Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1990, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1990, Side 28
28 MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 1990. Ung stúlka kemur hundr- að manns úr jafnvægi Marta Guörún Halldórsdóttir sópransöngkona hélt ljóðatónleika í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í gær- kvöldi. Píanóleik annaðist GísÚ Magnússon. Á efnis- skránni voru lög eftir Franz Schubert, Johannes Brahms, Felix Mendelssohn og Richard Strauss. Það varð ljóst þegar um miðjan dag í gær að eitt- hvað óvenjulegt mundi gerast í Listasafni Sigurjóns um kvöldið. Um kaííileytið voru alhr miöar uppseldir. Um kvöldmat var búið að ákveöa aukatónleika. Gagn- rýnendum var kurteislega bent á að mæta snemma, annars væri ekki unnt að ábyrgjast stæði fyrir þá hvað þá heldur meira. Strax í upphafi eftir að þjálfaðir fingur Gísla Magnús- sonar höíðu strokið fyrstu tónana úr píanóinu og söng- konan unga hóf upp rödd sína var ljóst að rafmagn var í loftinu. Fljótlega kom upp ágreiningur um klapp- málefni. Það þegjandi samkomulag ríkir á ljóðatón- leikum að listafólk fær að flytja þijú til fjögur lög í striklotu ótruflað en milli þess er klappað að vild. Það kom þegar í ljós að ýmsir áheyrendur áttu erfitt með að virða þetta samkomulag, ekki vegna þess að þeir vildu trufia gang mála heldur af ósjálfráöum við- brögðum. Ein kona krafðist þess upphátt að samkomu- laginu yrði þegar rift. Þegar loksins var heimilt að klappa eftir að lokið var að flytja Gretchen am Spinnrade voru viðbrögðin svo snögg að menn hrukku í kút af eigin hávaða. Einn gamalreyndur tónleikagest- ur brást svo harkalega við að við lá að gleraugun hrytu fram af nefbroddinum og niður á gólf. Það sem eftir lifði af tónleikunum mátti öðru hverju heyra hálfkæfð- ar klapprokur. Þegar komið var fram í miðja tónleika var ein konan farin að tauta við sjálfa sig milli laga slitrur úr þýskum söngtextanum og varð að þagga niður í henni. Þegar söngkonan brosti brostu allir áheyrendur, þegar söngurinn varð dapur og dökknaði yfir fogru andliti hennar glitruðu tár á hvörmum hlustenda. Þegar söngkonan í látleysi sínu undir lokin lét í ljós að sér hefði fundist gaman að syngja þama komu viðstaddir hvorki upp oröi né klappi. Sumum virðulegum borgurum varð ákaflega mál að sjúga upp í nefið en mjúklyndari konur létu sig bara hafa það að fela andlitið í vasaklút. Og allt var þetta aðeins út af stúlku með mjúka rödd. En þetta síðasta er raunar ekki alls kostar rétt því að Marta Guðrún hefur töluvert meira til brunns að bera en fagra rödd. Töfrar hennar felast jafnvel enn frekar i óvenjulegum túlkunarhæfileikum sem hún beitir af þroskaðri smekkvísi sem er áreiðanlega ekki síður meðfædd en tileinkuð. Breidd hennar í túlkun Marta Guðrún Halldórsdóttir sópransöngkona. DV-mynd JAK Tónlist Finnur Torfi Stefánsson er ekki síður undraverð hvort heldur sem hún syngur í gleði eða sorg og áheyrendur hrífast með hvað sem á gengur. Má mikið vera ef hún á ekki eftir að gera garðinn frægan í framtíðinni. Píanóleikur Gísla Magnússonar var mikilvægur þáttur í því hve vel þessir tónleikar lukkuðust. Gísh lék af miklum næmleika og nákvæmni og samvinna þeirra var sem best verður á kosið. Stórtíðindin ger- ast enn í íslensku tónUstarlífi. Menning Andlát Helga Halldóra Helgadóttir, Álfa- skeiði 4, Hafnarfirði, íést á Sólvangi að morgni 21. ágúst. Guðmundur Atlason, Hringbraut 3, Hafnarfirði, andaðist í St. Jósefsspít- ala, Hafnarfirði, laugardaginn 18. ágúst. Ámi Ámason, Lyngholti 5, Akur- eyri, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Ákureyri sunnudaginn 19. ágúst. Jarðarfarir Erla Pálsdóttir, Geitlandi 5, andaðist 13. ágúst. Útfór hennar var gerð 21. ágúst. Jóhannes Guðnason, Hverfisgötu 58, sem lést í Borgarspítalanum 18. ágúst, verður jarðsunginn frá Frí- kirkjunni í Reykjavík fóstúdaginn 24. ágúst kl. 13.30. Sigurjón Sigurðsson kaupmaður, Akbraut, Akranesi, verður jarðsett- ur fimmtudaginn 23. ágúst kl. 11 f.h. frá Akraneskirkju. Gunnar E. Bjarnason húsasmíða- meistari, Suðurgötu 64, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarð- arkirkju fimmtudaginn 23. ágúst kl. 15. Birna Þórðardóttir, Glitvangi 31, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudag- inn 27. ágúst kl. 15. Jóhann Friðrik Kárason lést 11. ágúst. Hann fæddist á Siglufirði 18. DV maí 1944, sonur hjónanna Fjólu Jó- elsdóttur og Kára Jónssonar. Jchann lauk námi frá Vélskóla íslands. Eftir- lifandi eiginkona hans er Amalía Þórhallsdóttir. Þau hjónin eignuðust fjórar dætur. Útfór Jóhanns verður gerð frá Kópavogskirkju í dag kl. 13.30. Tilkyimingar Kattahótelið í Reykjavík Minnir fólk á að bólusetja ketti áður en það kemur með þá í gæslu og panta pláss tímanlega. Sími Kattahótelsins er 641461. Blóðugur blekkingaleikur Almenna bókafélagið hefur gefið út bók- ina Blóðugur blekkingaleikur eftir Ion Mihai Pacepa í þýðingu Ólafs B. Guðna- sonar. Pacepa var um árabil yfirmaður rúmensku leyniþjónustunnar og einn nánasti aðstoðarmaður Nicolaes Ceau- sescus, hins fallna einrseðisherra í Rúm- eníu. Hér leysir Pacepa frá sKjóðunni svo um munar og greinir frá baktjaldamakki Ceausescus og þjóna hans, hvemig þeir skipulögðu morð og ofbeldisverk á rúm- enskum andófsmönnum, studdu dyggi- lega við bakið á ýmsum hryðjuverkasam- tökum og stunduðu skipulagðar og víð- tækar njósnir um gervallan Vesturheim, Samtímis rak Ceausescu áhrifaríkar blekkingaaðgerðir á Vesturlöndum til að fegra ímynd sína. Hin íslenska útgáfa Blóðugs blekkingaleiks hefur nokkuð verið stytt með leyfi höfundar. Bókin var mánaðarbók Bókaklúbbs AB í júlí. Dansskóli Hermanns Ragnars að hefja 33. starfsár sitt Danskóli Hermanns Ragnars er að hefja 33. starfsár sitt hér í Reykjavík en stofn- endur skólans eru þau Unnur Amgríms- dóttir og Hermann Ragnar. Skólinn flyt- ur nú í nýtt húsnæði í Faxafeni 14 og heitir húsið Nútíð. Heimy Hermanns- dóttir er sem fyrr aðalkennari skólans en hefur sér við hlið valið starfshð með langa reynslu að baki. í nýja húsnæðinu að Faxafeni 14 verða tveir salir til um- ráða alla daga vikurmar og verður þvi nemendum boðið upp á fjölbreytta tíma- töflu sem ætti að koma sér vel fyrir alla aldurshópa. Kennsla hefst laugardaginn 15. september en innritun í skólann er í símum 687580 og 687480 daglega. 10% af- sláttur verður veittur þar sem fleiri en þrjú skólagjöld koma frá einni og sömu fjölskyldu. Kynningardagur veröur í skólanum sunnudaginn 9. september og verður opið hús frá kl. 13-19. Kvenfélag Fríkirkjunnar í Reykjavík Fyrirhuguð er ferð 7. og 8. september. Lagt verður af stað frá kirkjunni föstu- daginn 7. september kl. 17. Ekið verður að Flúðum. Þar verður snæddur kvöld- verður og gist yfir nóttina. Næsta dag verður farið að Gullfossi og Geysi og heim um Laugarvatn og Þingvöll. Nánari upp- lýsingar hjá Sigurborgu s. 685573, Ágústu s. 33454 og Bertu s. 82933. Nessöfnuður Síðsumarferð inn Borgarfjörð nk. laugar- dag. Lagt af stað kl. 10 frá Neskirkju. Veitingar í Reykholti. Berjasprettan könnuð. Nánari upplýsingar hjá kirkju- verði í síma 16783 milli kl. 16 og 18. Flóamarkaður Mæðra- styrksnefndar verður fimmtudaginn 23. ágúst milli kl. 16 og 18 í kjallara að Hringbraut 116 (Vesturvallagötumegin). Fyrirlestur um Reykjavík í fortíð og nútíð í Norræna húsinu Fimmtudaginn 23. ágúst kl. 20.30 verður síðasti fyrirlesturinn í Opnu húsi í Nor- ræna húsinu að þessu sinni. Páll Líndal ráðuneytisstjóri segir frá Reykjavik fyrr og nú og talar á dönsku en þessi dagskrá er einkum ætluð ferðamönnum frá Norð- urlöndunum. Að loknu kaffihléi verður sýnd kvikmyndin Eldur í Heimaey. Bóka- safnið og kaffistofan eru opin til kl. 22. í bókasafninu Uggja frammi bækur um ís- land og þýðingar íslenskra bókmennta á öðrum norrænum málum. Síðsumarferð Nes- safnaðar Nessöfnuður fer í sina árlegu síðsumar- ferð nk. laugardag kl. 10 frá kirkjunni. Að þessu sinni verður farið í Borgar- fjörð. Sögufrægir staðir skoðaðir, ásamt því sem berjasprettan verður könnuð. Áð að Reykholti. Presturinn, séra Guð- mundur Oskar Ólafsson, verður farar- stjóri. AUar nánari upplýsingar um ferð- ina er hægt að fá hjá kirkjuverði í síma 16783 milU kl. 16 og 18 á daginn. Fyrirlestrar Háskólafyrirlestur Dr. Yukio Taniguchi, prófessor við Osaka Gakuin-háskóla í Osaka í Japan. flytur opinberan fyrirlestur í boði heimspeki- deildar Háskóla islands í dag, miðviku- daginn 22. ágúst 1990 kl. 17.15 í stofu 101 í Odda. Fyrirlesturinn nefnist „Rezeption der islándischen Literatur in Japan“ og íjallar um viðbrögð Japana við íslenskum fombókmenntaþýðingum. Hann verður fluttur á þýsku. Prófessor Taniguchi er einn helsti forvigismaður íslenskra fræða í Japan og hefur imnið mikilvægt kynn- ingarstarf með þýðingum sínum á ís- lenskum fombókmenntum á japönsku. Hann var lengst af prófessor við háskól- ann í Hiroshima en flutti sig um set á síðasta ári og tók við nýrri stöðu í Osaka Gakuin. Hann hefur m.a. þýtt Snorra- Eddu á japönsku auk fjölda íslendinga- sagna með skýringum. Þá hefur hann samið tvö rit um norræn fæði, annað um kenningar um rúnaletur og hitt um Eddu og sögurnar. Þess má geta að hann er einn af stofnendum japanskra samtaka um íslensk fræði. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Úti á vegum verða flest slys ^ í lausamöl .beyg|um ★ við ræsi og brýr ★ við blindhæðir YFIRLEITT VEGNA 0F MIKILS HRAÐA! Fjölmiðlar Ég er einn þeirra blaöamanna sem skiija ekki tilgang þess að kenna blaöamennsku við Háskóla íslands. Að sjálfsögðu markast þetta skiln- ingsleysi mitt af því að ég treysti ekki félagsfræðingum til að kenna blaðamennsku og það jafn vel þó þeir séu sérmenntaðir í félagsfræði tjölmiöla. Mér finnst það álíka vit- laust og félagsfræðingur sem skoðaö hefur félagsleg áhrif heilbrigöi- skerfisins í'ari að kenna skurðlækn- ingar. Þó ég hafi ekki verið blaöamaður i mörg ár segir reynsla mín auk þessaðþeirsem hafa lært blaða- mennsku afijölmiðlafræðingum séu engu betri blaðamenn en aðrir. Fyrst þegar þeir koma úr námi eru þeir jafnvel verri en almennt gengur og gerist um fólk som hefur störf á ritstjómum. Munurinn á þeim og fólki sem kemur úr hinum ýmsu geirum mannlífsins er kannski fyrst og fremst sá að þeir hafa mjög ákveðnar skoðanir á blaöa- mennsku. Þeir eru því hrokafyllri en hinir og eiga erfiöara með að taka leiðsögn. En þetta er að sjálfsögðu misjafnt eftir einstaklingum. Þeir eru til sem taka hvorki sjálfan sig né nám sitt þaö alvarlega að þeir eru nánast jaftigóðir og ef þeir hefðu aldrei farið í fjölmiðlaíræði. Annað sem veldur skilningsleysi mínu er aö ég sé ekto hvers vegna ríkið á að mennta blaðamenn. Mér finnst það vera hlutverk blaðanna. Alveg á sama liátt og sælgætis- framleiðandinn vandar til fram- leiöslu sinnar þannig er það einnig hlutverk blaðaeigandans aö tryggja gæöi sinnar vöru. Hann þarf því að mæta auknum kröfum neytenda með sífellt vandaðri vöru. í því felst meðal annars að hann þarf að halda við og auka þekkingu og reynslu starfsmannanna. Þar fyrir utan veit ég ekki til þess að til séu neinar rannsóknir á ís- lenskum fjölmiðlum; hvorki efnis- tokum þeirra, stíl eöa umfjöllunar- efnum. Svo ég hef ekto hugmynd hvað féiagsfræðingarnir ætla að faraaðkenna. Þaö er því ekki skrítiö að ég skilji ekki. Gunnar Smári Egilsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.