Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1990, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1990, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 1990. 25 Afmæli Þórbergur Ólafsson, Móabarði 18b, Hafnarfirði, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri skipasmíðastöðvar- innar Bátalóns hf„ er 75 ára í dag. Þórbergur fæddist á Hallsteins- nesi í Austur-Barðastrandarsýslu og ólst þar upp. Hann fór að læra bátasmíðar 15 ára hjá Valdimar Ól- afssyni í Hvallátrum á Breiðafirði og fékkst við það í nokkur ár ásamt bátasmíðum heima í sveitinni. Hann var í stjórn Ungmennafélags Gufudalshrepps 1934-38 ogformað- ur um hríð. Próíi frá Héraösskólan- um á Reykjum lauk Þórbergur 1936, prófi frá Iðnskólanum í Reykjavík 1940, sveinsprófi í skipasmíði 1942 og meistarabréf 1950. Hanri stofnaði Bátasmíðastöð Breiðfirðinga sf. í Hafnarfirði ásamt öðrum árið 1947 en samlagsfélaginu var breytt í hlutafélagið Bátalón hf. árið 1956. Þórbergur hefur verið fram- kvæmdastjóri og stjórnarformaður fyrirtækisins. Hann gerði flestar teikningar af nýsmíði, sem voru alls 470, úr tré og stáli og rúmlestatala samtals á fjórða þúsund, auk fjölda viðgerða á skipum af ýmsum stærð- um. Eigendaskipti urðu á fyrirtæk- inu 1. september 1986. Þórbergur var kjörinn formaður Landssambands skipasmíðastöðva við stofnun þess 1965. Hann var full- trúi á iðnþingum og var um skeið prófdómari í skipateikningum í Iðn- skólanum í Hafnarfirði. Þórbergur var fulltrúi skipaiðnaðarins í Rot- aryfélagi Hafnarfjarðar frá 1976 og hefur skrifað í dagblöð og tímarit um skipaiðnað o.fl. Hann var nokk- ur ár í stjórn Skógræktarfélags Hafnarfjarðar og Garðahrepps og fulltrúi á þingum Skógræktarfélags íslands. Þórbergur kvæntist 31. maí 1956 Olgu Eyland Pálsdóttur. Foreldrar hennar eru Páll Jónsson, fv. bygg- ingarfulltrúi og bæjarverkstjóri á Siglufirði, og kona hans, Guðbjörg Eiríksdóttir. Bróðir Þórbergs er 01- afur Ólafsson, fyrrverandi bóndi á Hallsteinsnesi í A-Barðarstrandar- sýslu, f. 15.2.1913. Böm Þórbergs og Olgu eru: Stjúp- sonur Þórbergs Pálmi Bernhard Larsen, f. 27.8.1952, á þrjú börn, tvær dætur og einn son, maki Sig- ríður Ólafsdóttir; Brynja Þórdís, f. 18.9.1956, á þrjú börn, eina dóttir Jón Grímsson Jón Grímsson flugstjóri, Fögru- brekku 40, Kópavogi, er fertugur í dag. Jón fæddist í Reykjavík og ólst þar upp til fjögurra ára aldurs. Fjöl- skyldan fluttist til Sauðlauksdals við Patreksfjörð í Rauðasands- hreppi árið 1954 og bjó þar til 1964 er þau fluttu aftur til Reykjavíkur. Jón lauk landsprófi frá Vogaskóla vorið 1966. Hann stundaði nám í MH frá 1966 til 1969 og aftur í öld- ungadeild skólans 1975 til 1978. Árið 1970 flutti Jón til Svíþjóðar og aftur til íslands 1974. Hann starfaði sem mælingamaður hjá verktakafyrir- tækjum til 1979, aðallega hjá Pétri Jónssynií Véltækni. í júní 1977 hóf hannflugnámhjáFlugtakihf., lauk einkaflugmannsprófi í ágúst sama ár og atvinnuflugprófi í ágúst ári seinna. Jón stundaði blindfiugs- og flugkennaranám hjá Axel Sölva Axelsyni flugstjóra og lauk báðum prófum í janúar 1979. Hann var að- stoðarflugkennari hjá Flugtaki hf. og flugmaður hjá leiguflugi Sverris Þóroddssonar fyrri hluta árs 1979 þar til hann gerðist flugkennari hjá Flugfélagi Sauðárkróks. Þar nyrðra dvaldi hann til ársloka 1979 er hann hóf störf hjá Leiguflugi Sverris Þór- oddssonar þar sem hann starfaði fram í júní sama ár. Á árunum 1978 og 1979 stundaði hann ferjuflug á eins hreyfils vélum frá Chicago til íslands. í júní 1980 var Jón ráðinn flugmaður hjá Arnarflugi hf. Þar starfaði hann sem aðstoðarflugmað- ur til 1984 er hann varð flugstjóri í innanlandsflugi og aðstoðarflug- maður í utanlandsflugi. Jón var þjálfunarflugmaður hjá innan- landsdeild flugfélagsins 1976 til 1978. Hann hætti störfum hjá Arnarflugi í árslok 1989 og hóf störf hjá flugfé- laginu Atlanta í ársbyrjun 1990, fyrst sem aðstoðarflugmaður en skömmu síðar sem flugstjóri. Jón hefur verið verkefnisstjóri flugfé- lagsins í Helsinki frá 20. janúar 1990. Jón gekkst fyrir námskeiðum á árunum 1980 til 1988, meðal annars einkaflugmannsnámskeiði og teg- undarnámskeiðum á Twin Otter. Hann sat í vélflugnefnd Flugmálafé- lags íslands 1979 til 1987 og gekkst fyrir íslandsmótum í vélflugi þrisv- ar sinnum, sat í samninganefnd flugmanna hjá Arnarflugi í fjögur ár og var formaður nefndarinnar í tvö ár. Jón þýddi og gaf út Handbók flugmanns fyrir Piper Tomahawk á Sauðárkróki 1979 auk þess sem hann er ritstjóri og ritnefndarmað- ur Kennslubókar fyrir einkaflug- menn sem kemur út á vegum flug- málastjómar á næstunni. Þann 4. ágúst 1989 kvæntist Jón Guðrúnu Pálsdóttur, f. 7. desember 1956, fjármálastjóra Kópavogsbæj- ar. Guðrún er dóttir Bergþóru Guð- mundsdóttur og Páls M. Jónssonar, fyrrverandi byggingarmeistara á Selfossi. Bergþóra og Páll bjuggu í Hafnarfirði og síðar í Kópavogi. Dóttir Jóns og Þórdísar Leifsdótt- ur er Sóley, f. 28. ágúst 1984. Dóttir Guðrúnar frá fyrra hjónabandi er Bergdís. og tvo syni, maki Þóroddur Steinn Skaptason; Guðrún Ólöf Þórbergs- dóttir, f. 1.1.1964, á eina dóttur, maki Þorvaldur Steinsson. Foreldrar Þórbergs voru Ólafur Þórarinsson, f. 17.11.1878, og Guð- rún Jónsdóttir, f. 19.10.1877. Móðir Þórbergs, Guðrún, lærði klæðskeraiðn á ísafirði. Var hún frá Gröf í Gufudalssveit. Átti hún einn bróður, Hjört, bónda i Gröf. Foreldr- ar Gurðúnar vom Jón Jónsson Björnsson, bóndi og hreppstjóri á Kletti í Gufudalssveit, og Þrúður Ingibjörg Einarsdóttir, bónda á Skálanesi. Björn á Kletti var stofn- andi fyrsta lestrarfélags í Gufudals- sveit, „Dagsbrún", sem ennþá er til og er elsta lestrarfélag landsins. Björn var sonur Arnfinns, bónda á Hallsteinsnesi, Jónssonar, bónda í Hlíð. Bróðir Jóns í Hlíð var Jón Bjarnason, prestur á Rafnseyri, afi Jóns Sigurðssonar forseta. Ólafur Þórarinnsson sjómaður fór í Sjómannaskólann í Reykjavík, stýrimaður á kútterum frá Bíldudal og Flatey á Breiðafirði, síðar bóndi á Hallsteinsnesi. Faðir Ólafs var Þórarinn Ólafsson, Magnússonar, Jón Grímsson. Systkini Jóns eru: Soffia, hjúkrun- arforstjóri í Stokkhólmi, hún á þrjú börn; og Hjörtur, stórkaupmaður í Mosfellsbæ, kona hans er Sigurlaug Óskarsdóttir og eiga þau tvö börn auk þess sem Hjörtur á tvö börn frá fyrrahjónabandi. Faðir Jóns er séra Grímur Gríms- son, fyrrverandi sóknarprestur í Sauðlaukskdals- og Ásprestakalli, f. 21. apríl 1912, og móðir Jóns er Guð- rún Sigríður Jónsdóttir, fyrrverandi fulltrúi, f. 4. september 1918. Þau bjuggu í Sauðlauksdal 1954-1964 er þau fluttust til Reykjavíkur. For- eldrar Gríms vom Grímur Jónsson, skólastjóri á ísafirði, d„ 1919, og Kristín Eiríksdóttir. Foreldrar Guð- rúnar voru Jón Gunnlaugsson, stjórnarráðsfulltrúi frá Kiðjabergi í Grímsnesi, og Jórunn Halldórsdótt- ir. Jón tekur á móti boðsgestum á afmælisdaginn milli klukkan 18 og 21. Haraldur Björnsson málari, Iða- völlum 8, Húsavík, er áttatíu ára í dag. Haraldur fæddist á Húsavík. Um fermingaraldurinn fór Haraldur að vinna við málarastörf með föður sínum og bróður og lærði handverk- ið af þeim. Hann fékk iðnréttindi með bréfi frá iðnaðarráðuneytingu þann 17. ágúst 1959. Haraldur vann annars ýmsa vinnu, lauk mót- ornámskeiði 1934 og var vélstjóri á bátum við og viö á sumrin fram til 1945 og í verksmiðjum síldarverk- smiðja ríkisins á Húsavík og Rauf- arhöfn til ársins 1955. Hann hefur leikið á harmóníku frá barnsaldri og fór tvisvar í hljómleikaferðir umhverfis landið, 1929 og 1931, ásamt Marinó Sigurðssyni. Þann 1. júrri 1940 kvæntist Harald- ur Maríu Aðalbjörnsdóttur, f. 22. desember 1919 í Grenivíkurkoti. Aðalbjörn var Jóhannsson, f. 4. apríl 1890, d. 4. apríl 1931, sjómaður. Móð- fr Maríu var Soffia Hafliðadóttir, f. 13. ágúst 1895 á Akureyri, d. október 1973. Börn Haraldar og Maríu eru: Birk- ir Fanndal, f. 9. nóvember 1940; Að- albjörn, f. 26. janúar 1947, d. 6. októb- er 1952; Bjöm Steindór, f. 27. sept- ember 1950; og Haraldur Aðalbjörn, f. 16. júlí 1953. Foreldrar Haraldar voru Bjöm Steindór Bjömsson, trésmiður og málari á Húsavík, f. 20. september 1866 á Ysta-Mói í Fljótum, og kona hans, Guðný Jóhannsdóttir, frá ísólfsstöðum á Tjörnesi, f. 18. des- ember 1877, d. 11. ágúst 1967. Haraldur Björnsson. bónda í Trostansfirði og hreppstjóra í Suðurfjörðurn. Faðir Magnúsar var Ólafur Þóroddsson, bóndi í Tungu, bróðir Þorvaldar beykis á Vatneyri, er var faðir Þórðar, bónda á Reykhólum, fóður Jóns Thorodd- sen, skálds og sýslumanns, hans synir Þorvaldur Thoroddsen próf- essor, Þórður Thoroddsen læknir, Sigurður Thoroddsen, faðir Gunn- ars Thoroddsen, lögfræðings og ráð- herra. Móðir Ólafs Þórarinssonar var Þuríður Gísladóttir, bónda í Múla í Kollafirði, er fluttist vestur í Suður- fjarðahrepp. Kona hans var Soffia Jónsdöttir, Arnfinnssonar, bónda á Hallsteinsnesi, Jónssonar, bónda í Gröf. Faðir Gísla var Jón Eiríksson silfursmiður er bjó á Gróunesi og Fremri-Gufudal, kona hans var Þrúður Halldórsdóttir. Þuríður Gísladóttir fluttist vestur með for- eldrum sínum. Fyrri maður: Þórar- inn Ólafsson, Suöurfjarðahreppi, þeirra börn: Gísli, Þuríður og Ólafur Þórarinsson, bóndi á Hallsteinsnesi. Þórarinn drukknaði frá þremur ungum börnum. Seinni maður Þu- ríðar: Vagn Guðmundsson frá Hall- Þórbergur Ólafsson. steinsnesi, þeirra börn: Þórarinn Vagnsson bóndi, Hrauni, Keldudal í Dýrafirði. Gísli Vagnsson, bóndi á Mýrum í Dýrafirði, hans kona Guð- rún Jónsdóttir frá Sauðeyjum. Sig- urleifur Vagnsson, hans kona Vikt- oría Kristjánsdóttir. Una Vagns- dóttir, hennar maður Davíð Kristj- ánsson, Hafnarfirði. Þórbergur er að heiman í dag. lagsheimilinu Stað á Eyrarbakka. 90 ára Ingibjörg Einarsdóttir, Ægisgötu2, Ólafsfirði. Sigurjóna Einarsdóttir, Hvanneyrarbraut 37, Siglufirði. PállPálsson, Hraunbúðum, Vestmannaeyjum. Gréta Magnúsdóttir, Grundartanga56, Mosfellsbæ. Margrét Ólafsdóttir, Steðja.Reykholtsdal. Snorri Ólafsson, Klapparstíg 7, Akurevri. Helgi Gíslason, Helgafelli II, Fellahreppi. Borghildur Hjartardóttir, Efstahjalla 23, Kópavogi. Hún tek- ur á móti vinum og vandamöimum á heimili sínu laugardaginn 25. ágúst eftir klukkan 17.00. 70 ára Aðalsteinn Jónsson, Eyjabakka 15, Reykjavík. Jakobína Björnsdóttir, Sólvangi, Borgarfirði eystra. Stefán Halldórsson, Torfufelli31, Reykjavík. Alda Guðrún Helgadóttir, Eyrargötu 36, Eyrarbakka. Hún tekur á móti gestum laugardaginn 25. ágúst eftir klukkan 20.00 í Fé- 50 ára Kristján Elís Jónasson, Skagabraut 36, Akranesi. Helga Sigurðardóttir, Frostafold 121, Reykjavík. Halldór Pétursson, Háteigsvegi 17, Reykjavík. Viðar Óskarsson, Glæsibæ 14, Reykjavík, Vilhjálmur Ásraundsson, Ljósalandi 9, Reykjavík. 40 ára Kjartan Rafnsson, Hraunbæ, Garðabæ. Guðmundur Guðjónsson, Meltröö 10, Kópavogi. Anna Thorlacius, Norðurtúni 3, Bessastaðahreppi. Guðrún Kristjánsdóttir, Nönnugötu 4, Reykjavik. Lára Davíðsdóttir, Ystaseli 15, Reykjavík. Gunnar Harrysson, Engihjalla 11, Kópavogi. Kristj ana Guðmu ndsdótt ir, Hryggjarselil3, Reykjavík. Bjartraar Hannesson, Norður-Reykjum, Hálsahreppi. Rúnar Egilsson, Gautlandi 1, Reykjavík. Bili bíllinn getur rétt staðsettur VIÐVÖRUNAR ÞRÍHYRNINGUR skipt öllu máli u UMFERÐAR RÁÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.