Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1990, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1990, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAOUR 29. SEPTEMBER 1990. Kvikmyndir Nýlega var frumsýnd myndin Air America sem er heiti á flugfé- lagi sem CIA kom á legg til að flytja hergögn og vistir til Laos á tímum Víetnamstríðsins Enginn getur neitað því að kvik- myndin er sterkt áróðurtæki þegar koma þarf ákveðnum boðskap á framfæri. Sérstaklega er áróður áberandi þegar um stríðsmyndir er að ræða, eins og sést vel þegar gamlar myndir gerðar í seinni heimsstyrjöldinni eru skoðaðar. Þar var alltaf dregin upp einföld mynd af hinu góða og slæma og reynt að nota kvikmyndina til að efla sem mest þjóðernistilflnningu meðal þjóðarinnar. En síðan kom sjónvarpið og breytti öllu eins og hest mátti sjá hvað varðar Víetnamstríðið. Aukin samkeppni milli sjónvarpsstööva, handhægar myndbandaupptöku- vélar og aukin tækni gerði sjón- varpsstöðvum kleift að færa fréttir af Víetnamstríðinu beint inn í hi- býh manna. Það sem birtist á skjánum var oft á tíðum í miklu ósamræmi við það sem sumir kvik- myndaframleiðendur voru aö bera á borð fyrir áhorfendur, eins og t.d áróðursmyndin The Green Berets þar sem hin mikla þjóðemishetja Bandaríkjanna, sjálfur John Wayne, fór með aðalhlutverkið. Raunsæi Kvikmyndaframleiðendur sáu sér einnig leik á borði og því fór að koma fram á sjónarsviðið nýtt raunsæistímabil með myndum eins og The Deer Hunter, sem fjall- aði um hvað það merkir í raun og veru aö vera kallaður í herinn, og Coming Home sem tók fyrir vanda- málin sem fylgja því að aðlagast aftur þjóðfélaginu og sjálfum sér eftir að hafa gengið í gegnum þær hörmungar sem alltaf fylgja stríði. Það má segja að flestar stríðs- myndir, sem gerðar hafa verið í Bandaríkjunum sl. áratug, hafi fjallað um Víetnamstríðið á einn eða annan hátt, eins og t.d óskars- verðlaunamyndin Platoon. Þær fjalla um atburði sem eru enn í fersku minni flestra og skapa því oft harðar umræður og deilur eins og eðlilegt er. í ágústmánuði - ... Mel Gibson fer með aðalhlutverkið i Air America. handritið í hendurnar og lýsti yfir áhuga sínum á að leika í mynd- inni. Einnig voru þeir Bill Murray, Jim Belushi og Kevin Costner nefndir sem líklegir meðleikarar Connery. Lorimar hafði síðan sam- band við Carolco vegna fjármögn- unar og allt var tilbúið til kvik- myndatöku. En þá kom enn eitt vandamálið upp á yfirborðið. Hinn nýi fjármagnsaðili myndar- innar vildi ekki starfa með Rush og enn á ný var fenginn leikstjóri (Bob Rafelson) sem þegar fékk til liðs við sig rithöfund (John Eskow) til að skrifa nýtt haridrit. Mörgum fannst valið á Eskow sérstætt því hann hafði aðeins skrifað eitt hand- rit sem kvikmynd hafði verið gerð eftir en það var Pink Cadillac. En hann átti auðvelt með að skrifa hnyttnar samræður og það var það sem reið baggamuninn. Einnig lagði Eskow töluvert á sig til að ræða við fyrrverandi CIA starfs- menn sem höfðu unnið hjá Air America. Verkfall En þegar allt var tilbúiö til kvik- myndatöku í Thailandi kom verk- fall handritahöfunda svo Eskow var tímabundið úr leik. Við þetta brast flótti í hðið og ákvað Rafelson að taka að sér að leikstýra Moun- tains of the Moon. Því þurfti enn einu sinni að leita að nýjum leik- stjóra og í þetta sinn var valinn Roger Spottiswoode sem m.a. gerði myndirnar Under Fire, Turner & Hooch og Shoot To Kill. Þegar verkfallið leystist var hægt að hefjast handa og árangurinn mátti síðan sjá í þeirri mynd sem var frumsýnd í ágúst sl. Aðstand- endur myndarinnar voru að von- um orðnir langþreyttir á allri þess- ari bið og þegar Good Morning, Vietnam var frumsýnd fengu þeir á tilfinninguna að hafa misst af lestinni. Good Morning, Vietnam reyndist gífurlega vinsæl, enda með Robert William í aðalhlut- verki. Þetta styrkti þá félaga að þeir væru á réttri leið. Mel Gibson Mel Gibson virðist vera að gera Air America: Flugfélag á vegum CIA var svo frumsýnd í Bandaríkjun- um enn ein stríðsmyndin en í þetta sinn er ekki veriö að ræða beint um Víetnamstríðið heldur hem- aðaraðgerðir Bandaríkjanna í Laos á þessum tíma. Myndin hefur valdið hörðum deilum og saka kvikmyndagagn- rýnendur bæði WaU Street Journal og Times aðstandendur myndar- innar um að fara með rangt mál og mjög frjálslega með staðreyndir. Myndin heitir Air America með ástralska hjartaknúsaranum Mel Gibson í aðalhlutverki. Eiturlyf Það sem veldur einna mestum deilum er sú fullyrðing, sem sett er fram í myndinni, að CIA og Bandaríkjaher hafi tekið þátt í umtalsverðu eiturlyíjasmygli frá Laos og notað m.a. tekjurnar til að fjármagna að hluta stríðsrekstur- inn í Víetnam. Heiti myndarinnar, Air America, er nafn á flugfélagi sem CIA kom á legg til að auövelda starfsemi sína í Laos. Flugfélagið flaug með vopn, birgðir og hjálpargögn til vin- veittra þjóðarbrota sem notuðu þau til skæruhemaðar á Víetnama, m.a. á hinni frægu Ho Chi Minh slóð. Um þetta eru flestir sammála en hins vegar ekki þá fullyrðingu, sem Christopher Robbins setti fram í bók sinni, sem myndin er byggð á, að Air America hafi notaö ílugvélar sínar til að fljúga með ópíum til baka. Raunar hafi Air America gengið undir gælunafninu „eiturlyíjaílugfélagið". í myndinni er Mel Gibson meira að segja látinn réttlæta þessa aðgerð. Efnisþráóur En lítum nánar á efnisþráðinn. Söguhetjan er lífsreyndur flugmað- ur að nafni Gene Ryack (Mel Gib- son). Myndin hefst árið 1969 þegar Ryack er að vinna sem ofurhugi við gerð kvikmyndar í L.A. þar sem hann átti að lenda þyrilvængju á einni af hraðbrautunum til borgar- innar. CIA viröist hafa hrifist svo af hæfileikum og dirfsku Ryack að Umsjón: Baldur Hjaltason honum er boðið starf við Air Amer- ica sem hann þiggur. Þar lendir hann í ýmsum ævintýrum og svað- ilförum. í myndinni koma fram margir skrautlegir persónuleikar, eins og Major Donald Lemond, sem réð sig sem yfirnann hjá Air America eftir að hafa farið á eftirlaun hjá hern- um. Hann sér einnig um að útvega og vinna allt ópíum sem til boða stendur. Hvíta húsið fær einnig einn fulltrúa í Air America sem er Lane Smith þingmaður sem sendur er til Laos til að kynna sér hvort þær sögusagnir, sem eru farnar aö heyrast í Washington þess efnis að Air America stundi eiturlyfja- smygl, séu réttar. Myndin er talin vera spennandi og vel gerð. Air America var að mestu leyti tekin í Thailandi í grennd vi Chang Mai. Það gekk mikið á meðan á kvikmyndatök- unni stóð því aðstandendur mynd- arinnar upplifðu tvo jarðskjálfta og hvirfilvind, fyrir utan að litlu munaði að alvarlegt flugslys yrði þegar eitt ofurmannaatriði var kvikmyndað. Erfið fæðing Aðdragandinn að gerð Air Amer- ica er iangur eins og með flestar Hollywoodmyndir. Það var strax um 1978 að Lorimar kvikmynda- verið keypti réttinn til að gera kvikmynd eftir samnefndri bók breska blaðamannsins Christopher Robbins. Hann var fenginn til að gera handritið en vegna endur- skipulagningar á starfsemi Lorim- ar lenti þetta verkefnið í nokkurs konar tómarúmi. Þar kom þó að því að leikstjórinn Richard Rush tók verkefnið upp á sína arma og skrifaði nýtt handrit. Rush er lík- lega þekktastur hérlendis fyrir mynd sína Stunt Man. Leikarinn Sean Connery fékk þaö gott þessa dagana. Eins og hans var von og vísa skilar Gibson hlut- verki sínu í Air America mjög vel. Nýlega var frumsýnd myndin Bird on a Wire, sem John Badham leik- stýrði, með þeim Gibson og Goldie Hawn í aðalhlutverkum. Þetta er gamanmynd og verður án efa gam- an að sjá hvernig Gibson tekst upp í hlutverki gamanleikarans. Að vísu er Air America skilgreind sem gamanmynd með alvarlegum und- irtóni en í þessum myndum leikur Gibson mjög óhk hlutverk. Þar að auki er Gibson búinn að taka að sér að leika Hamlet í samnefndri mynd eftir Franco Zeffirelli. Vinsældir þessara mynda munu því ráða úrslitum um hvort Gibson tekst aö festa sig í sessi sem leikari í þungavigtarflokki, líkt og Robert Redford, Dustin Hoffman og Kevin Costner. -B.H.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.