Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1990, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1990, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1990. Myndbönd Efstu myndirnar tvær hafa hreiðrað vel um sig og situr svarta rigningin í 1. sæti aðra vikuna í röð. Félagarnir Turner & Hooch ná ekki að rífa 1. sætið aftur til sín. í þriðja sæti er mættur hinn ít- urvaxni John Candy með enn eina spaugmyndina og neöar á listanum eru þrjár efnilegar myndir sem án efa eiga eftir að hefja sig upp. 1. (1) Black Rain 2. (2) Turner & Hooch 3. (-) Uncle Buck 4. (6) Next of Kin 5. (4) Leviathan 6. (3) Parenthood 7. (-) Perfect Witness 8. (5) Road House 9. (-) Weekend at Bernies 10. (-) Tango and Cash Þrjárhressarstelpur MYSTIC PIZZA A Útgefandi: Laugarásbíó. Leikstjóri: Donald Petrie. Aðalhlutverk: Annabeth Gish, Julia Ro- berts og Lili Taylor. Bandarisk, 1988- sýningartimi 104 min. Leyfð öllum aldurshópum. Þótt Mystic Pizza sé hin sæmileg- asta afþreying þá vekur hún kannski fyrst athygli fyrir að vera fyrsta kvikmyndin sem skærasta kvenstjarnan í kvikmyndaheimin- um í dag, Julia Roberts, lék í. Og hún veldur ekki aðdáendum sínum vonbrigðum. Aðalpersónur myndarinnar eru þrjár ungar stúlkur sem vinna all- ar á pizzastaðnum Mystic. Eins og gefur að skilja eru karlmenn aðalá- hugamálið og aðalvandamálið um leið. Ein þeirra verður ástfangin af giftum manni sem hún er barnapía hjá, systir hennar, sem Julia Roberts leikur, verður ást- fangin af spilltum milljónerasyni og sú þriðja vill lifa í synd með elsk- huga sínum en sá tekur þaö ekki í mál en heimtar að hún giftist sér áður en hann fer að sofa hjá henni. Stúlkurnar hafa sem sagt sín vandamál sem þær glíma við sam- an og sín í hvoru lagi. Það er ekki aðeins Julia Roberts sem er ágæt í Rokkað í gröfinni ROCKULA Útgefandi: Skífan Leikstjóri og handritshöfundur: Luca Bercovici. Framleiðandi: Jerry Levy. Aðalhlutverk: Dean Cameron, Bo Didd- ley, Thomas Dolby og Toni Basil. Bandarisk 1989. 90 mín. Öllum leyfð. Vitlausar myndir eru því miður ekki bannaðar en þessi hefði svo sannarlega átt það skilið. Fyrir hvem í ósköpunum er þessi mynd eiginlega? Hrollvekjuaðdáendur? Rokkaðdáendur? Venjulegt fólk? Óvenjulegt fólk? Ætli svarið við þessu öllu sé ekki eitt stórt nei - þetta er ein af þeim myndum sem ullar framan í áhorfendur. Myndin inniheldur frásögn af 400 ára gamali ástfanginni blóðsugu sem stofnar rokkhljómsveit til að ná ástum ungrar stúlku. Er þetta ekkialltsemsegjaþarf? -SMJ sínu hlutverki, Annabeth Gish og Lili Taylor em einnig góðar og saman mynda þessar þrjár skemmtilegt tríó sem gefur mynd- inni nokkurt gildi. Annars er Mystic Pizza kannski fyrst og fremst stelpumynd, strák- arnir eru allir í aukahlutverkum og ekki mjög spennandi persónur. -HK Líkið í kæliskápnum OUT COLD Útgefandl: Skífan Leikstjóri: Malcolm Mowbray. Handrit: Leonard Glasser og George Malko. Framleiðendur: George G. Braunstein og Ron Hamady. Aðalhlutverk: John Lithgow, Teri Garr, Randy Quaid og Bruce McGill. Bresk/bandarísk 1988. 92 min. Bönnuð yngri en 12 ára. í síðustu viku var skrifað um aðra mynd þar sem lík var í aðal- hlutverki (Weekend at Bernies). Þessi hugmynd á sjálfsagt eftir að birtast aftur án þess þó að því sé haldið fram að Malcolm Mowbray (skólabróðir Ágústs Guðmunds- sonar leikstjóra) sé hugmynda- snauður í umfjöllun sinni. Myndin segir frá tveim kjötkaup- mönnum sem eru jafnólíkir og dag- ur og nótt. Ernie hugsar aðallega um konur og peninga en Dave er il'*: "'..i-i. ■< Kiíí'aS-.itOtó'.. -(Wíí»i.««. i/íSjúí ftsíij' s£í;ss> , o?m,.mm m • ■smam ■■.-■im ___ZxSZ&i___Bttið___..................-..._______ samviskusamur og sér um starfið. Kona Ernie er ekki allt of sæl með manninn og endar á því að loka hann inni í frystigeymslunni yfir nótt. Ernie lifir það ekki af og þá hefjast vandkvæðin við að koma líkinu undan. Myndin er á mörkum farsa og gamanmyndar en helst er hægt að fmna henni til foráttu að hún kitlar ekki hláturtaugamar nógu hressi- lega. Mowbray er mjög snyrtilegur í uppsetningu sinni og persónurnar vinna vel saman. Þá hefur hann skemmtilegt auga fyrir mynd- rænni frásögn en er stundum að nostra of mikið við það eins og leik- þátturinn meö hurðina fyrir fryst- inum sýnir. Leikaraliðið vinnur vel saman og Lithgow nær skemmtilegum tök- um á hinum óframfærna kjötkaup- manni sem lendir í því að þurfa að koma líki undan og þá verður fars- inn að farsi! -SMJ ★★Í4 í innsta hring HOMEBOY Útgefandi: Skifan Leikstjóri: Michael Seresin. Framleiö- endur: Elliott Kastner og Alan Marshall. Tónlist: Eric Clapton. Aðalhlutverk: Mic- key Rourke, Christopher Walken, Debra Feuer. Bandarísk 1988. 111 mín. Bönnuð yngri en 12 ára. Rourke virðist hafa mikla þörf fyrir að leika andhetju og er ekki annað hægt en að dást að kjarki hans við verkefnaval. Einhvern veginn hefði maður haldið aö hann gæti valið úr hlutverkum en eigi að síður tekur hann að sér þetta and-Rocky hlutverk sem byggir á dálítið þokukenndu handriti. Maður fellur að mörgu leyti fyrir persónunni og er það ekki síst Ro- urke að þakka. Maður veit nánast ekkert um þennan sundurbarða kúreka þegar hann birtist í rign- ingunni og hverfur inn á svert- ingjabar þar sem hann drekkur sig útúrfullan þar til hann er sóttur og settur í hringinn þar sem hann lemur einhvem slána í gólfið. Per- sónan hggur fyrir: Einstæðingur sem kann ekkert annað en slags- mál til að koma sér áfram. Hann segir fátt en í sinni lengstu tölu segist hann ekki kunna aö vera með „góðri“ stúlku. Til þessa hafi hann verið með feitum, gömlum og ljótum en aldrei góðri. Eins og áður segir er það hin ýkjukennda túlkun Rourke sem heldur uppi frásögninni. Walken hefur verið að gera það sem hann gerir hér oft áður og nær ekki tök- um á manni í hlutverki sölumanns dauðans. Handritið er ágætt en varla nógu safaríkt til að styöja frekar ófram- færinn leikstjóra. r -SMJ Kröftugur miðill SECOND SIGHT Útgefandi: Steinar hf. Leikstjóri: Joel Zwlck. Aðalhlutverk: John Larroquette, Bron- son Pinchot og Bess Armstrong. Bandarisk 1989 - sýningartími 81 min. Leyfð öllum aldurshópum. Áhorfendur Stöðvar tvö ættu ör- ugglega að kannast við aðalleikar- ana í Second Sight, John Larroqu- ette og Bronson Pinchot, en þeir leika í gamanþáttum sem hafa ver- ið sýndir þar í nokkurn tíma. Ekki verður Second Sight til að auka hróður þeirra því þótt þetta eigi að vera gamanmynd þá stekkur manni varla bros alla myndina og það er kannski enn pínlegra vegna þess að í raun er hér um farsa áð ræða. Fjallar myndin um leynilögrelu- fyrirtækið Second Sight. Aðal- tromp þess er miðillinn Murray sem dettur í trans í tíma og ótíma. Málið sem þeir fá til meðferðar í myndinni er rán á kardínála og eins og við var að búast komast þeir félagar til botns í málinu en ekki fyrr en mikið hefur gengið á sem erfitt er að finna útskýringar á. Það mæðir mest á Bronson Pinc- het en hann leikur miðilinn. Hann er ekkert sérlega skemmtilegur í þáttaröðinni Perfect Stranger en hér fer hann heldur betur yfir strikið og er greinilegt að hann hefur einhverjar aðrar hugmyndir um hvernig' góður leikur er en flestir aðrir. Þaö er mjög fátt sem hægt er að segja Second Sight til hróss, vitleysan er slík að maður er þeirri stundu fegnastur þegar myndinni lýkur. -HK Vitni óskast PERFECT WITNESS Útgefandi: Sfeinar hf. Leikstjóri: Robert Mandel. Aðalhlutverk: Brian Dennehy, Stockard Channing og Aidan Quinn. Bandarisk, 1989-sýningartimi 97 min. Bönnuð börnum innan 16 ára. Það er ekkert sældarlíf að vera vitni gegn stórum og voldugum glæpahóp, eins og veitingahúseig- andinn Paxton kemst að í Perfect Wittness. Hann er í sakleysi sínu á bar kvöld eitt þegar hann ásamt öllum sem eru á barnum sér mann myrtan með köldu blóði. Állir neita að hafa séð hver morð- inginn er nema Paxton, sem segist muni þekkja hann. Um leið er líf hans og fjölskyldu hans oröið lítils virði. Saksóknarinn, sem er hiö mesta hörkutól, heitir Paxton vernd en hún er ekki öflugri en svo aö sonur Paxtons, níu ára gamall, fellur í klær glæpahópsins og er pyntaður. Þessi atburður veröur til þess að Paxton dregur vitnisburð sinn til baka. Saksóknarinn lætur þá fang- elsa hann og lætur hann dúsa í fangelsinu í nokkra mánuði. Hefst nú mikið taugastríð milli þessara tveggja manna, saksóknarinn læt- ur sig htlu varða persónulegar að- stæður Paxtons, það eina sem kemst að hjá honum er að negla glæpalýðinn en Paxton veit að hans besta vörn er að steinþegja... Söguþráðurinn er ábyggilega ekkert langt frá raunveruleikanum í stórborgum þar sem mafían ræð- ur lögum og lofum í vissum hverf- um. Samt sem áður vantar einhvað í handrittið til að gera söguþráðinn trúverðugan. Þá eru persónur frek- ar óskýrar, sérstakjega saksóknar- inn og aðstoöarkona hans. Paxton er aftur á móti sú persóna sem áhorfandinn fær tilfmningu fyrir, enda, eins og hann segir var það hans óheppni að vera staddur á bamum kvöldið sem morðið var framiö. Það eru nokkur góð atriði í Perfect Witness en í heild er jafn- vægið htið. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.