Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1990, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1990, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 1990. 5 DV Raufarhöfn: Trillukarlar tapa „Á vorvertíðinni tapaði hver trillu- karl að meðaltali 700 til 800 þúsund krónum á því að selja fiskkaupend- um hér á Raufarhöfn aflann í stað þess að keyra hann á fiskmarkaðinn á Dalvík. Við búumst við að tapið verði svipað í sumar ef við höldum áfram að selja aflann hér. Það er því verið að neyða okkur til að keyra aflann á fiskmarkaðinn á Dalvík í stað þess selja hann til Fiskiðjunnar hér á Raufarhöfn eða til saltfiskverk- endanna tveggja hér á staðnum," sagði Árni Pétursson, trillukarl á Raufarhöfn. Trillukarlar á Raufarhöfn eru mjög óhressir með það verð sem þeir fá greitt fyrir afla sinn í heimahöfn. Á vorvertíðinni fengu þeir um 41 krónu fyrir kílóið af þorski. Á meðan var verið að selja kílóið á fiskmarkaðn- um á Dalvík fyrir 70 til 80 krónur. í lok maí skrifuðu 12 trillukarlar stjórn Fiskiðjunnar bréf og fóru fram á hækkun á fiskverði. Fjórum vikum síðar fengu þeir svar og var þá boðin 10 prósent hækkun og 5 prósent til viðbótar ef þeir þvæju aflann á bryggjunni og ísuðu hann í kör. Mið- að við þessa hækkun hefðu þeir feng- ið 47 til 48 krónur fyrir kílóið af óís- uðum fiski en um 50 krónur fyrir ísaðan fisk. „Það er ómögulegt fyrir okkur að þvo aflann á bryggjunni og ísa hann niður í kör til að ná hitastigi hans niður í 2 til 3 gráður eins og Fiskiðjan fer fram á. Þessi fimm próSent auka- hækkun er því boðin til einskis," sagði Jónas Pétursson trillukarl. „í vor stóðu trillukarlar á Þórshöfn í sama stappi við fiskkaupendur þar og því lauk með því að þeim vom boðnar um 53 krónur fyrir kílóið af þorski. Við hefðum sætt okkur við að fá 50 króna grunnverð fyrir hvert kíló af óísuðum fiski en það stendur ekki til boða.“ „Við getum ekki boðið trillukörlum hærra verð en við höfum þegar gert. Ef við hækkum okkur-meira þá verð- ur einfaldlega tap á fiskvinnslunni. Nú þegar höfum við boðið þeim 47 til 48 krónur fyrir kílóið af óísuðum Mikið hefur verið unnið að fegrun Vestmannaeyjabæjar i sumar og það hefur mælst vel fyrir í góðviðrinu undan- farnar vikur. Fréttamaður DV gekk um daginn fram á þessar stúlkur, sem voru að gróðursetja blóm, og svo var áhuginn mikill að þær gáfu sér vart tíma til að lita upp. DV-mynd Ómar Garðarsson Fréttir milljónum tveggja kílóa þorski og það er það hæsta sem við getum farið. Þetta er svipað verð og við borgum fyrir afl- ann úr togaranum Rauðanúpi sem gerður er út héðan af staðnum. Það er hreinlega betra fyrir okkur að fá ekki þann fisk sem trillukarlarnir veiða heldur en kaupa hann og tapa á honum. Því munum við ekki bjóða hærra verð. Ef trillukarlarnir telja sig geta fengið hærra verð annars staðar er það þeirra mál hvort þeir vilja frekar selja aflann þar en selja okkur hann,“ sagði Gunnar Jónsson, verkstjóri hjá Fiskiðjunni. Alls eru gerðar út 20 trillur á Rauf- arhöfn og eiga þær eftir um 300 tonn af árskvóta sínum. „Við erum ekki að fara fram á jafn- hátt verð og greitt er á fiskmarkaðn- um á Dalvík. Þess í stað erum við að biðja um að okkur verði greitt eitthvert milliverð til þess að taka af sárasta broddinn. Það er ekki með glöðu geði aö við förum að keyra afl- ann inn til Dalvíkur og selja hann þar. Við viljum miklu frekar selja hann hér á Raufarhöfn því það skipt- ir máli fyrir atvinnulífið á staðnum að hann sé unninn hér. Hins vegar getum við ekki sætt okkur við að tapa hundruðum þúsunda króna á vertíöinni með því að selja Fiskiðj- unni afla okkar,“ sagði einn trillu- karlinn sem DV hafði samband við. -J.Mar Grindavík: Tveimur tonnum af blýi stolið Tæpum tveimur tonnum af blýi var stolið frá netagerð í Grindavík fyrir nokkru. Fyrrverandi starfs- maður netagerðarinnar stal blýinu í skjóli nætur þar sem það var geymt á brettum fyrir utan fyrir- tækið. Blýið bar hann yfir á pallbíl og ók því til Reykjavíkur þar sem hann seldi málmsteypufyrirtæki það morguninn eftir. Söluverðmæti blýsins var tæpar 80 þúsund krónur og var það borg- að með ávísun sem þjófurinn skipti samdægurs í banka í Kópavogi. Þegar þjófnaðurinn uppgötvaðist vaknaði fljótlega grunur um að ákveðinn maður ætti hlut að máli og handtók lögreglan hann skömmu síðar. Játaði maðurinn stuldinn og borgaði bankanum peningana en hann endursendi ávísunina til málmsteypunnar og skilaði hún svo blýinu til réttra eig- enda. -J.Mar Mikil hækkun á freðf iskmarkaði í Bandaríkjunum Samkvæmt áreiðanlegum upplýs- ingum er markaður fyrir frosinn fisk mjög góður, hvort heldur er í Banda- ríkjunum eða Evrópu. Bandaríkin Mikil hækkun hefur orðið á freð- fiskmarkaðnum í Bandaríkjunum á síðastliðnu ári. Til dæmis hefur þorskblokkin hækkað um allt að 30%. Þorskblokkin er um þessar mundir seld á 2,30 dollara pundið og hefur farið hækkandi. í íslenskum krónum eru þetta 320 kr. kg. Aðrar tegundir hafa hækkað svipað nema rækjan sem hefur verið heldur erfið nú síðustu vikurnar og verðið lækk- að heldur. Mikið framboð hefur verið af rækju og þar sem markaðslögmál- iö ræður hækkar og lækkar verðið eftir því hvað framboðið er mikið. Sölumenn segja að hægt sé að selja tvöfalt það magn sem í framboði er, svo mun vera á flestum mörkuðum sem íslendingar selja á. Evrópa Mjög gott verö er á freðfiski á Evr- ópumarkaðnum um þessar mundir og hefur svo verið um nokkurn tíma. Til dæmis hefur þorskblokkin hækk- að um allt að 60% og virðist fara hækkandi. Ekki mun þessi hækkun vera kom- in til neytandans og er allt í óvissu um hvernig fer með neysluna þegar hækkunin er komin fram að fullu. Sérstaklega er þetta viðkvæmt vegna þess að hækkunin hefur verið nokk- uð ör. Blokkin er á nokkru hærra verði í Evrópu en í Bandaríkjunum og hefur farið hækkandi enn sem komið er. Sama er um rækjuna í Evrópu og Bandaríkjunum, að mikið framboð hefur valdið því að verðið er lægra en verið hefur. Mjög lítið hefur verið selt af fiski til Bretlands að undanfórnu. Aðalor- sök þess er aflatregða. Margir eiga lítið eftir af kvótanum og vilja sumir geyma hann til haustsins í von um hækkandi verð. Frá því á fóstudag- inn var hefur aðeins eitt skip selt afla sinn í Bretlandi, er það Börkur NK. Hann fékk gott meðalverð, þó fóru sumar tegundir á lágu verði. Bodö Ufsaveiðin hefur gengið illa hjá skipum frá Finnmörku. Um þessar mundir er aflinn aöeins helmingur þess afla sem var búið að veiða á sama tíma á síðasta ári. Mik- il eftirspurn er eftir söltuðum ufsa- flökum og frystum. Enn sem komið er hefur verið lágmarksverð en búist er við að ufsinn fari á uppboðsmark- að, ef allt fer sem horfir. Nokkur fjöldi báta tekur þátt í veið- unum og talið er að þeir séu um 40 um þessar mundir. Kvóti fyrir ufsa er alls 41.000 tonn en aðeins hafa veiðst 6.000 tonn til þessa. Nýlega hafa ýsumiðin verið opnuð og tekur mikill fjöldi skipa þátt í veið- inni, ekki síst vegna rækjuveiði- bannsins. Erfitt er að segja til um hvað kvót- inn endist lengi, því hann þykir smátt skammtaður. Skotland Skoskur lax var framleiddur fyrir 10 milljarða ísl. kr. í Skotlandi síð- asta ár. Alls voru framleidd 28.500 tonn í eldisstöðvunum. Sáralítill inn- flutningur var á laxi til Skotlands. írland Á síðasta ári framleiddu írar 6 þús- und tonn af eldislaxi sem seldist fyr- ir 1,5 millj. kr. Ekki er gert ráð fyrir mjög hraðri aukningu á eldislaxi hjá þessum þjóðum. París Að undanförnu hefur borist á Rungismarkaðinn eldissandhverfa sem selst á mjög háu verði og virðist ekki síðri kostur en eldislaxinn. Verðið er um 55-60 fr. kg, eða 605 -695 kr. kg. ísl. Að undanförnu hefur verið á mark- aðnum íslenskur lax sem hefur feng- ið sérstakt lof fyrir gæði. Pakkningar hafa vakið athygli og vonandi helst það álit sem þessi tegund hefur áunn- Fiskmarkaðir Ingólfur Stefánsson iö sér hjá kaupendum. Aftur á móti hefur verið á markaðnum norskur lax í mjög slæmu ástandi, bæði illa ísaður og hrognafullur. Endursagt og stytt úr Fiskaren. Bodö Rækjuveiðimenn eru öskureiðir yfir rækjuveiðibanni á hávertiðinni. Veiðin hefur verið með því besta sem gerst hefur um margra ára skeið. Skipin verða að liggja 10 daga í höfn og veiðin hefst ekki aftur fyrr en að þeim tíma liðnum. Allir fá þó leyfi eftir 6. ágúst. Verðið hefur lækkað að undanförnu vegna of mikils fram- boðs. Á skipunum eru 3-6 manna áhöfn og fara þeir allir á atvinnuleys- isbætur. Endursagt og stytt úr Fiskaren. Ameríkulúxus Stór togari frá Ulsteenverk var af- hentur eigendum 15. júní 1990. Hinir amerísku eigendur hafa þar með tek- ið í notkun stærsta togara heims, 5000 lestir að stærð. Skipinu er ætlað að veiða al- askaufsa við strendur Alaska. Eig- endur eru Alaska Ocean Seafood. Af 50 skipum, sem stunda þessar veiðar, er þetta langstærsta skipið. Það er 118 metra langt og 18 metra breitt og hefur geymslurými fyrir freðfisk allt að 4000 rúmmetra og 800 rúmmetra fyrir fiskimjöl. íbúðir áhafnar eru einstæðar í fiskiskipaflotanum, hver maður hef- ur sérherbergi með baði þar sem er bæði baðker og sturta. Innréttingar eru taldar einstakar hvað varðar liti og efni. 60 manna kvikmyndasalur er fyrir áhöfnina, auk fundarsalar með bar, en áfengir drykkir eru ekki veittir þar. Einnig er leikfimisalur, golfvöllur og sérstakt afslöppunar- herbergi með háfjallasól. Um mán- aðamótin júní-júlí fengu sömu eig- endur síðasta skipið af fjórum sem skipasmíðastöðin hefur endurbyggt fyrir umrætt útgerðarfélag. Áætlað er að hægt sé að vinna úr 500 tonnum af ufsa á sólahring og úr því er talið aö fáist 100 tonn af súrimi. í styttu máli úr Fiskaren. Gámasölur í Bretlandi 2.7.-6.7. 1990 Seltmagn Verði Meðalverð Söluverð Kr. Sundurliðun eftirteaundum:j<g erl. mvnt pr. ko isl. kr.pr. kg Þorskur 308.141,50 388.140,90 1,26 40.575.970,34 131,68 Ýsa 379.621,25 480.660,20 1 26 50.235.131,25 132,33 Ufsi 51.839,00 24.817,80 0,48 2.597.643,27 50,11 Karfi 44.762,50 35.386,42 0 79 3.713.260,26 82,95 Koli 66 779,00 65.034,80 0,97 6.806.854,77 101,93 Grálúða 390,00 516,80 1,33 53.917,74 138,25 Blandað 81.160.50 102.818,80 1,27 10.761.122,41 132,59 Samtals: 932.693,75 1.096.781,92 1,18 114.743.920,83 123,02 Gámasölur í Þýskalandi í júní Sundurliðun eftir teaundum: Selt magn ka Varðí erl. mvnt Meðalverð pr- kg Söluverð isl- kr. Kr. pr. kg Þorskur 18.459,00 52.685,40 2,85 1.880.711,78 101,89 Ýsa 20.556,00 67.194,94 3,27 2.398.659,12 116,69 Ufsi 300.921,00 707.725,71 2,35 25.263.698,82 83,95 Karfi 341.664,00 1.100.382,50 3,22 39.280.376,11 114,97 Koli 593,00 1.747,10 2,95 62.366,26 105,17 Gráðlúða 92.060,00 283.072,56 3,07 10.104.846,84 109,76 Blandað 82.500,00 116.425,02 1,41 4.156.026,27 50,38 Samtals: 856.753,00 2.329.233,23 2,72 83.146.685,20 97,05

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.