Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1990, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1990, Blaðsíða 24
36 LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1990. Knattspyma unglinga Anton B. Markússon var leynivopn Framara gegn Djurgárden. Hann er einnig leikmaður með 2. flokki og 21 árs landsliðinu. ,,Þad hlýtur að vera Markússon' AUt var á móti Waas í þessari íslandsferð. Það var eins og ekkert gæti gengið upp. Fyrst kemur hann til að fylgjast með Fram gegn Val og fannst lítið til um. Síðan kom í ljós að Framarar voru mun betri en þeir létu uppi og ekki nóg með það, hann þekkti ekki eina lands- liðsmanninn í því ágæta liði. Já, Framarar eru erfiðir viðureignar og ekki allir þar sem þeir eru séðir því þeir hafa gabbað Waas í tvenn- um skilningi. Haldi Framarar upp- teknum hætti er útlitið gott í Evr- ópukeppninni. Waas má aftur á móti fara að passa sig því þjálfarar hafa oft feng- ið sparkið fyrir minni afglöp en þessi. -Hson Eftir leik Framara gegn Djur- gárden í Evrópukeppni bikarhafa á dögunum, sem Framarar unnu svo eftirminnilega, 3-0, var Waas, þjálf- ari sænska liðsins, mjög ringlaður og botnaði hvorki upp né niður í þessum mjög svo „óvæntu" úrslit- um. Hann hitti að máli þjálfara ís- lenska landsliðsins, Bo Johansson, sem er landi hans, og spurði hversu margir landsliðsmenn léku eigin- lega með Fram. Bo Joh'ansson svar- aöi réttilega að aðeins einn leik- manna Framara skipaði landsliðs- hóp íslands. Waas varð alveg dol- fallinn og eftir langa umhugsun svaraði hann: „Ja, héma og það er að sjálfsögöu Markússon?" „Nei. Ekki aldefiis. Það er Pétur Ormslev," svaraði Bo. „Vilji innan KSÍ að fylgja þessu vel eftir" segir Jón Gunnlaugsson Formaður drengjalandsliðsnefnd- ar, Jón Gunnlaugsson, var að vonum hress yfir úrslitunum í leiknum gegn Wales: „Það er góður vilji innan KSÍ að fylgja þessu starfi kringum drengja- landsliðið vel eftir. í vetur er til að mynda nauðsynlegt að drengirnir stundi þrekæfingar. Þjálfarar félag- anna þurfa líka að koma tfi liðs við okkur hvað þetta áhrærir. Við höfum ekki fylgt þessu nógu vel eftir undan- farin ár og hafa leikmenn því tapað dýrmætum tíma í uppbyggingunni. Annað sem vert er að minnast á er að strákarnir hafa oftlega kvartað yfir skorti á Jeikreynslu og verðum við að taka það til athugunar. Það er á okkar stefnuskrá að drengirnir fái stíft æfingaprógramm í vetur, taki frí kringum jólin. Síðan verði byrjað af fullum krafti eftir áramót og æft og spilað eins mikið og mögulegt er og farið í keppnisferðir. Mótafyrirkomu- lagið gallað Við verðum í raun að skoða ungl- ingamálin í nýju ljósi. Þaö eru til að mynda gallar á núverandi mótafyrir- komulagi íslandsmótsins. Ég er hlynntur því að frá 4. flokki og upp úr verði komiö á svokallaðri defidar- keppni og leikið heima og heiman. Bestu liðin yrðu í A-riðli, eins og gerist með 2. flokk. Með þannig fyrir- Jón Gunnlaugsson, drengjalandsliðsnefndar. formaður komulagi yrðu þeir sterkustu ávallt að etja kappi saman. Þetta myndi leiða af sér heilsteyptari kjarna. Bo Johansson með Á síðustu æfingunum fyrir leikinn gegn Wales kom Bo Johansson landsliðsþjálfari í heimsókn og að- stoðaði okkur við undirbúning liðs- ins. Það kom mjög vel út og varð ég var við mikla ánægju hjá strákunum vegna þessa. Auðvitað finna dreng- irnir til meiri metnaðar þegar þjálf- ari A-landsliösins mætir á staðinn. Sterkurriðill Ljóst er að undirbúningur liðsins fyrir úrshtakeppnina í Sviss á næsta ári þarf að vera markviss. Það er nokkuð víst að við lendum í ákaflega sterkum riðh. Andstæðingar okkar verða að öllum líkindum V-Þýska- land, Spánn og Rússland. Það verður því viö ramman reip að draga. En ég er bjartsýnn og kannski kemur okkar lið á óvart, hver veit. Gott lió Drengjalandsliðið er skipaö mjög góðum einstaklingum og greinilegt að við höfum hitt á góðan árgang að þessu sinni. Það er búið að skoða þennan aldurshóp mjög vel og var yngri hópurinn, 14 ára landshðið, hafður tfi hliðsjónar við valið. Við lögðum fram strax í upphafi að allir væru við sama borð, við sem leikmennirnir, og er mjög góður fé- lagsandi ríkjandi innan hópsins og samtakamátturinn því fyrir hendi. Þetta eru allt mjög prúðir strákar, utan vallar sem innan, og hafa mikla ánægju af aö stunda knattspymu. Ég vil svona í lokin lýsa ánægju minni með þjálfarana sem hafa stað- ið sig mjög vel. Þeim hefur tekist að laða fram þann keppnisanda sem þarf til að sigra, eins og berlega kom í ljós gegn Wales," sagði Jón Gunn- laugsson að lokum. -Hson ROPUKEPPNI BIKARHAFA í HANDBOLTA í LAUGARDALSHÖLL SUNNUDAGINN 30. SEPT. KL. 20.30 VALUR - SANDEFJORD Mætum öll og styðjum Valsmenn til sigurs. Valur er liðið I POLAR RAFGEYMAR jW / Skilta RÍLA. þjónustan %Hl ANKINN HF. ® V/SA BÓN OG BÍLAþVOTTSTöÐIN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.