Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1990, Blaðsíða 12
12
FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 1990.
Spumingin
Hefurðu komið
í Bláa lónið?
Elísabet Sigurðardóttir viðskipta-
fræðingur: Nei, en ég stunda laug-
amar mikið.
Guðni Finnsson, atvinnulaus: Nei,
það hef ég ekki gert. Mig langar að
fara en þarf að gefa mér tíma.
Charlotta Hauksdóttir afgreiðslu-
stúlka: Já, ég hef einu sinni komið
þangað og það var æðislega fínt.
Auður Kristjánsdóttir skrifstofu-
maður: Já, en ég fer ekki oft. Það er
alveg æðislegt þar í sólskini.
Hreiðar Albertsson bifreiðarstjóri:
Já, en hef ekki synt þar. Mér leist
vel á það og er alltaf á leið ofan í.
Grímur Grimsson leigubilstjóri: Ekki
ofan í en er alltaf á leiðinni þangað.
Lesendur_____________________________________________________________pv
Allt á reiðiskjálfi hjá Stöð 2:
Undanfari gfaldþrots?
Þórður Sigurðsson skrifar:
Ég hugsa að fleiri en ég hafi orðið
undrandi þegar forsvarsmenn Stöðv-
ar 2 komu fram á fréttum sjónvarps
í gærkvöldi (10. júlí) og tilkynntu að
eigendur Stöðvarinnar ætluðu að
krefja svokallað Eignarhaldsfélag
Verslunarbankans skýringa á mis-
ræmi sem nú kæmi fram í endur-
skoðuðum ársreikningum síðasta
árs hjá Stöð 2. - Voru þarna virkilega
tveir helstu forvígismenn í viðskipta-
lífi íslendinga að segja að þeir hefðu
keypt köttinn í sekknum og ekki
uggað aö sér frekar en venjulegur
„meðal-Jón“, sem er legið á hálsi fyr-
ir aðgæsluleysi í viðskiptum?
í fréttinni kom fram, svo og daginn
eftir í blöðum, að öll eru þessi við-
skipti núverandi eigenda Stöðvar 2
og Verslunarbankans með þeim ein-
dæmum að þar er eins og börn hafi
um fjallað en ekki vitibornir menn
með fjármálareynslu að leiðarljósi. -
Kynntu menn sér ekki ástand rekst-
urs Stöðvar 2 áður en gengið var að
kaupunum? Lá svona einstaklega
mikið á að komast yfir þennan f]öl-
miðil? Óverðtryggð og óveðtryggð
hlutabréf hluthafa upp á 24 milljónir
króna til 15 ára og afborgunarlaus
til 1994 eru sögð hafa komið fram í
uppgjöri síöasta árs og hlotið stað-
festingu nýrra hluthafa og Verslun-
arbankans!
Forsvarsmenn Stövar 2 staðfesta
að upplýsingar sem nú komi fram
hafi ekki verið tiltækar á sínum tíma
og það sé ein ástæða þess hvemig
nú sé komiö! En hvers vegna í ósköp-
unum voru menn þá að ganga til
samninga um kaup á einhverju sem
ekki var vitað um? Það er nú líka til
dálítið sem heitir að skrifa undir
Það voru þeir Jóhann J. Ólafsson, stjórnarformaður Stöðvar 2, (t.v.) og Þorvarður Eliasson sjónvarpsstjóri (t.h.)
sem upplýstu fréttamenn um innanhússástand í fjármálum fyrirtækisins.
samning með fyrirvara! - Var ekkert
kannað til fullnustu?
Og nú er Stöðin orðin „stekkur".
Lítið af auglýsingum, lítið um skil á
myndlyklagreiðslum (ef dæma má
af stöðugum auglýsingum til notenda
um að greiða), notendur sem hætta
mánaðaráskrift verða að greiöa 500
króna aukagjald til að geta horft á
ný (hvað segðu áskrifendur dagblaða
við því fyrirkomulagi?) og nýir
myndlyklar eru ekki lengur fjölnota
heldur miðast við það eitt að þjóna
Stöð 2.
„Samkomulag nýrra eigenda
Stöðvar 2 og Eignarhaldsfélagsins og
íslandsbanka er með eindæmum
stirt um þessar mundir“, er haft eftir
stjórnarformanni Stöðvarinnar. - Er
það nokkur furða, ef nýir eigendur
hafa verið plataðir af forsvarsmönn-
um í virtum lánastofnunum?
Forsvarsmönnunum þeim hefur þó
láðst að láta skrifa undir samkomu-
lagið sem náðist í mars fyrr á árinu
þegar bráðabirgðauppgjör lá fyrir
um „skilninginn" sem var ríkjandi
um að ekki yrði um frekari eftirmál
að ræða. - Það væri kaldhæðnislegt
ef Stöð 2 þyrfti að leggja upp laupana
því hún var þó þegar á allt er litið
leiðarsteinn í frelsi ljósvakaíjölmiðl-
unar hér á landi. Gjaldþrot þessa
umdeilda fyrirtækis væri átakanlegt
áfall og þungur dómur yfir frammá-
mönnum í íslensku viðskiptalífi.
Lausn á húsnæðisvanda Alþingis:
í sömu götu eru þrjú hús...
Stefán Stefánsson skrifar:
Ég vil koma á framfæri hugmynd
sem ætti að geta komið sér vel fyrir
Alþingi og mætt vanda þess í hús-
næðisskorti sem að sögn er afar mik-
iU. Það eru þó ekki allir sem vilja
taka undir það og er ég einn þeirra.
- Ég lýsi einnig ánægju minni með
að Reykjavíkurborg skyldi kaupa
Hótel Borg og bjargað þó því húsi frá
því að verða dauð stofnun mestan
hluta ársins eins og Alþingishúsið er.
í miðborginni eru víða óhrjáleg hús
og kumbaldar sem ekkert hggur ann-
að fyrir en að rífa svo að þeir hætti
að fara fyrir brjóstið á gangandi veg-
farendum innlendum og erlendum
sem um borgina fara. í sömu götu
og Alþingishúsið, Kirkjustrætinu,
eru þrjú hús. Þessi hús, ef hús skyldi
kalla, eru í beinni línu og framhaldi
af Alþingishúsinu. Húsin eru fremur
óhijáleg og viðhald takmarkað. -
Þessi hús ætti Alþingi að bjóðast til
að kaupa og byggja síðan þama á
lóðunum - ef yfirleitt er ætlast til að
meira lóðarými verði eytt til umsvifa
Alþingis en orðið er.
Þarna yröu slegnar tvær flugur í
einu höggi ef svo má segja; aö forða
þremur húskofum í einu frá augum
borgarbúa og leysa vanda Alþingis í
sömu andrá. - Ef Alþingi fær ekki
leyfi til að byggja þama gæti það allt
eins leigt aðstöðu fyrir starfsemina
til bráðabirgða af eigendum hú-
sanna.
Æskilegast væri þó að drifið yrði í
að koma á nýrri kjördæmaskipan
með einmenningskjördæmum og
fækka um leið þingmönnum umtals-
vert, eða niöur í svo sem 40 þing-
menn. En þar til það mikla hags-
munamál veröur afgreitt em áður-
nefnd hús tilvalin til að nota fyrir
starfsemi þingsins.
Húsin þrjú sem getiö er um í bréfinu.
húsin," segir bréfritari m.a.
.Alþingi ætti að bjóöast til að kaupa
Lánskjaravísitalan
K.K. skrifar:
Hár hiti lækkar ekki þótt hita-
mælirinn sé brotinn. Sama gildir
um verðbólguna. Ekki minnkar
hún þótt mælikvarðinn á hana,
lánskjaravísitalan, sé lagður niður.
- Annað mál er hvernig lánskjara-
vísitalan er notuð. Ef lánskjaravisi-
talan yrði lögð niður myndu út-
lánavextir hreinlega miðast við
breytingar á öðmm verðvísitölum
eins og t.d. vísitölu framfærslu-
kostnaðar eða vísitölu byggingar-
kostnaðar. - Það væri þá eins hægt
að banna starfsmönnum Hagstof-
unnar að reikna þessar vísitölur.
Þótt lánskjaravísitalan sé sérís-
lenskt fyrirbrigði eru raunvextir
það ekki því í flestum ríkjum heims
em almennir útlánavextir 5-10%
hærri en verðbólgan. Telja verður
útilokað að almennir vextir á ís-
landi eigi eftir að vera lægri en
nemur verðbólguhraðanum, eink-
um og sér i lagi vegna þess hversu
mikiö íslendingar skulda erlendis.
Erlendu lánin era að fullu gengis-
tryggð og meö 5-10% raunvöxtum.
Hreint og klárt betl er að biðja um
fé að láni með svo lágum vöxtum
að höfuðstóll lánsins brenni upp á
báli verðbólgunnar sem er sannar-
lega ekki úr sögunni þótt hún hafi
mælst eitthvað innan við 10% í
nokkra mánuði þegar ýmsar þjóðir
hafa búið við 2% verðbólgu árum
saman. - Það eru glámskyggnir
menn sem skilja þetta ekki.
Síðan almenn verðtrygging var
tekin upp með Ólafslögum, árið
1979, hefur sparifé stóraukist.
Mætti þó aukast enn meira og
koma í stað skulda okkar erlendis.
Ef hætt yröi t.d. að verðtryggja út-
lán lifeyrissjóðanna yrðu þeir ekki
lengi að fara fyrir bí og hvernig
ættu þeir þá að gegna skyldum sín-
um gagnvart sjóðsfélögum sem eru
væntanlega því sem næst allir
landsmenn? - Vart dytti nokkmm
manni í hug að kaupa óverðtryggð
ríkisskuldabréf sökum gamallar
reynslu.
Ljóst er því að hjá einhvers konar
verðtryggingu verður ekki komist
nema einhver töframaður kunni
ráð til að verðtryggja innlán en
hafa útlán óverðtryggð og gera
þannig öllum til geðs.
500 krónur fyrir að opna:
Takmörk fyrir öllu
Þórunn hringdi:
Ég tek heils hugar undir það sem
kemur fram í bréfi frá Gunnari
Jónssyni í DV í dag (11. júlí) um
opnunargjald Stöövar 2 sem farið
er að taka fyrir að opna fyrir mynd-
lykil ef áskrifendur taka sér frí í
einn eða fleiri mánuði á ári.
Þeir hjá Stöð 2 töluðu manna
mest um einokunina hjá Ríkissjón-
varpinu og töldu henni allt til for-
áttu, m.a. það að þurfa að greiða
afnotagjald hvort sem menn vildu
eða vildu ekki horfa á þá stöð. -
Nú finnst mér Stöð 2 sækja í sama
farið og Ríkissjónvarpið hvað varð-
ar áskrift og kvaðir sem henni
fylgja.
Hinar frjálsu stöðvar verða að
bjóða eitthvað annað en ríkið og
það hefur hingað til verið eitt
stærsta trompið hjá Stöð 2 að hægt
hefur verið að velja hvort maður
vill sleppa úr mánuði eða svo þegar
manni hentar. Það era náttúrlega
takmörk fyrir ölln en ef þessi val-
kostur hverfur er litið eftir af for-
réttindum áskrifenda Stöðvar 2.