Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1990, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1990, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 1990. Útlönd Frá jarðskjálftanum mikla { San Francisco i október sfðastliðnum. Simamynd Reuter Svo virðist sem Kalifomíubúar hali ekki einvörðungu hjúfrað sig sam- an í myrkrinu er rafmagnið fór af í San Francisco í kjöifar jarðskjálílans mikia í október siðastliðnum. Eins og allir muna greip um sig mikil skelf- ing er jarðskjálftinn mikli reið yíir og hús tóku að hrynja. Rafmagns- iaust var um nokkum tíma í borginní og nærliggjandi svæðum. Læknir í San Francisco telur rafmagnsleysið og myrkrið því samfara hafi haft áhrif á mannfjölgun í borginni. Nú sé svo komið, rúmum niu mánuöum síðar, aö bamsí'æðingar em i algjöra hámarki. Um 25 prósent fleiri fæöingar eru um þessar mundir en nokkum tíma áður. Og enga aðra skýringu finnur læknirinn á þessari fjölgun fæöinga en myrkriö í kjðlfar jarðskjálftans. Simamynd Reuter Heimsókn framkvæmdastjóra NATO, Atlantshafsbandalagsins, Man- freds Wörner, tii Sovétrikianna um helgina er söguleg stund en það verð- ur í fyrsta sinn sem framkvæmdastjórí hins vestræna hemaöarbandalags fer þangað í opinbera heimsókn. Wörner hefur í farteskinu friðaryfirlýs- ingu frá nýafstöðnum leiötogafundi NATO og mun reyna að fullvissa Gorbatsjov Sovétforseta um friðarvijja vestrænna ríkja. Á fundum sínum með sovéskum ráöamönnum mun Wömer einnig leggja áherslu á aö aöild sameinaðs Þýskalands aö Atlantshafsbandalag- inu ógni ekki öryggishagsmunum Sovétríkjanna. „Pílumadurinn(í fundinn Lögreglan í New York telur sig haía haft hendur i hári „pílumanns- ins" svokallaöa sem gengið hefur um götur Manhattan og blásið örvum í afturenda ungra kvenna. Maðurinn, sem grunaður er um verknaðina, er 33 ára sendisveinn og er hann sagður hafa gefið sig sjálfur fram við lögregiuna. Hann hefur ónáðað 52 konur með fyrrgreindum hætti á siðustu vikum. Lögreglan segist ekki hafa neínar skýringar á athæfinu. Pólskar fjölskyldur fá aðstoð Búist er við að þriöja hver fjöl- skylda I Póliandi muni fá eínahags- aðstoð frá ríkisstjórn landsins á næstunni en aðstoðin er liður í að reyna að rainnka erfiðleika þegn- anna eftir að mikið spamaðartíma- bil og skömmtunarkerfi hefur ríkt. Ráðgert er aö um þrir milljaröar íslcnskra króna verði settir í þetta verkefni á þessu ári. Samkvæmt opinberam tölum hefur afkoma Pólverja versnaö um 30 prósent á síðasta hálfa ári í kjöl- far efnahagsaðgerða stjórnvalda sem einkum hafa beinst aö því að minnka verðbólguna. Aðgerðirnar fólust meöal annars í því að gas, hitunarkostnaður og leiga var hækkuö um 50-100 prósent. á Pólskar fjölskyldur eiga von efnahagsaðstoð á næstunní. Símamynd Reuter Jarðskjátftinn 09 fæðingar Boris Jeltsin, til vinstri, og Mikhail Gorbatsjov, leiötogi sovéska kommúnistaflokksins. Símamynd Reuter Sögulegur dagur á þingi sovéskra kommúnista: Flokkurinn klofinn - róttækir hyggjast stofna eigin flokk og Jeltsin kveður Sovéski kommúnistaflokkurinn klofnaði í gær í fyrsta sinn í meira en sjötíu ár. Róttækir umbótasinnar, félagar í Bandalagi lýöræöissinna, sögðu sig úr flokknum og segjast munu setja á laggimar eigin stjóm- málaflokk. Þá tilkynnti Boris Jeltsin, forseti rússneska lýðveldisins, áform sín um aö segja sig úr flokknum. Nokkrir fulltrúa á yfirstandandi þingi flokksins í Moskvu spáöu því aö brottfor Jeltsins myndi leiða til þess aö fjöldi umbótasinna myndi feta í fótspor Jeltsins og segja sig úr flokknum. Klofningurinn í gær er áfall fyrir Gorbatsjov, forseta Sovétríkjanna og leiðtoga sovéskra kommúnista, sem fréttaskýrendur sögðu í gær að hefði tekist að snúa yfirstandandi flokks- þingi sér í hag. Þetta áfall kom aðeins örfáum klukkustundum eftir að hann hrósaði sigri í baráttunni viö harðlínumenn og fékk kjörinn á flokksþinginu umbótasinna og stuðningsmann sinn í næstvalda- mesta embætti flokksins, embætti varaframkvæmdastjóra. Viðbrögð forsetans vora mild. „Þetta er rök- rétt framvinda mála,“ sagði hann. Yfirlýsing Jeltsins um úrsögn úr flokknum kom mörgum hinna tæp- lega fimm þúsund þingfulltrúa á óvart þrátt fyrir að hann hefði sagst vera aö íhuga úrsögn fyrir nokkrum vikum. Hann kvaðst ætla að einbeita sér að því að vera forseti rússneska lýðveldisins, stærsta og jafnframt áhrifamesta allra fimmtán lýðvelda landsins. „Ég verö að láta að vilja fólksins," sagði Jeltsin sem verið hefur félagi í sovéska kommúnista- flokknum í tuttugu og niu ár. Þessi ákvörðun er hápunktur tveggja ára baráttu hans við flokksræðið eða allt frá því Gorbatsjov rak hann úr stjórnmálaráðinu vegna róttækra skoðana. Viðbrögð þingfulltrúa við tilkynn- ingu Jeltsin vora í fyrstu alger þögn. Nokkrir hristu höfuöið, síðan mátti heyra bæði lófatak og margir hróp- uðu „hneyksli". Jeltsin sýn'di engin svipbrigði heldur snerist á hæli og gekk út úr fundarsalnum. Klukkustundu síðar reis einn for- ystumanna Bandalags lýðræðisafla, hóps umbótasinna sem starfað hefur innan sovéska kommúnistaflokks- ins, á fætur og hvaddi sér hljóðs á þinginu. Vyacheslav Shostakovsky tilkynnti íírsögn félaga í Bandalagi lýðræðisafla úr flokknum og áform þeirra að stofna nýjan stjórnmála- flokk. Shostakovsky sagði að vonir félaga í Bandalaginu um að þingið samþykkti róttækar breytingar á markmiðum og starfi flokksins hefðu því miður ekki ræst. Bandalagið hafði hótað klofningi ef þingið sam- þykkti ekki kröfur þess um breyting- ar. Ekki eiga nema um eitt hundraö af fjögur þúsund og sjö hundruð full- trúum á þinginu aðild að Bandalag- inu en forystusveit þess segist njóta stuðnings stórs hluta félagsmanna kommúnistaflokksins. Þaö lá þó ekki ljóst fyrir þegar í stað hvort úrsögnin úr flokknum nyti stuðnings allra fé- laga í Bandalaginu. Klofningurinn í gær kom um það leyti er flokksfélagar voru að íhuga tilnefningar til setu í miðstjórn flokksins, æðstu samkundu hans. Brátt líður að lokum þessa sögulega þings sovéska kommúnistaflokksins. Reuter Stjómmál á Haiti: Spenna fer vaxandi Ráðgjafanefnd Haiti kom saman til fundar í gær til að ræða vaxandi spennu í stjórnmálum landsins. Þetta er í fyrsta sinn sem nefndin kemur saman eftir að skotið var á fulltrúa hennar í síðasta mánuði. Ráðgjafanefndin krefst þess að Ertha Pascal Trouillot, sem er forseti lands- ins til bráðabirgða, láti handtaka tvo fyrrverandi ráðherra landsins sem sneru til baka úr sjálfskipaðri útlegð í síðustu viku. Þeir vora báðir mjög tengdir fyrram einræðisherra Haiti Jean-Claude Duvaher Einnig er þess krafist -aö forsetinn fari eftir samkomulagi frá því í mars er ný ríkisstjóm var sett á laggirnar en hennar verkefni var aö leiöa Ha- iti í átt til lýðræðis. Samkvæmt sam- komulaginu átti ráögjafanefndin, sem skipuö er fulltrúum fylkjanna og efnhagslifsins, og forsetinn að fara saman með völdin í landinu. En strax skapaðist mikil spenna þar í milli og hefur ástandið farið síversnandi. í yfirlýsingu frá ráðgjafanefndinni segir að ef forsetinn fari ekki aö þess- um kröfum fyrir hádegi á mánudag muni þjóðin krefjast þess aö hún láti af völdum. Herta Trouillot er gagnrýnd fyrir að vera handbendi stuðningsmanna einræðisherrans fyrrverandi sem reyna að koma í veg fyrir lýöræðis- þróun í landinu. Reuter Herta Trouillot, sem var sett forseti Haiti til bráðabirgða, sætir nú mikilli gagnrýni. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.