Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1990, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1990, Page 4
4 LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 1990. Fréttir DV Fólk hendi raf geymum í þar til gerða gáma -fjórir rafgeymagámar á höfuðborgarsvæðinu „A höfuðborgarsvæðinu eru alls átta gámaplön þangað sem fólk getur komið og losaö sig við alls konar rusl. Þar af er tekið við rafgeymum á íjórum stöðum," segir Benóný Ól- afsson hjá Gámaþjónustunni. Öll bæjar- og sveitarfélögin á höf- uðborgarsvæðinu reka gámaplön þar sem tekið er á móti því rusli sem til fellur í sérstaklega merkta gáma. Við Dalveg 7 í Kópavogi eru til dæm- is sérstakir gámar fyrir gróður og garðrusl, timbur, járn, almennt rusl og svo rafgeyma. Aðrir staðir þar sem hægt er að losa sig við rafgeyma er á gámaplönunum viö Flatahraun í Hafnarfirði, Lyngás í Garðabæ og Sléttuveg í Reykjavík. „Sveitarfélögin ráða því svo hvar ruslagámamir eru losaðir. Þannig fer garðruslið á sérstaka jarðvegslos- unarstaði, járnið og rafgeymarnir fara til Hringrásar og íslenska stálfé- lagsins en timbrið fer enn sem komið er á haugana. Þegar sorpböggunar- stöðin í Gufunesi kemst í gagnið í apríl stendur til að kurla timbrið sérstaklega fyrir Grundartanga en þangað til er verið að mæla það magn sem til fellur og venja fólk við þessa flokkun," segir Benóný. Rafgeymar frá gáminum í Reykja- vík fara til Hringrásar við Sundahöfn en Kópavogur, Garðabær og Hafnar- fjörður hafa hins vegar valið að senda sína geyma í íslenska stálfé- lagið fyrir sunnan Hafnarfjörð. LeiMelag Akureyrar sýnir: „Kysstu mig, Kata“ Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Þessa dagana er verið að ganga frá verkefnavali vetrarins hjá Leikfélagi Akureyrar. Verkefnavalið hefur enn ekki verið gert opinbert, en fyrsta verkið er ís- lenskt verk eftir Jóhann Ævar Jak- obsson. Um er aö ræða gamanleik með alvarlegu ívafi, samkvæmt þeim heimildum sem DV hefur aflað sér, og leikendur verða þrír, Þráinn Karlsson, Gestur Einar Jónasson og Hannes Örn Blandon. Lokaverkefnið verður bandarískur söngleikur, „Kiss me Kate“ eða Kysstu mig, Kata, eins og hann mun væntanlega heita. Bandarískir söng- leikir hafa jafnan „gengið vel“ í leik- húsum hér á landi og er ekki að efa að svo mun einnig verða um þennan en um frumsýningartíma er ekki vit- að nákvæmlega. Sænsku skipshlutarnir bíða þess nú i Slippstöðinni á Akureyri að farið verði um þá höndum svo úr verði skip. Hér sést einn starfsmanna stöðvar- innar uppi á stefnishluta skipsins. DV-mynd gk Almenningur getur losað sig við rafgeyma á fjórum stöðum á höfuðborgarsvæöinu. Varast ber að henda rafgeymun- um harkalega inn í gámana því að þá getur komið á þá gat og brennisteinssýran lekið út. DV-mynd Brynjar Gauti Samband íslenskra sveitarfélaga: Krisljáni Guðmundssyni var heitið stuðningi - fékk samt ekkert atkvæöi 1 stööu framkvæmdastjóra Þeir fulltrúar í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga sem fylgja Alþýðuflokki og Framsóknarflokki hvöttu Kristján Guðmundsson, fyrr- verandi bæjarstjóra í Kópavogi, til að sækja um stöðu framkvæmda- stjóra hjá Sambandi íslenskra sveit- arfélaga. Þetta hefur DV eftir áreiö- anlegum heimildum. Þrátt fyrir aö Kristján væri hvattur og honum heit- ið stuðningi fékk hann ekkert at- kvæði á stjórnarfundi þar sem ráða átti í stöðuna. Stjórnin klofnaði í afstöðu sinni. Lárus Jónsson, fyrrverandi alþingis- maöur og bankastjóri, fékk fjögur atkvæði. Húnbogi Þorsteinsson, skrifstofustjóri í félagsmálaráðu- neytinu, fékk einnig fjögur atkvæði. Einungis átta fulltrúar sátu stjórnar- fundinn en ekki níu eins og venja er. Ölvir Karlssyni, fulltrúa Sunnlend- inga í stjórninni, var meinað að sitja fundinn. Ölvir, sem er fyrrverandi oddviti Ásahrepps í Rangárvalla- sýslu, lét af því starfi eftir kosning- arnar í vor. Meirihluti stjórnar Sambands ís- lenskra sveitarfélaga taldi ÖM ekki hafa lengur rétt til stjórnarsetu þar sem hann er hættur afskiptum af sveitarstjórnarmálum. Sunnlend- ingar vilja að Ölvir fái að vera í stjóminni þar til landsþing Sam- bandsins kýs nýja stjórn. Lands- þingið verður í næsta mánuði. Ef Ólvir fær ekki að sitja í stjórninni vilja Sunnlendingar að varamaður hans, Jón Þorgilsson, fyrrum sveit- arstjóri á Hellu, taki sæti hans. Ef það fæst ekki er líklegt að Ölvir taki aftur viö starfi oddvita í Ásahreppi til bráðabirgða og fái þannig fullan rétt að sitja í stjórninni. Ekki fæst niðurstaða i ráðningu framkvæmdastjóra nema níundi fulltrúinn komi í stjórnina. Þar skiptir engu hvort það er Ölvir, Jón Þorgilsson eða einhver annar. Þeir átta, sem nú sitja í stjóminni, skipt- ast jafnt á milli Lárusar Jónssonar og Húnboga Þorsteinssonar. „Þetta er pólitík og ekkert annað. Sjálfstæðismenn vilja fá Lárus Jóns- son og styðja hann. Ég held að allir aðrir vilji fá Húnboga Þorsteinsson," sagði reyndur sveitarstjórnarmaður. -sme Hrísey: Köttur slapp úr sóttkví Slippstöðin á Akureyri: Sænsku skipshlutarnir komnir á staðinn Gylfi Kristjánsson, DV, Akuieyri: Skipshlutarnir, sem Slippstöðin á Akureyri keypti frá Svíþjóð, eru komnir á athafnasvæöi Slippstöðvar- innar og era þar nú bæði utanhúss og innan og bíða þess að stöðin hefj- ist handa við að búa til úr þeim skip fyrir útgeröarfyrirtækið Ós hf. í Vestmannaeyj um. Sænsk skipasmíðastöð, sem hugð- ist smíða 27 metra langt skip fyrir annan aðila í Eyjum, varð gjaldþrota en þá var búið að setja saman íjóra hluta skipsskrokksins og efna niður í aðra. Þetta keypti Slippstöðin á Akureyri og ætlar að nota í skipið fyrir Ós hf. Það skip verður reyndar 10 metram lengra og smiði þess verð- ur aðalverkefni stöðvarinnar í vetur. Köttur slapp úr sóttkví í einangr- unarstöðinni í Hrísey á mánudag og hefur hann ekki enn fundist þrátt fynr leit. Öll gæludýr, sem flutt eru til lands- ins, eiga að fara beint í sóttkví í ein- angrunarstöð í eynni. Dýrin eru vist- uð í stöðinni mislengi eftir því frá hvaða landi þau koma eða allt frá einum og upp í fjóra mánuði. Aðstaða sú sem hefur verið komið upp fyrir dýrin er einungis til bráða- birgða en notast hefur verið viö hana síðastliðin tvö ár þrátt fyrir að hún sé hvergi nærri nógu góð. „Viö lítum það mjög alvarlegum augum ef dýr sleppa úr haldi úr ein- angrunarstöðinni. Kötturinn, sem slapp, kom frá Svíþjóð en ekki er vitað annað en hann hafi verið heil- brigður,“ sagöi Brynjólfur Sandholt yfirdýralæknir. „Það er verið aö byggja nýja ein- angrunarstöð í Hrísey fyrir gæludýr sem á að vera mjög fullkomin. Grann- urinn er tilbúinn og við vonumst til að hægt verði að taka húsiö í notkun um áramótin. Það er mjög alvarlegt mál ef dýr sleppa úr sóttkvínni og slys af þessu tagi sýnir best hversu mikil þörf er á að framkvæmdum við nýja húsið verði hraðað eins og kost- ur er,“ segir Brynjólfur. -J.Mar Spennuleki veldur símtruf lunum Notkun rafgirðinga fer vaxandi í ingar leka víðast hvar spennunni til settar inn í gamlar og úr sér gengnar landinu. Fæstir þeirra sem nota slík- jarðar og þjóna ekki tilgangi sínum. gaddavírsgirðingar og skapa hættu ar rafgirðingar ráða fagmenn til að Þessi spennuleki veldur víða síma- fyrir menn og skepnur. setjaþærupp. Það veldur því að girð- traflunum. Rafgirðingar era víða -pj

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.