Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1990, Qupperneq 39
51
LAUGARDAGUR 18. ÁGÚSL 1990.
Afmæli
Guörún Kristín ísaksdóttir, Ægis-
síðu 23, Grenivík, er fimmtug í dag.
Guörún fæddist á Svalbarði á
Grenivík og ólst þar upp. Hún lauk
fullnaðarprófi í Barnaskólanum á
Grenivík og eftir það var hún tvö
ár við nám í Alþýðuskólanum á
Laugum í Reykjadal. Guðrún hefur
í um átján ár unnið við útibú KEA
á Grenivík auk þess sem hún hefur
heitt við báta. Hún hefur alltaf búið
á Grenivík.
Guðrún giftist 27. maí 1965 Gunn-
ari Sigurssyni sjómanni, f. 24. ágúst
1942. Foreldrar Gunnars eru: Sig-
urður Gunnarsson og kona hans,
AðalbjörgGuðmundsdóttir. Sigurð-
ur bjó í Reykjavík en Aðalbjörg býr
á Akureyri. Þau shtu samvistum og
var Gunnar alinn upp á Einarsstöð-
um í Norður-Þingeyjarsýslu hjá
Halldóri Gunnarssyni og Nönnu,
konuhans.
Börn Guðrúnar og Gunnars eru
þijú: Valborg, f. 26. júlí 1965, maður
hermar er Ólafur Þorbergsson og
sonur hennar er ísak Sigurjónsson,
f. 31. maí 1988, Valborg er búsett á
Grenivík; Arna, f. 22. september
1966, búsett á Grenivík; og Sigurður,
f. 29. nóvember 1968, unnusta hans
er Petrea Ósk Sigurðardóttir og
dóttir þeirra er Margrét Sif, f. 18.
apríl 1990, þau eru búsett á Greni-
vík.
Systkini Guðrúnar eru sjö: Odd-
geir, kona hans er Margrét Sigríður
Jóhannsdóttir og eiga þau fjögur
böm; Hjördís, maður hennar er Er-
hard Joensen og eiga þau tvö böm;
Sjöfn, maður hennar er Þórður
Magnússon og eiga þau fimm börn;
Vilhjálmur, kona hans er Guðríður
Guðmundsdóttir og eiga þau fjögur
böm; Sveinn Þór, kona hans er Alda
Demusdóttir og eiga þau þrjú börn;
Borghildur Ásta, maður hennar er
Gísh Jóhannsson, þau eiga tvö böm;
og Sóley, maður hennar er Þor-
steinn Harðarson og eiga þau fimm
börn.
Foreldrar Guðrúnar em ísak Vil-
hjálmsson, f. 10. júní 1906, d. 12. des-
ember 1986, útgerðarmaður á Sval-
barða í Grenivík, og kona hans,
Alma Oddgeirsdóttir, f. 19. desemb-
er 1907. Foreldrar ísaks vom Vh-
hjálmur Grímsson og Elín Þor-
steinsdóttir. Systkini ísaks em
Steingrímur, Jakobína og Ingólfur.
Systkini Ölmu eru Agnes, móður
Magnúsar Jónssonar óperusöngv-
ara; Aðalheiður; Jóhann Adolf;
Kristján; Vemharður; Fanney, móð-
ir Kristjáns Jóhannssonar óperu-
söngvara; Hlaðgerður; Margrét; Há-
kon óperusöngvari; Sigríður og
Björgvin. Alma er dóttir Oddgeirs,
útgerðarmanns á Hlöðum í Greni-
vík, Jóhannssonar, b. í Saurbrúar-
gerði á Svalbarðsströnd, Gíslason-
ar. Móðir Oddgeirs var Kristín
Guðrún Kristín ísaksdóttir.
Björg Sigurðardóttir, b. á Fehsseli í
Kinn, Bjarnasonar. Móðir Ölmu var
Aðalheiður Kristjánsdóttir, systir
Jóhanns á Végeirsstööum, afa Jó-
hanns Konráðssonar söngvara, fóð-
ur Kristjáns óperusöngvara. Aðal-
heiður var dóttir Kristjánssonar, b.
á Végeirsstöðum í Fnjóskadal, Guð-
mundssonar. Móðir Kristjáns á Vé-
geirsstöðum var Lísibet Bessadóttir,
b. á Skógum í Fnjóskadal, Eiríks-
sonar, bróður Guðlaugs, langafa
Hahdórs, foður Kristínar, formanns
Ferðamálaráðs.
Jónína Magnúsdóttir,
Fjólugötu 15, Akureyri.
; Höfsstöðúm, Koibeinsstáðahreppi,;
Snæfellsnessýslu.
Benedikt Ólafsson,
Hvassaleití 58, Reykjavík.
SigurðurGuðmundsson,
Torfnesi, Hlíf, ísafiröi.
ara
Helgi Ársaelsson,
Grenimel 22, Reykjavík.
Eggert Kristinsson,
Tómasarhaga 13, Reykjavík.
Gunnar Guðjónsson,
Björn Björnsson, Hólabraut 4, Hrísey, Eyjafj sýslu. aröar-
60ára
Steinþór Þorleifsson, Mánasundi 5, Grindavík.
50 ára
Elrna Kristín Steingrímsdóttir,
Hafralæk, Aðaldælahreppi, S-Þing-
eyjarsýslu.
Jón Rafnkelsson,
Silfurbraut 6, Hafnarhreppi, A-
Skaftafehssýslu.
Gróa Gunnarsdóttir,
Breiðvangi 4, Hafnarfiröi.
ísak Valdemarsson.
Víöimýri 11, Neskaupstað.
40 ára
Ingvur Már Pólsson,
Snorrabraut 77, Reykjavík. :
Bjarni Ingólfsson,
Hraunbæ 70, Reykjavík.
Valgeir Þórðarson,
Lindargötu 45, Reykjavík.
Valdimar Jónsson,
Reykjabraut 7, Reykhólahreppi,
A-Barðastrandarsýslu,
Andlát
Jóhanna Jóhannesdóttir, Álakvísl
67, lést að morgni 16. ágúst í Landa-
kotsspítala.
Bima Þórðardóttir andaðist föstu-
daginn 17. ágúst.
Sigurjón Sigurðsson, Höfðagrund 15,
Akranesi, andaðist 16. ágúst.
Friðrik Rósarsson lést 15. ágúst sl.
Valur H. Jóhannsson, Reynigrund 1,
Akranesi, lést þann 15. ágúst.
Magndís Anna Aradóttir andaðist á
Hrafnistu, Hafnarfirði, fimmtudag-
inn 16. ágúst.
Tilkyimingar
Gronn í Reykjavík
Grenn námskeiðin era haldin fyrir fólk
sem á við matarfíkn að stríða, hvort sem
því fylgir offíta eða ekki. í sumar hefur
Grann verið á hringferð mn landið og
haldið námskeið viða. Á þeim stöðum,
sem námskeið hafa verið haldin, era bak-
arar nú famir að bjóða upp á grann
brauð. Mánudagskvöldið 20. ágúst kl. 21
verður haldinn opinn kynningarfyrir-
lestur á veitingastaðnum Á næstu grös-
um, Laugavegi 20b, þar sem kynntar
verða þær hugmyndir sem liggja til
grundvallar námskeiöunum. Ef næg
þátttaka fæst verður síðan haldið nám-
skeið dagana 28.-30. ágúst kl. 20.30^23
ásamt laugardeginum 1. september kl.
9-17. Skráning á námskeiðið fer fram á
fyrirlestrmum og nauðsynlegt er fyrir
væntanlega þátttakendur að mæta þar.
Leiðbeinandi er Axel Guðmundsson'en
hann hefur sjálfur átt við matarfíkn að
stríöa og nýtt sér þetta kerfi með góðum
árangri.
Heiðmerkurferð Fornbíla-
klúbbs íslands
Heiðmerkurferðin verður farin 19. ágúst
nk. Lagt verður af stað frá Rafmagns-
veitunni við Suðurlandsbraut kl. 13.30. í
Heiðmörk verða griUaðar pylsur og verða
þær ókeypis. Hins vegar þurfa menn að
sjá fyrir einhverju að drekka með pylsun-
um. Kaupstaðaferðin verður svo 9. sept-
ember nk. og verður með svipuðu sniði
og í fyrra.
Sýning á handmáluðum
módel-samkvæmisjökkum
Sverrir Sv. Sigurðsson heldur sýningu á
handmáluðum módel-samkvæmisjökk-
um úr silki í Gallerí 15, Skólavörðustíg
15, kj. Þar gefst einnig kostur á að skoða
tískuteikningar Sverris frá árunum
1986-89. Sverrir er 22 ára að aldri og sjálf-
menntaður í tískuhönnun og fatagerð.
Sýningin verður opin helgamar 18.-19.
og 25.-26. ágúst kl. 13-18. Allir velkomnir.
50 ára útskriftarafmæli
Nemendur efri deildar Héraðsskólans á
Laugarvatni veturinn 1939^10 hafa í
hyggiu að koma saman á Laugarvatni
laugardaginn 25. ágúst nk. kl. 13 og halda
upp á 50 ára útskriftarafmæli. Þar ætla
þeir að dveljast til sunnudags og rifja upp
gömul kynni en margir hafa ekki hist í
þau 50 ár sem liðin era frá því að þeir
kvöddust á hlaðinu á Laugarvatni. Þátt-
töku skal tilkynna til einhvers eftirtal-
inna manna í síðasta lagi sunnudaginn
19. ágúst og munu þeir jafnframt veita
allar nánari upplýsingar: Bjami Ey-
vindsson, Hveragerði, s. 98-34153, Hjalti
Þórðarson, Selfossi s. 98-21166, Konráð
Gíslason, Varmahlíð, s. 95-38199, og Páll
Þorsteinsson, Reykjavík, s. 91-82941. Era
bekkjarfélagar hvattir til að koma og eiga
góða stund saman í gamla skólanum.
Kvenfélag Fríkirkjunnar
í Reykjavík
Fyrirhuguð er ferð 7. og 8. september.
Lagt verður af stað frá kirkjunni fóstu-
daginn 7. september kl. 17. Ekið verður
að Flúðum og þar snæddur kvöldverður
og gist yfir nóttina. Næsta dag verður
farið að Gullfossi og Geysi og heim um
Laugarvatn og Þingvöll. Konur era beðn-
ar að skrá sig fyrir 25. ágúst. Nánari upp-
lýsingar gefa Sigurborg, s. 685573, Ágústa,
s. 33454 og Berta s. 82933.
Frönsk farandsýning í Mynd-
listaskólanum á Akureyri
Laugardaginn 11. ágúst sl. var opnuð í
Myndlistaskólanum á Akureyri við
Kaupvangsstræti sýning á grafíkverkum
eftir 26 þekkta listamenn sem eiga það
sameiginlegt að hafa unniö verk sín á
frönskum listprentstofum. Á sýningunni
verða kynntar ólíkar grafískar aðferðir
og fjölbreytt vinnubrögð sem viðhöfð era
á litprentstofum. Að sýningunni standa
Myndlistaskólinn á Akureyri og sendiráð
Frakklands en erlendir styrktaraðilar
era utanríkisráðuneyti Frakklands og
frönsk samtök til eflingar lista („L’Assoc-
iation francais d’Action Artitique’j. Sýn-
ingin verður opin daglega kl. 14-17 og
lýkur 2. september.
Hjálpræðisherinn
Flóamarkaður verður hjá Hjálpræðis-
hernum, Kirkjustræti 2, á þriðjudag og
miövikudag kl. 10-17.
Málverkasýning í Þrastalundi
Aðalbjörg Jónsdóttir sýnir málverk og
tvö veggspjöld með myndum af hand-
pijónuðum kjólum í Þrastalundi við Sog.
Hún hefur haldið nokkrar einkasýningar
og tekið þátt í samsýningum.
Bandarískur listamaður sýnir
litskyggnur og segir
frá ferðalögum
Mark Sadan er bandarískur listamaður
sem kom til íslands 4. ágúst sl. til að taka
ljósmyndir víðs vegar um landið. Hann
fæddist í Syracuse, New York, á timum
seinni heimsstyrjaldarinnar. Sautján ára
gamall fór hann til ísrael þar sem hann
vann á „kibbutz”. Er hann kom aftur til
New York nam hann leiklist, lék og
stjómaði leikritum og vann seinna við
kvikmyndagerð. Mark er einn þeirra sem
hófu framleiöslu fræðsluþátta fyrir börn.
Nefnast þeir The Sesame Street og hafa
notið fádæma vinsælda í Bandaríkjunum
og víðar. Á síðustu árum hefur Mark
snúið sér æ meira að ljósmyndun og hef-
ur m.a. haldið ljósmyndasýningar í
Museum of Modern Art í New York. Verk
hans hafa verið sýnd í fjölmörgum virt-
um galleríum vítt og breitt um veröldina.
Nk. mánudag, 20. ágúst, kl. 20.30 mun
hann sýna litskyggnur og segja frá ferða-
lögum sínum viðs vegar um heiminn 1
húsakynnum Bahá’ía í Mjóddinni (á
haBðinni fyrir ofan Svein bakara).
Húsdýragarðurinn í
Laugardal
Dagskrá laugardaginn 18. og sunnudag-
inn 19. ágúst. Ath.: Ratleikur í húsdýra-
garði og grasagarði frá kl. 10-15. Garður-
inn verður opnaður kl. 10. Kl. 11 verður
selum gefið, kl. 11.30 hestar teymdir um
svæðið, kl. 14 selum gefið, kl. 14.30 loð-
kanína klippt, kl. 15 hreindýr teymd um
svæðið, kl. 16.15 selum gefið, kl. 16.30
nautgripir reknir í fjós, kl. 16.45 kindur,
geitur og hestar teknir í hús, kl. 17 hæn-
ur og kjúklingar teknir í hús, kl. 17.15
minkar og refir fóðraðir, kl. 17.30 kýr
mjólkaðar. Lokað kl. 18. Verð 100 kr. fyr-
ir böm, 200 kr. fyrir fullorðna. Upplýs-
ingasími 32533.
Tombóla
Nýlega héldu þessir krakkar, þau Ásta,
Díana, Gunnar, Skúlína, íris, Berghnd
og Dóra, tombólu til styrktar Rauða
krossi íslands. Þau söfnuðu 2.428 krón-
um.
Tónleikar
Tónleikar á ísafirði
og í Bolungarvík
Tónleikar verða haldnir í Félagsheimil-
inu í Bolungarvík laugardaginn 18. ágúst
kl. 16. Þá munu Sigurður Halldórsson
sellóleikari og Daníel Þorsteinsson
píanóleikari flytja sónötu í F-dúr eftir
Brahms, ásamt verkum eftir Fauré, Hin-
demith, Martinu og Boccherini. Þá halda
þeir félagar tónleika í frímúrarasalnum
á ísafirði sunnudaginn 19. ágúst kl. 16.
Þá munu þeir flytja Arpeggione, sónötu
Schuberts, sónötu í A-dúr eftir Beethov-
en, ásamt verkum eftir Fauré og Hindem-
ith. Á tónleikum í byijun árs 1983 hófst
áralangt samstarf þeirra Daníels og Sig-
urðar á sviði fijálsrar spunatónlistar.
Reyndist það hinn ákjóssuilegasti jarð-
vegur er þeir fóra að spila saman sígilda
tónhst fyrir þremur árum eftir að hafa
stundað hefðbundið tónhstamám hvor í
sínu horni frá unga aldri. Daníel lærir
nú við Sweelinck-tónhstarskólann í
Amsterdam en Sigurður lauk fyrir
nokkra frá Guhdhal School of Music and
Drama í London og sækir þar enn tíma.
„Óli blaðasali“ leikur
í Firðinum
„Óh blaðasah” leikur um þessa helgi í
Firðinum, Hafnarfirði. „Óh blaðasali” er
ný hljómsveit, skipuð þeim Steingrími
Guðmundssyni, trommur, Páh Pálssyni,
bassa, og Guðmundi Rúnari, söngur og
gítar. Væntanleg er ný hljómplata með
Ola blaðasala. Á henni koma einnig fram
ýmsir þekktir spilarar, m.a. Björn R. Ein-
arsson á básúnu, Eyþór Arnalds á selló,
Magga Stína risaeðla á fiðlu og fleiri.
Hljómsveitin er skirð í höfuðiö á einum
þekktasta blaðasölumanni landsins og er
hugmynd að halda útitónleika í Skotinu
á Reykjavíkurapóteki honum til heiðurs.
Sem kunnugt er stóð Óh þar og seldi
dagblöðin. „Óh blaðasah” mun leika á
Ölhúsum borgarinnar, svo og úti á landi.
Efnisskrá hijómsveitarinnar er geyshega
blönduð, allt frá frumsömdu til krumma
sem svaf í klettagjá. .
Studioblóm
Þönglabakka 6, Mjódd,
norðan við Kaupstað,
sími 670760