Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1990, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1990, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 13. JÚLl 1990. 7 Fréttir Kaupmáttarrýrnun síðustu tveggja ára: Kaupmátturinn hefur rýrnað um 16 prósent - vantar rúmar 24 þúsund krónur í umslag meðalmannsins Á undanfornum tveimur árum hefur kaupmáttur meðallauna eftir skatta rýmað um 16 prósent. í lau- naumslag meðalmannsins vantar um 14.650 krónur, þegar skatturinn hefur tekið sitt, til að launamaður- inn geti keypt það sama fyrir mán- aöarvinnu sína og honum tókst í ársbyrjun 1988. Þetta má lesa af fréttabréfi kjara- rannsóknarnefndar en í því er fjall- að um laun og kaupmátt félaga í Alþýðusambandinu. Kaupmáttur meðallauna lækkaði um 10 prósent frá fyrstu mánuðum 1989 fram til fyrstu mánaða þessa árs. Meðal- laun í ár eru ekki nema 93.589 krón- ur á mánuði en væru 104.017 krón- ur ef þau hefðu haldið kaupmætti sínum. Kaupmáttarrýrnun jafn- gildir því um 10.428 krónum á mán- uði eða rúmlega 125 þúsund krón- um á ársgrundvelli. Þetta segir þó ekki alla söguna. Vegna skattahækkana ríkisstjóm- arinnar hefur kaupmáttur launa eftir skatt lækkað enn frekar. Sá sem fékk 93.589 krónur í mánaðar- laun á fyrstu mánuðum ársins hélt eftir 77.120 krónum þegar skattur- inn var búinn að taka sitt. Fyrir ári voru mánaðarlaun að meðaltah 84.967 og sá sem þau fékk hélt eftir 70.742 krónum. Ráðstöfunarfé þessa manns hefur því ekki hækk- að um nema 9 prósent á sama tíma og verðlag hefur hækkað um 22,4 prósent. Kaupmáttarrýmun með- allauna eftir skatt er því ekki 10 prósent heldur rétt tæplega 11 pró- sent. Ef htið er til síðustu tveggja ára þá hefur kaupmáttur meðallauna rýrnað um 13,4 prósent. Það vantar því 14.506 krónur í launaumslag meðalmannsins. Þegar skatturinn hefur tekið sitt verður kaupmátt- arrýrnunin enn meiri eða rétt 16 prósent. í stað þess að hafa 91.773 krónur milli handanna í upphafi mánaðar hefur meðalmaðurinn einungis 77.120 krónur eins og áður sagði. Miðað við óbreytt skattahlutfall þyrfti því að hækka laun meðal- mannsins úr 93.589 krónum í 117.793 krónur. Mismunurinn er 24.204 krónur. Ef af þessari kaup- hækkun yrði færu 14.653 krónur í að bæta launamanninum upp kaupmáttarrýrnunina en 9.551 króna í að vega upp skattahækkun- ina. -gse Frá upptökum á Framlögum á dögunum. DV-mynd GVA Framarar syngja Framlög inn á hljómplötu Framarar eru í óða önn að hljóð- rita ýmis lög sem koma munu út á plötum og kassettum í lok mánaöar- ins. Mun plata þessi bera aiafnið Framlögin. Auk liðsmanna og stjórnarmanna úr Fram koma ýmsir gamalkunnir Framarar við sögu. Þannig er öllu stjórnað af Þorgeiri Ástvaldssyni. Þá syngja þau Pétur Kristjánsson, Helga Möller, Egill Ólafsson, Helgi Bjöms- son og Ómar Ragnarsson með. Eitt laganna er þegar farið að heyrast á ljósvakanum, Stöngin inn. Það er kannski ekki hreinræktað Framlag þar sem KR-ingurinn og rauða ljónið Bjarni Fel er í einu aðalhlutverka. | AL VÖRUBÍLL í \ EVROPU KOSTAR \ \ ÓTRÚLEQA LÍTIÐ j SÞegar ekið er um hraðbrautir Evrópu er geysilegur munur að vera á stórum, kraftmiklum og þægilegum bíl. | Þetta vita allir. Það sem kannski ekki allir vita er að hjá Arnarflugi Ser ótrúlega lítill verðmunur á Citroen AX og Ford Scorpio. Flug og Ford Scorpio í fimm daga kostar frá kr. 26.600. B Lágmúla 7, sími 91-84477. Flugstöð Leifs Eiríkssonar, simi 92-50300. \

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.