Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1990, Blaðsíða 29
FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 1990.
37
Skák
Jón L. Árnason
Síðasta umferð millisvæðamótsins í
Manila verður tefld á morgun og þá fyrst
kemur í ljós hverjir hreppa ellefu efstu
sætin sem gefa sæti í áskorendakeppn-
inni. Jóhann og Margeir hafa þó misst
af lestinni.
Hér er staða frá mótinu. Júgóslavinn
Damljanovic hefur svart og á leik gegn
Norðmanninum Simen Agdestein:
37. - Hb3! Hvftiu- á veik peð á b5 og d5
sem svartur heijar á. Svarið við 38. Hxa2
yrði auðvitað 38. - Dxdl o.s.frv. 38. b6
Hb5 39. Dh2 Dg4+ 40. Dg2 Hxd5! Þar
með er peð faflið því að ef 41. Hxd5 þá 41.
- Hxal. Eftir 41. Dxg4 Bxg4 42. Hxa2
Hxdl 43. Bd2 B£8 vann svartur auðveld-
lega.
Bridge
ísak Sigurðsson
í þessu spiU úr næstsíðustu umferð í
leik Dana og íslendinga í kvennaflokki
gerðu vesturspilaramir sig seka um mis-
tök í vörninni sem sennflega voru dýr-
keypt. Samningurinn var sá sami á báð-
um borðum, 4 spaðar, og spihð gekk ná-
kvæmlega eins fyrir sig. ÚtspU vesturs í
byrjun var hjartagosi:
* 10532
V 532
* ÁG2
* 953
* K9
V G1087
♦ K4
+ Á8742
* ÁDG76
V ÁK9
* D108
+ KG
Hjartagosi var drepinn á ás og kaU í
hjarta frá austri. Suður svínaði næst tíg-
ulgosa og hleypti þvi næst spaðatíu til
vesturs. Vestur drap á kóng og gætti nú
ekki að sér og spflaði hjartasjöu. Suður
drap drottningu austurs á kóng, tók
trompin, tvo á tígul og spUaði sig út á
hjarta og vestur var endaspUaður, átti
ekkert eftir nema hjarta og lauf. Nauö-
synlegt var fyrir vestur að spila hjartatíu
í stað sjöunnar sem verndar drottningu
austurs og kemur í veg fyrir endaspUun-
ina. Mjög sennUegt er að suður hafl spU-
að upp á laufkóng og tapað samningnum
ef vestur hefði veriö betm- á verði. AUa
vega fóru þrir sagnhafa niður af þeim
sem voru í 4 spöðum. Tveir sagnhafa
voru í þremur gröndum í suöur sem
standa (óverðskuldað), þrátt fyrir laufút-
spil, vegna óheppUegrar stiflu í lauflitn-
um fyrir vömina.
r m
V D64
♦ 97653
-L nmc
Lalli og Lína
Slökkvilið-lögregla
Reykjavík: Lögreglan sími 11166,
slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100.
Seltjarnarnes: Lögreglan sími 611166,
slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100.
Kópavogur: Lögreglan sími 41200,
slökkvUið og sjúkrabifreið sími 11100.
Haf'narfjörður: Lögreglan sími 51166,
slökkvUið og sjúkrabifreið sími 51100.
Keflavík: Lögreglan sími 15500,
slökkvilið sími 12222 og sjúkrabifreið
sími 12221.
Vestmannaeyjar: Lögreglan sími
11666, slökkvilið 12222, sjúkrahúsið
11955.
Akureyri: Lögreglan símar 23222,23223
og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreið
sími 22222.
ísafjörður: Slökkvilið sími 3300, bruna-
sími og sjúkrabifreið 3333, lögreglan
4222.
Apótek
Kvöld-, nætur- og helgarþjónusta apótek-
anna í Reykjavik 13. júlí-19. júlí er í
Borgarapóteki og Reykjavíkurapóteki.
Það apótek sem fyrr er nefnt annast
eitt vörsluna frá kl. 22 að kvöldi til kl.
9 að morgni virka daga en til kl. 22 á
sunnudögum. Upplýsingar um læknis-
og lyfjaþjónustu eru gefnar í sima 18888.
Mösfellsapótek: Opið virka daga frá
kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9-12.
Apótek Garðabæjar: Opið mánudaga-
fóstudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl.
11-14. Simi 651321.
Apótek Kópavogs: Opiö virka daga frá
kl. 9-19, laugardaga kl. 9-12.
Hafnarfjörður: Norðurbæjarapótek er
opið mánudaga til fimmtudaga frá kl.
9-18.30, Hafnarfjarðarapótek frá kl.
9-19. Bæði apótekin hafa opið fóstudaga
frá kl. 9-19 og Iaugardaga frá kl. 10-14
og tU skiptis annan hvem helgidag frá
kl. 10-14. Upplýsingar í símsvara apó-
tekanna, 51600 og 53966.
Apótek Keflavíkur: Opið frá kl. 9-19
virka daga, aðra daga frá kl. 10-12 f.h.
Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið virka
daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 10-12.
Apótek Vestmannaeyja: Opið virka
daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokaö laugar-
daga og sunnudaga.
Akureyrarapótek og Stjörnuapótek,
Akureyri: Virka daga er opið í þessum'
apótekum á afgreiðslutíma verslana.
Apótekin skiptast á sína vikuna hvort
að sinna kvöld-, nætur- og helgidaga-
vörslu. Á kvöldin er opið í því apóteki
sem sér um þessa vörslu til kl. 19. Á
helgidögum er opið kl. 11-12 og 20-21. Á
öðrum tímum er lyfjafræðingur á bak-
vakt. Upplýsingar eru gefnar í síma
22445.
Heilsugæsla
Slysavarðstofan: Sími 696600.
Sjúkrabifreið: Reykjavík, Kópavogur
og Seltjamarnes, sími 11166, Hafnar-
fjörður, sími 51100, Keflavík, sími 12222,
Vestmannaeyjar, sími 11955, Akureyri,
sími 22222.
Krabbamein - Upplýsingar fást hjá fé-
lagsmálafulltrúa á miðvikudögum og
fimmtudögum kl. 11-12 í síma 621414
Læknar
Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn-
arnes og Kópavog er í Heilsuvemdar-
stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl.
17 til 08, á laugardögum og helgidögum
allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir,
símaráðleggingar og tímapantanir í
sími 21230. Upplýsingar um lækna og
lyfjaþjónustu eru gefnar í símsvara
18888. f
Borgarspítalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla
virka daga fyrir fólk sem ekki hefur
heimilislækni eða nær ekki til hans
(sími 696600) en slysa- og sjúkravakt
(slysadeild) sinnir slösuðum og skyndi-
veikum allan sólarhringinn (sími
696600).
Seltjarnarnes: Heilsugæslustöðin er
opin virka daga kl. 8-17 og 20-21, laugar-
daga kl. 10-11. Sími 612070.
Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes:
Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta
morgun og um helgar, sími 51100.
Keflavík: Neyöarvakt lækna frá kl. 17-8
næsta morgun og um helgar. Vakthaf-
andi læknir er í síma 14000 (sími Heilsu-
gæslustöðvarinnar).
Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna í
síma 11966.
Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu-
gæslustöðinni í síma 22311. Nætur- og
helgidagavarsla frá kl. 17-8, sími (far-
sími) vakthafandi læknis er 985-23221.
Upplýsingar hjá lögreglunni í síma
23222, slQkkviliðinu í síma 22222 og
Akureyrarapóteki í síma 22445.
Heimsóknartíim
Landakotsspítali: Alla daga frá kl.
15-16 og 18.30-19. Barnadeild kl. 14-18,
aðrir en foreldar kl. 16-17 daglega. Gjör-
gæsludeild eftir samkomulagi.
Borgarspítalinn: Mánud.-föstud. kl.
18.30-19.30. Laugard.-sunnud. kl. 15-18.
Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 ’og
18.39-19.30.
Fæðingardeild Landspítalans: Kl.
15-16 og 19.30-20.00.
Sængurkvennadeild: Heimsóknartími
frá kl. 15-16, feður kl. 19.30-20.30.
Fæðingarheimili Reykjavíkur: Alla
daga kl. 15-16.30
Kleppsspítalinn: Alla daga kl. 15-16 og
18.30- 19.30.
Flókadeild: Alla daga kl. 15.30-16.30.
Grensásdeild: Kl. 18.30-19.30 alla daga
og kl. 13-17 laugard. og sunnud.
Hvítabandið: Frjáls heimsóknartími.
Kópavogshælið: Eftir umtali og kl.
15-17 á helgum dögum.
Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud.-Iaug-
ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga
og aðra helgidaga kl. 15-16.30.
Landspítalinn: Alla virka daga kl. 15-16
og 19-19.30.
Barnaspitali Hringsins: Kl. 15-16 alla
daga.
Sjúkrahúsið Akureyri: Alla daga kl.
15.30- 16 og 19-19.30.
Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Alla
daga kl. 15-16 og 19-19.30.
Sjúkrahús Akraness: Alla daga kl.
15.30-16 og 19-19.30.
Hafnarbúðir: Alla daga frá kl. 14-17 og
19-20.
Vifilsstaðaspítali: Alla daga frá kl.
15-16 og 19.30-20.
Geðdeild Landspítalans Vífilsstaða-
deild: Laugardaga og sunnudaga kl.
15-17.
Vísir fyrir 50 árum
13. júlí
Almenningur kvartar yfir lélegri
mjólk og röngu máli á rjóma
Spakmæli
Tíminn græðir öll sár og vekur ný í
staðinn.
S. Hoel.
Söfnin
Ásmundarsafn við Sigtún. Opið dag-
lega kl. 13-16.
Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74: Op-
ið alla daga nema mánudaga 13.30-16.
Árbæjarsafn: Opið alla daga nema
mánud. kl. 10-18 og um helgar. Dillons-
hús opið á sama tíma.
Borgarbókasafn Reykjavíkur
Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155.
Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s.
79122, 79138.
Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270.
Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814.
Ofangreind söfn eru opin sem hér segir:
mánud.-fimmtud. kl. 9-21, föstud. kl.
9-19, laugard. kl. 13-16.
Aðalsafn, lestrarsalur, s. 27029. Opiö
mánud.-laugard. kl. 13-19.
Hofsvallasafn, Hofsvallagötu 16, s.
27640. Opið mánud.-föstud. kl. 16-19.
Bókabílar, s. 36270. Viðkomustaðir víðs
vegar um borgina.
Sögustundir fyrir börn:
Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15.
Borgarbókasafnið í Gerðubergi,
fimmtud. kl. 14-15.
Bústaðasafn, miðvikud. kl. 10-11.
Sólheimar, miðvikud. kl. 11-12.
Lokað á laugard. frá 1.5.-31.8.
Kjarvalsstaðir: opið daglega kl. 11-18.
Listasafn íslands, Fríkirkjuvegi 7:
er opið daglega nema mánud. kl. 11-17.
Listasafn Einars Jónssonar er opið
alla daga nema mánudaga ki. 13.30-16.
Höggmyndagarðurinn er opinn alia
daga kl. 11-17.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á
Laugarnesi er opið laugard. og sunnud.
kl. 14-18 og mánud.-fimmtud. 20-22.
Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg:
Opið sunnudaga, þriðjudaga, fimmtu-
daga og laugardaga kl. 14.30-16.
Norræna húsið við Hringbraut: Sýn-
ingarsalir í kjallara: aila daga kl. 14-19.
Bókasafn Norræna hússins: mánud. -
laugardaga kl. 13—19. Sunnud. kl. 14-17.
Sjóminjasafn íslands er opiö alla daga
nema mánudaga 14-18.
J. Hinriksson, Maritime Museum,
Súðarvogi 4, S. 84677. Sjóminja- og vél-
smiöjumunasafnið er opið frá kl. 13.-17
þriðjud. - laugard.
Þjóðminjasafn Islands. Opið alla daga
nema mánudaga 11-16.
Bilanir
Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og
Seltjamames, sími 686230. •
Akureyri, sími 24414.
Keflavík, sími 15200.
Hafnarfjöröur, sími 51336.
Vestmannaeyjar, sími 11321.
Hitaveitubilanir: Reykjavík og Kópa-
vogur, sími 27311,
Seltjamarnes, sími 615766.
Vatnsveitubilanir: Reykjavík og Sel-
tjarnarnes, sími 621180,
Kópavogur, sími 41580, eftir kl. 18 og
um helgar, sími 41575.
Akureyri, sími 23206.
Keflavík, simi 11552, eftir lokun 11555.
Vestmannaeyjar, símar 11322.
Hafnarfjörður, sími 53445.
Símabilanir: í Reykjavík, Kópavogi,
Seltjamarnesi, Akureyri, Keflavík og
Vestmannaeyjum tilkynnist í 05.
Bilanavakt borgarstofnana, sími
27311: Svarar alla virka daga frá kl. 17
síðdegis til 8 árdegis og á helgidögum
er svarað ailan sólarhringinn.
Tekið er við tilkynningum um bilanir á
veitukerfum borgarinnar og í öðrum
tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa
að fá aðstoð borgarstofnana.
TiI3<yniiingar
AA-samtökin. Eigir þú við áfengis-
vandamál að stríða, þá er sími samtak-
anna 16373, kl. 17-20 daglega.
Líflínan. Ef þú hefur áhyggjur eða
vandamál þá er til lausn. Hringdu í síma
67-61-11. Líflínan allan sólarhringinn.
Leigjendasam'tökin Hafnarstræti 15,
Rvík., sími 23266.
Stjömuspá_______________________
Spáin gildir fyrir laugardaginn 14. júlí
Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.):
Einlægni og sannleikur einkenna bogamenn. Þeir eiga það
til að vera frakkir ef þeir þurfa að létta af sér byrði.
Fiskarnir (19. febr.-20. mars.):
Vertu á varðbergi í ákveðnu máh og gættu þess að verða
ekki undir í baráttunni. Þú kemst ekki langt á stolti.
Hrúturinn (21. mars-19. apríl):
Það gæti orðið einhver uppákoma í tiifmningalegu sam-
bandi. Varastu að gera of mikið úr hlutunum. Hikaðu ekki
við að bjóða sættir ef þú telur þig eiga hluta af sökinni.
Nautið (20. apríl-20. mai):
Naut hafa sérstakan hæfileika til að koma tilfmningum sín-
um á framfæri og ræða þau mál. Þú kemst lengra ef þú læt-
ur fólk sjálft um að uppgötva þig.
Tvíburarnir (21. maí-21. júní):
Aðaláherslan hjá þér í dag er á heimili og fjölskyldumálin.
Hreinsaðu til í ókláruðum verkefnum. Það er mikiö að gera
fram undan hjá þér. Happatölur eru 4,15 og 27.
Krabbinn (22. júní-22. júlí):
Nýttu þér sem best félagsleg tækifæri sem þér bjóðast. Sér-
staklega þar sem þú átt þess kost að kynnast nýju fólki. Það
er frekar leiðinlegt tímabil fram undan hjá þér.
Ljónið (23. júlí-22. ágúst):
Þú ert auðsærður og viðkvæmur fyrir gagnrýni. Reyndu aö
láta ekki aðra finna veikleika þinn því þá missirðu yfirburði
þína.
Meyjan (23. ágúst-22. sept.):
Reyndu að vera raunsær og ekki alltof bjartsýnn. Taktu þér
nægan tíma í það sem þú ert að fást við. Flýttu þér hægt.
Þú færð fréttir sem þú hefur beðið eftir.
Vogin (23. sept.-23. okt.):
Dagurinn verður mjög annasamur á einn veg eða annan.
Vandamálið er að vita hvenær þú átt aö hætta og hvíla þig.
Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.):
Þú mátt búast við einhverju óvæntu og skemmtilegu í dag.
Þú verður ánægður .með smáumhugsunarfrest í ákveðnu
máli. Þú spáir mikið í peninga á komandi dögum.
Bogmaöurinn (22. nóv.-21. des.):
Vertu ekki of fljótur að dæma aðra. Geföu þér tíma til að
kynnast. Fyrstu kynni gefa ekki alltaf rétta mynd. Athyglis-
verð verkefni rekur á fjörur þínar í dag.
Steingeitin (22. des.-19. jan.):
Dagurinn verður mjög ruglingslegur og áætlanir standast
ekki. Það er sérstaklega mikilvægt ef um ferðalag er að
ræða að allir hlutaöeigandi taki þátt. Happatölur eru 10, 23
-flg-35._________________________________________
f'
¥