Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1990, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1990, Qupperneq 18
18 LAUGARDAGUR ÍB. ÁGÚST 1990- Veidivon Veiðivötn á Landmannaafrétti: Mokveiddutvö- hundruð silunga á fáum klukktímum Þegar laxveiðin „klikkar“ er sil- ungsveiöin oft góð. Bleikjuveiði hef- ur víða verið feiknalega góð og hefur verið landað þúsundum af bleikjum. Sjórinn hefur verið hlýrri en oft áður og það virðist hafa góö áhrif á vöxt fisksins. Feiknavænar bleikjur hafa líka komið á færi veiðimanna, stærstar um 5-6 pund. Það getur ver- ið gaman aö fá svona vænan fisk til aö taka fluguna, kannski nýkominn úr sjónum. En þetta er ekki allt bleikja, öðru nær. Veiðimenn, sem voru í Veiðivötnum fyrir nokkrum dögum, veiddu um 200 silunga. „Það var gaman að þessu, við fengum fisk- ana á stuttum tíma,“ sagði Bragi Reynisson en hann var við fjórða mann í vötunum. „Fiskurinn var á í hverju kasti, en við fengum bara veiði, hinir við hhðina á okkur fengu lítið sem ekkert. Við höfum líklega lent á torfunni og þessa vegna gekk þetta svona vel,“ sagði Bragi í lok- in. Það eruekkialltaf jóliníveiðinni Laxveiðin er langt frá því að vera einhver dans á rósum í sumum veiði- ánum, þetta er bara hrein ördeyða. En það er einn og einn ljós punktur í veiðinni. Hollið sem veiddi á eftir útlendingunum með fluguna veiddi 100, en fyrir ári veiddust 169 laxar á þessum tíma. Núna eru komnir 500 laxar, fyrir ári fengust 813 laxar á þessum tíma og fyrir tveimur árum voru laxarnir 1344. Svona er veiðin, það eru ekki alltaf jólin. „Þetta er bara alls ekki nógu gott í Húnvatnssýslunni, reyndar bara lé- legt,“ sagði Tumi Tómasson í vikunni ogþettaeruorðaðsönnu. -G.Bender • Óskar Pálsson með góða bleikjuveiði fyrir fáum dögum en margar veiði- ár hafa gefið vel af bleikju. DV-mynd JJ . • Magnús Sigurðsson, veiðivörður í Elliðaánum, sker hausinn af laxi sem veiddist í ánni og reyndist vera örmerktur. En vel er fylgst með eldislöxum sem veiðast. DV-mynd G.Bender Prestur nokkur var eitt sinn á gangi í Austurstræti. Mætir hann þá manni, alldigrum, sem labbar beint upp að honum og segir: „Ég vík ekki fyrir svínurn." Prestur leit sem snöggvast framan í manninn en svai'aði svo: „Það geri ég.“ ; Bóndi í sveit einni norðan- lands fór eitt sinn í tvær messur sama daginn. Eftir síðari mess- una spurði prestur hann hvi hann hefði sótt tvær messur hjá sér sama daghm. „Æ, því meira sem maður fær af lélegu fóðri, þess meira þarf maður af því.“ Þegar verið er aö ræða um sóknir presta er gjarnan talað um brauð þeirra. Sr. Pétur Maack starfaöi mikið meðal áfengissjúkra og lýsti hann því sjálfur á þann veg að hann „heföi fengið vínarbrauð." : Ungur drengur kom í fyrsta skipti í barnaguðsþjónustu um daginn. Að henni lokinni rétti presturinn honum biblíumynd- ir. Stráksi skoðaði myndirnar dágóða stund, gekk síðan til prestsins og spuröi: „Hvar á eiginlega að skafa af þessum miðum.“ „Hún Sigurbjörg var grönn sem sálin.“ Finnur þú firran breytingai? 68 Ef þú ætlar einhvern timann að komast með tærnar þar sem Mendel- Nafn:............. son hafði hælana þá er þér fyrir bestu að hlusta á það sem ég segi... Heimilisfang: Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á hægri myndinni og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum hðnum birtum við nöfn sigurvegara. 1) Hitáteppi fyrir bak og hnakka, kr. 3.900,- 2) Svissneska heilsupannan, kr. 2.990,- Vinningarnir koma frá Póst- versluninni Príma, Hafnar- firði. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 68 c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir sextug- ustu og sjöttu getraun reyndust vera: 1. Ingvar Unnarsson, Höfðabraut 2, 300 Akranes. 2. Jóhanna Hauksdóttir, Fagrabrekka 43, Kópavogi. Vinningarnir verða sendir heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.