Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1990, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1990, Qupperneq 8
8 LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 1990. ÞORLÁKSHÖFN Nýr umboðsmaður okkar frá 15. ágúst er Unnur Jónsdóttir, Oddabraut 17, sími 98-33779. ^ RARIK RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Rafmagnsveitur ríkisins óska að ráða verkstjóra með aðsetri á Hvolsvelli. Rafvirkjamenntun áskilin. Umsóknir, er tilgreini menntun og fyrri störf, sendist til Rafmagnsveitna ríkisins fyrir 30. ágúst nk. Rafmagnsveitur ríkisins Dufþaksbraut 12 860 HVOLSVELLI Lögtök Að kröfu gjaldheimtustjórans f.h. Gjaldheimtunnar í Reykja- vík og samkvæmt fógetaúrskurði, uppkveðnum 16. þ.m., verða lögtök látin fara fram fyrir vongoldnum opinberum gjöldum utan staðgreiðslu álögðum 1990, skv. 98. gr., sbr. 109. og 110. gr. laga nr. 75/1981, sbr. einnig 8. kafla laga nr. 45/1987. Gjöldin eru þessi: Tekjuskattur, verðbætur á ógreiddan tekju- skatt, eignarskattur, lífeyristryggingagjald atvr. skv. 20. gr., slysatryggingagjald atvr. skv. 36. gr„ kirkjugarðsgjald, vinnu- eftirlitsgjald, útsvar, verðbætur á ógreitt útsvar, aðstöðugjald, atvinnuleysistryggingagjald, iðnlánasjóðsgjald og iðnaðar- málagj., sérst. skattur á skrifst.- og verslunarhúsn., slysatrygg- ingagjald v/heimilisstarfa, sérstakur eignarskattur og gjald í framkvæmdasjóð aldraðra. Ennfremur nær úrskurðurinn til hvers konar gjaldhækkana og til skatta sem innheimta ber skv. Norðurlandasamningi, sbr. lög nr. 111/1972. Lögtök fyrir framangreindum sköttum og gjöldum, ásamt dráttarvöxtum og kostnaði, verða látin fram fara að 8 dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar verði þau eigi að fullu greidd innan þess tíma. Reykjavík 16. ágúst 1990 Borgarfógetaembættið í Reykjavík DRÖGUM ÚR FERÐ AÐUR EN VIÐ BEYGJUM! | UMFERÐAR RÁÐ Hinhliðin Uppáhaldssjónvarpsmaðurinn er Kermlt froskur á góðum degi. • V* • Jakob Magnússon Stuðmaður sýnir á sér hina hliðina Jakob Magnússon Stuðmann þarf ekki að kynna en hann og aðr- ir meðlimir Stuðmanna hafa að undanfornu verið í sviðsljósinu vegna spurningarinnar um virðis- aukaskattinn. Það er að segja hvort þeim beri að greiöa virðisaukaskatt af þeirri skemmtun sem þeir héldu uppi í Húnaveri um verslunar- mannahelgina. En hvað sem því líður þá ætlar Jakob að sýna á sér hina hliðina að þessu sinni. Fullt nafn: Jakob Frimann Magn- ússon. Fœðingardagur og ár: 4. maí 1953. Maki: Ragnhildur Gísladóttir. Börn: Ema, 12 ára, og Bryndís, 3 ára. Bifreið: Viö eigum 26 ára Dodge, 17 ára Range Rover jeppa og 3 ára Citroen. Starf: Ég sem og túlka lög. Laun: Mismunandi eftir verkefn- um. Áhugamál: Tónlist, kvikmynda- gerð, íslensk menning o.fl. o.fl. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur í lottóinu? 3. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Að ferðast til framandi landa, kynnast nýrri menningu og dvelja með skemrátilegu fólki. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Að hlusta á væl og barlóm. Uppóhaldsmatur: Austurlenskur grænmetisréttur að hætti hennar Ragnhiidar minnar. Uppáhaldsdrykkur: Ferskur gló- aldinsafi. Hvaða iþróttamaður fmnst þér standa fremstur i dag? Ég er alltaf hrifinn af Jóni okkar Páli. Uppáhaldstímarit: „Heima er bezt“. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan maka? Harpa Sjöfn Hermundardóttir. Ertu hlynntur eða andvígur ríkis- stjórninni? Eru þetta ekki beztu skinn? Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Ríkisskattstjóra í heita pottinum. Uppáhaldsleikari: Gísli Rúnar Jónsson í „Góða dátanum Svejk“. Uppáhaldsleikkona: SigríðurHaga- lín í „Húsi Bernörðu Alba“ í upp- færslu Leikfélags Akureyrar, Uppáhaldssöngvari: Heijutenórinn Ragnhildur Gísladóttir í laginu „Auga fyrir auga“ er mér minnis- stæður og kær. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Gylfi Þ. Gíslason. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Andrés önd og þau hjónin. Uppáhaldssjónvarpsefni: Þættir Spaugstofumanna á vetrum, 19.19 þess á milli, dýralífsmyndir, MTV þegar ég kemst í þaö og svo góðar bíómyndir auðvitað. Ertu hlynntur eða andvígur veru varnariiðsins hér á landi? Sem stendur höfum við af því of miklar tekjur til að geta með góðu móti rekið það burt fljótlega. Eftir alda- mótin veröum við þó vonandi laus viö allt slíkt Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Rás 2 og Bylgjan eftir því hver stendur vaktina. Uppáhaldsútvarpsmaður: Jón Múli Árnason finnst mér tvímælalaust skemmtilegasti útvarpsmaður 20. aldarinnar á íslandi. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Miðað við fréttatímana, sennilega Stöö 2 því þeir eru fyrr á ferðinni. Uppáhaidssjónvarpsmaður: Kerm- it froskur á góðum degi. Uppáhaldsskemmtistaður: Sund- , laug Seltjarnamess þegar ég sé fram á að eiga fritíma. Uppáhaldsfélag i íþróttum? Vals- menn eru mínir menn og hafa ver- ið alia tíð. Stefnir þú að einhverju sérstöku í framtiðinni? Já, mörgu, m.a. að ís- lensk tónlist sitji við sama borð og aörar listgreinar í landinu. Hvað ætlar þú að gera i sumarfrí- inu? Eg ætla að njóta Jífsins á Akur- eyri með fjölskyldu og vinum. RóG.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.