Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1990, Page 15
LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 1990.
15
Bleikt og blátt
Allir vita um yfirburði karl-
mannsins. Hann er hinn stóri og
sterki, kjölfesta fjölskyldunnar,
fyrirvinna heimilisins, hetja
hvunndagsins. Karlmaðurinn er
öruggur í fasi, sjálfstraustið upp-
málað og veit hvað hann syngur.
Hann segir börnunum fyrir verk-
um, á síðasta orðið við úrlausn
vandamálanna og gengur út frá því
sem vísu að frammistaða hans til
borðs og sængur sé konunni þókn-
anleg. Hvar eru inniskórnir, góða?,
er maturinn ekki tilbúinn? og svo
sinnir hann kynferðislegum hvöt-
um sínum með velþóknun á sjálf-
um sér. Hann snýr sér á hina hlið-
ina með sælubros á vör.
Reynsluheimur karla byggist
ekki á tilfmningum eða orðræðum.
Hann talar, hún hlustar og nú er
hinn sanni karlmaður búinn að
koma sér upp farsíma í bílinn sinn
til að auðvelda tjáskipti sín.
Vei þeim manni sem játar á sig
veikleika eða vegsummerki sem
benda til að hann standi sig ekki í
stykkinu. Vei þeim kvenmanni sem
vogar sér að kasta kuski á hvítan
flibba hins óaðfinnanlega manns.
Sú kona, sem brýtur niður sjálfs-
traust og sjálfsímynd hins sanna
karlmanns, situr uppi með einskis
vert hrak. Niðurbrotinn karlmaður
er ekki til neins brúks hafandi.
Það mega konurnar eiga að und-
irmeðvitundin hefur fyrir löngu
kennt þeim að láta karlmanninn
komast upp með sjálfsímynd sína.
Kvennabyltingin nú til dags stork-
ar einmitt þessu viðurkennda lög-
máli í samskiptum kynjanna og er
á góðri leið með að eyðileggja far-
sældina í hjónaböndunum og róm-
antíkina í ástarsamböndunum. Það
er verið að kreista lífsneistann úr
körlunum og þurrka burtu sjálfs-
blekkinguna sem flestum körlum
er bæði hald og traust.
Þær konur, sem ennþá hafa ekki
ánetjast kvenfrelsinu, eru sem bet-
ur fer í meirihluta, enda er reynslu-
heimur kvenna í því fólginn að
ráða með því að leyfa karlinum að
halda að hann ráði. Þær beita sín-
um aðferðum með táknum og skila-
boðum og gæta þess að ögra ekki
sjálfsímynd karlanna með skipun-
um eða skömmum. Og smám sam-
an lærum við karlarnir á tákn-
málið hjá kvenfólkinu og skiljum
áður en skellur í tönnum. Látum
að stjórn án þess að virðingu okkar
sé misboðið. í þessu er galdurinn
fólginn.
Góðráðdýr
Ég hef þennan almenna formála
að þessari frásögn minni í dag til
að útskýra fyrir lesendum að mað-
ur verður að vera vel á verði til að
halda heimihsfriðinn. Táknin eru
mörg og táknin eru teikn um að
nú þurfi að taka til hendinni eða
beita stimamýkt eða koma á réttum
tíma í matinn. Ég er orðinn verald-
arvanur maður pg þykist þekkja
mitt heimafólk. Ég veit til dæmis
upp á hár að þegar ryksugan er
komin út á mitt stofugólf og liggur
þar hreyfingarlaus er ætlast til að
maður ryksugi þegjandi og orða-
laust. Ryksugur færast ekki sjálf-
viljugar úr stað.
Svo var það einn daginn fyrir
skömmu að á eldhúsborðinu liggja
nýjar og áður óþekktar bókmenntir
á mínu heimili. Þar er komið
„Bleikt og blátt“, timarit um kynlíf
og á forsíðunni blasir við mynd af
tveimur kviknöktum englakropp-
um karls og konu sem láta blítt
hvort að öðru. Ég hafði að vísu tek-
ið eftir þessu tímariti í sjoppunni
og hafði haft spurnir af því að hér
væri á ferðinni eitt mest lesna og
mest keypta bókmenntant vorra
daga, en einhvern veginn hafði mér
aldrei komið til hugar að gerast
kaupandi. Sennilega undir niðri
verið þeirrar skoðunar að í kynlíf-
inu væri ekkert nýtt undir sólinni
hjá jafnreyndum manni og mér og
þess vegna óþarfa útgjöld að kaupa
svona blað. Þar að auki er það hálf-
asnalegt fyrir fullorðinn manninn
að vera staðinn að því að kaupa
kynhfsblöð í sjoppum, algjörlega
að thefnislausu og gæti veriö mis-
skilið.
En þarna var það aht í einu
mætt á eldhúsborðinu heima hjá
mér og ég gekk úr skugga um að
unghngurinn á heimihnu var ekki
kaupandinn og konan hafði komið
með það heim með sér, án þess að
það væri skýrt frekar. Og nú voru
góð ráð dýr.
Þögul áminning
Bleikt og blátt. Hvað var að ger-
ast? Gat það verið áð þetta væru
óbein skilaboð til mín um að ég
þyrfti að taka mig á í kynlífmu?
Kynlífsumræður eru ekki beinlínis
tabú á heimihnu en þær eru ekki
hvunndags og þar að auki er ég
þeirrar kynslóðar og karlmennsku
að flokka kynlíf undir feimnismál
í viðurvist annarra.
Það var helst í strákahópnum í
gamla daga sem menn gerðust op-
inskáir og tóku upp í sig, en mest
var það karlagrobb og lygi. Trölla-
sögur og bósasögur og sjaldan
þurfti að spyrja að endalokum
þeirra ástaleikja sem ofurmennin í
hópnum höfðu upplifað. Þar stóðu
þeir uppi sem sigurvegarar og
óþekktar og blásaklausar stúlkur
urðu máttvana en yfir sig ástfangin
fórnarlömb þeirrar óstöðvandi
kyngetu sem frægust er meðal
þeirra sem minnst hafa af henni.
Nei, kynlífsumræður eru ekki
stundaðar við eldhúsborðið á'mínu
heimili og bósasögur eru ekki lesn-
ar, nema þá einhver geymi þær
undir koddanum og eigi þær fyrir
sig. En nú lá þetta kynlífstímarit í
öhum sínum regnbogans htum á
Laugardags-
pistill
Ellert B. Schram
borðinu, rétt eins og það hefði dott-
ið inn um lúguna fyrir slysni.
Það hlaut að vera tilgangur í
þessu. Það gat ekki verið tilviljun
ein sem réði því að konan mín færi
að festa kaup á bleiku og bláu, án
þess að eitthvað meira en lítið lægi
að baki. Það hlutu að vera dulin
skilaboð í þessum innkaupum,
kannske einhver grein í blaðinu
sem höfðaði til mín, ráðleggingar,
upplýsingar, hagnýt ráð, sem ég
átti að tileinká mér. Alveg eins og
ryksugan talaði sínu máh, án þess
að vera sett í samband. Þögul
áminning um yfirbót eða athöfn
sem mér hafði hingað til yfirsést.
Læknisfræðilegt
lauslæti
Ég fletti blaðinu varfærnislega.
Tuttugu merkir áfangar í sögu kyn-
lífsins. Varla gat ég þurft á sögu-
legri upprifjun að halda? Það var
að vísu fróðlegt að lesa um forsögu-
legt klám frá því um 3000 fyrir
Krist og að Casanova hefði kynnst
smokknum á sínum velgengnisár-
um. Veslings Casanova hefði ekki
borið sitt barr af öllum meðlögun-
um ef hann hefði ekki verið svo
lánsamur að smokkurinn var fund-
inn upp á átjándu öldinni og gerði
honum kleift að láta blítt að rekkju-
nautum sínum án eftirþanka. Mik-
ill ágætis maður, Casanova, og
hefði sómt sér vel í strákahópnum
þar sem flestir voru honum líkir.
Þarna var líka hægt að fræðast
um kynlífsfíknina. Hún mun vera
nýjasta vandamál kynlífsins og er
gerð ítarleg grein fyrir þessari dul-
arfullu fíkn sem felst í því að karl-
maðurinn er haldinn óstöðvandi
löngun til að halda framhjá konu
sinni og endar með því að hann
brotnar gjörsamlega undan synd-
um sínum og brestur í grát, fullur
iðrunar og sektarkenndar.
Þessi fíkn hefur verið þekkt und-
ir nafninu lauslæti og er ekki með
öllu óþekkt hér á landi. Þótt ég
hafi aldrei heyrt lauslætið skil-
greint sem sjúkdóm þá er sjálfsagt
að taka því með þökkum. Enda
verður sjálfsagt margur kynlífs-
fíkillinn harla glaður þegar hann
getur haldið því fram að lauslætið
og ótryggðin sé óviðráðanlegur
sjúkdómur sem hann gengur með.
Nú geta menn væntanlega játað
syndir sínar með vísindalegum
rökum, þegar þeir eru staðnir að
verki, og sótt síðan um meðferð á
hæli, rétt eins og áfengissjúkling-
arnir eiga það sér til afsökunar að
ráða ekki við víndrykkjuna öðru-
vísi en samkvæmt læknisráði.
í Bleiku og bláu má svo sjá grein-
ar um sjómannslífið þar sem þeir
kúra kvenmannslausir í kulda og
trekki. Enda er sagt að sjómenn
bæti sér upp kvenmannsleysið með
bláum myndum og sjálfsfróun og
lifi hamingjusömu hjónabandslífi í
hvert skipti sem þeir koma í land.
Síminn
órómantískur
Síðast en ekki síst var þarna að
finna lesningu um að síminn hefði
gengið af ástarbréfum dauðum.
Bannsettur síminn. Hann hefur
komið rómantíkinni fyrir kattarnef
og nú eru menn meira að segja
komnir með farsíma líka og sér er
nú hver rómantíkin þegar karlinn
slær á þráðinn utan úr miðri um-
ferðinni á rauðu ljósi! Satt er það
með ástarbréfin að hvergi logar
ástin heitar en á síðum tárvotra
sendibréfa frá fjarlægum elskend-
um, enda hefur margt ástarsam-
bandið lifað af utanferðir og fjar-
vistir í krafti þeirra bréfaskipta.
Kannski er hér komin skýringin á
tíðum hjónaskilnuðum og tilfinn-
ingalausum ástarsamböndum að
nú skrifast elskendur ekki lengur
á. Og síminn er ógnvekjandi trufl-
un þegar elskendur þurfa hvOd
hvort frá öðru - með öðrum.
í Bleiku og bláu voru ennfremur
greinar sem flokkuðust undir neyt-
endamál og fjölluðu um töfralyf og
skyndhausnir sem elskendur
skyldu forðast. Hugleiðingar um
erótík í myndlist og hommarnir
fengu sinn skammt og mér varð
hugsað til þeirra fordóma minna
að halda því fram opinberlega að
samkynhneigð væri ónáttúruleg og
sjálfsagt kemur að því að homm-
arnir verða viðurkenndur kyn-
stofn í ríki náttúrunnar og maður
fær á baukinn fyrir að vera ekki
eins og þeir. Ætli maður verði ekki
talinn abnormal með því að vera
normal!
Hetjanáheimilinu
Ég velti því fyrir mér hvaða lesn-
ing það væri sem ég ætti að taka
til mín, úr því það var ætlast tO að
kynlífstímarit væru lesin yfir mat-
arborðinu. Hvar hafði mig borið af
leiö? Hvar hafði mér mistekist í
hjónabandinu? Hvers vegna var
þessi ryksuga lögð á eldhúsborðið?
„Nei, ertu að lesa Bleikt og blátt,"
sagði konan blaðskellandi þegar
hún stóð mig að lesningunni. Ekki
orð um það hvort hún hafði keypt
blaðið eða fengið það gefins. Ekki
orð um ástæðuna fyrir tilveru
tímaritsins á eldhúsborðinu. Rétt
eins og það hefði dottið af himnum
ofan og rétt eins og það væri ekki
til þess ætlast að ég læsi það.
Ég setti upp kæruleysissvip á
andlitið, lokaði blaðinu og lét eng-
an bObug á mér finna. Ég, hetjan í
heimihslífinu, karlmennið í fjöl-
skyldunni, sat eftir og sit enn með
þá óráðnu spurningu: hver voru
skilaboðin? Ég get ekki verið þekkt-
ur fyrir að spyrja. Karlmennska
mín bannar það. Hins vegar er ég
hættur við að kaupa mér farsíma!
Ellert B. Schram