Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1990, Page 44
þá í síma 62-25-25. Fyrirtivert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gaett. Við tökum við
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Askrift - Dreifing: Sími 27022
LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 1990.
Islendlingunum í
Kúvæt líður vel
- hafaekkilentíhrakningum
... íslenska utanríkisráðuneytiö hefur
nú fengið nýjar fregnir af Islending-
unum átta sem eru innlyksa í Kú-
væt. Samkvæmt fregnum frá sænska
sendiráðinu á staönum líður þeim
vel og hafa þeir ekki lent í neinum
hrakningum.
Norðurlöndin hafa sameiginlega
mótmælt þeirri ákvörðun stjórn-
valda í írak að neita norrænum ríkis-
borgurum, sem staddir eru í Kúvæt
og Irak, um brottfararleyfi.
Norðurlöndin höfðu farið formlega
fram á það að fólkinu yrði leyft að
fara á brott en því hafa stjórnvöld í
írak neitað.
Utanríkisráðuneyti Norðurland-
anna vinna nú sameiginlega að því
að tryggja hag norrænna ríkisborg-
ara í írak og Kúvæt og njóta íslend-
ingarnir aðstoðar sendiráðs Svía í
Kúvætborg.
-J.Mar
Golfklúbbur Akureyrar:
Kennarinn
íJohnny
Carson Show
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
David Barwell, golíkennari hjá
Golfklúbbi Akureyrar, hefur fengið
boð um að koma fram í hinum fræga
Johnny Carson Show í Bandaríkjun-
um.
Barwell er á leiðinni þangað í nóv-
ember til að kynna Arctic Open golf-
mótiö. Þetta mót, sem fram fer við
skin miðnætursólarinnar, virðist
njóta feikimikilar athygh í Banda-
ríkjunum en Barwell hefur að und-
anfomu komið fram í nokkrum út-
varpsviðtölum í Bandaríkjunum
vegna þess.
> Flugumferðarstjórar:
Ámörkum
þjóðarsáttar
Ágreiningur er kominn upp út af
kjarasamningi flugumferöarstjóra
og ríkisins sem undirritaður var 13.
júlí síðastliðinn. Að mati margra fel-
ur samningurinn í sér hækkanir
umfram þjóðarsáttina en fjármála-
ráðuneytiö mótmælir því.
Samningurinn gildir frá 1. júní 1990
til 1. júní 1991 en það er sérstök bók-
un sem meö honum fylgir sem sér-
staklega vekur athygli. Er þar rætt
um að stytta starfsaldur og minnka
4Mt launaflokkahækkanir.
-SMJ
LOKI
Flugumferðarstjórar ættu
þá að komast til
sólarlanda.
Skorar á félags-
menn sína að
lækka verðið
- eftlr aö Alþýðusamband íslands mótmælti hækkunum á því
„Við teljum að við höfum staöið stofa áskorun um að draga til baka kominn vegna aukningar kostnað-
okkur vel í því að halda verði á þá hækkun sem orðiö hefur á ferð- ar erlendis.
sólarlandaferðum lágu. Frá því í um til sólarlanda. „Þessar erlendu hækkanir felast
ágústífyrrahefurlánskjaravisital- í áskoruninni segir að Alþýðu- annars vegar í gengissigi og hins
an hækkað um 14,5% en sólar- sambandið telji þessa hækkun vegar í eldsneytishækkunum. Þó
landaferðir hafa hins vegar aðeins ótímabæra nú þegar stöðugleiki sé svo að dollarinn hafl lækkað þá er
hækkað um 10%. Þrátt fyrir þetta að nást í verðlagsmálum, Því beinir pesetinn ennþá ákaflega sterkur og
hefurstjómFélagsíslenskraferða- Alþýðusambandið þeim tilmælum hann hefur mikið vægi í sólar-
skrifstofa samþykkt að skora á fé- til þeírra ferðaskrifstofa sem landaferöunum. Eldsneytishækk-
lagsmenn sína að verða við tilmæl- hækkað hafa verð á sólarlanda- anirnar koma svo fram í hækkun
um ASÍ með því aö lækka verð að ferðum að þær dragi hækkanirnar á verði leiguflugs.“
minnsta kosti um 1% ef forsendur til baka og leggi með því sitt af Karl segir að með réttu nemi
til þess eru fyrir hendi,“ sagði Karl mörkum til þess aö tryggja áfram- kostnaðaraukning feröaskrifstof-
Sigurhjartarson, formaður Félags haldandi hjöðnun verðbólgu. anna um 4,5% en ferðaskrifstof-
íslenska ferðaskrifstofa, í samtali Karl Sigurhjartarson segir aö urnar hafi hins vegar alraennt ekki
viðDVígær. þessar verðhækkanir séu að hluta hækkaöverðnemaum2,5%. BÓI
Alþýðusamband islands sendi í til vegna almennra hækkana i
gær Félagi íslenskra feröaskrif- landinu en stærsti hlutinn sé þó til
Þeir eru margir sem leggja leið sína að Dettifossi yfir sumarið. Þetta mesta vatnsfall landsins er
tignarlegt á að líta enda eru það hvorki meira né minna en tæp 200 tonn af vatni sem þarna falla
á hverri sekúndu. DV-mynd Brynjar Gauti
Veðrið á sunnudag
ogmánudag:
Skýjað
og úrkomu-
laust
Hægviðri verður um allt land,
sums staðar skúrir á annesjum
en annars staðar skýjað og úr-
komulaust.
Dekkin í hættu
við Leif sstöð
Eitthvað mun hafa borið á því að
undanfórnu að skorið sé á dekk við
Leifsstöð. í gærmorgun kom í ljós að
tveir bílar höföu orðið illa úti og
höfðu dekk þeirra verið skorin í
sundur.
Það er því hætt við að einhverjir
ferðalangar fái óskemmtilega heim-
komu þegar þeir koma úr fríi. Á bíla-
stæðunum við Leifsstöð standa ávallt
margir bílar enda vill fólk gjarnan
geyma þá þar á meðan það ferðast.
Samkvæmt upplýsingum frá lögregl-
unni á Keflavíkurflugvelli er reynt
að hafa eitthvert eftirlit þarna en það
virðist ekki duga til. -SMJ
Metþátttáka í maraþoni:
1344 skráðir
til keppni
Það er nú ljóst að met verður sleg-
ið þegar hlauparar í Reykjavíkurm-
araþoninu verða ræstir út klukkan
12 á morgun. Þegar skráningu lauk
í gær var búið að skrá 1344 í hlaupið
en í fyrra voru þeir 1240. i maraþon-
hlaupið höfðu 54 verið skráðir og var
Jón Gunnlaugsson elstur þeirra eða
64 ára.
í hálfmaraþonið höfðu 243 verið
skráðir en 1078 eru skráðir í
skemmtiskokkið. -SMJ
Tekin með
hass á Hlemmi
Fíkniefnalögreglan handtók hóp
fólks á Hlemmi í gær. Lék grunur á
að hópurinn, sem í voru fimm
manns, stundaði fíkniefnasölu.
Fólkinu var sleppt aftur eftir yflr-
heyrslu enda reyndust grunsemdir
lögreglunnar ekki réttar varðandi
söluna. Eitt til tvö grömm af hassi
munu hafa fundist á einum úr hópn-
um.
-SMJ
Afmæli Reykjavíkur:
Sólfarafhjúpað
í dag klukkan 16.00 verður afhjúp-
að listaverkið Sólfar eftir listamann-
inn Jón Gunnar Árnason. Verkinu
hefur verið búinn staður við Sæbraut
á nesodda gegnt Frakkastíg.
Vegna afmælis Reykjavíkurborgar
verður formleg opnun á þjónustu-
rými fyrir aldraða að Dalbraut 18-20.
Haldið upp á 30 ára afmæli Fæðing-
arheimilisins á túninu fyrir neðan
heimilið. Afhjúpun listaverksins Sól-
far við Skúlagötu og veittar viður-
kenningar í Höfða fyrir fegurstu göt-
ur,lóðiroghús. -pj
Einn sá
ódýrasti
i bænum
ÍSVAL
v/Raudarárstig