Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1990, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1990, Blaðsíða 9
r FÖSTUDÁGUR 13. JÚLÍ 1990. 9 Utlönd Bretland: Ummæli ráðherra valda úlfaþyt Vaxandi þrýstingur er nú á Nic- holas Ridley, iönaðar- og viðskipta- ráðherra Bretlands, um að segja af sér í kjölfar ummæla sem hann lét hafa eftir sér í tímaritinu Spectator sem kom út í gærdag. í viðtalinu, sem bar yfirskriftina „Að segja það ósegj- anlega um Þýskaland" sakar hann Þjóðverja um að sælast eftir yfirráð- um í Evrópu, Frakka um að vera undirgefna Þjóðveijum og líkti emb- ættismönnum Evrópubandalagsins við nasistann Adolf Hitler. Ridley er einn af nánustu ráðgjöf- um Margaretar Thatcher, forsætis- ráðherra Bretlands. Forsætisráð- herrann var fljótur að lýsa því yfir að umrnæh Ridley endurspegluðu engan veginn sínar skoðanir né bresku stjómarinnar. Ridley baðst afsökunar á ummælum sínum og dró þau tfi haka í gær. UmmæU Ridleys komu sem þruma úr heiðskíru lofti og ollu miklum úlfaþyt bæði í Bretlandi og á megin- landinu. Margir breskir stjórnmála- menn, bæði flokksfélagar Ridleys í íhaldsflokknum og þá sérsíakiega SÍjórnarandstæðingar úr Verka- mannaflokknum, kröfðust þess að hann segði af sér tafarlaust. Þá hefur Thatcher verið undir auknum þrýst- ingi að reka hann úr ráðuneyti sínu. Hún vísaði slíku á bug í gær. Frétta- skýrendur telja ekki óUklegt að hann biðjist lausnar en jafnframt að Thatcher muni beijast gegn því, í viðtalinu vísaði Ridley til nýaf- staðinnar heimsóknar vestur-þýska seðlabankastjórans, Karl Otto Pöhl, til Bretlands og sagði tillögur Vest- ur-Þjóðveija um sameiginlegt evr- ópskt myntbandalag aðildarríkja Evrópubandalagsins vera lið í áformum Þjóðveija að ná yfirráðum í Evrópu. „Þetta verður að stöðva," sagði hann. Aðspurður sagði Pöhl ummælin nyög óviðeigandi en kvaöst ekki vera Ridley reiður. Ridley réðst harkalega að Evrópu- bandalaginu og skipulagi þess og sagði að Bretar gætu eins látið Adolf Hitler eftir forræði ýmissa hluta eins og að láta það eftir embættismönnum Evrópubandalagsins. Nokkrir félagar Ridleys í íhalds- flokknum lýstu þó yfir stuðningi við Margaret Thatcher, forsætisráðherra Breta, er undir vaxandi þrýstingi að láta Nicholas Ridley, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, flakka vegna ummæla sem hann lét eftir sér hafa í bresku timariti. Þar sakaði hann Þjóðverja um að sælast eftir yfirráðum í Evrópu. Símamynd Reuter hann. Ein sjónvarpsstöðvanna birti niðurstöður skoðanakönnunar með- al fimmtíu og tveggja þingmanna íhaldsflokksins. Þar kom fram að 42 prósent þeirra kváðust óttast efna- hagsleg yfirráð Þýskalands. í Þýskalandi var mönnum ekki skemmt. „Annaðhvort var Ridley drukkinn þegar hann veitti þetta við- tal eða hann hefur enn ekki náð sér eftir ósigur Englands gegn Vestur- Þjóðveijum í heimsmeistarakeppn- inni í fótbolta," sagði Otto Lambs- dorff, leiðtogi Frjálsra demókrata. Reuter Líbería: Ástandið versnar enn í Monróvíu Hundruð íbúa Monróvíu flúðu í örvæntingu sinni er her landsins réðst inn á götur borgarinnar í gær og hóf enn eina árásina. Þá kveikti herinn í sendiráöi Nígeríu í borginni og skaut á fiskibát sem uppreisnar- menn voru taldir fela sig í. Friðarviðræður hófust aftur í gær en stjórnarliðar komu strax fram með þá tillögu að skipulagðar yrðu friðaraðgerðir í höfuðborginni og friðarsveitir sendar á vettvang. Upp- reisnarmenn féllust ekki á þær hug- myndir. Við upphaf viðræðnanna mátti greina spenning í fulitrúum en leið- togi uppreisnarmanna, Charles Tayl- or, hefur lýst því yfir að ekki geti komið til vopnahlés í sex mánaða borgarstríði í Líberíu fyrr en forseti landsins, Samuel Doe, segir af sér. Hann segist munu leggja höfuðborg- Samuel Doe, forseti Líberiu. Upp- reisnarmenn krefjast afsagnar hans hið fyrsta. ina undir sig í lok vikunnar verði ekki fariö að kröfum uppreisnar- manna. Forseti landsins heldur sig enn inni í höll sinni umkringdur hermönnum sínum. Heimfidir segja aö hann hafi þegar pakkaö niður og sé tilbúinn að flýja á hverri stundu. Bandaríkja- menn hafa boöist til aö taka við hon- um en sagt er að forsetinn myndi heldur kjósa að fara Austur-Líberíu þar sem hann átti heima áður. Þúsundir hafa látið lífið í bardög- um uppreisnarmanna og stjómar- hermanna. Erlendir talsmenn, sem verið hafa í borginni að undanfomu, segja að ástandiö í höfuðborginni sé hörmulegt. Lík séu úti um allar götur og drukknir hermenn forsetans gangi berserksgang á götunum. Reuter Corazon Aquino, forseti Filippseyja, hefur staðið af sér sex valdaránstil- raunir frá þvi hún tók við völdum. Simamynd Reuter Sex sprengjur sprungu i Manila á Filippseyjum snemma í morgun. Sprengjutilræðin, sem voru í verslanahverfum og nærri hótelum, virðast tengjast hvert öðru að mati lögreglu. Engan sakaöi en margar bifreiöar eyðfiögðust og bygging menntamálaráðuneytisins skemmdist. Lögregla íann auk þess nokkrar sprengjur sem enn höfðu ekki sprungið, þar á meðal eina sem hafði verið fest undir bifreið. Enginn hefur lýst tilræðunum á hendur sér né hefur nokkur verið handtekinn en grunur leikur á að hægrisinnaöir uppreisnarmenn úr hemum, andvígir stjórn Corazon Aquino forseta, eigi aðild að beim. Aqfi- ino hefur staðið af sér sex valdaránstilra'úrLÍr írá því nún tók við völdum Vongóðum flóttamönnum fjölgar Enn fiölgar þeim Kúbumönnum sem leita á náðir sendifufitrúa Tékkó- slóvakiu í Havana, höfuðborg Kúbu. í yfirlýsingu frá kúbanska utanríkis- ráöuneytinu í gær sagði að fimm manns hefðu farið inn á heimili tékk- neska sendifulltrúans í gær. Nú eru alis tuttugu manns í sendiráðinu. Aö minnsta kosti fimm þeirra segjast vera pólitískir andófsmenn og krefi- ast þess að fá að ferðast um Evrópu og snúa heim á ný án þess að óttast refsiaögerðir kúbanskra yfirvalda. Tveir þeírra, sem hafa leitað hælis í tékkneska sendiráðinu, hafa farið íram á pólitiskt hæli. Flestir vfija yfirgefa landið. Þá hafa spænskir sendi- ráðsstarfsmenn skýrt frá því að ungur Kúbumaður liafi leitað hælis í spænska sendiráðinu að kvöldi miðvikudags. Yfirvöld á Kúbu ítrekuðu enn og aftur afstöðu sína tfi þessa máls í gær og sögðust ekki mundu semja um brottfór fólksins. Kohl vinsælastur Samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar verður Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, fyrsti kanslari sameinaðs Þýska- lands. í könnuninni, sem gerð var beggja vegna landamæranna, kom fram aö flokkur Kohls myndi vinna rúman helming atkvæða, eða fimmtíu og eitt prósent, og þar af leiðandi meirihluta á sameinuöu þýsku þingi, færu kosningar fram nú. Helsti keppinauturinn, flokkur jafnaðarmanna, hlyti þrjátiu og fimm prósent. Þaö var vestur þýska stofnunin Infas sem stóð fyr- ir könnuninni. Áætlað er að halda sameiginlegar kosningar þann 2. desember. Þær setja endapunktinn á sameining- una aðeins rúmu ári eftir aö Berlin- armúrinn féll. Helmut Kohl, Þýskalands. kanslari Vestur- Simamynd Reuter SAS-flugmenn í verkfall Ftugmenn hjó skandinaviska flugfélaginu SAS efndu til verkfalls f gær. Skandinavíska flugfélagöi SAS aflýsti í gær 192 feröum sem fara átti ins. Þetta kom tfi vegna verkfallsaögerða fiugmanna sem lögðu niöur störf í gær í einn dag í mótmælaskynL Talsmaður SAS sagði að flugmennirnir hefðu luifnað málamiðlunartfi- lögu sáttasemjara og hefðu þá ákveðiö að leggja niður störf. Tfilaga sátta- semíara gerði ráð fyrir sjö prósenta launahækkun en flugmennirnir fara fram á tíu prósent. Flugmennirrúr hafa hótaö frekari verkfallsaðgerðum síðar í þessum mánuði verði ekki gengið að kröfum þeirra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.