Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1990, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1990, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1990. -4 Sælkerinn Okurverð á pitsum Erlendis er pitsa og bjórglas eitt það ódýrasta sem hægt er aö fá á veitingastöðum. Hér á íslandi er þessu öfugt farið. Sælkerasíðan hefur víöa farið og það er staðreynd að hér á landi er dýrasti bjór á Vesturlöndum og jafnvel þó víðar væri leitaö. Verra er kannski í þessu sambandi að hér á landi eru pitsur sennilega dýrast- ar í heiminum, hvorki meira né minna. Hvernig stendur á þessu óþarfa okri? Svo ekki sé nú talað um verðlagið á ýmsu meðlæti sem fólk vill kannski fá aukulega, t.d. ananas, lauk og ólífur. Börn og unglingar eru yfirleitt hrifin af pitsum. Fyrir meðalfjölskyldu eru það því töluverö fjárútlát að kaupa pitsur í matinn. Vinsældir pitsustaðanna byggjast yfirleitt á því að pitsan er ódýr matur, bragðgóður og það tek- ur stuttan tíma að matbúa þær. Hér á landi virðast gilda önnur lögmál. Ómerkileg pitsa kostár svipað og góður fiskréttur. Neytendur hljóta bara að eiga eitt svar við þessu og það er að hætta að fara á hina svo- kölluði pitsustaði, förum heldur á Kínastaðina. Hvernig stendur á þvi að hér á Islandi eru seldar dýrustu pitsur i heimi? Skólamatur og sjoppufæði „Lengi býr að fyrstu gerð,“ segir einhvers staðar. Þetta á svo sannar- lega við um blessuð börnin. Það er mikilvægt aö þau fái góða og næring- arríka fæðu. Allir foreldrar vilja börnum sínum vel og að þau séu heilbrigð. Það er því hryggileg staö- reynd að meirihluti íslenskra skóla- barna skuli nærast á gosi og sælgæti. Reykvísk börn fá ekki mat í skólun- um. Mörg þeirra hafa ekki með sér nesti aö heiman, því miður. Algengt er að þau hafi aöeins með sér út- þynnta sykraða ávaxtadrykki. Það þarf því engan aö undra þó að börnin séu svöng. Nú er það svo að við hvern skóla hér á höfuðborgarsvæðinu er sjoppa og á mörgum heimilum eru foreldrarnir eða foreldrið ekki heima þegar börnin koma heim. Þaö er því ekki nema eðlilegt að börnin komi við í sjoppunni og kaupi þar sælgæti til að sefa sárasta hungrið. Þetta fyr- irkomulag kostar samfélagið tugi milljóna því að tannskemmdir eru mun tíðari meðal íslenskra barna en barna í Bandaríkjunum og Vestur- Evrópu. Auk þess er það óhollt fyrir börnin að boröa allan þennan sykur og getur það komið niður á heilsu þeirra síðar á lífsleiðinni. íslendingar eru fyrst og fremst matvælaframleiðendur. Hér er því til mikið af góðum og hollum matvæl- um og auk þess er hér offramleiðsla á landbúnaðarafurðum. Staðreyndin er sú að í þeim sveitarfélögum, þar sem börnunum er gefið að borða í skólunum, er minna um tann- skemmdir. Það yrði því hreinn hagn- aður fyrir Reykjavíkurborg og allt samfélagið ef börnunum yrði gefin létt máltið í skólunum. Annars er minni kostnaður auka- atriði í þessu sambandi því mest er um vert að börnunum líði vel og þau séu frísk. Mysan var í tæp 1000 ár helsti svaladrykkur íslensku þjóðar- innar. Mysan er sérlega holl og í henni eru steinefni og mörg önnur hollustuefni. Nú er töluvert af mysu, sem til fellur, fleygt. Hvernig væri nú að bragöbæta mysuna með ávöxt- um og gefa hana í skólunum. Þá mætti útbúa hamborgarabrauð úr grófu korni og hafa í því kjöt eða fisk. Auövitað er þetta hægt ef viljinn er fyrir hendi. Aö taka upp skólamáltíöir er því góð ijárfesting fyrir þjóðarbúið og mjög áhrifarík leið til að draga úr útgjöldum til heilbrigðismála. Það er döpur staðreynd að reykvísk skólabörn lifa á sælgæti í skólanum. Úlfar Eysteinsson og Sigrún Ólafsdóttir matreiða gómsæta fisk- og grænmetisrétti á Þremur frökkum hjá Úlfari Hollt Og gott hjá Úlfari Úlfar Eysteinsson matreiðslu- meistari, sem rekur veitingahúsið Þrír Frakkar hjá Úlfari viö Baldurs- götu, er líklegast sá matreiðslumað- ur hér á landi sem hvað mest hefur gert tilraunir með matreiðslu á fiski. Úlfar leggur töluverða áherslu á svo- kallaðan dagseðil en á honum eru þeir réttir sem unnir eru úr besta hráefni sem er á boðstólum í það og það skiptið. Þá hefur Úlfar á boðstól- um gamla íslenska rétti svo sem skötu og plokkfisk. Hjá Úlfari er því jafnan nýr og góður fiskur og stund- um er þar að fá fisk sem er sjaldséð- ur á matborðum landsmanna. Þrír Frakkar er lítiO og fallegur veitingastaður sem minnir á veit- ingastað í París eða Mið-Evrópu. Þrír Frakkar hjá Úlfari er einn af athygl- isverðustu veitingastöðunum í Reykjavik, þar sem boðiö er upp á góðan fisk í fallegu umhverfi. Ulfar hefur í meira mæli en flestir aðrir íslenskir matreiðslumenn orðið fyrir áhrifum frá japanskri og kínverskri matargerðarlist. Á matseðhnum eru nokkrir súr- sætir fiskréttir og ferskur hvalur að japönskum hætti. Staðreyndin er sú að fáir kunna betur að matreiða fisk en Japanir. Margir af helstu mat- reiðslumönnum Evrópu hafa sótt í smiðju Japana í matreiðslu, mætti í því sambandi nefna Moseman í Lundúnum og Robuchon í París. Nýlega snæddi Sælkerasíðan tinda- bikkju með sítrónusmjöri og steiktu grænmeti hjá Úlfari. Þessi réttur var sérlega góður og minnist Sælkerasíð- an þess ekki að hafa snætt jafngóða tindabikkju. Nú gefst þeim sem eru fyrir jurta- fæði kostur á að snæða slíkan mat hjá Úlfari á þriðjudagskvöldum. Það Umsjón Sigmar B. Hauksson er Sigrún Ólafsdóttir sem útbýr hlað- borð með alls konar freistandi græn- metisréttum eða „macrobiotic“ fæði eins og þessi matur er kaOaður. Sig- rún hefur kynnt sér þessa matreiðslu í Englandi og unnið meö sérfræðing- um á þessu sviði. í þennan mat eru ekki notaðar mjólkurafurðir og þeir sem borða þetta fæði að staðaldri borða yfirleitt ekki kjöt né dýrafltu. Fiskur og grænmetisréttir úr líf- rænt ræktuðu grænmeti eru svo sannarlega hollustufæöi. Það er varla hægt að hugsa sér hollari mat. Sá sem borðar fisk flmm sinnum í viku og grænmeti einn dag í viku finnur fljótlega þau miklu og góðu áhrif sem shkur matur hefur á lík- amann. Hér á íslandi höfum við frá- bærlega góðan fisk eða réttara sagt við hér á Stór-Reykjavíkursvæðinu eigum auðvelt með að fá ferskan fisk. Við megum heldur ekki gleyma því að íslenska grænmetiö er mun betra en það grænmeti sem er innflutt. ís- lenska grænmetið er bragðmeira og liturinn fallegri. Sérfræðingar segja að það sé að mörgu leyti auðveldara að rækta lífrænt grænmeti hér á landi en annars staðar í Evrópu. Sem betur fer er mengun minni hér á landi en víðast hvar annars staðar. Þegar það er haft í huga að við byggjum lífsafkomu okkar á útflutn- ingi matvæla þá er nauðsynlegt að kynna afurðir okkar á réttan hátt erlendis. Vart er hægt að hugsa sér heppilegri mann til þess en Úlfar Eysteinsson. Útflutningsgreinarnar og hið opinbera ættu að beita sér fyrir því að reka íslenska veitinga- staöi erlendis. Það mætti t.d. byrja í eftirfarandi löndum: Frakklandi, Bandaríkjunum og Japan. Ef vel er haldið á málum gætu þessi veitinga- hús verið rekin með hagnaði. Á þennan hátt mætti kynna íslenskar afuröir betur en áður hefur verið gert. Hættum að senda þessa við- skiptafræðinga, sem hafa farið á námskeið í markaðsfræðum, til út- landa að selja íslensk matvæli. Hing- að til hefur árangurinn verið vægast sagt slakur. Sendum heldur Úlfar Eysteinsson og aðra góða mat- reiöslumenn til okkar ágætu við- skiptavina erlendis. Notum íslenska matargerðarlist til að selja islenskar úrvalsafurðir. Glóðarsteikt nýru með Bercy-sósu Nú er hægt að fa lambanýru af nýslátruðu í verslunum. Lamba- nýru eru sem kunnugt er úrvals- matur séu þau rétt matreidd. Enda þótt komiö sé haust er enn upplagt að grilla t.d. nýru. Það sem þarf í þennan rétt er: 12 lambanýru 3 msk. brætt smjör salt og pipar Þvoið nýrun og fjarlægið himn- una. Fjarlægiö einnig mestafla fitu. Skerið nýrun í tvennt og þræðiö þau upp á tein. Hæfilegt er að steikja þau i 3 mín. á hvorri Miö. Að steikingu lokinni eru þau krydduð með salti og pipar. Bercy-sósa: 1 msk. grófhakkaður laukur 4 msk. srajör 3 dl rauðvdn 2 msk. hveiti 1 msk. hökkuð steinselja salt og pipar Léttsteikið laukinn í potti í 11/2 msk. af smjöri. Þegar laukurinn er orðinn mjúkur er vínínu heUt í pottinn. Þegar um helmingur af víninu er gufaöur upp er mjúku smjöri og hveiti blandað saman og þessari smjörbollu blandað við vökvann í pottinum. Hrærið stöðugt í þar tU sósan fer að þykkna. Þá er steinseljunni bætt í sósuna og hún krydduð með salti og pipar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.