Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1990, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1990, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1990. Hefði ekki viljað hverjum sem var - segir Ingi Helgason, nýr eigandi Hollywood Þau vilja fylla Hollywood af venjulegu fólki. „Þetta hótel sem viö áttum fyrir aust- an var okkur báöum hjartfólgið og við hefðum ekki viljað selja það hveijum sem var,“ segir Ingi Helga- son nýr eigandi skemmtistaðarins Hollywood í samtali við DV. „Ég er mjög ánægður með að þessir samn- ingar tókust og þetta var að mörgu leyti besta leiðin." Það vakti vissulega nokkra athygli þegar Ólafur Laufdal, sem oft hefur verið kallaður skemmtanakóngur íslands, kaus að selja sinn elsta skemmtistað í skiptum fyrir hótel-og veitingastaöinn Snekkjuna austur á Fáskrúðsfirði. Snekkjan á Fáskrúðsíirði tók til starfa 8. mars 1980 og þá sem grill- staður. Það voru hjónin Ingi Helga- son og Ámý Arnþórsdóttir sem áttu og ráku veitingastaðinn. „Þeir voru margir sem gengu framhjá þegar verið var að grafa fyrir Snekkjunni og tóku ofan með hryggðarsvip og sögðu að þarna væri ég að taka mína eigin gröf,“ segir Ingi. „En það fór á annan veg.“ Reksturinn gekk vel og sex ámm síðar var tekin í notkun viðbygging og var þá húsið alls orðið 700 fermetr- ar á þremur hæðum með gistiað- stöðu fyrir 20 manns, skemmtistað og veitingastað. Bar- og vínveitinga- leyfi fylgdi og varð fljótlega vinsælt og fjölsótt. „Reksturinn fyrir austan gekk vel. En við voram búin að koma upp okkar börnum og unnum allan sólar- hringinn og okkur langaði að breyta til. Þess vegna ákváöum viö að flytja til Reykjavíkur en vildum ekki fara of geyst og leigðum þessvegna hótel- reksturinn til tveggja ára til þess að byija með. Sá samningur var upp- segjanlegur með þriggja mánaöa fyr- irvara og þegar þeir sem leigðu af okkur kusu að nýta þann rétt var hótelið sett á sölu,“ segir Ingi. Ekki sátu þau hjón alveg auðum höndum því fljótlega eftir komuna til Reykjavíkur leigðu þau húsnæði við Eddufell þar sem þau reka sól- baðsstofuna Borgarsól. Það er Ámý sem sér um þann rekstur en Ingi ætlar að spreyta sig á rekstri Holly- wood. „Okkar verkaskipting er sú að ég ætla að gera þaö sem mig lang- ar til og hún ætlar að leyfa mér að gera það.“ „Þegar við ákváðum að setja hótel- ið í sölu þá kom fljótlega þessi fyrir- spurn frá fulltrúum Ólafs hvort skipti gætu verið möguleiki. Það var nú ekki beinlínis það sem við höfðum ætlað okkur, að fara út í skemmti- staðarekstur hér í Reykjavík. Við þekkjum þá grein sama og ekkert. Þó við höfum kynnst þessum bransa úti á landi þá er þaö öðruvísi. En fólk er alls staðar eins. Skipt á sléttu En samningar tókust um slétt skipti á eignunum og hingað erum við komin. Ég verð að viðurkenna að mér finnst þetta spennandi verk- efni og það kitlar mig svolítið að tak- ast á viö þetta,“ segir Ingi. „Það er síðan athyglisvert að flestir virðast halda að Snekkjan hafi gengið upp í kaupverö Hollywood. Það fylgdu Snekkjunni dálitlar skuldir sem kaupandi tekur en viö tökum við Hollywood á núlli.“ Ingi og Árný vilja ekki gefa upp neinar tölur í þessu sambandi enda segja þau afstætt hvaða verð sé sett á eignirnar. Aðalatriöið sé að urn makaskipti sé að ræða. Samkvæmt upplýsingum Vátryggingafélags ís- lands er brunabótabótamat Snekkj- unnar á Fáskrúðsfirði rúmar 54 milljónir króna. Á móti kemur Holly wood með þeim innréttingum og aðstöðu sem því fylgir en húsnæðið er leiguhúsnæði. Viljum ekki hippana Nafni Hollywood verður hcddið og rólega farið í breytingar á innrétting- um staðarins. Þó er verið að dytta að ýmsu og mála. „Ég fer ekkert að breyta breytinganna vegna,“ segir Ingi rólegur. „Aðalmálið er að skapa þá stemningu sem laðar rétta fólkið að. Ég ætla að taka mér stuttan tíma til þess að átta mig á þessum mark- aði og taka síðan ákveðna stefnu og halda henni. Þetta hefur gerst miög hratt. Við höfum aðeins verið eigend- ur að Holly wood í eina viku og höfum ekki áttað okkur á þessu enn. Það eina sem ég get sagt er að ég vil fá í Hollywood heldur fullorðnara fólk heldur en hefur verið þar að undan- fórnu svona 20-30 ára. Við munum því gera meiri kröfur til klæöaburðar og ganga fast eftir reglum um aldurs- takmark. Að undanfornu hefur verið sóst eftir ungu fólki á þennan stað og veittur ókeypis aðgangur þeim sem mæta í hippaklæðnaði. Þessu verður hætt. Mig langar til að gera Holly- wood að finum eftirsóttum skemmti- stað og fylla hann af venjulegu fólki en þarna er hægt að hleypa inn 740 manns. Hvort þetta gengur eftir veit ég ekki,“ segir Ingi. Óaðskiljanleg frá fermingu „Við erum bæði fædd og uppalin á Fáskrúðsfirði, komin af alþýðufólki. Ég er sonur skósmiðs og sveitastúlku og hún er sjómannsdóttir," segir Ingi. Hjónin fæddust með 19 daga millibili árið 1941 og léku sér saman á bryggjunum á Fáskrúðsflrði. Þau gengu saman í skóla og voru fermd sama daginn í Fáskrúðsfjarðar- kirkju. Fljótlega eftir það fóru þau að líta hvort annað hýru auga og hófu búskap 17 ára gömul og eignuð- ust um það leyti fyrsta soninn af fjór- um en þrír þeirra lifa í dag. Helgi rekur rafeindafyrirtæki á Fáskrúðsfirði. Arnar Þórir er við nám í rafeindavirkjun í Bandaríkj- unum. Birgir Ómar er í fpreldra- húsum og stundar nám í Ármúla- skóla auk flugnáms. Elsti sonurinn, Guömundur, fórst í mótorhjólaslysi á Keflavíkurvegin- um 1981 ásamt öðrum dreng. „Það var mikil og erfið lífsreynsla," segir Ingi. „En þeir verða að missa sem eiga og allir fá sinn skerf af mót- læti.“ Barnabörnin eru oröin fimm talsins. „Þrátt fyrir ýmsar hrakspár vegna þess hve við byrjuðum ung að vera saman þá höfum við staðið hlið við hlið alla tíð,“ segir Ingi. „Við erum óaðskiljanleg og þó okkur dytti í hug að skilja þá held ég að við gætum það ekki. Hún hefur haldið mér við jörð- ina. Ég er alltaf uppi í skýjunum en hún togar á móti. Það hefur verið hennar verksvið. Þau byijuðu búskaparbaslið í Reykjavík þar sem Ingi lærði bólstr- un. Þau fluttu fljótlega austur á heimaslóðirnar þar sem Árný sá um böm og bú en Ingi vann í frystihús- inu, bæði við aö flaka fisk, og síðar við að setja upp bónuskerfi sem þá var að ryðja sér til rúms. Hann söðl- aði síðar um og gerðist verslunar- stjóri í Kaupfélaginu. Hann fór til Danmerkur í skóla til að læra versl- unarrékstur og starfaði þá hjá SAS í rúmt ár. Þau hjónin voru að íhuga aö setjast að i Danmörku en vegna góðra manna beiðni settust þau um kyrrt á Fáskrúösfirði þar sem Ingi var framkvæmdastjóri fyrir Tré- smiðju Austurlands í nokkur ár. Hann hóf síðan eigin rekstur þegar hann setti á stofn lítið fyrirtæki á Fáskrúðsfirði, Röra- og Steinasteyp- una. Það rak Ingi, ásamt sonum sín- um, allt til ársins 1980 þegar hann seldi það og hóf rekstur Snekkjunn- ar. Ásamt öllu þessu hafa þau hjón m.a. átt um tíma sjoppu í biðskýlinu á Lækjartorgi, sem sonur þeirra rak í 4 ár, flutt inn og selt stálklæðningar á hús og sælgæti í stórum stíl og gert tilraunir til þess að flytja ódýra mat- vöm beint inn til Austfjarða. Þá til- raun segir Ingi að kaupfélagsvaldið hafi kæft í fæðingu. - En hvað gerði Árný meðan Ingi steypti rör og vasaðist í vinnunni? „Ég var bara heima og eldaði, þreif og þvoði af manni og þremur sonum sem allir voru í óþrifalegri vinnu. Ég fór ekkert að vinna úti fyrr en 1980 þegar við byggðum Snekkjuna," segir Árný. - Ög er mikill munur á því að vera húsmóðir og reka sólbaðsstofu? „Þetta er bara vinna. Mér fínnst gaman að reka sólbaðsstofuna. Ég var orðin hundleið á þessu matar- stússi kringum Snekkjuna," segir Ámý. Fékk upp í kaupverð- iðáeinni viku Ingi þótti nokkuð uppátækjasamur meðan hann bjó á Fáskrúðsfirði og var aldrei ánægður með að vera ein- faldur launþegi án ábyrgöar. Hann var sífellt eitthvað að brasa. Sagan um steypuhrærivélina og húsið lýsir því ef til vill best. Þegar þau hjón byggðu sitt eigið hús ákvað Ingi að byggja það algjörlega sjálfur og hlaða

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.