Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1990, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1990, Page 16
16 LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 1990. Skák Sjö vimiingsskákir í röð tryggöu Hannesi stórmeistaraáfanga - og glæsilegan sigur á opna mótinu í Gausdal Hannes Hlífar Stefánsson: Svaf yfir sig í fyrstu skákinni i Gausdal en sigraöi samt á mótinu og krækti um leið í áfanga að stórmeistaratitli. Frábær árangur Hannesar Hlíf- ars Stefánssonar á fjallahótelinu í Gausdal í Noregi hlýtur aö vera öðrum íslenskum skákmönnum hvatning tii frekari afreka. Hannes braut ísinn - náði fyrsta áfanga að stórmeistaratitli. Hann er fyrstur íslendinga til að afreka þetta, að stórmeisturunum sjálfum undan- skildum. Karl Þorsteins hefur komið næst- ur stórmeisturunum að styrkleika um nokkurt skeið; er sterkur al- þjóðameistari en áfangi til stór- meistara hefur látið bíða eftir sér. Hannes Hlífar, Þröstur Þórhallsson og fleiri hafa veitt honum harða keppni. Nú hefur Hannes sýnt að hann getur þetta og félagar hans hljóta því einnig að fá byr í seglin. Svaf yfir sig Máltækið góða „fall er farar- heill“ á vel við um tafl Hannesar í Gausdal. í fyrstu umferð tapaði hann fyrir lágt skrifuðum Svía, Carlhammar að nafni, en Hannes tapaði einnig fyrir honum í fyrstu umferð á Rilton-Cup mótinu í Sví- þjóö fyrir tveimur árum. í skák þeirra í Gausdal stóð Hannes lengst af með pálmann í höndunum en lék af sér í 40. leik og er skákin fór í bið var staðan flókin en jafnteflis- leg. Biðskákina átti að tefla morgun- inn eftir en þá bar svo við að Hann- es svaf yfir sig! Hann mætti hálfri klukkustund of seint til leiks, lenti í tímahraki og fann ekki bestu leið- ina. Að lokum varð hann að játa sig sigraðan. En stundum er gott að tapa. Sjálf- sagt hefur Hannes talið vonlaust að keppa að stórmeistaraáfanga eftir svo slysalegt tap og þar með hefur þrýstingnum af herðum hans létt. Eftir tapið tefldi hann að því er virtist áreynslulaust og var vel að sigrinum kominn. Ekki var að sjá aö taugaspenna hamlaði honum á nokkurn hátt, eins og oft vill veröa er áfangi er í augsýn. Sjövinningsskákir í 2. umferð vann Hannes stiga- lausan mótherja sinn létt; í 3. um- ferð lagði hann þýska alþjóða- meistarann Maus (2400 stig) og í 4. umferð var annar stigalaus and- stæðingur auðveldur viðureignar. Eftir það fór róðurinn að þyngj- ast. í 5. umferö tókst Hannesi að vinna búlgarska stórmeistarann Inkioff (2510 stig) eftir hasarfengna skák, þar sem Búlgarinn beitti svo- nefndu Alatortsjev afbrigði af Mer- an vörn. í 6. umferð hafði Hannes svart gegn sovéska alþjóðameistar- anum Kovalev (2500 stig) og vann eftir að hafa komið peði í verö, sem andstæðingur hans lék af sér snemma tafls. í 7. umferð vann Hannes annan sovéskan alþjóða- meistara, Jurtajev (2505 stig) eftir sjötíu leikja baráttu. Þá hafði Hannes unniö sex skákir í striklotu og þurfti einn vinning til viðbótar úr tveimur síðustu umferðunum til að ná áfanga, svo fremi hann tefldi við tvo stórmeistara. Vinninginn fékk Hannes strax í næstu skák gegn nýkrýndum grískum stórmeistara, Kotronias, en til gamans má geta þess að sá hinn sami náði fyrsta áfanga sínum að stórmeistaratitli á Reykjavíkur- skákmótinu 1988. Þar með var til- skildum vinningafjölda náð og svo heppilega vildi til að Hannes tefldi við sovéska stórmeistarann Valery Tsjekhov í lokaumferðinni. Hannes lenti þar í kröggum en tókst að halda jafntefli og þar með hafði hann einnig sigrað á mótinu. Glæsilegur árangur! Röð efstu manna varð þessi: 1. Hannes 7,5 v. 2. Kotronias 7 v. 3. - 6. Tsjekhov, Jurtajev, Kovalev og Svíinn Ernst 6,5 v. 7. - 16. Lein, Jansa, Hector, Vladimirov, Smirin, Östenstad og Gausel 6 v. o.s.frv. íslendingurinn Arnþór Sævar Einarsson, sem býr í Svíþjóð, hlaut 5 v. en keppendur voru ríflega 80 að tölu. Vart þarf að taka fram að „íslandsvinurinn" Arnold Eikrem haíði veg og vanda að mótinu í Gausdal. Hér koma tvær síðustu skákir Hannesar frá mótinu, sem báðar voru afar mikilvægar. í þeirri fyrri tryggir hann sér stórmeistaraá- fanga en sigurinn á mótinu í þeirri síðari. Hvítt: Hannes Hlífar Svart: Vasilios Kotronias Spænskur leikur 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 f5 Þetta er svonefnt Jánisch-bragð af spænskum leik, sem á vinsæld- um að fagna eftir að Speelman hinn enski bryddaði upp á því i áskor- endaeinvíginu við Timman í fyrra. Kotronias hefur beitt því nokkrum sinnum fyrr en það var Hannesi kunnugt um og hann var því vel undirbúinn. 4. Rc3 fxe4 5. Rxe4 Rf6 Skarpasti leikurinn er 5.. - d5 en þannig lék Speelman í áðurnefndi skák. 6. Rxf6+ Dxf6 7. De2 Be7 Býður upp á peðsfórn, sem Hann- es þiggur. Færi svarts hafa verið álitin gefa gott mótvægi fyrir peðið en Hannes sýnir fram á meö rök- réttri taflmennsku aö svartur nær ekki að jafna taflið. 8. Bxc6 dxc6 9. Rxe5 Bf5 10. d4 0-0 11. 0-0 Bd6 12. c3 c5 13. Bf4 Hae8 14. Hfel cxd4 15. cxd4 Be6 16. Bg3 c6 17. Dd2! Hd8 18. Dc3 Bc7 19. a4 Bb6 20. Rf3 Bg4 I 1 # á 1 1 A ii ■ A A £ W A A A A H s * ABCDEFGH 21. Bh4! Nú er ljóst að eitthvað verður að láta undan. Drottning í uppnámi og hrókur í skotlínu. 21. - g5 Vonast eftir 22. Bxg5 Dg6 23. Bxd8 Bxí3 með vissum gagnfærum. En Hannes á einfaldari leið. 22. Rxg5! Hd5 23. Dg3 Df4 24. Dxf4 Hxf4 25. He8+ Hf8 26. Hxf8+ Kxf8 27. Rxh7+ Kf7 28. Rf6 Hxd4 29. a5! Best að sögn Hannesar. Nú leiðir 29. - Bxa5 30. Rxg4 Hxg4 31. Hxa5 Skák Jón L. Árnason Hxh4 32. Hxa7 leiðir til vinnings á hvítt. En leikur svarts í skákinni breytir ekki úrslitunum. Hvítur fær unnið hróksendatafl. 29. - Bc7 30. Rxg4 Hxg4 31. Bg3 Bxg3 32. fxg3 Hb4 33. Ha2 Ke6 34. Kf2 Kd5 35. Ke3 Kc4 36. h4 Kd5 37. Kf3 Ke5 38. g4 Hb3+ 39. Kf2 c5 40. g3 Hb4 41. g5 Kf5 42. Kg2 c4 43. Kh3 Kg6 44. Hal Hxb2 45. Ha4! c3 46. Hc4 c2 47. a6 b5 48. Hc6+ Kf7 49. h5 Ha2 50. g6+ Ke7 51. Hc7+ Kf6 52. g7 cl = D 53. g8 = R + ! Kg5 54. Hxcl Nú hefði svartur getað gefist upp með góðri samvisku. 54. - Kxh5 55. Hc5+ Kg6 56. Hxb5 Hxa6 57. Hb7 Hal 58. Re7+ Kf6 59. Rc6 a5 60. Ha7 a4 61. Ha5 a3 62. Ha6 Kg5 63. Rd4 Hhl+ 64. Kg2 Hal 65. Rb5 Og nú kom loks að því - svartur gafst upp. Hvítt: Valery Tsjekhov Svart: Hannes Hlífar Griinfeldsvörn. 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5 4. cxd5 Rxd5 5. e4 Rxc3 6. bxc3 Bg7 7. Bc4 c5 8. Re2 Rc6 9. Be3 0-0 10. Hcl Polugajevsky hefur dálæti á þess- um leik, í stað þess að hróka stutt. Nú er 10. - cxd4 11. cxd4 Da5+ 12. Kfl algengasta framhaldið en Hannes beitir annarri leikaðferð sem gefist hefur svörtum vel i nokkrum nýlegum skákum. 10. - Ra5 11. Bd3 e5 12. dxe5!? c4 13. Bc2 Bxe5 14. 0-0!? Ný tilraun í stöðunni, í stað þess að skipta á drottningum. Svo virð- ist sem þetta gefi hvítum álitleg færi. 14. - De7 15. Del b6 16. f4 Bg7 17. Df2 f5 18. e5 Bb7 19. Rd4 Had8 20. Hcdl Bd5 21. Hd2 Rc6 22. Rb5 Be6 23. Rd6 Kh8 24. Hfdl Hvítur á óumdeilt betri stöðu. En hér kom 24. h4!? einnig til greina, sem þrengir enn að svörtum. 24. - g5 25. g3 gxf4 26. gxf4 Dc7 27. Dh4 Hg8 28. Hg2 I 1 m ii á * A A Á 1 A A ÉL A Jt S A A s B C D E F <á? G H 28. - Rxe5!? Hannes hefur ekki í hyggju að verjast í þrengri stöðu. Frekar fórnar hann manni fyrir óljósar bætur. Þar veðjaöi hann á réttan hest. Fórnin stenst ekki en hún kom mótherja hans mjög á óvart, sem nær ekki að fóta sig á svellinu. 29. fxe5 Bxe5 30. Bd4? Eftir langa yfirlegu að skákinni lokinni komust teflendur að því að með 30. Bg5! Hxg5 (þvingað) 31. Dxg5 Hxd6 32. Hxd6 Dxd6 33. Hd2! ætti hvítur að vinna. Eftir leikinn í skákinni leystist taflið upp í jafn- tefli. 30. - Hxg2+ 31. Kxg2 Dg7+ 32. Dg3 Bd5+ 33. Kgl Bxd4+ 34. Hxd4 Hxd6 35. Bxf5 De7 36. Be4 He6 37. Db8+ Kg7 38. Dg3+ Kh8 39. Db8+ Kg7 40. Dg3+ Kh8 Og jafntefli með þráskák. Bridge EM yngri spilara í Þýskalandi: Geir Helgemo frá Noregi sýndi besta úrspilið Eins og kunnugt er af fréttum stóð unglingalandslið íslands sig vel á EM yngri spilara í Þýskalandi fyrir stuttu. Sveitin hafnaði í 9. sæti af 22, vann 11 leiki, jafnaði einn en tapaði 9, þar af 5 með mjög htlum mun. En það var hins vegar norska sveit- in sem varð Evrópumeistari. Hún var skipuð eftirtöldum spilurum: Bridge Stefán Guðjohnsen Per Ame Flaatt, Frode Nybo, Geir Helgemo, Ole Berset, Paul Thomass- en, Svein Ernstsen, Sverre Johnsen NPC. Félag Alþjóöabridgeblaða- manna, IBPA, valdi m. a. besta úr- spil mótsins og féll sá heiður í hlut nýkjörins Evrópumeistara Geir Hel- gemo frá Noregi. Viö skulum skoða handbragðið. A/Alhr ♦ 10985 ¥ 10 ♦ 10875 + DG85 ♦ 74 ¥ KG965 ♦ K2 + Á976 ♦ ÁK3 ¥ D8732 ♦ DG43 4» 3 Spihð kom fyrir í leik Noregs og Tékkóslóvakíu. í opna salnum sátu n-s Kaplan og Stupka en a-v Helgemo og Flaatt. Þar gengu sagnir á þessa leið: Austur Suður Vestur Norður lhjarta pass lspaði pass 21auf pass 2tíglar pass 2 grönd pass 3 grönd pass pass pass Suður spilaöi út tígulþristi og Hel- gemo drap á kónginn heima. Að vörmu spori birtist hjartagosi sem fékk að eiga slaginn meðan Helgemo horfði með velþóknun á hjartatíu norðurs. Síðan kom lítið lauf á kóng- inn, þá laufatía, gosinn frá norðri og gefið. Suöur var byrjaður að finna þrýstinginn og lét spaðaþrist. Norður hélt áfram meö tígulinn, Helgemo gaf einu sinni og átti næsta slag á ásinn meðan hann lét hjarta að heiman. Næst var laufaníu svínað og síðan kom hjartaás. Staðan var nú þessi: ♦ 1098 ¥ - ♦ 10 + D ♦ DG62 ¥ - ♦ - 4» 4 ♦ ÁK ¥ D8 ♦ D Og nú kom banabiti suðurs þegar Helgemo spilaði laufi á ásinn og byij- aði að skrifa 600 í sinn dálk. Einhver hefði sagt að hann spilaði eins og maður sem sæi öll spilin! Stefán Guðjohnsen Úrval - verðið hefur laekkað LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRAÐA A VALDA ÞÉR SKAÐA! * UUbZ ¥ Á4 ♦ Á96 -1. i/m/to

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.