Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1990, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1990, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1990. 3 Fréttir Krafa Faxalax vegna regnbogasilungsins sem hvarf úr kvíunum um helgina: Tryggingar bæti silunginn „Viö munum aö sjálfsögöu fara þess á leit við Reykvíska endur- tryggingu hf. að tjónið fáist bætt,“ sagöi Ingi H. Sigurðsson, annar tveggja bústjóra þrotabús Faxalax, í samtali við DV. 80 tonn af regn- bogasilungi eru talin hafa sloppið úr kvíum þrotabúsins um síðustu helgi. Síðan um helgi hefur nokkuð eignir fyrir meira en 35 milljónir hafa synt í burtu af dauðum regnbogasilungi rekiö á flörur í nágrenni Voga. „Nótin átti að vera í topplagi. Veður um helgina var hinsvegar mjög óhagstætt," sagði Ingi. Fyrir- tækið Faxalax var lýst gjaldþrota í lok apríl í vor. Nokkrum dögum síðar sluppu tæplega 100 tonn af laxi úr sjókvíum fyrirtækisins. Þegar bústjórar þrotabúsins fóru á vettvang og rannsökuðu máhð nánar kom í ljós að kvíarnar voru afar lélegar og var því ráöist í að kaupa nýupþgerða nót sem regn- bogasilungurinn var fluttur í. Sú átti aö halda. Allur fiskurinn, bæði lax og silungur var veðsettur fyrir upphæðir sem skipta tugmiUjónum króna. Laxinn var metinn á 25-30 milljónir en silungurinn á að minnsta kosti 10 .milljónir. Þegar hefur verið send bótakrafa fyrir laxinn.’ Samtais komu fram kröfur í þrotabúið að upphæð 166 milljónir króna. Eignir búsins, aðrar en fisk- ur í kvíum og á lager og kvíarnar sjálfar, voru einn fóðurbátur. Það virðist því vera að bróðurpartur eignanna sé tapaður. „Þetta er vissulega ekki björgu- legt,“ sagði Ingi H. Sigurðsson. „En endanlegt uppgjör stendur og fellur með því hvort eitthvað fé fæst úr tryggingum.“ -Pá Akranes: Moka upp ungi í höf ninni Sigurður Sverrisson, DV, Akranesi: Starfsmenn Sementsverksmiðju ríkisins komust heldur betur í feitt á þriðjudag er vart varð við talsvert af regnbogasilungi innan uppfylling- arinnar austan við sementsbryggj- una. Heimildum DV um magn aflans ber ekki saman en nærri lætur að um 40 fiskar hafi komið á land. Fiskur- inn var veiddur í net og reyndist að jafnaði mjög vænn. Ekki er vitað hvaðan þessi fiskur kemur en ljóst má vera að hann hef- ur sloppið úr einhverri eldisstöðinni við Faxaflóann og rambað í net SR- manna. {Bauknecht ÞÝSK GÆÐATÆKIÁ GÓÐU VERÐI BÆJL 0SAMBANDSINS HOLTAGÖRÐUM SÍMI 68 55 50 VIÐ MIKLAGARÐ & KAUPFÉLÖGIN DÓTTURFYRIRTÆKI ÍSLANDSISANKA VILT ÞÚ STYRKJA SAMKEPPNISSTÖÐU ÞÍNA? Glitnir gerír þér það kleift! Þegar valið stendur um fjármögnun býður Glitnir fyrirtæki þínu möguleika sem geta skipt sköpum. Möguleika sem auðvelda þér fjárfestingu í tækjum og búnaði, á afgerandi hátt. Kostir fjármögnunar hjá Glitni: • Þú nýtir staðgreiðsluafslátt með fullri fjármögnun. Þú færð fjármögnun á samkeppnishæfum kjörum. Þú átt kost á lánstíma sem hentar fjárfestingunni. Þú endurgreiðir i takt við væntanlegar tekjur af fjárfestingunni. ■ Þú skerðir ekki lausafjárstöðu fyrirtækisins. Glitnír býður eftirtalda fjármögnunarkosti: Fjármögnunarleigu: Tveggja til sjö ára samningur þar sem fjárfestingin er afskrifuð á samningstímanum. Kaupleigu: Tveggja til sjö ára samningur, hliðstæður fjárfestingarláni. Greiðslusamning: Stuttur samningur í 6 til 18 mánuði-með óverðtryggðum greiðslum. Hentar vel við smærri fjárfestingar. * Erlend lán: Lánstími eftir vali, til allt að 7 ára. Þú getur náð forskoti í samkeppni með hagkvæmri fjárfestingu. Ræddu málin við okkur - með réttri fjármögnun geturðu náð árangri sem um munar. Gefur þínu fyrirtæki forskot

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.