við erum á skóla-
dagheimili og það var ákveðið að
krakkamir kæmu hingað í dag.
Okkur finnst eiginlega jafn gaman
aö skoða öh dýrin en þó era hest-
arnir sennilega skemmtilegastir.
- sögöu bömin
Þeir Trausti og Ragnar voru sammála um að það væri mest gaman
að skoða selina.
Þeir eru svo fallegir, en hin dýrin
eru líka skemmtileg."
Ekki hræddur
„Ég vil ekki klappa dýrunum, ég
er samt ekkert hræddur við þau.
Ég hef komið út í sveit svo ég þekki
sum dýrin,“ sagði Jóhann Valdi-
mar Eyjólfsson, 6 ára, en hann var
staddur í garðinum ásamt systur
sinni, Steinunni Elnu, 10 ára, og
vinkónu hennar, Berglindu íris
Hansdóttur, 8 ára.
„Við eigum ekkert uppáhaldsdýr
það em öll dýrin jafn skemmtileg.
Við höfum komið hingað áöur og
við ætlum að koma hingað oft aft-
Hrund og Sigrún voru svekktar yfir að komast ekki á hestbak.
ur,“ sögðu þær Steinunn og Berg-
lind.
Loks hittum við þau Elínu-Gunn-
arsdóttur, 14 ára, og páfagaukinn
Kíkí fyrir.
Elín var á göngu með Kíkí. „Ég
er að vinna hérna og það er alveg
meiri háttar gaman. Stundum fór-
um við Kíkí í gönguferðir um garö-
inn svo krakkarnir geti skoöað
hann betur. Hann er vel upp alinn
og reynir sjaldan að stelast í burtu.
Raunar er hann búinn að missa
flugfjaðrirnar og getur því ekki
nema rétt flögrað. Það er því eng-
inn vandi að ná honum ef hann er
eitthvað að óþekktast," segir Elín.
-J.Mar