Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1990, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1990, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 1990. Fréttir____________________________________________________________________________dv Biðin eftir hjarta- og lungnaígræðslu að styttast: „Hlýhugur vina og vanda- manna ómetanlegur í biðinni“ Attreð Böðvarsson, DV, London; „Ég er nokkuð máttfarin eftir hjarta- þræðinguna en er hress að öðru leyti. Ég bíð bara þohnmóð eftir aö vera keyrð í skyndingu inn á skurð- stofuna þegar rétt líffæri fmnast," sagði Svala Auðbjörnsdóttir, hús- móðir frá Akranesi, þar sem hún hggur á Bromton-sjúkrahúsinu í London. Svala hefur nú beöið í níu vikur á Bromton-sjúkrahúsinu eftir því að handa henni finnist hjarta og lungu. Hún er með sjaldgæfan lungnasjúk- dóm sem gerir það að verkum að lungun vinna ekki nægilegt súrefni. Því verður hjartað að slá hraðar sem aftur veldur þvi að það stækkar. Svala fór í hjartaþræðingu á fimmtudaginn í síðustu viku og þá kom í ljós að allar aðstæður fyrir væntanlega hjarta- og lungnaaðgerð eru mjög góðar. Svala er mjög fram- arlega í forgangsröðinni og útlit fyrir að biðin fari að styttast. Snorri Ólafsson, maður Svölu, er henni til halds og trausts í London. Sagði hann að öll fjölskyldan biði eftir að aðgerðinni lyki og að Svala kæmist heim á ný. „Ég vil þakka sérstaklega öll bréfin og kortin sem ég hef fengið frá vinum og vandamönnum. Þessi hlýhugur er ómetanlegur í þessari erfiðu bið- stöðu. Þá vil ég skila sérstökum kveðjum til barna og bamabarna. Ég hlakka til að sjá þau sem allra fyrst.“ Svala ásamt dóttur sinni, Þorbjörgu, á Bromton-sjúkrahúsinu í London í júní. Snorri, maður Svölu, er nú hjá henni á sjúkrahúsinu. DV-mynd AB Sveitarstjóri ráðinn í Skútustaðahrepp: Lögreglan I Reykjavik hefur skorið upp herör gegn bílstjórum sem aka ytir á rauðu Ijósi. Ómerktum lögreglubilum hefur verið komið fyrir við nokkur gatnamót borgarinnar og í þeim sitja lögreglumenn og fylgjast með því hvort menn aka yfir á rauðu. í nokkurri fjarlægö bíður svo lögreglubill sem stoppar þá sem eru svo bíræfnir að aka yfir á rauða Ijósinu. Vörubíllinn á myndinni slapp þvi ekki eins auðveldlega og hann hélt, hann var stoppaður nokkru siðar og ökumanninum verður gert að greiða sekt fyrir brot sitt. -S Þetta er allt skrípaleikur - segir irdnirihlutafulltrm „Það er mikill hiti í mönnum vegna þessa. Hann sótti ekki um eins og hinir. Þetta er allt skrípaleikur og óhæfa gagnvart þeim sem sóttu um starf sveitarstjóra," sagði Ólöf Hall- grímsdóttir, en hún á sæti í sveitar- stjóm Skútustaðahrepps. Oddviti hreppsins, Sigurður Rúnar Ragnars- son, hefur verið ráðinn sveitarstjóri. í sveitarstjórn Skútustaðahrepps eru fimm fulltrúar. Þrír af F-hsta, einn af K-lista og einn af H-lista. Sjö sóttu um starf sveitarstjóra, einn dró umsókn sína til baka. Sigurður Rúnar var ekki meðal umsækjenda. Á fundinum þegar Sigurður Rúnar var ráðinn sveitarstjóri gengu minnihlutafulltrúarnir af fundi. „Við gerðum það vegna þess aö upphaflega tillaga F-hstans var að auglýst yrði eftir sveitarstjóra. Um- sækjendumir voru ágætisfólk. Á fundinum voru þau kynnt htihega, þeim var ekki hafnað. Síðan var lesin upp tihaga, frá F-listanum, um að Sigurður Rúnar Ragnarsson yrði ráðinn sveitarstjóri. í fundarsköpum fyrir Skútustaðahrepp segir að öh gögn og tillögur, sem skipta máh, skuh send með fundarboðum. Vegna þess hvernig staðið var að þessu gengum við af fundi þegar umræðum um þetta mál var lokið,“ sagði Ólöf Hallgrímsdóttir. „Ég er hissa á þessari ákvörðun og tel að það hafl ekki verið efni th hennar. Mér líst ekki á framhaldið ef minnihlutinn ætlar að ganga af fundum ef hann fær ekki vilja sínum framgengt. Þó auglýst sé eftir sveit- arstjóra fylgir því ekki skuldbinding um að einhver umsækjenda verði ráðinn. Það var ákvörðun meirihlut- ans að ráða mig í starfið. Það er al- gengt að þetta form sé haft á - það er að hafa póhtískan sveitarstjóra. Það hefur gefist vel, tíl dæmis í Reykjavík. Þrátt fyrir að samstarfið hafi farið svona af stað vonast ég eft- ir góðu samstarfi við minnihlutann. Við þurfum frekar samvinnu en sundrung í þessu sveitarfélagi," sagði Sigurður Rúnar Ragnarsson, oddviti og sveitarstjóri í Skútustaða- hreppi. -sme/FB Landsvirkjun heimiluð lántaka? Ákvörðunin óháð staðarvali - segir JónSigurðssoniðnaðarráðherra „Þessi ákvörðun er alveg óháð staðarvali," sagði Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra í morgun. Stjórn Landsvirkjunar hefur óskað eftir að ríkisstjórnin gefi formlegt svar um hvort Landsvirkjun fá að taka erlend lán til að hefia undirbúning virkjana- framkvæmda vegna álvers. Framsóknarflokkurinn fundaði í gær og samþykkti að heimila Lands- virkjun að taka 100 mihjóna króna lán vegna undirbúningsfram- kvæmda næstu tvo mánuðina. Stein- grímur Hermannsson sagði að þing- menn flokksins væru þeirrar skoð- unar aö álverið skyldi staðsett utan höfuðborgarsvæðisins vegna byggðasjónarmiða. Tahö er að Alþýðubandalagið geri svipaða krofu en ljóst er að andstað- an þar er meiri. Alþýðuflokkurinn lýsti fullum stuðningi við stefnu iðn- aðarráðherra og Borgaraflokkurinn mun funda um máhð í dag. Samkvæmt forkönnun er talið að Keilisnes sé hagkvæmasti kosturinn varðandi staðsetningu álvers. Talað er um að þar geti munað 120 til 240 milljónum króna. Ef þessar kostnað- aráætlanir reynast réttar er ljóst að erfitt verður að koma til móts við byggðasjónarmið nema stjórnvöld grípi þar inn í. Endanlegt staðarval er háð samningum milli ríkisstjórn- arinnar og Atlantal-hópsins.-pj Rikisstjóm: Glímt við vísitöluna Ríkisstjómin tók ekki ákvörðun um aðgerðir til lækkunar fram- færsluvísitölunnar í gær. Á mánudag verður fundur með Alþýðusamband- inu og vinnuveitendum og búist er við ákvöröun fljótlega upp úr því. Eins og DV hefur skýrt frá er einkum rætt um að flýta afnámi virðisauka- skatts á bókum, frestun á hækkun bensíngjalds og lækkun jöfnunar- gjalds á innflutningi. Hugmyndir um hækkun gengis hafa fengið mjög lít- inn hljómgrunn. -gse Hálendisvedur í útvarpi Veðurstofan hefur tekiö upp sér- staka þjónustu við ferðamenn yfir sumartímann. Hún er fólgin í því að tvær nýjar veðurstöðvar senda Veð- urstofunni skeyti og veðurhorfur fyrir hálendið. Verða þær lesnar í útvarpi og munu heyrast í símsvara Veðurstofunnar. Nýju veðurstöðvarnar eru á Sprengisandsleið, við suðurenda Stóravers, og við Snæfehsskála, milli Snæfells og Sauðahnúka. Veðurhorfur fyrir hálendiö verða lesnar með útvarpsfréttum klukkan 8 og 9 á morgnana og í enskum frétta- tíma klukkan 7.30. Þá má hringja í símsvara í síma 99 06 01, fyrir skífu- síma, og 99 06 001, fyrir takkasíma. -hlh Krossanes verksmiðj an: Niðurstöðu að vænta í dag Vogar á Vatnsleysuströnd: Kona ráðin sveitarstjóri Eigendur Krossanesverksmiðj- unnar á Akureyri funduðu um fram- tíö hennar í gærdag en án þess að niðurstaða fengist. Annar fundur er boðaður eftir hádegi í dag og er þá að vænta endanlegrar niðurstöðu. Tvö sjónarmið eru ríkjandi í um- ræðunni: Annaðhvort að leggja fiár- magn í verksmiðjuna til framtíðar og taka áhættuna af því eða að hverfa frá enduruppbyggingu hennar, selja hluta eignanna og breyta verksmiðj- unni í fiskimjölsverksmiðju. Krossanesverksmiðjan eyðilagðist í miklum bruna um áramót. Endur- uppbygging hefur átt sér stað síðan en kostnaðaráætlanir hafa farið úr böndunum. Akureyrarbær er lang- stærsti hluthafinn. -hlh Jóhanna Reynisdóttir hefur verið ráðin sveitarstjóri Vatnsleysu- strandarhrepps. Umsækjendur voru átján. Jóhanna hefur tekið til starfa. Jóhanna var útibússtjóri Verslun- arbankans og síðar íslandsbanka í Keflavík. Hún er 32 ára gömul og gift Ólafi Ólasyni múrarameistara. Á síðasta kjörtímabili voru aðeins þrjár konur sveitarstjórar, á Raufar- höfn, Grenivík og Súðavík. Engin kona var bæjarsfióri og engin kona hefur verið ráðin bæjarstjóri á þessu kjörtímabili. -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.