Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1990, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1990, Síða 36
48 LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 1990. Fréttir Kópavogsbær: Forkastanleg vinnubrögð segja foreldrar bama 1 Kópaseli „Viö höfum ítrekað talað við bæj- aryfirvöld um þetta mál, meðal ann- ars fór sendinefnd að ræða við dag- vistunarfulltrúa Kópavogsbæjar og einnig hefur móðir eins barnsins gengið á fund Sigurðar Geirdal bæj- arstjóra. Að auki höfum við sent bæjaryfirvöldum bréf þar sem farið er fram á formlegar viðræður um málefni Kópasels. Bæjarstjóri hefur hins vegar ekki ennþá lagt það fyrir bæjarráðsfund. Það er því ekki rétt að við höfum ekki komið til þeirra og viljað ræða málin,“ segir Lára Jóna Þorsteinsdóttir, móðir tveggja barna á leikskólanum • Kópaseli í Lækjarbotnum. „Margir hafa túlkað mótmæli okk- ar við að Kópavogur hætti rekstri Kópasels sem fordóma gegn Wald- orf-hópnum. Við höfum ekkert á móti honum en hins vegar snúast mótmæli okkar foreldranna um þau vinnubrögð sem viðhöfö voru af hálfu Kópávogsbæjar við þessa ákvörðun." Þegar foreldrar komu með börnin í Kópasel eftir sumarfrí var þeim til- kynnt aö Kópavogsbær ætlaði að hætta rekstri leikskólans: „Nú höng- um við í lausu lofti hvað varðar dag- vistunarplássið. Það segir sig sjálft að gjaldið fyrir dagvistina mun hækka mikið ef leikskólinn verður gerður að einkarekinni stofnun. Okkur stendur til boða pláss á öðrum leikskólum bæjarins en það er ein- ungisí6tímaádagístað7 'Aáður.“ Lára Jóna segir að Kópavogsbær hefði átt að láta foreldra vita fyrir sumarfrí hvert stefndi þannig að þeir hefðu getað gert aðrar ráðstafanir fyrir börnin. „Fyrst svona er komið þá ættu bæjaryfirvöld að reka leik- skólann út skólaárið og gera svo eitt- hvað í málunum næsta vor. Við höfum heyrt þau rök fyrir lok- un leikskólans að rekstrarkostnaður Kópasels sé mun hærri en annarra leikskóla. Það er rétt að daglegur rekstrarkostnaður Kópasels er hærri, meðal annars vegna staðsetn- ingar hans, en þegar dæmið er reikn- að 1 víðara samhengi er annað uppi á teningnum. Kópaselshúsið er gjöf og því er hvorki stofnkostnaður né vaxtakostnaður við skólann. Þegar Kópasel er borið saman við aðra leik- skóla á þessum forsendum kemur í ljós að kostnaðurinn er svipaður," sagði Lára Jóna. -BÓl DV-mynd gk Akureyri: Fyrsta húsið rís í Giljahverf inu Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Vegfarendur um Hlíðarbraut á Ak- ureyri hafa veitt því athygli að ofan götuimar er að rísa fyrsta húsið sem byggt er í hinu nýja Giljahverfi. í Giljahverfi eiga að rísa á milli 650 og 700 íbúðir. Um 25% þeirra verða í einbýlishúsum, 40% í rað- og par- húsum og um 35% í fjölbýlishúsum. Tollfrjáls varningur seld- ur á Akureyrarf lugvelli Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Flugfélag Norðurlands hefur fengið héimild til að selja farþegum í milli- landaflugi, sem lenda á Akureyrar- flugvelli, tollfrjálsan varning. Ekki er um að ræða eiginlega frí- höfn eins og er á Keflavíkurflugvelli. Farþegar um borð í flugvélunum merkja við þær vörur á lista sem þeir vilja kaupa þegar til Akureyrar er komið og fá síðan varninginn af- greiddan við komuna þangað. Farþegaflug um Akureyrarflugvöll erlendis frá hefur aukist nokkuð síð- ustu árin og er enn að aukast. Því þótti sjálfsagt að koma þessari þjón- ustu á og þar til ríkið kemur á fót fríhöfn á Akureyrarflugvelli mun Flugfélag Norðurlands annast þessa sölu með þeim hætti að vörurnar verða afgreiddar undir eftirliti toll- varöa. Skilafrestur er til 1. september OG FERÐAMÁLAÁRS EVRÓPU1990 I I.RDASKRIFS'I'OFA íSI.ANDS BSI iðfangsefni keppninnar er ferðalög og útivist og verða myndirnar að tengjast því efni á einhvern hátt. Þær geta verið bæði svarthvítar og í Iit eða litskyggnur af ferðalögum og útivist innanlands sem utan. Glæsilegir vinningar eru í boði fyrir bestu myndirnar. 1. Lundúnaferð fyrir tvo með Flugleiðum. Innifalin er hótelgisting með morgunverði í þrjár nætur. 2. Farseðlar að eigin vali fyrir tvo til áætlunar- staða Flugleiða innanlands. 3. Dvöl á Edduhóteli, Ferðaskrifstofu íslands, að eigin vali fyrir tvo, gisting og morgun- verður í fimm nætur. Senda skal myndirnar til DV fyrir 1. september og merkja þær: Ljósmyndasamkeppni, DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Með myndunum skal fylgja lokað umslag með nafni, heimilisfangi og símanúmeri þátttakenda. Sú mynd, sem verður í fyrsta sæti í þessari ljósmyndakeppni, mun taka þátt í sérstakri keppni á vegum Ferðamálaárs Evrópu 1990 í Grikklandi seint á þessu ári. Þar munu ellefu Evrópuþjóðir auk Islands keppa um bestu myndina um ferðalög og útivist. 4. Hringmiði fyrir tvo kringum landið með sérleyfisbílum BSÍ. 5. Helgarferð fyrir tvo í Þórsmörk með Ferða- skrifstofu BSÍ og Austurleið. 6. -10. Bókaverðlaun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.