Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1990, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1990, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1990. 13 Helgarpopp Bob Dylan hefðbundinn en alls ekki svo slæmur. Stefnan stefnuleysi - Bob Dylan með nýja plötu í þá. Gallinn er ófrumleg framsetn- ing. Miöað viö fyrra þor og fersk- leika hefur Under the red Sky yfir- bragð ílatneskju. Það þarf meira til en stjörnufans til að auka víddir tónlistarinnar en gestalistinn telur m.a. Elton John, David Crosby, Bruce Hornsby, George Harrison, Slash úr Guns and Roses og bræð- urna Jimmie og Stevie Ray Vaug- han. Vissulega er hljóðfæraleikur- inn pottþéttur og gítarleikurinn þá sérstaklega. Þar kemur slide-gítar- leikarinn David Lindley sterkastur út. Þó mörgum kunni að þykja það argasta smámunasemi og hártogun að vera fárast út í útsetningar er ekki hægt að neita því að frumleika og nýjungagirni setur talsvert nið- ur á hinni nýju plötu. Þó er rétt að hafa í huga að í þeim efnum er sam- anburður við Oh Mercy flestunv plötum óhagstæður. Sem fyrr segir er margt gott að finna á Under the red Sky og alls ekki hægt að tala um slaka plötu. Gamlir Dylan aðdáendur verða ábyggilega ekki fyrir vonbrigðum með Under the red Sky því hér er Dylan eins og flestir þekkja hann, hefðbundinn. Eftir viku kynni koma lögin T.V. Talking song, 10.000 men og Handy Dandy best út hvað svo sem síðar verður. Skömmu áður en Bob Dylan kom hingað til lands í júní sl. lauk hann við gerð nýrrar hljómplötu. Under the red Sky nefnist hún og er ný- lega komin út. Guð má vita númer hvað þessi nýjasta afurð er í röð hljómplatna Dylans, og gildir einu því listamaðurinn er kominn í hóp hálfguða og er illt að setja mæli- stiku á afrek slíkra. Mistök? Fyrir réttu ári sendi Dylan frá sér plötuna Oh Mercy sem hampað var af gagnrýnendum um víða veröld og fyrir suma var platan túlkuð sem upprisa. Gamla goöið rak af sér slyðruorðið með reglulegu sköpunarverki, sköpunarverki þar sem Dylan fetaði nýjar brautir í tónlist sinni og sýndi á sér áöur ókunnar hliðar. Sá aöili sem átti stærstan þátt í að virkja Dylan til nýrra afreka á Oh Mercy var Kanadamaðurinn Daniel Lanois. Sá er einhver fremsti útsetjari rokksins í dag og hefur m.a. starfað með U2, Peter Gabriel og Robbie Robertson. í ljósi fyrri afreka Lano- is vakti það nokkra gremju þegar fréttist að Dylan ætlaði ekki að halda samstarfmu áfram, heldur ráða Don Was sér til fulltingis en Was þessi hefur m.a. starfað tals- vert með Elton John upp á síðkast- ið. Reyndar þurfti þessi ákvörðun Dylans ekki að koma á óvart því hann hefur haft það fyrir sið að skipta um útsetjara milli platna. Vel má vera að þessi siður Dylans sé virðingarverð leið til að foröast klisjur og staðnað sánd, en á þessu Umsjón: Snorri Már Skúlason stigi málsins er undirritaður sann- færðUr um að skiptin á Lanois og Was hafi veriö afleikur. Gaman hefði verið að sjá samstarfið frá í fyrra þróast því lengi getur gott batnað. Þar sólin sest Framangreindar hugleiðingar eru sprottnar af þeirri staðreynd að Under the red sky hefur upp á ýmislegt gott að bjóða sem fær ekki notið sín sem skyldi. Óslípaða dem- anta. Lagasmíöarnar eru flestar hinar dægilegustu, grípandi og krefjandi í senn. Um texta Dylans þarf ekki að fjölyrða, þeir auka gildi tónlistarinnar fyrir þá sem á annaö borð nenna að setja sig inn Cure og ljósvakinn Fyrsta dag þess mánaðar er rennur skeið sitt á enda á morgun tóku þeir Robert Smith og félagar í Cure upp á því að gerast sjóræn- ingjar á öldum ljósvakans. Forsag- an er sú að hljómsveitarmeðlimir fengu skyndilega þörf fyrir að leika gömul uppáhaldslög fyrir Lund- únabúa og í því skyni hófu þeir að útvarpa frá leynilegum stað í mið- borginni. Heldur gekk treglega að hemja sendinn sem átti að útbreiða fagnaðarorð og söngva The Cure, áöur en yfir lauk hafði hann farið með herra sína í óvinsælt ferðalag um FM skalann og meðal viðkomu- staða var BBC 2 þar sem hljóm- sveitarmeðlimir í Cure trufluðu m.a. flutning á tónverki eftir Moz- art. Um síðir tókst að koma lagi á sendinn og þá ómuðu gömul og ný Cure lög í bland við aðra tónlist sem er í uppáhaldi hjá sveitarmeð- Umum. Meðal laga sem heyrðust var nýj- asta smáskífulag Cure, Never Eno- ugh sem kom á markað fyrir nokkrum dögum. Never Enough er undanfari nýrrar Lp-plötu frá Ro- bert Smith og félögum sem mun kallast Mixed Up og ku væntanleg í byrjun nóvember. Nýtt frá Paul Simon Fjögur ár eru nú liðin frá útgáfu Graceland plötu Paul Simon en skífan sú skaut skapara sínum upp á stjörnuhimininn eftir nokkur mögur ár. Nú líður að endurnýjuðum kynn- um af tónlist Paul Simon því eftir vendiiega könnun á heimstónlist síðustu ára er kappinn loks tilbúinn að opna smiðju sína almenningi. Nýtt smáskífulag, The Obvious Child, kom út fyrir nokkrum dögum og stór plata er ekki langt undan. Ný hljómsveit Það hefur ekki farið mikið fyrir Dave Stewart úr tvíeykinu Euryth- mics síðustu misseri. í samstarfinu við Annie Lennox var Stewart þeirri gáfu gæddur að geta hrist metnaðarfulla smelli fram úr erm- inni þegar honum hentaði og nú hefur Dave Stewart fundið sér nýj- an vettvang fyrir sköpunargleðina. Hann setti nefnilega nýja hljóm- sveit á laggirnar fyrir stuttu sem hann kallar The Spiritual Cow- boys. Ekki hefur heyrst af plötu frá þessari nýfæddu sveit en það þýðir ekki að Dave Stewart hafi látiö hljóðverin eiga sig. Hann er nefni- lega nýkominn út úr einu slíku eft- ir samvinnu við gamla Byrds söngvarann Roger McGuinn en sá vinnur nú að gerð sólóplötu. Auk Stewarts aöstoöa Elvis Costello og' Tom Petty fuglinn fyrrverandi á plötunni sem væntanleg er i byrjun nýs árs. \ KYUDO Japönsk bogfími Kennsla hefst 2. okt. nk. Getum bætt við takmörk- uðum fjölda byrjenda. Upplýsingar og skráning í símum 33431 og 38111. Leiðbeinandi: Tryggvi Sigurðsson, 5. dan ZNKR (japanska kyudosam- bandið). Aldurstakmark 18 ár. Lausafjáruppboð Eftir kröfu gjaldþrotabús Bergsplans hf. á Reyðarfirði fer fram nauðungaruppboð á lausafjármunum í eigu búsins, sem staðsett- ir eru á fasteigninni Stuðlabergi, Reyðarfirði, en þar fer uppboðið fram þann 6. október 1990 kl. 14.00. Seldir verða eftirgreindir munir. 1. Barkar-frystiklefi ásamt frystipressu og búnaði, síldarflökunar- vél, síldarsöltunarband, færibönd af ýmsum gerðum, fiskkör, Is- hida MS 5300 vog, bindivél, fiskrennur, pækiltankar, handlyftar- ar, logsuðutæki, jeppakerra, frystipönnur ca 700 stk. Desta díiillyft- ari, húsbúnaður, ca 200 sildartunnuro.fi. viðkomandi síldarverkun., Munirnir eru seldir f því ástandi sem þeir eru á uppboðsdegi. Greiðsla með ávísun er ekki tekin gild nema með samþykki upp- boðshaldara. Greiðsla við hamarshögg. Uppboðshaldarinn í Suður-Múlasýslu. 25. september 1990. Sigurður Eiríksson BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR ÍBÚAR SELJAHVERFIS, ATHUGIÐ: Hér með er íbúum í Seljahverfi boðið að kynna sér hugmyndir að staðsetningu á nýrri skíðalyftu norðan Jakasels. Uppdráttur verður til sýnis á Borgarskipulagi Reykja- víkur að Borgartúni 3 (3. hæð) frá 2.-12. okt. 1990 alla virka daga frá kl. 9-16. Athugasemdum eða ábendingum, ef einhverjar eru, skal skila skriflega á sama stað eigi seinna en 12. okt. 1990. %/ 1.-4. nóvember Fluf; og gisting í Trier, tvíbýli ú Scandic Crown hótelinu: 1.-4. nóvemher kr. 32.680. 14.-19. nóvember kr. 38.440. 20.-25. nóvember kr. 38.440. Flug, bíll og íbúó í Hostenberg, 20 mínútna akst- ur frá Trier, mióaó vió 2 i hí! og íhúó: 1.-4. nóvember kr. 29.980. 14.-19. nóvemher kr. 33.380. _________20.-25. nóvember kr. 33.380.______ Flug, bíll og lúxushús í Hostenberg, mióaó vió 4 í húsi og bíl: 1.-4. nóvember kr. 28.580. 14.-19. nóvember kr. 30.770. 20.-25. nóvember kr. 30.770. Ofangreint veró er án jlugvallarskatts, kr. 1.150. Takmarkaóur sætafjöldi. Ath. Allar verslanir í Trier eru opnar \ allan laugardaginn 3. nóvember. Ilnfimrstrxú 2 - Sími 62-30-20s

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.