Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1990, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1990, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1990. 11 Sjötugur unglingur syntitvo kílómetra „Ég vil sérstaklega tileinka þetta sund mínum gamla og góða íþrótta- kennara, Viggó Nathanaelssyni, sem nú aðstoðar mig líkt og við sundið yfir fjöröinn forðurn," sagði Ólafur Gunnarsson, 71 árs gamall málm- steypumaður á eftirlaunum, sem á dögunum synti tvo kílómetra í sund- laug Seltjamamess til þess að minn- ast þess að fyrir 51 ári synti hann þessa sömu vegalengd þvert yfir Dýrafjörð frá Gemlufalli yfir að Þing- eyri. Viggó kennari hans og aðstoð- armaður er 86 ára og'vel hress þrátt fyrir háan aldur. Ólafur kvaðst í samtali við DV fara í sund nær daglega. „Ég syndi guði mínum til dýröar og sjálfum mér til gleði. Guð hefur gefið mér það dýr- mætasta sem nokkuri manneskju getur hlotnast, góða heilsu," sagði Ólafur sem syndir að jafnaði 500 metra í hvert sinn sem hann fer í sund. Hann er fyrir nokkru kominn á eftirlaun en varö fyrir áfalli fyrir tveimur árum þegar hann fékk væg- an blóðtappa í heilann en hefur náð sér vel síðan og þakkar það heil- brigðu líferni og reglulegum ferðum í sundlaugarnar. „Viggó Nathanaelsson kom mér í kynni við sundíþróttina. Það var áhrifamikil stund fyrir mig, óharðn- aðan sveitadreng, ellefu ára gamlan, að horfa á Viggó sýna dýfingar og björgunarsund á íjölmennri útisam- komu sem haldin var á Framnesodda við Dýraíjörð árið 1930. Þetta hafði ég aldrei séð áður og í hrifningu minni held ég að sú hugsun hafi hvarflað að mér að gaman væri að geta gert einhvern tímann eitthvað þessu líkt,“ sagði Ólafur í spjalli við DV. Tækifæri til þess fékk hann sumar- iö eftir þegar Viggó hélt sundnám- skeið fyrir unglinga á Þingeyri. Að- stæðurnar þættu eflaust ekki beysn- ar í dag en búningsklefmn var tjald uppi á íjörukambinum. Kennslan fór síöan fram í ísköldum sjónum. Sund- kennarinn stóð sjálfur í litlum pramma og hélt á langri stöng með gjörð í bandi á endanum. Fyrstu sundtökin tóku nemendurnir hggj- andi í gjörðinni en Viggó slakaði þeim niður í sjóinn. Ekki þótti vog- andi að bjóða fíngerðum stúlkum upp á sundkennslu við þessar að- stæður og voru því eingöngu piltar sem nutu þess. Þrátt fyrir harðræðið gekk Ólafur 5 kílómetra á dag frá Hvammi í Dýrafirði til að njóta kennslunnar. Síðar fékk hann kennslu í átta metra langri sundlaug að Núpi í Dýrafirði. Eftir þá kennslu var hann tilbúinn í Dýrafjarðarsund- ið. Ólafur fæddist í Reykjavík en ólst upp í Hvammi í Dýrafirði hjá afa sín- um og ömmu. Hann lærði málm- steypu í smiðju Guðmundar Sigurðs- sonar á Þingeyri og starfaði við þá iðn í tvo áratugi bæði í Járnsteyp- unni og vélsmiðjunni Hellu. „Þetta var óhollt starf og ég þoldi það illa,“ segir Ólafur. „Það voru eit- urgufur upp af þessu sem engum manni varð gott af.“ Því var það að hann venti sínu kvæði í kross og fór til sjós þar sem hann var í önnur 20 ár, síðast bryti á rannsóknarskipinu Árna Friðriks-. syni. „Nú er ég orðinn löggilt gamal- menni eins og sagt er,“ segir Ölafur, „sundiö er samt mitt líf og yndi og mér líður betur í hvert skipti sem ég fer í laugarnar." -Pá Ólafur Gunnarsson, sjötugur unglingur j toppformi. DV-mynd GVA Ólafur ásamt Viggó Nathanaelssyni i Sundlaug Seltjarnarness að loknu 2.000 metra sundi. HÓPFERÐIR TIL BORGA í NÓVEMBER ' STARFSMAÐUR SÖGU FER MEÐ HVERJUM HÓP TIL AÐSTOÐAR 1 /11-4/11 LONDON HÓTEL ST. GILES VERÐ Á MANN ( TVÍBÝLI KR. 35.300,- VERÐ Á MANN í EINBÝLI KR. 38.650,- 8/11-11/11 TRIER HÓTEL ALTSTADT VERÐ Á MANN í TVÍBÝLI KR. 32.930,- VERÐ Á MANN í EINBÝLI KR. 36.230,- 15/11-18/11 LONDON HÓTEL ONSLOW VERÐ Á MANN í TVÍBÝLI KR. 35.300,- VERÐ Á MANN í EINBÝLI KR. 39.100,- 22/11-25/11 FRANKFURT HÖTELARCADE VERÐ Á MANN í TVÍBÝLI KR. 32.900,- VERÐ Á MANN í EINBÝLI KR. 36.550,- 29/11-2/12 PARÍS HÓTEL GRAND ÐE MALTE VERÐ Á MANN í TVÍBÝLI KR. 32.950,- VERÐ Á MANN í EINBÝLI KR. 35.230,- 30/11-3/12 KAUPMANNAHÖFN HÓTEL COSMOPOLE VERÐ Á MANN í TVÍBÝLI KR. 34.300,- VERÐ Á MANN í EINBÝLI KR. 36.500,- INNIFALIÐ: FLUGFAR, AKSTUR TIL OG FRÁ FLUGVELLI ERLENDIS. GISTING MEÐ MORG- UNMAT. AÐSTOÐ STARFSMANNS SÖGU Á MEÐAN Á FERÐ STENDUR. Á GENGI 26.09.90 OG FLUG 01.10.90. FERÐASKRIFSTOFAN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.