Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1990, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1990, Blaðsíða 4
4 .068 í H38M3TI38 .eS HUOAOHftO J/^ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1990. Fréttir Grænlandsfálki um borð í Gissuri hvíta „Við vorum á veiðum í Húnaflóa- dýpinu í fyrrakvöld þegar við sáum stóran fugl, sem við héldum að væri ugla, flögrandi yfir bátnum í myrkr- inu. Fuglinn virtist gjörsamlega upp- gefinn og tyllti sér á bátinn. Þegar við reyndum að handsama hann flögraði hann út fyrir borð- stokkinn en settist alltaf á bátinn aftur. Hann flaug svo efst upp í topp á frammastrinu og sat þar lengi. Við náðum að handsama fuglinn í gær- morgun og síðar kom í ljós að við vorum með Grænlandsfálka í hönd- unum,“ sagði Ómar Jakobsson skip- stjóri á Gissuri hvíta HU 35, í sam- tali viö DV. „í birtingu í gærmorgun sat fálkinn uppi í gálga og var að éta ritu sem hann hafði veitt. Hann virist ósköp rólegur og það var enginn æsingur í honum. Hann ílaug svo yfir á stýris- húsið með rituna og settist þar og hélt áfram að éta. Einn skipverjanna khfraði upp á húsið og kastaði úlpu yfir fuglinn og þannig gátum við handsamað hann. Við fórum með hann niður í klefa fram með hvalbak þar sem við geymum hann. Fálkinn er ósköp rólegur, hann gargaði þegar við fönguðum hann og reyndi aöeins að bíta okkur, en ann- ars virtist hann aðallega hræddur. Við tókum svo rituhræið og fórum með það niður til fálkans og hann hélt áfram að éta það. Við vitum ekki almennilega hvað við eigum að gefa fuglinum að éta en við látum hann þó örugglega ekki svelta meðan hann er um borð. Ætl- unin er að við tökum hann með okk- ur í land ef ske kynni að forstöðu- menn Húsdýragarðsins vildu fá hann í safnið," segir Ómar Að sögn Ævars Petersens fugla- fræðings er Grænlandsfálki sjald- gæfur hér á landi. „Á hverju ári fáum yið þó örfáar tilkynningar um að þessir fuglar hafi -sést hér. Á þeim 12 árum, sem ég hef unnið á Náttúru- fræðistofnun, hef ég fjórum sinnum fengið Grænlandsfálka í hendurnar. Einkenni Grænlandsfálkans eru þau að hann er miklu ljósari en ís- landsfálkinn og aðeins minni. Hann er miklum mun gæfari en sá íslenski og því auðveldara að handsama hann,“ sagði Ævar. J.Mar Forræðismálið: Móðirin vill farbann f yrir f und með föður Það var líf og fjör þegar réttað var í annað sinn í Undirfellsrétt í Vatnsdal í síðustu viku. DV-mynd Magnús Fjöldi fjár úr annarri leit Hildur Ólafsdóttir hefur óskað að koma á framfæri eftirfarandi at- hugasemd í tilefni af ummmælum sem voru höfð eftir Stefáni Guð- bjartssyni í DV á fimmtudag: „Undanfarið hefur prestur haft milligöngu um sáttatilraunir í for- sjárdeilu minni og Stefáns Guð- bjartssonar. Hefur Stefán lagt fram þá tillögu að stúlkan verði vistuð á heimili elstu dóttur okkar til þess að honum gefist kostur á að hitta hana þar. Til þess að tryggja aö Stefán tæki ekki barnið og færi með það af landi brott, eins og lögmaöur hans hefur ítrekaö reynt, taldi ég nauð- synlegt að dómsmálaráðuneytið setti farbann á stúlkuna. Ekkert virtist því til fyrirstöðu í fyrstu en síðastliðinn miðvikudag sögðust ráðuneytismenn telja að lagaleg vandkvæði stæðu því í vegi. Áður hafði ég boðiö Stefáni aö hitta dóttur sína í viöurvist barnageð- læknis. Hann hafnaði því. Ég tel þetta nauðsynlegt þar sem í áliti fag- manna kemur skýrt fram að barnið óttast föður sinn. Að uppfylltum þessum skilyrðum tel ég ekkert því til fyrirstöðu að barnið hitti hann. Síðastliðinn laugardag talaði barnið við fööur sinn í síma. Ég vil taka fram að ég hef fyrir því áreiðanlegar heimildir aö dómsmála- ráðyuneytið standi straum af lög- fræðikostnaði Stefáns í þessu máli. Mér er ekki kunnugt um að nokkur heimild sé til þess, ekki síst þar sem ráðuneytið á að vera hlutlaus úr- skurðaraðili í málinu". Magnús Ólalsson, DV, Húnaþingi: Á annað þúsund fjár kom úr öðrum göngum á Grímstungu- og Haukag- Usheiðum í byrjun vikunnar og var féð réttað í Undirfellsrétt í Vatnsdal á þriðjudaginn. Elstu menn muna ekki að svo margt fé hafi komið úr seinni leit. Ástæða þessa var sú að gangnamenn hrepptu mjög slæmt veður síðasta dag fyrri gangna og einnig rann stór fjárhópur inn á Grímstunguheiði af Auðkúluheiði. Annað einsdæmi við þessa leit var það að gangnamenn urðu að vera tveimur dögum lengur á heiðinni en ráðgert var vegna þess aö þar var niðaþoka á laugardag og sunnudag. Töldu þeir ekki skynsamlegt að reyna að smala í svo mikilli þoku þar sem slíkt hefði aðeins orðið kák eitt og fjöldi fjár orðið eftir á heiðinni. Á mánudag var gott veður og vonast menn til að leitin hafi tekist vel. Á næstu dögum verður hugað að því úr flugvél hvað sé eftir af fé á heið- inni. Magnús Sigurðsson, stjómarmaður í Búnaðarfélaginu: Erum ekki að hrifsa til okkar útflutning hrossa „Þaö var aldrei samkomulag milli Búnaðarfélagsins og Félags hrossa- bænda um annað en upprunastimpil- inn. Á sínum tíma gerðist Gunnar Bjarnason, sem verið hafði ráðu- nautur Búnaöarfélagsins, ráðunaut- ur hjá Félagi hrossabænda og fékk umboð til aö stimpla upprunavott- orðin. Nú skilst okkur að komið sé að því að Gunnar hætti þar störfum eða muni vera hættur að sinna starf- inu þannig að starfsstúlka þarna, Hallveig Fróöadóttir, er með stimpil- inn. Þaö er eðlilegt að sá aðili sem sér um búfjárræktina í landinu, Bún- aðarfélagið, hafi þennan stimpil með höndum. FrS sjónarhóli framleið- enda hlýtur það að vera aðalatriði varðandi sölu hrossa að hlutlaus að- ili gefi þessi vottorð út, að það sé ekki seljandinn sjálfur sem sé að stimpla þau,“ sagði Magnús Sigurðs- son, bóndi á Gilsbakka og stjórnar- maður í Búnaðarfélaginu, í samtali við DV um þá ákvörðun Búnaðarfé- lagsins að segja einhliða upp samn- ingi við Félag hrossabænda um að síðarnefndi aðilinn sæi um útgáfu upprunavottorða fyrir íslensk hross. „Það hefur alltaf verið gert ráð fyr- ir því að þegar Búnaðarfélagiö hefði tvo ráðunauta í Reykjavík á sínum snærum tæki það til sín stimpilinn aftur. Annar ráðunautanna, sá sem hefur meira meö ræktunarbókhaldið að gera, hefði þá stimpilinn. Það er eimitt Kristinn Hugason sem nú er að flytja suður frá Akureyri." - Er Búnaðarfélagið að hrifsa út- flutninginn úr höndum Félags hrossabænda? „Þaö er alger fjarstæða. Verslun er ekki á verksviði þess. Það er ekki um annað að ræða en þennan stimpil sem er stimpill Búnaöarfélagsins og segir að þetta og þetta hross sé svona og svona ættað.“ -hlh „Við vonumst til að fólk um land allt taki sig saman um að reisa vörður. Klukkan þrjú á sunnudaginn mun okkar hópur vígja eina shka með krossi við Kúagerði til minningar um þá sem þar hafa látist í umferðar- slysum,“ sagði Edda Björgvins- dóttir, forsvarsmaður um bætta umferðarmenningu í samtali við DV. í dag, laugardag, mun hópurinn helga sig ýmsum áróðri gegn ölv- unarakstri og er vettvangurinn Aðalstöðin: „Við viijum minna á þann hrylling sem hefur gerst í kríngum okkur og hvetjum landsmenn til að standa vörð um lífið. Það má segja að takmarkið sé að gera alla ökumenn að „óvirkum ökuníðingum“,“ sagði Edda. Hún segir að kostnaður við vörðuna í Kúagerði sé um 250 þúsund krónur. „Fyrirtæki hafa styrkt okkur en það vantar enn talsvert upp á,“ sagði Edda. Tekið er við framlögum á gírónúmeri 243000. -ÓTT Skolpið við ströndina: „Menn spekúlera mest í fuglinum“ „Menn verða ekki neitt sérlega varir við þetta og eru heldur ekki aö stara sérstaklega á þessa mengun. Menn spekúlera mest í fuglinum sem er i þessu og hvert hann beri nú þá sýkla sem þarna kunna að vera. Fólk segir kannski að hörmung sé að sjá þetta en svo ekki söguna meir,“ sagði Erling Aspelund, starfs- mannastjóri Sambandsins, i sam- tali viö DV en mikill skolpblettur er í sjónum undan Kirkjusandi þar sem aðalskrifstofur Sam- bandsins eru til húsa. „Fuglinn er sérlega mikið í þessu, sérstaklega í logninu, og ef eitthvað er þá er það fuglinn sem vekur ótta hjá mönnum.“ - í norðanroki eru bílar starfs- manna og gluggarúðurnar lík- lega þaktar öðru en einungis salt- inu úr sjónum? „Menn spá ekki mikið í það. Þeir hafa meiri áhyggjur af að saltiðskemmibílana.“ -hlh Gúmmíbát rak yf ir Mannlaus gúmmíbátur með ut- anborðsmótor af Zodiac gerð fannst við bæinn Auðshaug á Hjarðarnesi við Barðaströnd í fyrrakvöld. Lögreglu og björgun- arsveit var gert víðvart. Þegar farið var að rannsaka málið kom í Ijós að bátinn haföi rekið alla leið frá Rifshöfn á Snæ- fellsnesi. Báturinn er nýlegur og tilheyrir dýpkunarskipinu Orion sem hífði Armann SH af hafs- botni fyrir utan Hellissand í vik- unni. Hafði hann siðan veriö bundinn við pramma i Rifshöfn á miðvikudagskvöldið og þaðan losnaði hann upp þegar hvessti um nóttina. Bátinn rak síðan yfir Breiðaljörð, um fimmtíu sjómílna leiö, þar sem hann fannst síðan óskemmdur við Auðshaug á Hjaröarnesi. -ÓTT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.