Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1990, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1990, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 1990. 15 Styðjum sjálfstæðisbar- Eystrasaltsríkjanna áttu Listir og þjóöemisvitund eru samofnir þættir í lífi þjóða. Hjá okkur íslendingum eru þaö bók- menntir sem skipað hafa öndvegi, hjá Eistlendingum eða Eistum eins og þeir eru líka nefndir hér á landi (Eistland kallast Easti á tungu þar- lendra) er það sönghst sem mestan þátt hefur átt í að viöhalda glóðinni og skapa samkennd. Þetta varð mér ljóst þar sem ég stóð fyrir framan risavaxið útisvið Þjóðsöngvahátíð- anna í útjaðri almenningsgarðs við forsetasetrið í Tallinn. Þar voru í undirbúningi 33. form- legu söngleikamir sem heíjast áttu samkvæmt hefð um mánaðamótin júní-júh og standa í viku. Á síðustu söngleikum, sumarið 1988, hófst sú vakning sem blés nýju lífi í sjálf- stæðisbaráttu Eista. „Þá varð ljóst að sovésk stjómvöld væra í alvöru að slaka á klónni og tími væri kom- inn til að reisa sjálfstæðiskröfuna af endurnýjuðum þrótti. Fólkið söng og dansaði samfleytt í þrjá sólarhringa," sagði Toomas, leið- sögumaður okkar. Söngleikarnir era sannkölluð þjóðhátíö sem tugir þúsunda streyma til frá öllum landshlutum auk höfuðborgarbúa. Fyrstu söng- leikamir voru haldnir í háskóla- bænum Tartu 1869 um það leyti sem Rússakeisari var að herða tök- in á Eistlendingum sem svar við sjálfstæðiskröfum þeirra á öldinni sem leið. Samtvinnuð örlög Eystra- saltsríkjanna Örlög Eystrasaltsríkjanna hafa verið samofin það sem af er þessari öld og einnig að nokkru fyrr á tím- um. Öll lýstu þau sjálfstæði við lok fyrri heimsstyrjaldar 1918, öll glöt- uðu þau sjálfstæði með leynisamn- ingi framandi stórvelda, Ribb- entrop-Molotov samningnum haustið 1939 og voru innlimuð í Sovétríkin með hervaldi í júní 1940, fyrir rétt hálfri öld. Öll hafa þau KjaUarinn Hjörleifur Guttormsson alþingismaður mátt þola harðræði af hálfu stór- veldisins í austri sem reynt hefur með illu og góðu að lama og gera að engu þjóðernisvitund þeirra. Nú leitast þau við í sameiningu að fá viðurkenningu á sjálfstæði sínu og hafa stofnað með sér Eystrasaltsráð (Baltic council) undir forystu æðstu manna land- anna. Litháen hefur þó gengið lengst með því að lýsa formlega yfir sjálfstæði sínu 11. mars sl. og hefur líka fengið hörðustu við- brögðin með efnahagsþvingunum af hálfu Sovétmanna. Eistneska þingið fylgdi þó fast á eftir með kröfu um sjálfstæði 30. mars og lettneska þingið steig sama skref 4. maí. Á fundi með Gorbatsjov, forseta Sovétríkjanna, 12. júní sl. gerðu forsetar Eystrasaltsríkjanna, Landsbergis frá Litháen, Gorbunov frá Lettlandi og Ruutel frá Eist- landi, leiðtoganum í Moskvu ljóst að þeir ætluðu að láta eitt yfir alla ganga og neituöu að koma til við- ræðna hver í sínu lagi. Rætt við forseta Eistlands Þegar ég ræddi vdð Arnold Rtiútel á forsetasetri hans í Tallinn 10 dög- um síðar sagðist hann hafa verið á símafundi með starfsbræðrum sín- um þá um nóttina til að ráðgast vdð þá um sameiginleg vdðbrögð vdð kröfu Gorbatsjovs um að Litháen setti sjálfstæðisyfirlýsingu sína í biðstöðu („frysti“ hana) á meðan samningaviðræður færu fram. Forsetinn var rólegur og yfirvegað- ur um leið og hann lýsti af miklum þunga yfir að Eistar væru stað- ráðnir í að endurheimta sjálfstæði sitt. Engin leið lægi til baka til fyrra ástands. Eftir harkaleg viðbrögð Sovétríkjanna vdð sjálfstæðisyfir- lýsingu Litháa væri orðin breyting á sem vekti vonir um aö samningar um sjálfstæði og framtíðarsam- skipti ríkjanna gætu hafist innan ekki langs tíma. Rúutel forseti kvaðst hafa orðið fyrir vonbrigðum með afstöðu öflugra vestrænna ríkja sem tækju aðra hagsmuni fram yfir réttmætar sjálfstæðiskröfur Eystrasaltsríkj- anna. Hann taldi afar mikilvægt að málefni Eystrasaltsríkjanna yrðu á dagskrá Vínarvdðræðnanna um öryggismál Evrópu og að þau fengju þar áheyrn. Ljóst væri að málin yrðu að skýrast í vdðræðum milli Eystrasaltsríkjanna og Moskvu en mikið væri undir af- stöðu vestrænna ríkja komið. í þvd sambandi kom fram ríkur áhugi hans á aö tryggja sem best og nán- ust tengsl Eistlands vdð Norður- lönd og að efla samstöðu smáþjóða á alþjóðavettvangi. Óska milligöngu Norðurlandaráös Forsetar Eystrasaltsríkjanna komu saman til fundar við upphaf söngvahátíðarinnar í Tallinn um mánaðamótin síðustu og gengu þar frá sameiginlegri yfirlýsingu. Þar vísa þeir til samþykkta þjóðþinga landa sinna síðustu mánuði sem lýstu yfirráð Sovétríkjanna ólög- mæt. Koma verði á sameiginlegum samningavdðræðum ríkjanna þriggja og sovéskra stjórnvalda um raunverulegt sjálfstæði Eystra- saltsríkjanna og minntu á stjómar- skrár landa sinna sem giltu fyrir innlimunina í júní 1940. í yfirlýsingu sinni óska forsetarn- ir eftir milligöngu Norðurlanda- ráðs í væntanlegum samningavið- ræðum um endurreisn þjóðlegs sjálfstæðis ríkjanna þriggja. Á blaðamannafundi um yfirlýs- inguna 1. júlí nefndu forsetarnir ísland sérstaklega sem vænlegan fundarstaö fyrir samningaviðræð- ur með Norðurlandaráð sem mála- miðlara. Ef til vdll hafa þeir þá haft í huga sögufrægan fund forseta risaveldanna í Reykjavík haustið 1986 og þá staðreynd aö íslendingar fara nú með forsæti í Norðurlanda- ráði. Svörum kallinu jákvætt íslendingar eiga að leggja sig fram um að styðja sjálfstæðisbar- áttu Eystrasaltsríkjanna. Kröfur þeirra eru reistar á traustum grunni. Þær styðjast í senn vdð rétt þjóða til sjálfsákvörðunar og sögu- legan og siðferðilegan rétt þeirra eftir það sem á undan er gengiö í samskiptum vdð Sovétríkin. í þeim efnum eigum við að beita þeim þunga sem vdð getum á alþjóðavett- vangi og í vdðtölum við sovésk stjórnvöld. Sem forystuaðilar í Norðurlanda- ráði þetta árið ættum vdð að beita okkur fyrir jákvæðum viðbrögðum varðandi óskina um að Norðurlönd miðli málum. Gömul tregðulögmál eða vísan til þess að ráðið hafi formlega séð ekki utanríkismál á verkefnaskrá sinni mega ekki koma í veg fyrir að Norðurlönd leggi sitt af mörkum og rétti Eystrasaltsríkjunum hjálparhönd. Öllum er ljóst að ráðið getur þá fyrst orðið málamiðlari .að einnig sovésk stjórnvöld séu fús til að leita eftir milhgöngu þess. Einmitt Norðurlandaráð sem samtök þingmanna á Norðurlönd- um getur gegnt hlutverki í þessu sambandi sem erfiðara getur verið fyrir Sovétmenn að óska eftir við ríkisstjórnir Norðurlanda. Rétt er í þessu sambandi að minnast heim- sóknar Gorbatsjovs til Finnlands sl. haust þar sem hann vék í ræðum með vdnsamlegum hætti að hlut- verki Norðurlandaráðs til að bæta samskipti Norðurlanda vdð Sovét- ríkin og Eystrasaltsríkin sérstak- lega. Norðurlönd hafa nú sögulegt tækifæri til að taka frumkvæði í að bæta samskiptin í álfunni norð- anverðri og hjálpa til vdð að binda enda á afleiðingar síðustu heims- styrjaldar í næsta nágrenni. Á þessu verkefni eigum vdð að taka af fullri djörfung og stuðla að því að sanngjörn lausn fáist sem fyrst þannig að góð samskipti geti tekist milh Norðurlanda, sjálfstæðra Eystrasaltsríkja og Sovétríkjanna öllum til hagsbóta. Hjörleifur Guttormsson „Á blaðamannafundi umyfirlýsinguna 1. júlí nefndu forsetarnir Island sér- staklega sem vænlegan fundarstað fyr- ir samningaviðræður með Norður- landaráð sem málamiðlara.“ „Aumt er að sjá...“ Ekki sjálfgefið að þeir geti kallað sig hið eina rétta Alþýðubandalag í landinu, segir m.a. í greininni. Hanaslagur Alþýðubandalags- forystunnar í Reykjavík er farinn að vekja þjóðarathygh og aðhlátur. Athæfi hennar er öllum jafnaðar- mönnum, ekki síst á landsbyggð- inni, áhyggjuefni svo ekki sé meira sagt. Fer ekkert á milli mála að „stórfiskaleikur" þessi vekur óvinafagnað. Vandi fyrir vinstri menn Hér er vdssulega vandi á ferðum fyrir vdnstri menn í landinu. En það má þessi ágæta forysta vita að þeir sem trúa í alvöru á frelsi, jafnrétti og bræðralag sætta sig ekki við þau stóryrði, brigsl og bægslagang (ekki síst í fjölmiðlum) er hún hefur látið ganga síðustu missiri. Menn geta verið ósammála um ýmis at- riði. - Þau á að leysa án bumbu- sláttar á torgum. Alþýðubandalagsforystan ein út af fyrir sig getur aldrei orðið stór flokkur, bijóstvöm og baráttuafl sósíahsta og verkalýðs, til þess þarf hún að hafa fólkið með sér. Það næst ekki með þrasi og málefna- snauðum þrætum, heldur mark- vdssri stjóm sem hefur hagsmuni vdnnandi stétta í öndvegi. Hverjir sem standa uppi sem sig- urvegarar (ef hægt verður að tala um einhvern sigur) eftir „Örlygs- staðabardaga“ Alþýðubandalags- forystunnar, geta þeir ekki vænst að það sé sjálfgefið að þeir geti kali- að sig hið eina rétta Álþýðubanda- KjaUariim Guðjón Sveinsson rithöfundur lag í landinu. Nei, svo einfalt er það ekki. Fjöl- miðlaviðtöl, landsfundir og kjör- dæmaráðstefnur úti um dittinn og dattinn leysa ekki vanda vinstri manna á íslandi. Til þess þarf sós- íalískan málflutning og efndir, svo að fólk geti treyst sinni forystu, svo allt launafólk geti sameinast í sterkum flokki með verulegan þingstyrk, sem getur haft veruleg og afgerandi áhrif á uppbyggingu og lífsskilyrði þjóðarinnar Vinnubrögð Alþýðubandalags- forystunnar undanfarið veikja alla þessa möguleika, vekja vantrú sem getur endaö með afneitun. Með títt- nefndum vdnnubrögðum er þessi kjörna forysta að dæma sig úr leik, endar eins og kerlingarnar sem deildu um hvort þúfa ein hefði ver- ið khppt eða skorin. Áframhaldandi lánleysi A- flokka Við þetta fjölmiðlafár Alþýðu- bandalagsforystunnar, sem hæst reis er á Egilsstöðum austur, rifjaö- ist upp fyrir mér að á vordögum 1988 sendi ég blaði mínu, Þjóðvdlj- anum, smáklausu í tilefni þess að mér fannst þá stundina „allur móð- ur af Jóni“ hjá ríkisstjórninni. (Hún hresstist þó eins og Eyvd kall- inn og vdrðist ætla aö þrauka, enda aukist kjarkur við komu Sóla og Óla. Þrátt fyrir það er lánleysi A- flokkanna áframhaldandi, duga hvorki nafnbreytingar né stofnun nýrra félaga.) Klausa þessi endaði á vísukorni, eins konar Krukksspá um framtíð hinna margumræddu „verkalýðsflokka". Eftir útreið þeirra í nýafstöðnum bæjar- og sveitarstjómarkosning- um (með einhveijum staö- og hefð- bundnum undantekningum), finnst mér satt að segja áðurnefnd Krukksspá ætla að rætast, vísu- kornið enn í fullu gildi. e.t.v. Þörf og tímabær aðvörun fyrir þaö fólk sem nú er greinilega búið að tapa ilhlega áttum. Ég læt þennan stutta pisth fylgja hér orðréttan og tek það fram að ritstjórn Þjóðviljans taldi á sínum tíma hann ekki eiga heima í þvd ágæta blaöi. Þegar ég heyrði að ríkisstjórnin (sem aldeihs ætlaði að láta til sín taka) hefði gefist upp á verðstöðv- uninni 1. mars (hafði meira að segja látið Rafmagnsveitur ríkisins kom- ast upp með 50% hækkun hús- hitunarrafmagns á verðstöðvunar- tímum), gefist upp á vaxtalækkun- um, gefist upp á að koma í veg fyr- ir atvinnuleysi í sjávarplássunum, þar sem fjöldi fólks reynir að lifa af 36-38.000 kr. mánaðarlaunum (atvinnuleysisbótum), gefist upp á jöfnun lífskjara, ætlaði ég að skrifa langa grein í „Viðhorf1 um þessi ósköp. Ég komst fljótt að því að það tók því ekki og lét þetta duga: „Aumt er að sjá í einni lest“ A-flokkanna göngurest. Úr drottinssvdkum, doðapest dragast þeir upp fyrir rest. Bregðast krosstré sem önnur. - Svo mörg era þau orð. ES. Ég vænti að Bólu-Hjálmar fyrirgefi mér þann kost sem ég fékk úr hans andlegu nestisskrínu, enda sannfærður um að hann hefur ver- ið sósíahsti yst sem innst. Guðjón Sveinsson „Vinnubrögð Alþýðubandalagsforys- tunnar undanfarið veikja alla þessa möguleika, vekja vantrú sem getur endað með afneitun.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.