Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1990, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1990, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1990. Fréttir Bankaráðsformaður Búnaðarbankans um skuldir Ólafs Laufdals við bankann: Við fylgjumst með Ólaf i „Þetta er til skoðunar í bankanum. Við reynum að hafa öruggar trygg- ingar fyrir þessum lánum. Við fylgj- umst með Ólafi," sagði Guðni Ágústsson, alþingismaður og for- maður bankaráðs Búnaðarbankans, þegar hann var spurður hvort bankaráðið hefði áhyggjur af nærri 700 milljón króna skuldum Ólafs Laufdals veitingamanns við Búnað- arbankann. Skuldirnar eru ýmist við bankann sjálfan eða erlend lán sem bankinn er í ábyrgð fyrir. Aðrar skuldir Ólafs, samkvæmt veðbókar- vottoröum á eignum hans, eru um 125 miUjónir óframreiknað. Guðni sagði að bankinn væri, í samstarfi við Ólaf, að leita að kaup- anda að Hótel íslandi. Guðni vildi ekki segja til um hvort kaupandi væri fundinn að hótelinu. „Eg vil ekkert um þetta segja,“ sagði Guðni Ágústsson. Bankaráðsfundur var í Búnaðarbankanum á fimmtudag. Þetta mál var ekki rætt á fundinum. „Ólafur veltir miklu og er dugleg- ur. Ég vona að þetta fari allt vel,“ sagði Guðni Ágústsson. Hann sagði einnig að skuldir Ólafs stæðu í stað við bankann. Þær aukast ekki og greiöast heldur ekki niður. Guðni sagöi að Ólafur Laufdal hefði selt Hollywood í skiptum fyrir hótel á Fáskrúðsfirði og væri meö því að bæta lausafjárstöðuna. Hótel ísland er stærsta fasteign Ólafs. Á húsinu hvíla, óframreiknaö, 636 milljónir. Þar af eru skuldir við Búnaðarbankann rétt tæpar 600 milljónir króna. Brunabótamat á húsinu er rúmar 1100 milljónir króna. Á Aðalstræti 14 til 16 hvíla 68 milljónir. Þar af eru skuldir viö Bún- aöarbankann 59 milljónir. Bruna- bótamat eignarinnar er rúmar 27 milljónir. Skuldirnar eru því meira en tvöfalt hærri en brunabótamatið. Á íbúðarhúsi Ólafs hvíla rúmar 23 milljónir. Þar af eru skuldir við Bún- aðarbankann 18 milljónir. Bruna- bótamatið er rúmar 44 milljónir. Á Sjallanum á Akureyri hvíla um 65 milljónir. Það eru allt skuldir við Iönaðarbankann, eða íslandsbanka. -sme Borgaraflokkurinn: Ásgeir Hannes hótaði aðhætta Mikil átök urðu á kjördæmis- ráðsfundi Borgaraílokksins i Reykjavík sem fór fram í Holliday Inn á fimmtudagskvöldið. Ætlun- in var að bera fram tillögu um að þeir sem my ndu bjóða sig fram á öðrum framboðslistum yrðu reknir úr Ilokknum. Mun Guð- mundur Ágústsson þingflokks- formaður meðal annars hafa staöið að þessari tillögu. Þingmaður flokksins, Ásgeir Hannes Eiriksson, sem meðal annars átti sæti á lista Nýs vett- vangs við síðustu sveitastjórnar- kosningar, sagðist ekki geta sætt sig við þetta og sagði að hér væri um að ræða beina árás á sig. Hótaði hann að segja sig úr flokknum og endaði deilan á þvi að tillagan var dregin til baka. Þá urðu mikil átök viö kjör for- manns kjördæmaráðsins. Var kosið á núlli Arnars Egilssonar og Önnu Gunnarsdóttur og sigr- aöi Anna. Þá var Gylfi Þór Sig- urðsson kosinn varaformaður. -SMJ Sorphaugar á Álfsnesi: Alltvatnverð- ur hreinsað „Það liggja allar okkar áætlanir fyrir Hollustuvernd og þaö hefur verið fyrir löngu ákveðið vegna frágangs á þessu svæði aö öllu vatni verður safnaö saman og það hreinsað áður en þaö fer út í sjó. Umræðan undanfarið um þessa sorphauga hefur orðið vegna ummæla útlendings sem hingaö kom og fenginn var til að segja eitthvað um þessi mál án þess að hafa í höndunum nokkrar for- sendur. Umræðan ræðst síðan af því sem þessi útlendmgur segir og er satt að segja út í hött. Víð ætlum að hreinsa þama vatnið eins og best verður á kosið og best þekkist í heíminum í dag,“ sagði Ögmundur Einarsson, framkvæmdastjóri Sorpeyðingar höfuðborgarsvæðisins vegna um- ræðunnar um mengað vatn frá sorphaugunum á Álfsnesi. „Þama er mjög þétt berglag undir, eitt þéttasta botnlag sem þekkist á Reykjavíkursvæöinu, og vatnið rennur þar ofan á. Vatnið rennur ofan á berginu og verður safnað saman í sérstakar hreinslþrær. Þar verður það hreinsað og rannsakað áöur en það verður látiö renna í sjóinn." -hlh Dagsbrúnaðvarar Stjóm Verkamannafélagsins Dagsbrúnar hefur sent ríkis- stjóminni aðvörunarbréf. Þar er sijómin vörað við þvi að halda tí.1 streitu áformum sinum um skattlagningu á olíuvömr. -SMJ Athugasemd frá Ólafi Laufdal Herbergi í „neyðarhús- næði“ þaðeina sem býðst - heilbrigðisfulltrúi ræður henni frá því að flytja inn „Ég flutti suður fyrir ári síðan og leitaði fljótlega aðstoðar hjá félags- málastofnun í Hafnarfirði og á al- mennum leigumárkaði. Leiguíbúð hefur mér ekki tekist að fá, leigusalar hafa greinilega lítinn áhuga á að leigja einstæðum mæörum. Nú er svo komið aö foreldrar mínir, sem ég hef búið hjá, eru að flytja í minni íbúð þar sem ekki er pláss fyrir mig og börnin. Þetta er búið að standa til lengi. Ég verð að vera í Hafnarfirði, því ef ég flyt annað missi ég dag- heimilispláss. Það eina sem félags- málastofnun getur boðið mér og börnunum upp á núna er neyðar- húsnæði í pínulitlu herbergi. í sama húsi eru þrjár aðrar mæður með fjög- ur börn,“ sagöi Sigríður Þóra Gabrí- elsdóttir einstæð móðir með tvö börn. „Börnin eru astmaveik og það er engin leið að ég geti verið með þau bæði inni í þessu herbergi. Heilbrigö- isfulltrúi hefur skoðað herbergið sem mér var boðið. Hann sagði að ég ætti alls ekki að fara þarna inn meö börnin,“ sagði Sigríður. Hún segir að rætt hafi verið við helstu forsvarsmenn bæjarmála í Hafnarfirði. „Það segjast allir vera boönir og búnir til að hjálpa en það hefur ekkert gerst," sagði Sigríður. -ÓTT Einstæð móðir leitaði hjálpar félagsmálastofnunar: Sigríður Þóra Gabríelsdóttir í herberginu í „neyðarhúsnæðinu" sem félagsmálastofnun hefur útvegað henni. Börn- in eru bæði astmaveik. DV-mynd GVA Norðurland eystra: Allaballarekki meðprófkjör? Gylfi Knstjánason, DV, Akureyri: Tilhögtm varðandi skipan framboðslista Alþýðubandalags- ins í Norðurlandskjördæmi eystra mun verða ákveðin á kjör- dæmisþingi sem haldið verður á Akureyri í næsta mánuöi. Angantýr Einarsson kennari á Raufarhöfn sem á sæti í stjórn kjördæmissambandsins sagði i samtali viö DV að lítið hefði veriö rætt um það með hvaða hætti framboöslisti flokksins yrði ákveðinn. Hans skoðun er sú að ekki sé mikill áhugi fyrir próf- kjöri, hann segist ekki hafa fund- ið fyrir áhuga á slíku enda væri þaö staöreynd að prófkjör gætu Ieitt af sér vandamál sem ekki hefðu verið fyrir hendi áður en í það var farið. Steingrímur J. Sigfússon land- búnaðar- og samgönguráðherra er eini þingmaður Alþýðubanda- lagsins í kjördæminu. Hann mun ætla fram að nýju, en lítið hefur verið rætt um aðra „kandidata“ á listann. Kjördæmisþing kýsefstu menn hjá Framsókn Gylfi Kristjánsaon, DV, Akureyri: Framsóknarmenn í Norður- landskjördæmi eystra ætla að hafa sama háttinn á og fyrir sið- ustu alþingiskosningar varðandi val í efstu sæti framboðslista síns. Kjördæmisþing verður haldið á Húsavík snemma í næsta mánuði og þar munu fulltrúar kjósa i sex efstu sæti listans eftir að félögin innan kiördæmisins hafa gert til- lögur um menn iþau sæti. Kjör- nefhd mun síðan gera tillögur um þá sem koma til meö aö skipa önnur sæti listans. Ritstjóra DV barst í gær eftirfar- andi athugasemd frá Ólafi Laufdal vegna fréttar í föstudagsblaðinu: „Ég hef talið mig seinþreyttan til vandræða og alltaf látiö kyrrt liggja að svara öllum þeim fáránlegu sögu- sögnum, sem birst hafa um mig og fyrirtæki mín í blaði þinu undanfarin misseri. Hins vegar er nú svo komiö, aö skrifm gerast rætnari með hverj- um degi sem líður og verður ekki annaö séð, en að blað þitt telji sér á einhvem hátt til framdráttar að ata mig og fyrirtæki min auri. Blaöa- maðurinn „sme“ fer þar fyrir flokki og hefur í blaði þínu í dag enn á ný upp raustina, án þess, - eins og alltaf þegar þitt blað á í hlut, - að hafa fyr- ir því að bera „fréttirnar" undir mig. Með frétt á baksíðu blaðsins i dag undir fyrirsögninni „Borgaði kjöt með Benzinum" er enn eina ferðina fullyrt, að ég eigi í stórfelldum við- skiptalegum örðugleikum og þurfi að fara um sem beiningamaður og selja alls kyns persónulegar eignir til þess að freista þess að standa í skilum. Það er fullyrt í fréttinni, aö ég hafi greitt skuld mína við viðskiptamann minn vegna kjötkaupa með bifreið sem var í minni eigu, en þó ekki fyrr en ég hafi boöið nokkrum öðrum kjötkaupmönnum bílinn með sama hætti. Þessi frétt er röng. Ég seldi bílinn aöila sem á engan hátt tengd- ist viðskiptum mínum vegna kjöts. Ég á aðeins viðskipti við einn aðila vegna kjöts og er í fullum skilum við hann. „Viðmælendur DV“ „eru á því“ í frétt blaðs þíns, að „mjög erfitt" sé hjá mér. Hvað á svona blaðamennska að þýða? Ég hef hvergi dregið dul á að byggingin á Hótel Islandi er fjár- frek framkvæmd og telst núna vera komin langt á annan milljarð króna. Búnaðarbankinn hefur staðið þétt við bak mitt í þessum framkvæmd- um og hefur trygg veð fyrir sínum lánum til mín í byggingunni, sem rétt er að benda þér og blaðamönnum þínum á, að mun að líkindum eiga eftir að standa þar sem hún er og veröa miðstöð hótelrekstrar næstu eitt hundraö árin. Búnaðarbankinn er því ekki í neinni hættu með fjár- magn sitt, síður en svo. Þaö er líka rétt að benda þér og blaðamönnum þínum á, að allir, sem eiga eins umfangsmikil viðskipti við ÁTVR og ég verða að reiöa fram haldgóðar fasteignatryggingar fyrir úttektum sínum. Þar endurtek ég ALLIR, ekki bara ég, eins og látið er í veðri vaka. Að lokum er svo hnýtt aftan við þessi dæmalausu skrif hugleiðingum um fjárhagsstöðu Aðalstöðvarinnar, svona eins og til aö koma á mig einu höggi til viðbótar. Þar er enn einu sinni haft eftir „einum viðmælanda DV“, að tap á rekstri stöövarinnar sé verulegt. Enn einu sinni er farið með sögusagnir af stað. Stofnun Að- alstöðvarinnar fyrir ellefu mánuðum kostaði sitt og nú erum við langt komin að greiða þær skuldir og sjáum fram á blómlegan rekstur á næstu mánuðum. Aðalstöðin nýtur mikilla vinsælda og hefur nú á að skipa mjög hæfu starfsfólki. Ég full- yrði hér til upplýsingar fyrir þig og þína blaðamenn, að ég er ekki að leita eftir meöeigendum í Aðalstööina og ætla e'kki að gera þaö. Af framansögðu hlýtur þér að vera ljóst, að ég get ekki setið þegjandi undir fréttaflutningi af þessu tagi. Lágmarkskrafa mín er, aö blaða- menn þínir hafi samband viö mig þegar þeir hyggjast birta fréttir af mér og minni starfsemi. Það er einn- ig lágmarkskrafa af minni hálfu, aö bréf þetta verði birt á áberandi stað i blaði þínu strax. Ólafur LaufdaT*

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.