Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1990, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1990, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 1990. UtLönd Danir vinnuglaðk Samkvæmt nýrri skýrslu írá Evrópubandalaginu eru Danir vinnusamasta þjóðin innan banda- lagsins. Aðeins rúmur helmingur vinnufærs fólks í hinum 12 löndum Evrópubandalagsins, fólks eldraen 14 ára, hefur vinnu. Mikill munur er á milli landa hvað þetta varðar. í Danmörku eru 67 prósent fólks á þessum aldri á vinnumarkaðnum en í Belgíu og iöndunum við Mið- jarðarhaflð er innan við helmitigur fólks með atvinnu. Niutíu prósent karlmanna á aldr- inum 25-64 ára í löndunum hefur fasta vinnu og í Danmörku hafa 95 prósent karla á þessum aldri at- vinnu. Hlutfall kvenna á vinnu- markaönum eykst sífellt. Um 60 prósent kvenna í löndum Evrópu- bandalagslns starfa úti, Atvinnu- ieysi ungs fólks, innan við tuttugu og fimm ára aldur, er mest á Spáni. Frá Ráðhústorginu i Kaupmanna- höfn. Af töndum Evrópubanda- lagsins er flest útivinnandi fólki i Danmörku. Mikil flóð í Síberíu Fólk hefur látið lífið í raiklum flóðum i Síberíu að undanfórnu. Flóðin, sem urðu nálægt iðnaðarbænum Chita, eru þau mestu í Síberíu í heila öld. Hús, iönaðarverksmiöjur og rafmagnsstöövar hafa sokkið í flóðunum en ekki er vitað hvað margir hafa týnt lifi. Björgunarmenn vinna enn að þvi að hjálpa fólki sem er illa statt eftir flóöin. Fjöidi vega og brúa hefúr hreinlega skolast burt og glfurlegt flæmi ræktaðs lands hefur eyðilagst í flóðunum. Verkfallinu i Nicaragua er lokið. Átök milli verkfallsmanna og lögreglu síðustu tiu daga kostuðu að minnsta kosti fjóra menn lifið. Simamynd Reuter Hitlef enn Nasistatoringinn Adolf Hitler er enn heiðuraborgari [ Potsdam í Austur- hýskalandl. Nasistaforinginn Adolf Hitler er enn heiöursborgari í Potsdam í Austur- Þýskalandi. Einnig Hermann Göring sem var herforingi í tíð Hitlers. Eftir þessu var tekiö i borgarráði staðarins fyrir skömmu er gamalt skjalasafn var kannað. Ekki var laust við aö mönnum brygði en fyrir- hugað er aö nema þessa heiðurstitla úr gildi eins fljótt og hægt er, Það er svo sem ekki bara 1 Potsdam sem gleymst hefur aö afturkalia titla af þessu tagi frá nasistatimum. í síðustu viku var afnurain heiðurs- nafnbót í bænum Rostock í Austur-Þýskalandi en það var einnig Hitler sem hafði fengið hana á sínum tíma. Samið í Nicaragua YerkMinu í Nicaragua lauk í gær í gær eftir að fregnir af samkomulag- ÍHU hárttst. Báðir deiluaðilar segja sig hafa unnið sigur í verkfáliSuSÍ] unni en samkomulagið leysir þó ekki þann ágreining sem varð kveikjan að aðgerðum verkalýðsfélaganna, það er sú krafa sandínista að Cha- morro láti af áformum sínum um frjálst markaðshagkerfi. Samkomulagið gerir ráð fyrir 43 prósenta launahækkun. Þá hét stjórnin því að grípa ekki til refsiað- gerða gegn þeim sem þátt tóku í verk- fallinu. Þá munu hringborðsumræð- ur um efnahagsmál heíjast fljótlega. En verkalýðsleiðtogar sögðu í gær þegar samkomulag náðist miiu ftill- trúa verkalýðsfélaganna, sem styðja stjórnarandstöðuna, og ríkisstjórnar Violetu Chamorro forseta. Verkfallið hafði staöið í tíu daga og kostað mik- il átök verkfallsmanna og lögreglu. Rósturnar og bardagarnir í Mana- gua, höfuðborg Nicaragua, síðustu daga voru verstu átök sem höfuð- borgarbúar höfðu þurft aö horfast í augu við í rúman áratug. Aö minnsta kosti fjórii' létu lífið og fimmtíu særð- ust víðs vegar um landið. Flestir hinna eitt hundrað þúsund verkfallsmanna sneru til vinnu á ný að baráttunni væri ekki lokið. Verkfallið hefur haft mjög skaðleg áhrif á efnahag Nicaragua. Efna- hagsástandiö var slSIHÍ fytlri ekki síst vegna viðskiptabanns Banda- ríkjanna sem gilti á þeim tíu árum sem sandínistar voru við völd. Cha- morro tók við völdum af Daniel Or- tega, fyrrum forseta og leiðtoga sandínista, í kjölfar fijálsra kosninga í febrúar. Hversu víðtækt verkfallið var sýnir vel að ríkisstjóm Cha- morro er veik þegar kemur að þrýst- ingi sandínista. Reuter Sovésk farþegavél á Helslnkiflugvelli I sfðasta mánuði. Vélinnl var rænt og flugmanninum skipað að fljúga til ísrael. simamynd Reuter Sænsk yfirvöld segjast virða beiðni frá Moskvuyfirvöldum um að fram- selja flugræningjann unga sem rændi vél á leið til Stokkhólms í júni síð- astíiðnum. Er tahð að sú ákvöröun muni þjálpa til við að binda enda á fjölgun flugrána frá Sovétríkjunum en sænsk yfirvöld líta flugrán mjög alvarlegum augum. Pilturinn, sem rændi flugvélinni með 121 farþega innanborös í júní, er aðeins 17 ára og hefur hótaö sjálfsmorði ef hann verði fluttur aftur til Sovétríkjanna. En hann á yfir höföi sér allt aö 10 ára fangelsi í Sovétrikj- unum fyrir flugrán. Býr á flugvelli Alfred nokkur Merhan lætur sér ekki leiðast í brottfararsal Charles De Gaulle flugvallar í París. Hann hefur dvaliö þar siðastíiöin tvö ár. Með flugmiða í annarri hendinni og hjór í hinni kemst hann ekki burt þar sem hann er vegabréfslaus. Alfred er fæddur í íran en móðir hans var skosk. Hann hefur breskan og kanadískan ríkisborgararétt en írönsk stjórnvöld tóku vegabréf hans Arið 1988 var honum veitt dvalarleyfi í Belgíu en á feröalagi til Frakk- lands var hann rændur öllum pappírum. Alfred hefur nokkrum sinnum sótt um stuðning breskra yfirvalda án árangurs. Því situr hann nú á flug- vellinum í París og bíöur og vonar. Alfred segir starfsmenn flugvallarins vera ósköp almennllega viö sig. Þeir færa honum dagblöðin og starfsmenn flugfélaganna, Britísh Air- ways, Air Canada og Lufthansa, eru þeir sem helst gefa honum mat Tvisvar í viku fer hann í steypibaö á flugvellinum. Alfred segist haía fengið inngöngu í Kalifomíuháskóla en hann hyggur á nám í viðskiptafræðum. Flugræningi framseldur írak: Sænskur njósnari tekinn af lífi Sænskur ríkisborgari, Jalil Mehdi al-Neamy, hefur verið tekinn af lífi í írak. Hann var dæmdur til dauða fyrir njósnir fyrir ísraelsku leyni- þjónustuna Massad. Sænsk stjómvöld höföu reynj allt til að fá refsinguna mildaða en án árangurs. Utanríkisráðherra Sví- þjóöar segir að aftakan hafi haft al- varleg áhrif á samskipti ríkjanna þar sem ekkert tillit hafi verið tekið til bóna sænsku stjórnarinnar. Sænska ríkisstjómin kallaði sendiherra landsins í írak heim til Svíþjóðar í mótmælaskyni viö aftökuna. Neamy var handtekinn í fyrra- haust er hann heimsótti írak. í mars síðastíiðnum var blaðamaöur frá London tekinn af lífi í írak fyrir meintar njósnir fyrir Bretíand og ísrael. Eins og nú litu stjórnvöld íraks þá algjörlega fram hjá óskum um að dómur yrði mildaður og ann- arrialþjóðlegrigagnrýni. Reuter Flóttamenn í Albaníu: Hátt í f imm þúsund til Ítalíu í dag Ferja með 545 albanska flóttamenn innanborðs hélt frá bryggju í morgun áleiðis til Marseilles í Frakklandi. Það er franska utanríkisráðuneytiö sem upplýsir þetta. Um er að ræða flóttamenn sem hafa dvahð í franska sendiráðinu í Albaníu síðustu 10 daga. Áætlað er að feijan komi til Marseilles seint annað kvöld. í dag er búist við 4.500 flóttamönn- um til Ítalíu. Þaö eru flóttamenn sem hafa dvalist í vestur-þýska, franska og ítalska sendiráðinu í Tírana að undanfórnu. Sendifulltrúar í Tírana segja aö harðlínukommúnistamir í Albaníu séu sjálfir farnir að smygla fólki úr landi til aö koma í veg fyrir að sífellt fleiri bætist í hóp þeirra sem sækja í erlend sendiráð. Haft er eftir fulltrúa í ítalska sendi- ráðinu í Tírana að ítölsku sendifull- trúunum hafi ekki veriö leyft að sjá um flutninga á flóttamönnunum til skipanna sem biöu þess að flytja þá til Ítalíu. Stjómvöld hafi óttast að fleiri flóttamenn yrðu teknir upp í farþegabílana á leiöinni en vitað er um fjölda fólks fyrir utan höfuö- Albanskir flóttamenn fagna við komuna til Tékkóslóvakíu fyrir nokkrum dögum. Simamynd Reuter borgina sem myndi að öllum líkind- um reyna allt hvað það gæti til að slást í fór meö flóttamönnum á leiö úr landi. Albönsk yfirvöld hafa sjálf séð um að koma öllu flóttafólkinu í skip eöa flugvélar hingaö til og hafa flutning- arnir yfirleitt átt sér stað um miðjar nætur þegar fáir eru viðstaddir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.