Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1990, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1990, Blaðsíða 44
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Askrift - Dreifing: Sími 27022 Frjáist,óhá5 dagblað LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1990. Stjómlaus valtari: Stjórnandinn kastaðisérút Malbikunarvaltari rann stjórnlaus á töluvert mikilli ferð niður slakka í götunni við Skólagerði í Kópavogi um klukkan hálfíimm í gær. Lögregl- an segir að mesta mildi sé að ekki urðu stórslys á fólki. Stjórnandinn hafði verið að vinna í tækinu. Hann nam síðan staðar fyrir framan hús númer 29 og drap á vélinni. Stuttu síðar gaf hemlabún- aðurinn sig. Gatan hallar til vesturs ag rann valtarinn stjórnlaust niður götuna á talsverðum hraða. Maður- inn óttaðist að tækið myndi velta og varð að grípa til þess ráðs að kasta >ér út á ferð. Hann sakaði ekki. Þegar valtarinn hafði runnið eftir götunni að húsi númer 49 lenti hann á kyrrstæðri mannlausri fólksbifreið og stórskemmdi hana. Starfsmaður vdnnueftirlits var kallaður á vett- /ang og bannaði hann notkun á tæk- nu. Við Skólagerði eru börn oft að leik. \ð sögn lögreglu er mesta mildi að íkki hlaust stórslys af þessu atviki. -ÓTT Þúsundirteppa tilJórdaníu Ríkisstjórnin hefur falið samstarfs- 'ióp á vegum Rauða krossins, utan- 'íkisráöuneytisins og fjármálaráðu- aeytis að vinna tillögur um hjálpar- sendingar til flóttamanna vegna deii- unnar við Persaflóa. í ráöi er að ís- lensk stjórnvöld verji 140 milljónum króna til hjálparstarfsins. Samkvæmt heimildum DV fela til- lögur hópsins rneðal annars í sér að‘ senda 4-5000 ullarteppi til flótta- mannabúða í Jórdaníu Umrædd teppi, sem getið er um í tillögunum, eru nú í vörslu Almannavarna Reykjavíkur. -ÓTT D keima1'- Fákafeni 11, s. 687244 leiga. . . spurning! BÍLALEIGA v/Flugvallarveg 91-61-44-00 LOKI Umhverfisráðuneytið er sannkallað frestunar- ráðuneyti! Frestað í tvígang Gildistöku reglna, sem takmarka eiga mengun frá bílum, hefur verið frestað í tvígang á árinu. Nú er gert ráð fyrir að þær taki gildi um næstu áramót. Þessar reglur eiga að segja til tun hámark á mengun frá útblæstri bifreiða. Samkvæmt mengunar- reglugerðinni áttu þær að taka gildi um síöustu áramót en var þá frest- aö til 15. júní. Þá tókst ekki heldur að fylgja reglugerðinni úr hlaði og þurfti þá umhverfisráðuneytið að gefa út reglugerð til að fresta henni. Ástæða fyrir þessari stöðugu frestun er sú að ekki tókst að sam- ræma vinnubrögð Bifreiðaeftirlits- ins, dómsmálaráðuneytisins né umhverfisráðuneytisins. Þessi tak- mörkun var í sjálfu sér einföld og fólst í ákveðnum reglum um still- ingu bifreiða. Reglur um þrívirka hvarfakúta eiga hins vegar að taka gildi 1. jan- úar 1992 en þá er gert ráð fyrir að kolmónoxíðmengun (CO) frábilum fari niður i 10% af þvi sem hún nú er. Það er meðal annars sá út- búnaður sem er á núverandi ráð- herrajeppa Júlíusar Sólnes um- hverfisráðherra. Allir bílar, sem verða fluttir hm eftir l. janúar 1992, verða að vera búrúr þessum út- búnaði. Slikur útbúnaður er í mörgum gerðum bíla en samt mun vera erf- itt að fá slíka bíla hér á landi. Einn bílakaupandi, sem DV hafði sam- band við, sagðist hafa sótt sérstak- lega um slikan útbúnað á nýlegum þýskum bíl en ekki fengið. Kom fyr- ir ekki þótt viðkomandi hefði treyst sér fil aö greiða meira fyrir það. Samkvæmt upplýsingum frá Sig- urbjörgu Sæmundsdóttur, deild- arsérfræðingi í mengunarvörnum hjá umhverfisráðuneytinu, er ver- ið að skoða möguleika á þvi að flýta slíkum aðgerðum til aö koma fyrir mengunarvarnarbúnaði með því að'veita fólki skattaívilnanir. Samkvæmt þeim upplýsingum sem DV hefur fengið, raeðal annars frá Hollustuverndinni, er bíla- mengun nokkuö mikil hér á landi, sem rakið er til mikilar bílaeignar landsmanna. -SMJ Verðlagsráö: Bensínhækkun varfrestað Verðlagsráð frestaði í gær beiðni olíufélaganna um að hækka verö á bensíni um mánaðamótin úr 52 krón- um í 60 krónur lítrann. Hins vegar samþykkti ráðiö að hækka verð á gasolíu um 40 prósent, úr 15 krónum í 21 krónu lítrann. Þá samþykkti ráð- ið að hækka verð á svartolíu um tæp 17 prósent, eða úr 11.300 krónum í 13.200 krónur tonnið. Ef verð á gasolíu og svartolíu lækk- ar ekki miðað við nýjustu skráningar í Rotterdam er útlit fyrir frekari hækkanir um næstu mánaðamót. Georg Ólafsson verðlagsstjóri sagði við DV í gær að Verðlagsráð kæmi til fundar í næstu viku og fullvíst mætti telja að nýtt bensínverð yrði komiðíloknæstuviku. -JGH Flugið hækkar um Starfsfólk í Viðey hefur fengið aðstöðu í Húsdýragarðinum í Laugardal þar sem þess verður freistað að bjarga æðarkollum sem hafa blotnað í olíumengun á Sundunum. Eitthvað af kollum hefur þegar drepist af völdum olíunn- ar. Á myndinni sjást Guðrún Arnórsdóttir, ráóskona í Viðey, Kristján Árnason, starfsmaður Reykjavikurborgar, og Bjarni Sigurbjörnsson, ráðsmaður í Viðey, hlúa að olíublautum æðarfugli. Ekki er enn vitað hvort hægt er að þvoolíuna úrfiðrifuglanna. DV-myndGVA Eftir mánaðamótin verður dýrara að fljúga innanlands. Verðlagsráð ákvað á fundi sínum í gær að hækka verð á far- og farmgjöldum innan- lands um 6 prósent en fyrir lá um það beiðni frá flugfélögunum. -JGH r f f 4 f 4 í Veðurhorfur á sunnudag og mánudag: Bjart og hlýtt veður á morgun Á sunnudag er spáð hægri breytilegri átt. Dálítil él verða við norðausturströndina í fyrstu en annars þurrt og víða bjart veður og hiti 5 til 10 stig. Vestanlands þykknar upp meö vaxandi sunnanátt undir kvöldið. Á mánudag er búist við austlægri átt og víða verður strekkingsvindur. Rigningu og súld er spáð um allt land en hitinn verður á bilinu 5 til 12 stig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.